Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 10

Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR Fredericks og Jackson hyggjast hætta TVEIR af fremstu spretth- laupurum heims, Namibíu- maðurinn Frankie Freder- icks og Colin Jackson heims- methafi í 110 metra grinda- hlaupi, segjast báðir vera á síðustu metrum hlaupafer- ilsins. Þeir eiga það sameig- inlegt að liafa báðir orðið heimsmeistarar á HM utan- húss 1993, Fredericks í 200 metra hlaupi og Jackson í grindahlaupinu. Þá setti hann heimsmet sem enn stendur, 12,90 sekúndur. Á HM innanhúss í Maebashi um sfðustu helgi unnu þeir báðir gullverðlaun. „Eg reikna með því að rifa seglin eftir HM í Sevilla í sumar,“ sagði Fredericks á blaðamannafundi í Maebas- hi. „Eins og mál standa nú er þátttaka á Ólympíuleik- unum í Syndey á næsta ári ekki inni í dæminu hjá mér,“ bætti hann við. Fredericks hefur oft og iðulega unnið silfurverðlaun á stórmótum þrátt fyrir að hafa verið í fremstu röð í 100 og 200 metra hlaupi allan þennan áratug. M.a. varð hann ann- ar í 200 metra hlaupi á síð- ustu Ólympíuleikum á næst- besta tíma sögunnar, 19,68. Jackson segist vera farinn að lýjast eftir að hafa verið í hópi fremstu grinda- hlaupara heims í 13 ár, en hann er 32 ára eins og Frederick. „Ég ætla að reyna að keppa á Ólympíu- Ieikunum í Sydney, en það er ekkert sjálfgefið. Eftir að maður er kominn inn á fer- tugsaldurinn þarf að leggja enn harðar að sér en áður til þess að halda sér í fremstu röð. Á ferlinum hef ég farið í fímm uppskurði og á enn í hnjámeiðslum sem kvelja mig oft þannig að það tekur verulega á og stundum langar mig helst til þess að hætta,“ sagði Jackson. Reuters HAILE Gebrselassie, heims- meistarari í 1.500 og 3.000, fagnar eftir sigurinn í 1.500 metra hlaupi. tvöfalt iTfer SKIPTILINSUR V ^X/ GLERAUGNABÚDINj T) HelmoutKreidJer y ^^»*^^fc.Laugavegi 36 BD Á fPAKKA KR. 3.000 ■ n#% Þjálfarastyrkir ÍSÍ Verkefnasjóður ÍSÍ auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að kynna sér þjálfun erlendis. Að þessu sinni verða veittir 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000, en ætlunin er að auglýsa aftur eftir umsóknum í haust og veita þá jafnmarga styrki. Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna, unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum, með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í síðasta lagi 26. mars nk. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ÍSÍ, sími 581 3377, netfang isi@toto.is íþrótta- og ólympíusamband íslands „AÐ vinna ein gullverðlaun er hefðbundið hjá mér en tvenn er óvenjulegt og mig langaði til þess að freista þess að þessu sinni og það tókst,“ sagði Haile Gebrselassie, heimsmeistarari f 1.500 og 3.000 metra hlaupi karla, eftir að hann hafði unnið síðari verðlaun sín á mótinu, fyrir 1.500 metra hlaup. Hann kom í mark á 3.33.77 mín- útum eftir að hafa lent í harðri baráttu við fyrrverandi heimsmeist- ara, William Tanui, Kenya og landa hans, Laban Rotich. Sá vann silfrið á 3.33,98 og Evrópumethafínn Andreas Diaz, Spáni, vann bronsið á 3.34,46 eftir mikinn sprett síðustu 50 metrana. „Eg þurfti að hafa mun meira fyrir gullinu í 1.500 metra hlaupinu, en vann það á góðum lokaspretti þar sem ég reyndi að slá andstæð- inga mína út af laginu. Fyrir hlaup- ið hafði ég eins og vant er spáð mik- ið í hvernig andstæðingar hlaupa og sú vinna bar árangur í dag,“ sagði Gebrselassi sem kvartaði yfír þreytu vegna svefnleysis. „Nóttin fyrir þetta hlaup er sú fyrsta sem ég hef getað hvílst almennilega síð- an ég kom því mér hefur gengið illa að jafna mig á tímamuninum," sagði Gebrselassie ennfremur en hann býr hluta ársins í Evrópu og að hluta til í heimalandi sínu. Hann sagðist ekki búast við því að snúa sér að 1.500 metra hlaupi utanhúss í framtíðinni. „Eftir næstu Ólympíu- leika hef ég í hyggju að snúa mér að maraþonhlaupi,“ sagði þessi ein- staki hlaupari, að margra mati sá besti sem uppi hefur verið, og brosti eins og honum einum er lagið. Engin þreytumerki á Szabó Rúmeninn Gabriela Szabó lék sama leikinn og Gebrselassie í 1.500 og 3.000 metra hlaupi kvenna. Hún sigraði í styttra hlaupinu á laugar- daginn en bar þess engin merki í lengra hlaupinu á sunnudag. Marokkómaðurinn Zahra Ouaziz reyndi að halda í við Szabó á síðustu hringjum 3.000 metra hlaupsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Szabó var mjög einbeitt og hljóp síðustu 200 metrana á 29,5 sekúndum og tryggði sér öruggan sigur á 8.36,42 mín. Ouaziz kom önnur í mark á 8.38,43. „Mér hefði ekki getað gengið bet- ur, að vinna tvenn gullverðlaun á sama heimsmeistaramótinu er stór- kostlegt og jafnvel tíminn er ágæt- ur,“ sagði Szabó er hún hafði kastað mæðinni eftir síðari sigurinn. „Það er erfitt að keppa svona ört eins og hér var gert og því lagði ég ríka áherslu á að slaka vel á milli þess sem ég var að keppa og einnig áður en að keppninni kom. Nú fer ég að búa mig undir heimsmeistaramótið utanhúss í ágúst.“ Kúbu- menn eru sigur- sælir KÚBUMENNIRNIR Ivan Pedroso og Javier Sotomayor urðu heimsmeistarar í fijálsí- þróttum í íjórða sinn um helgina er þeir unnu sínar greinar á heimsmeistaramótinu í Maeebas- hi í Japan. Sotomayor, sem er á 32. ári, er greinilega ekkert að slá af þrátt fyrir að hafa verið lengi að. Hann sveiflaði sér auð- veldlega yfir 2,36 metra í fyrstu tilraun og það nægði honum til sigurs. Landi hans Pedroso þurfti að hafa meira fyrir sinum sigri í langstökki. Eftir að hafa snemma tekið forystuna í Iangstökkinu með því að stökkva 8,42 metra lenti hann í kröppum dansi í síðustu umferð er Spánveijinn Yago La- mela stökk 8,56 og setti spánskt met,. Pedroso sem er heimsmet- hafi innanhúss, 8,79, lagði sig allan fram í lokastökkinu og fór 6 cm lengra en Spánverjinn og hampaði um leið sínum fjórðu gullverðlaunum á heimsmeist- aramóti innanhúss, en hann vann fyrst 1993. „Ég átti í mesta basli með at- rennuna í þessari keppni, átti of mörg ógild stökk,“ sagði Pedroso glaðbeittur í Iok keppn- innar. „Eigi að síður leið mér vel og hafði nauðsynlegt sjálfstraust til þess að vinna. Ég vissi að ég gæti auðveldlega stokkið yfír 8,50 metra þannig að það var bara að sýna fram á það í loka- stökkinu." „Þetta er aðeins byrjunin hjá mér og vonandi get ég gert enn betur á HM utanhúss í Sevilla í sumar," sagði Spánverjinn La- mela og var ánægður með silfur- verðlaunin. „Ég ætlaði að bæta spánska metið en að ég færi yfir 8,50 metra var nokkuð sem ég átti ekki von á,“ bætti hann við. Sotomayor gefur ekki eftir Sotomayor stökk yfir 2,36 metra í fyrstu tilraun en það gerði Rússinn ungi, Vyacheslav Voronin, einnig, en þar sem hann hafði ekki stokkið yfir 2,33 metra fyrr en í þriðju tilraun á meðan Kúbumaðurinn fór yfir í fyrstu tilraun var Kúbumaður- inn sigurvegari. Hvorugum tókst að stökkva 2,40. Brons- verðlaun komu í hlut bandariska Olympíumeistarans, Charles Austin, hann lyfti sér yfir 2,33 metra. „Ég gat ekki stokkið nema með fimm skrefa atrennu í stað sjö, það var ástæðan fyrir því að ég stökk ekki yfír 2,40,“ sagði Sotomayor. „En áhorfendur studdu mjög við bakið á mér og hjálpuðu mér yfir erfiðasta hjallann. Sotomayor sagðist ætla að vera með af fullum krafti í fremstu röð a.m.k. fram yfir næstu Olympíuleika. Hann væri í góðri æfíngu um þessar mund- ir og vonaðist til þess að svo yrði áfram. Hann varð fyrst heims- meistari i hástökki innanhúss 1989.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.