Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 B 9
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
stökkið. „í eitt þúsund metra hlaup-
inu bætti Chmara sig um þrjár sek-
úndur, Nool um fjórar og ég um fimm
en það nægði ekki. Hefði ég bætt mig
um eina sekúndu til viðbótar hefði ég
náð bronsinu. Það munaði því sára-
litlu, en alveg nógu samt.“
Þú hefur einbeitt þér að æfingum
fyrir þetta mót í vetur og ætlaðir þér
mun stærri hlut en raun varð á. Það
hljóta var vera mikil vonbrigði.
„Eg er að sjálfsögðu ekki sáttur við
minn hlut, en það má ekki láta það slá
sig út af laginu, heldur læra af því
sem miður fer.“
Þarft þú ekki að setjast niður með
Gísla þjálfara og athuga hvað hefur
brugðist?
„Við þurfum að gera það og athuga
hvað gerðist í spretthlaupunum.
Hins vegar verðum við að halda okk-
ar striki í tækniæfingum í hástökki
og stangarstökki. Þar hefur mikið
verið gert en margt eftir sem við
verðum að halda áfram að bæta.
Margir andstæðinga minna hafa æft
þessar greinar í áratug og jafnvel
lengur, en ég hef æft undir leiðsögn í
fjögur ár.“
Sebastian Chmara sem vann nú og
eins á Evrópumeistaramótinu í fyrra
er sex árum yngri en þú, vart hefur
hann meiri reynslu en þú?
„Chmara var að byrja að keppa á
alþjóðlegum mótum um líkt leyti og
ég þannig að hann hefur ekkert minni
reynslu en ég þrátt fyrir að vera
yngri. Hann varð heimsmeistari stúd-
enta og hefur verið lengi að og um leið
viðað að sér reynslu. Hann er mjög
sterkur í sjöþrautinni, en hefur ekki
náð sama styrk í tugþrautinni þar
sem spjótkast, kringlukast og 400
metra hlaup er slakt hjá honum.
Hann er að sækja í sig veðrið og
verða feikisterkur."
Jón verður
að taka hrað-
ari framförum
„ÞRÁTT fyrir hraðar framfarir hjá Jóni Arnari þá nægja þær ekki
til þess að halda í við aðra, því miður. Þetta segir okkur það að
Jón Arnar verður að bæta sig enn hraðar,“ sagði Gísli Sigurðs-
son, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar. „Fyrir mótið vissum við
að það gæti þurft að ná 6.300 til 6.400 stigum til þess að kom-
ast á verðlaunapall og það gekk eftir. Jón Arnar er nálægt þeim
árangri og þótt hann bæti mest allra keppenda, um 123 stig,
nægir það ekki. Hann á verðlaun frá heimsmeistaramóti innan-
húss í París 1997 og í Ijósi þess þá eru það vonbrigði að hafna í
fimmta sæti þrátt fyrir að hann bæti sig mikið.“
Gísli segir það verulegt um-
hugsunarefni hvers vegna Jón
hafi ekki náð sér á strik í sprett-
hlaupum, þar sem hann sé léttari
en oft áður og hafi fengið góða
hvíld fyrir mótið. „Undir svipuðum
kringumstæðum hefur hann alltaf
verið góður í spretthlaupunum, nú
bregður svo við að hann bregst.
Fyrir mótið hafði hann hlaupið
undir meira álagi á betri tímum en
nú. Nú nær hann ekki að sýna
„frískleika" í spretthlaupunum og
það er engin launung á að ég hefði
viljað sjá tíu hundraðshlutum betri
tíma bæði í 60 metra hlaupinu og
grindahlaupinu. A sama tíma og
þetta gerist hleypur hann hins veg-
ar mjög vel atrennuna í langstökk-
inu. Þetta ætti hins vegar að hald-
ast í hendur. Yfir þetta atriði og
fleiri þurfum við að leggjast og
leita skýringa á. Einnig er Jón ekki
nógu frískur í hástökki og stangar-
stökki, þar sem hann hefði þurft að
fara yfir eina hæð til viðbótar, það
er 5,10 í stöng og 2,05 í hástöídd.
Þar er hann að verða af stigum
miðað við það sem við höfum verið
að sjá á æfingum og jafnvel í mót-
um. Þessi stig eru ekkert færri en
þau sem hann hefði hugsanlega
getað náð inn með betri sprett-
hlaupum.“
Er skýiinga að leita í því að
áherslur ykkar við æfmgar hafí
verið rangar?
„Það er ekki hægt að fullyrða
um það á þessu stigi málsins, ég
þarf að skoða það þegar heim verð-
ur komið. Eins og málið stendur nú
strax eftir keppni held ég að svo sé
ekki. Jón hefur verið að hlaupa upp
á síðkastið betur en hann gerði nú
og hann hefur einnig verið að
stökkva hærra í stangarstökki.“ •
Reuters
JÓN Arnar Magnússon í stangarstökkskeppninni.
Þrjú
landsmet
ÞRJU landsmet voru sett í sjö-
þrautarkeppni heimsmeistara-
mótsins. Erki Nool, Eistlandi,
bætti eigið met sem haim setti
fyrir mánuði úr 6.309 stigum í
6.374. Tékkinn Roman Sebrle
fékk 6.319 stig og bætti met
landa síns Roberts Zméliks um
91 stig, en þamð met setti
Zmelik er hann vann gullið i
sjöþraut á HM fyrir tveimur
árum. Þá var Tomás Dvorák
einnig undir gamla tékklenska
metinu en hann hafnaði í
fjórða sæti þrautarinnar með
6.309 stig. Ekki þarf að taka
fram að þetta er besti árangur
Dvoráks, sem er heimsmeist-
ari í tugþraut. Loks setti Jón
Amar Magnússon Islandsmet í
sjöþraut, 6.293 stig, bætti
fyrra met um 123 stig.
Met Jóns í
kúluvarpi féll
HEIMSMEISTARAMÓTSMET
Jóns Amars Magnússonar í
kúluvarpi sjöþrautarinnar,
16,27 metrar sem hann setti á
HM 1997, var bætt í sjöþraut-
arkeppninni er Tékkinn
Tomás Dvorák varpaði kúl-
unni 16,70 metra í fyrstu um-
ferð. Dvorák náði ekki að
gera betur í næstu tveimur
köstum og Jón Amar varð að
sjá á eftir metinu, hans
lengsta kast var 16,08.
Chmara
með met
í 1.000 m
SEBASTIAN Chmara, Pól-
landi, setti heimsmeistara-
mótsmet í 1.000 metra hlaupi í
sjöþraut er hann kom í mark á
2.37,86 mín. Gamla metið setti
Tomás Dvorák á HM 1997,
2.40,75. Erki Nool og Jón Arn-
ar hlupu einnig á skemmri
tíma en gamla metið. Nool
hjjóp á 2.38,63 og Jón á
2.39,55. Chmara bætti sinn
fyrri árangur um leið um 3
sekúndur, Nool um fjórar sek-
úndur og Jón um nærri fimm.
Nool jafnaði
sitt besta
EISTLENDINGURINN Erki
Nool jafnaði sinn besta árang-
ur í stangarstökki í sjöþraut
er hann vippaði sér yfir 5,50
inetra. Fékk hann að Iaunum
1.067 stig, 95 stigum meira en
Sebastian Chmara sem stökk
5,20 metra. Ámagurinn lyfti
Nool einnig upp í 2. sætið f
stigakeppninni en fyrir stang-
arstökki var hann í 6. sæti.
Vala fékk
önnur
verðlaun
Norðurlanda
NORÐURLÖNDIN riðu ekki
feitum hesti frá heimsmeist-
aramótinu í Maebashi og voru
Norðmenn og Svíar sérlega
óánægðir með sinn hlut, en
íþróttamenn þeirra komu tóm-
hentir frá mótinu. Norður-
löndin fengu aðeins tvenn silf-
urverðlaun og þar af vann
Vala Flosadóttir, IR, önnur
þeirra er hún hafnaði í öðm
sæti f stangarstökki kvenna.
Hin veðrlaunin komu í hlut
heimsmethafans í 800 m
hlaupi karla innanhúss og ut-
an, Danans Wilsons Kipketers.
Hann varð að gera sér annað
sætið að góðu og var 3 sek-
úndum frá heimsmetinu sem
hann setti á HM í París fyrir
tveimur árum.
T