Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
JÓN Arnar Magnússon, Tindastóli, hafnaði í 5. sæti í sjöþraut
heimsmeistaramótsins og bætti eigið Norðurlandamet um 123
stig, fékk 6.293 stig. Hann var 62 stigum frá bronsverðlaunum.
Þrátt fyrir að Jón hafi bætt sig mest allra keppenda tókst honum
ekki að ná marki sínu á mótinu, það er að vinna gull- eða silfur-
verðlaun, a.m.k. að leika sama leikinn og á síðasta heimsmeist-
aramóti er hann hafnaði i þriðja sæti. Glæsilegt Norðurlandamet
fellur því að nokkru leyti í skugga af þessari staðreynd.
Pólverjinn, Sebastian Chmara,
Evrópumeistari í sjöþraut, varð
sigurvegari sjöþrautarinnar, fékk
6.386 stig eftir æsi-
jvar lega bai-áttu við Erki
Benediktsson Nool, Eistlandi, í síð-
skrífar ustu grein. Nool hafði
farið illa að ráði sínu í
hástökki á fyrri degi og dróst aftur
úr um stund, en sérlega góður ár-
angur í stangarstökki, 5,50 metrar,
á síðari degi kom honum í fremstu
röð á ný. Með árangrinum í stang-
arstökkinu opnaðist möguleikinn og
keppni hans og Chmara i 1.000
metra hlaupinu var mikil sem end-
aði með naumum sigri Pólverjans
og um leið innsiglaði hann sigur
sinn í þrautinni. Nool fékk 6.374
stig. Tékkinn Roman Sebrle hreppti
þriðja sætið, hlaut 6.319 stig og
landi hans Tomás Dvorák varð
fjórði, önglaði saman 6.309 stigum.
Því næst kom Jón, Rússinn Lev
Lobodin í sjötta sæti með 6.153 stig
og lestina rak Ungverjinn Dezö
Szabó, fékk 6.029 stig. Áttundi
keppandinn, Chris Huffins, Banda-
ríkjunum, hætti keppni eftir 5.
grein og kenndi um meiðslum.
Eftir keppni á fyrri degi var Jón í
4. sæti með 3.546 stig, aðeins fjórum
stigum á eftir Dvorák er var í 2.
sæti. Sebrle var fyrstur og Chmara í
3. sæti. Þá voru Huffíns og Nool
skammt á eftir og ljóst að hörð
keppni yrði um verðlaunasæti og því
mætti ekkert bera út af.
í fyrstu grein dagsins, 60 metra
grindahlaupi, varð Jón í 6. sæti á
8,09 sekúndum, 10/100 frá íslands-
meti sínu og þótt eflaust væri til of
mikils ætlast að hann jafnaði þann
árangur var Jón nokkuð frá því sem
vonir stóðu til um. Fékk hann 959
stig fyrir tíma sinn. Á næstsíðustu
grind virtist sem Jón missti jafnvæg-
ið og hafði það sín áhrif og minnkaði
hraðann.
Lobodin var fyrstur á 7,81 sek. og
hlaut 1.030 stig. Dvorák varð annar á
7,84 og Huffins þriðji, 7,91. Allir
fengu þeir yfir 1.000 stig hver.
Sebrle og Chmara voru hins vegar á
undan Jóni sem var í 5. sæti í stiga-
keppninni eftir greinina.
Því næst var tekið til við stangar-
stökkið og þar reið á að Jón stykki
a.m.k. 5,10 metra, helst 5,20, til þess
að eiga góða möguleika á verðlauna-
sæti. Tékkarnir höfðu báðir nokkurt
forskot á Jón fyrir þessa grein og
vitað var að Chmara gæti stokkið
hærra en Jón. Hann byrjaði á því að
fara auðveldlega yfir 4,80 metra og
síðan 5 metra. Þegar röðin kom að
5,10 byrjuðu vandræðin og hann
felldi í þrígang. Jón vann því færri
stig en ella á Tékkana sem fóru 4,80
og 4,90 og Chmara jók forskot sitt á
Jón er hann stökk 5,20. Nool jafnaði
hins vegar sinn besta árangur, stökk
5,50 og vann m.a. rúmlega 150 stig á
Jón Arnar svo dæmi sé tekið. Það
sýnir vægi þessarar greinar þar sem
Er að sjálfsögc
sáttur með árai
„ÉG náði ekki því takmarki sem ég hafði sett mér og það eru
mikil vonbrigði,“ sagði Jón Arnar Magnússon, eftir að hafa
hafnað í 5. sæti í sjöþraut heimsmeistaramótsins og bætt Norð
urlandametið um 123 stig. „Vonbrigðin eru mikii að ná ekki því
takmarki sem maður hefur sett sér, ekki síst vegna þess að
það vantaði svo lítið upp á hjá mér, svo sem eina hæð til við-
bótar í hástökki eða stangarstökki eða þokkalegt sextíu metra
hlaup svo dæmi sé tekið.“
Jón segist hafa ætlað sér meira í 60
metra grindahlaupinu á síðari
degi eftir slakan árangur í 60 metra
■■■■■■I hlaupi á fyrri degi. „Ég
ívar hélt í við Roman Sebrle
Benediktsson 0g yirtist á góðu róli
þegar kom að næst síð-
ustu grind. Þá rak hann
handlegginn óvart í mig með þeim af-
leiðingum að ég missti janfvægið og
það dró úr hraðanum og ég missti
hann verulega fram úr mér. Þar tap-
aði ég verulegum tíma, en svona er
þetta.“
Nú ert þú fullhvíldur og léttari en
áður, eigi að síður bregðast sprett-
hlaupin, hver er skýringin á því?
„Spretthlaupin eru bara léleg, ég
fann aldrei fimmta gírinn því miður,
hver sem skýringin er á því. Ég
komst bara aldrei af stað, þetta var
afar einkennilegt. Síðan náði ég góð-
um hraða í atrennunni í langstökk-
inu.“
Þá var hástökkið lakara en vonir
stóðu til.
„Ég er tveimur til þremur sentí-
metrum frá því sem ég á best og ein-
hverntímann hefði það nægt og mað-'
ur ekki þurft að naga sig í handarbök-
in yfir því. Keppnin í þrautinni er
bara orðin svo jöfn að það má ekkert
bregðast, maður verður að ná því
besta fram í hverri grein til þess að
vera með í baráttunni um verðlaun á
mótum, það næstbesta nægir ekki.“
Fyrir mótið varst þú að gera þér
vonir um að geta að minnsta kosti far-
ið yfír 5,10 metra í stangarstökki,
einnig það brást og þú fórst yfír fímm
metra og misstir þar með af verð-
launasæti. Gerðirðu of miklar kröfur
til þín í stangarstökkinu?
„Alls ekki. Ég hef verið að stökkva
5,10 metra og 5,20 leikandi létt en
þegar kemur að mótum þá verð ég
ákafari og stangirnar verða mýkri.
Um leið næ ég ekki að fara eins hátt
og efni standa til. Ég ætlaði mér bara
of mikið og gaf mér ekki þann tíma
sem þurfti til að stökkva vel. Á þessa
stöng sem ég notaði hef ég verið að
stökkva 5,20 og það átti ekki að vera
vandamál að þessu sinni en varð það.“
Þú gafst þér tíma til að einbeita þér
í langstökkinu sem oft hefur vantap. I
stangarstökkinu gerist það ekki. Áttu
enn erfítt með að einbeita þér í
keppni?
„Ég gaf mér góðan tíma fyrir
stökkin, það sem vantaði var hins veg-
ar meiri vandvirkni við að tylla stöng-
inni niður og vinna í því sem á eftir
kemur þegar maður er kominn á loft,
maður verður víst að gefa sér tíma
þar einnig Jiegar komið er upp í þess-
ar hæðir. Ég kom of fljótt að ránni og
felldi hana, í stað þess að vanda mig
meira.“
Jón sagði keppnina hafa verið eins
jafna og við hefði mátt búast og í raun
hefðu nokkrar greinar í heildina verið
betri hjá öllum en við mátti búast, t.d.
langstökkið, kúluvarpið og stangar-
rúm 30 stig fást til viðbótar fyrir
hverja 10 sm, svipað og hverja
þriggja sentímetra hækkun í há-
stökki.
Eitt þúsund metra hlaup var síð-
asta greinin að vanda og þar bætti
Jón Arnar sinn fyrri árangur um
fjórar sekúndur, hljóp á 2.39,55 mín-
útum en það dugði skammt, tveggja
sekúndna betri tími hefði skilað
verðlaunasæti að því gefnu að aðrir
hefðu ekki hlaupið á betri tíma. Jón
hafnaði í þriðja sæti í hlaupinu, á eft-
ir Chmara og Nool, en tveimur sek-
úndum á undan Tékkunum.
Eftir stóð 5. sætið og Norður-
landamet, en brostnar vonir. Reikn-
að hafði verið með að keppnin yrði
jöfn og 6.300 til 6.400 stig þyrfti í
verðlaunasæti. Það gekk eftir. Hjá
Jóni vantaði herslumuninn tO þess
að allt gengi eftir. Jón var 26 stigum
frá 3. sæti keppninnar, þótt enda-
laust megi segja ef, skal á það bent
að 10 sm hærra stökk í stangar-
stökki hefði gefið 31 stig til viðbótar
og 3 sm í hástökki 28 stig. Það sýnir
hins vegar aðeins að það verður
alltaf að gera sitt besta, hið næst-
besta dugir ekki.
„ÉG er tveimur til þremur sentimetrum frá því sem ég á best í hástökki - og einhverntímann hefði það nægt <
ar Magnússon, sem er hér í hástökkkeppninni í H
Norður-
landa-
met
- en brostnar voi