Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 12

Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Bæjarar eru ánægðir með sig Eina liðið sem á möguleika á að sigra Bayern Miinchen er vara- lið okkar,“ sagði Thomas Helmer, miðvörður Bæjara, eftir leik Bayem og Freiburg. Ottmar Hitzfeld skipti sex leikmönnum út frá Evrópuleik liðsins við Kaiserslautem og breytti það engu fyrir meistarak- andídatana. Bayern sigraði ömgglega 2:0 og var mark þeirra aldrei í hættu í leiknum svo miklir voru yfirburðir þeirra. Bæjarar léku eins og þeir væra að spara kraftana fyrir komandi átök sem eru leikir í bikar- og Evr- ópukeppni. Gamalt bros tók sig upp hjá Rainer Bonhof, þjálfara Borussia Mönchengladbach, en lið hans vann langþráðan sigur. „Það var gjör- breytt lið sem lék í dag,“ sagði Bon- hof glaðbeittur eftir leiídnn við 1860 Miinchen. Ný stjarna skaust upp á stjörnuhimininn - Sebastian Deisler, hinn 19 ára leikmaður „Gladbach", sem skoraði stórglæsi- legt mark langt utan af velli, og átti auk þess stórleik. Þetta er mesta efni sem komið hefur fram í langan tíma, segja þýsku blöðin. Hran Schalke heldur áfram og nú er staða hollenska þjálfara liðsins, Huub Stevens, sögð afar völt. Niirn- berg sigraði öragglega í þessum mikilvæga botnslag, 3:0. Slakir leik- menn Schalke áttu aldrei mögu- leika, en þeir hafa ekki unnið útileik í vetur. Góða skemmtun í seinni hálfleik, var það eina sem Stevens öskraði á leikmenn sína í klefanum í leikhléi, og rauk síðan út. Þá var staðan 2:0 og svo virtist sem leik- menn Schalke væru búnir að gefast upp. Dortmund vann sinn fyrsta úti- sigur í vetur þegar liðið sótti Boch- um heim, 1:0. Dortmund lék án Andy Möller en í hans stað blómstr- aði Rússinn But, sem átti stórleik. Hann er aðeins tvítugur og á sann- arlega framtíðina fyrir sér. Hertha Berlín, sem ekki hefur tapað nema einum leik á heimavelli á leiktíðinni, fékk meistara Ka- iserslautern í heimsókn. Gegn gangi leiksins skoruðu leikmenn Ka- iserslautern þegai' Ballack skoraði stórglæsilegt mark langt utan af velli. Michael Preetz jafnaði leikinn á 80. mínútu og skildu liðin jöfn, 1:1, og geta leikmenn Kaiserslautern mjög vel við unað. Eyjólfur Sverrisson lék allan leik- inn hjá Berlín og fékk 3,5 í einkunn en best er gefið 1 og lakast 5. Leverkusen hristi af sér slenið og lék vel gegn Werder Bremen og sigraði verðskuldað 2:0. Ulf Kirsten fann loksins leiðina að marki and- stæðinganna og skoraði loksins eftir tæplega 500 mínútna bið. Wolfsburg sigi'aði slakt lið Hamburger, 4:1. Það er eins og von- leysi hrjái nú leikmenn og stjóm Hamburger Sportverein eftir mikl- ar breytingar og fjáfestingar í mannskap. Stuttgart hefur heldur betur rétt úr kútnum og leikur vel um þessar mundir. Stuttgart sigraði lið Frankfurt örugglega 2:0 og getur nú farið að láta sig dreyma um Evrópusæti. Reuters CHRISTIAN Vieri var enn á skotskónum fyrir Lazio í ítölsku knattspyrnunni um helgina. Hann fagnar hér marki sínu gegn Salernitana í leik sem fór 6:1 fyrir Lazio. Góð forysta Barcelona BARCELONA er komið með fjögurra stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í knatt- spymu. Svo er fyrir að þakka 4:1- sigri á Salamanca og óvæntu tapi sólskinsdrengjanna frá Mallorca fyrir Alaves, 0:2. Barcelona hefur nú 47 stig eft- ir 25 leiki, en Celta Vigo er komið í þriðja sæti eftir 4:0-stórsigur á Real Betis á sunnudagskvöld. Real Madrid er ekki víðsfjarri toppbaráttunni - liðið sigraði Real Zaragoza 3:2, en þurfti reyndar til sigurmark frá Raul Gonzales eftir lok hefðbundins leiktíma. Louis van Gaal, hinn hollenski knattspyrnustjóri Barcelona, sagðist sáttur við framgöngu sinna manna - en alltof snemmt væri að segja titilinn í höfn hjá liðinu. „Það eru enn 13 leikir eftir og allt getur gerst. Við eram á réttri leið en þessi mánuður mun skipta sköpum í þeirri viðleitni okkar að vinna aftur meistaratit- ilinn.“ Valencia er nú í öðra sæti - hefur betra markahlutfall en Celta Vigo - og hallast knatt- spymuspekingar nú að því að lið- ið sé hið eina sem ógnað geti Barcelona í toppslagnum. Va- lencia vann Atletico Bilbao 4:1, en var undir 0:1 í leikhléi. Rúmeninn Adrian Ilie var besti maður Valencia, skoraði stór- kostlegt mark á 53. mínútu og jafnaði þar metin og skoraði svo þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu sem hann fískaði sjálfur. Fiorentina í toppbaráttunni á Ítalíu eftir sigur á Parma Lazio á a&M ■ ferð LAZIO hefur fjögurra stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. „Milljarðaliðið" frá Rómaborg skellti Salernitana á heimavelli á sunnudag - gerði sex mörk gegn aðeins einu marki gestanna, sem þó komust yfir. Fiorentina og AC Milan unnu bæði og fylgja í humátt á eftir. Þetta var tólfti sigur Lazio í fjórtán síðustu leikjum liðsins. Chilebúinn Marcelo Salas skoraði tvö mörk og fyrirliðinn Nesta eitt - fyrsta mark hans á ferlinu í efstu deild. Hetja Lazio í leiknum var þó án efa vamarmaðurinn Paolo Negro, sem kom ekki inn í liðið fyrr en á síðustu stundu vegna meiðsla. Ighli Vannucchi kom Salernitana yfir eftir ríflega hálftíma leik og mínútu síðar tókst Negro að koma í veg fyrir annað mark gestanna er hann bjargaði með undraverðum hætti á marklínu. Stuttu síðar jafn- aði hann metin fyrir Rómverja og staðan var 1:1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var eign Lazio frá upphafi til enda. Marka- hrókurinn Christian Vieri kom lið- inu yfir á upphafsmínútunum og síðan komu mörkin eitt af öðru og urðu alls sex. Enn án Batistuta Fiorentina leikur enn án Argent- ínumannsins Gabriels Batistuta, en tókst samt að sigra Parma 2:1 og skjótast þannig í annað sæti deild- arinnar. Þar hafði Panna verið fyr- ir umferðina, en Flórensliðið var sterkara í leiknum og sigur þess sanngjarn. Luis Oliveira gerði fyrra mark liðsins beint úr glæsi- legri aukaspymu og Rui Costa bætti öðru marki við í seinni hálf- leik úr vítaspyrnu. Sigurinn var mjög mikilvægur f'yrir Fiorentina, ekki aðeins í topp- baráttunni heldur einnig til að slá á þær úrtöluraddir sem sögðu liðið hvorki fugl né fisk án Batistuta. „Það er ekki rétt að við getum ekki án hans verið, sagði Portúgal- inn Rui Costa eftir leikinn. „Við er- um ennþá í baráttunni.“ AC Milan hefur gengið vel á leiktíðinni, en sigur þeirra á Pi- acenza var í naumasta lagi, 1:0, enda léku gestimir einum færri lengi vel. Þýski landsliðsfyrirliðinn Oliver Bierhoff gerði eina mark AC í leiknum. Juventus er allt að koma til og hefur ekki beðið ósigur í þeim fimm leikjum þar sem nýi stjórinn Carlo Ancelotti hefur verið við stjórnvölinn. Um tíma leit raunar út fyrir að það myndi breytast í leik liðsins gegn Sampdoria á sunnudagskvöld, því Ariel Ortega kom Sampa yfir í seinni hálfleik með glæsilegri aukaspyrnu. Þá sögðu hinir reynslumiklu leik- menn Tórínó-liðsins hins vegar hingað og ekki lengra, gerðu tvö mörk og tryggðu sér þannig öll stigin. Filippo Inzaghi var hetja Juve, gerði sigurmarkið á lokasek- úndunum. Intemazionale gengur allt í mót og liðið hefur nú tapað fjóram leikjum í röð. Liðið lá úti fyrir Bari um helgina, 1:0, og gerði Yksel Os- manovski eina mai'k leiksins á 43. mínútu. Um leið var þetta fyrsti sigur Bari síðan í janúar. Þórður skoraði og Genk á toppinn GENK, lið bræðranna Þórð- ar, Bjarna og Jóhannesar Guðjónssona, hefur eins stigs forystu á toppi belgísku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Genk sigraði Charleroi 2:1 og skoraði Þórður annað niark Genk með glæsileguni hætti. Club Brugge er í öðru sæti, en hefur leikið einum leik fleira. Brugge steinlá á sunnudag fyrir Lierse, 5:2, og forysta Genk getur því orðið fjögur stig, vinni liðið botnlið Kortrijk annað kvöld. Þjálfari Brugge viður- kenndi eftir tapið að erfitt yrði að ná Genk úr þessu. „Hingað til höfum við verið með sterkustu vörnina í deildinni - ég mun krefja leikmenn skýringa á þeiin mistökum sem þeir gerðu í þessura leik,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.