Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ KAPPAKSTUR PRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 B 11 Schumacher hefur aldrei fagnað sigri í Ástralíu Eddie Iwine hristi FERRARI á tryggan aðdáenda- hóp um allar jarðir og vegna mik- ils fjölda ítala og fólks af ítölsku bergi brotins í Astralíu hefur liðið ætíð vonast til að geta glatt hóp- inn í fyrsta móti ársins. A því hef- ur orðið nokkurt hlé því síðasta sigur Ferrari á ástralskri grund vann Gerhard Berger 1987. I því sambandi hefur Ferrari að sjálfsögðu sett traust sitt á Schumacher í seinni tíð þó svo hann hafi aldrei unnið fyrsta kappakstur ársins frá því hann hóf keppni í for- múlu-1. Og áratugur var liðinn frá því Ferrari vann síðast fyrsta kappakstur ársins, en það gerði Nigel Mansell 1989, en þá vai- keppt í Brasilíu. Segja má því að Eddie Irvine hafi bjargað heiðri Ferrari í Astralíu og unnið lang- þráð afrek sem liðið hafði engar vonir gert sér um að hann ynni, heldur Schumacher. slyðruorðið VÆGAST sagt hófst 50. keppnistímabil í formúlu-1 kappakstri öðruvísi en búist hafði verið við og með afar óvæntum sigri má segja að Bretinn Eddie Irvine hafi hrist af sér slyðruorðið í meira en einum skilningi. í fyrsta lagi losaði hann sig við glaumgosa- stimpilinn og í öðru lagi þann vafasama heiður að hafa verið sá ökuþór sem unnið hefði flest stig í formúlu-1 án þess að hafa farið með sigur af hólmi í neinu móti. Eftir óvenjulega atburðarás í upphafi kappakstursins leit lengi vel út fyrir fremur tíðinda- lausa keppni og yfir- Ágúst burðasigur McLaren, Ásgeirsson en bílar þeirra tóku sknfar strax forystu og juku forystu sína jafnt og þétt. En á 14. hring kom í ljós að bílarnir voru ekki eins traustir og talið var því þrýstingur fór af vökvakerfi í bfl Davids Coulthards svo hann var úr leik. Og stuttu seinna bilaði gírkassi hjá heims- meistaranum Mika Hákkinen svo sjálfhætt var. Kom það nú McLaren í koll að hafa ekki reynt bflana fulla keppn- isvegalengd á æfingum og prufu- akstri það sem af er vetri. Því hafði Ferrari aftur á móti einbeitt sér að og reyndist það Irvine vel. Tók hann forystu þegar þriðjungur var af keppni og ók mjög vel alla leið í mark og vann verðskuldað. Ii'vine hafði 81 sinni keppt í for- Ferrari skálaði á kostnað McLaren McLAREN sýndi ákveðna reisn í niðurlægingu sinni í Melbourne svo Ferrari gæti fagnað óvæntum sigri sínum og Eddie Irvine í íyrstu for- múlu-1 keppni ársins. Flestir höfðu búist við tvö- földum sigri MeLaren, var það nánast talið formsatriði eftir æfingar og tímatökur þar sem silfurörvarnar höfðu mikla yf- irburði. Og ekki dró úr þeim spádómum eftir upphaf keppn- innar þar sem silfuröi-varnar tvær stungu aðra bfla af og juku forskotið jafnt og þétt. En svo fór að báðum fataðist flugið og liðsmenn McLaren sátu sneyptir eftir og höfðu engin not fyrir kampavínið sem brúka átti í mótslok. Ákváðu þeir að færa erkifjendunum hjá Ferrari kampavínsbirgðir sínar svo þeir gætu fagnað verðskulduðum árangri. Var því skálað íyrir íyrsta sigri Ferrari í opnunarmóti í áratug og afar óvæntum sigri Eddie Irvine á kostnað McL- aren. múlu-1 kappakstri en aldrei sigrað. Hafði hann hlotið 99 stig á sex ár- um eða fleiri stig en nokkur ökuþór annar sem ekki hafði unnið mót, en fjórum sinnum hefur hann orðið í öðru sæti. Hefur honum verið fundið til foráttu að vera helst til mikill glaumgosi og skorta vilja og einbeitingu til að sigra. Var þetta 50. mót Irvine frá því hann gekk til liðs við Ferrari og hefur honum tekist það sem Michael Schumacher á enn ógert með Ferr- ari, en það er að vinna fyrsta mót ársins. Aratugur var liðinn frá því liðið hafði farið með sigur af hólmi í fyrsta móti ársins. Statistar stálu senunni Schumacher hefur aldrei gengið vel í Astralíu og engin breyting varð þar á nú. Byrjaði hann á því að drepa á bflnum á rásmarki þar sem gírskipting stóð á sér og varð því að hefja keppni í öftustu röð, 19. sæti í stað þriðja. Bilunin virtist í stýris- hjóli og varð Schumacher því að gera óvænt hlé á akstrinum til að fá nýtt stýrishjól með þeim afleiðing- um að möguleikar hans minnkuðu enn frekar og hafnaði hann að lok- um í áttunda sæti, eða síðastur þeirra bfla er komust alla leið í mark. Segja má að sólin í Albertsgarð- inum í Melbourne hafi íýrst og fremst skinið á keppendur sem hafa verið í aukahlutverkum í for- múlu-1 undanfarin ár. Að Ii-vine frátöldum áttu Heinz-Harald Frentzen og Ralf Schumacher, sem höfðu sætaskipti hjá Jordan og Williams, mjög góðan dag. Þá lauk ítalinn Giancarlo Fisichella hjá Benetton keppni í fimmta sæti og nýliðinn Pedro de la Rosa frá Spáni komst í stigasæti í jómfrúrakstri sínum á Arrows-bfl. Fjórir heimsmeistarar féllu úr leik Annars var kappaksturinn í Mel- bourne óvenju tíðindasamur. Um miðbik leiðarinnar hafði rúmur helmingur bflanna fallið úr keppni og aðeins átta bflar komust alla leið í mark. Skotinn Johnny Herbert var úr leik er kviknaði í bflnum hans á rásmarki. Tvisvar varð trufl- un á keppninni er öryggisbflar voru sendir í brautina er bflar klesstust og duttu úr leik á hættulegum stöð- um. Áður er getið vandræða Schumachers en einnig drapst á Arrows-bfl de la Rosa. Þá féll heimsmeistarinn frá 1996, Damon Hill, út á fyrsta hring í sínum 100. fonnúlu-1 kappakstri. Loks brotn- aði vængur af BAR-bíl meistara Reuters BRETINN Eddie Irvine fagnaði sigri í Melbourne. ársins 1997, Jacques Villeneuve, svo hann féll úr leik á 13. hring. Enginn heimsmeistaranna frá síð- ustu fjórum árum lauk því keppni. Stewart-bílarnir til alls líklegir Stewart, lið gömlu kappaksturs- hetjunnar Jackie Stewart frá Skotlandi, sýndi í Melbourne að í því búa hæfileikar til að berjast um fremstu sæti. Rubens Bairichello náði fjórða besta tíma í tímatökum og kom fimmti á mark eftir að hafa orðið að leggja af stað af bflskúra- svæðinu, eða í 21. sæti. Og í ofanálag varð hann að taka út refsingu meðan á keppninni stóð fyrir ólöglegan framúrakstur. Varð hann því að koma inn að bflskúrun- um og staðnæmast þar í 10 sekúnd- ur en í heildina tapar ökuþór a.m.k. 30 sekúndum á slíku. Hefði Barriehello ekki orðið fýrir þessu hefði hann orðið fjórði í mark. Getur Ban-ichello sótt huggun í það að hafa náð næsthraðasta hring dagsins í brautinni, einungis Mich- ael Schumacher náði hraðari hring en hann. Hin nýja Ford Cosworth V10 CR-1 vél á einna stærstan þátt í því áberandi hlutverki sem Stewart-bílarnir léku á æfingum, tímatökum og sjálfri keppninni í Melbourne, en hún er talin fram- leiða um 800 hestöfl. Annars varð upphaf keppninnar eitthvað sem Stewart-liðið vill ör- ugglega gleyma og komast sem fyrst yfir. Kviknaði í vélarhúsi beggja Stewart-bflanna um það leyti sem ræsa átti keppendur af stað og þar sem liðið hafði einungis eina bifreið til vara fékk Rubens Ban-ichello hana og Johnny Her- bert gat því ekki keppt. Villeneuve sektaður KANADÍSKI ökuþórinn Jacques Villeneuve öðlað- ist heiður sem engum öku- manni þykir nokkur sæmd að en það var að verða fyrsti ökuþór ársins til að hljóta fjársekt fyrir brot á reglum formúlu-1. Villeneuve reyndist hafa brotið reglur um hámarks- hraða á bílskúrasvæðinu á æfíngum fyrir tímatökur á laugardagsmorgni. Mæld- ist hann á 83 km/klst en þar má hraðast aka á 80 km. Verður hann ekki í nein- um erfíðleikum að borga sektina, sem hljóðaði upp á 1.000 dollara, jafnvirði 70 þúsund króna, en situr hins vegar uppi með skömmina. Skammvinn gleði hjá Hill DAMON Hill hjá Jordan ætlaði að standa sig í Mel- bourne en það var 100. keppnin hans í formúlu-l. Og þó hann sé langelstur keppenda virðist keppnis- gleðin ekkert hafa dvínað. Náði hann frábæru við- bragði og skaust strax úr ni'unda sæti í' það fímmta á beina kaflanum eftir rás- mark. En Adam var ekki lengi í paradís því er komið var í þriðju eða fjórðu beygju bremsaði annar Prost-bíll- inn helst til seint og ók aft- an á HiII með þeim afleið- ingum að hin gula bifreið hans snerist á brautinni og flaug útaf henni. Þar með var keppni hans lokið. ,Ég er sárgramur yfír því hvernig fór og vonandi verður 101. keppnin betri,“ sagði hann eftir á. Rehband hitahlífar íyfir 30 mismunandi gerðum fyrirflesta liði ogvöðva líkamans (ksmo Alhliba stoötækjasmibi Trönuhraun 8 • HafnarfírÖi • Sírru 565 2885 Söluaðilar; Lyfja, Lágmúla 5, Reykjavík ■ Frísport, Laugavegi 6, Reykjavík Sportbúð Kópavogs ■ Vestursport, Isafirði • Hjólabær, Seífossi Toppmenn og Sport, Akureyri • Sportbúð Óskars, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.