Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 16
Guðjón kallaði á ívar ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu kom saman í Lúxemborg í gær til að undirbúa sig fyrir æfingaleik þjóðanna annað kvöld. Ein breyting var gerð á hópnum sem Guðjón Þórðarson lands- liðsþjálfari valdi í síðustu viku. ívar Ingimarsson úr ÍBV kom inn í hópinn fyrir Sigurð Jónsson sem er meiddur á mjöðm. Leikurinn annað kvöld er hugsaður sem undirbúningur fyrir Evrópuleikina gegn Andorra og Úkraínu sem fara fram í iok mánaðarins. Valur B. Jónatansson skrifar frá Lúxemborg Aðeins einn leikmaður var með í för frá íslandi, ívar Ingimars- son. Hinir leika allir með erlendum liðum og voi*u að tínast til Lúxemborgar seinni partinn í gær. Síðast- ur til móts við hópinn var Helgi Kolviðsson sem var að leika með liði sínu Meinz í þýsku 2. deildinni í gærkvöldi. Hann var væntanlegur til Lúxemborgar rétt eftir mið- nætti í gær. Slydda var í Lúxemborg í gær og hiti um frostmark. Islensku lands- liðsmennimir létu það ekki á sig fá og æfðu í gærkvöldi við frekar erfið skilyrði. Forráðamenn Knatt- spymusambands Lúxemborgar óskuðu eftir því að íslenska liðið frestaði æfingunni sem átti að vera á aðalvellinum þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. Guðjón landsliðs- þjálfari tók því illa í fyrstu en eftir að hann skoðaði völlinn samþykkti hann að æfa á æfingasvæði við hlið aðalvallarins. „Völlurinn er mjög mjúkur og við hefðum hreinlega eyðilagt hann með því að æfa á hon- um. Hann er mjög blautur og því var ekki forsvaranlegt að eyðileggja völlinn með æfingunni. Liðið er að koma saman í fyrsta sinn í fimm mánuði, eða síðan við spiluðum við Rússa heima á Islandi 14. október. Okkur veitir því ekki af samæfing- unni fyrir verkefnin sem framundan eru, en ég reiknaði með betri að- stæðum hér. En það spáir þurru veðri á morgun og eins á að hlýna,“ sagði Guðjón. Landsliðið er skipað nær sömu leikmönnum og voru í hópnum gegn Rússum. Einu breytingamar eru að Þórður Guðjónsson, Genk, er ekki með núna þar sem hann er að leika með félagi sínu annað kvöld og Sigurður Jónsson er frá vegna meiðsla. Þá var Sigurður Om Jónsson, KR, ekki valinn í liðið núna. I þeirra stað koma Eyjólfur Sverrisson, sem var meiddur í Rússaleiknum, Brynjar Gunnars- son^ Orgryte, og Ivar Ingimarsson. Island og Lúxemborg léku síð- ast saman 1993 er Asgeir Elíasson var landsliðsþjálfari. Þá vai- spilað hér í Lúxemborg og endaði leikui'- inn með jafntefli, 1:1. Hlynur Birg- isson jafnaði þá fyrir Island undir lokin. Lúxemborg hefur leikið tvo leiki í 5. riðli undankeppni Evrópu- mótsins og tapað þeim báðum, 3:0 gegn Pólverjum á útivelli og 0:3 gegn Englendingum á heimavelli. Lúxemborg lék síðast æfingaleik við Belga í nóvember og endaði hann með markalausu jafntefli. Næsti leikur Lúxemborgara í Evr- ópukeppninni er á móti Svíum og Búlgörum 27. og 31. mars. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson ÞAD var fámennur hópur sem lagði upp frá skrifstofu KSÍ í gærmorgun. ívar Ingimarsson leikmaður, Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari, Guðmundur R. Jónsson liðsstjóri, Sigurjón Sigurðsson læknir, Ás- geir Sigurvinsson fararstjóri, Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari og Halldór B. Jónsson fararstjóri. KNATTSPYRNA / VINÁTTULANDSLEIKUR í LÚXEMBORG Rúnar sigraði í London RÚNAR Alexandersson hélt áfram sigurgöngu sinni í fjölþraut í fimlcikum um helgina og bar sigur úr být- um á Opna Lundúnamótinu í frjálsum æfingum. Rúnar fékk alls 54,25 stig. Hann hiaut 8,6 fyrir ællngar á gólfí, 9,7 á bogahesti, 9,2 í hringjum, 8,4 í stökki, 9,35 á tvíslá og 9,0 á svifrá. Alls fékk hann hæstu einkunn- irnar á öllum áhöldunum, nema í stökki. Þess má geta að þegar Rúnar sigraði á bikarmeist- aramótinu í Laugardalshöll á dögunum hlaut hann 52,9 í heildareinkunn og hann sigraði á boðsmóti í Los Angeles um siðustu helgi með heildareinkunnina 54,575 - náði þá besta ár- angri súiurn í fjölþraut til þessa. Lárus Orri áförum frá Stoke „ÉG mun ekki skrifa undir nýjan samning við Stoke,“ sagði Lárus Orri Sigurðs- son, sem er nú með íslenska laudsliðinu í Lúxemborg. Lárus Orri sagði að allt væri á niðurleið hjá Stoke og hann vilji fara frá liðinu. „Ég hef áhuga á að komast til liðs í fyrstu deild.“ Vitað er að Sheff. Utd. hefur sýnt honum áhuga, en þar er Lou Macari aðstoðarmaður Steve Bruce, knattspyrnu- stjóra. Macari var hjá Stoke þegar Lárus Orri kom til íiðsins. Arnar að semja við AEK ARNAR Grétarsson hefur gert samkomulag við fori'áðamenn AEK Aþenu í Grikklandi um nýjan fjögurra og hálfs árs samning. Amar sagðist gera ráð fyrir að skrifa undir samninginn á næstu dögum. „Ég er ánægður með að sam- komulag hefur loks tekist milli mín og félagsins eftir viðræður undan- farnar vikur. Ég tel samninginn hagstæðan, ekki síst í fjárhagslegu tilliti," sagði Arnar. Amar lék með AEK er liðið mætti OFI frá Krít, liði Einars Þórs Daníelssonar, um síðustu helgi. AEK hafði sigur, 2:0, og vom Amar og Einar teknir út af undir lok leiksins. OFI er í áttunda sæti 1. deildar í Grikklandi. AEK er í öðm sæti deildarinnar á eftir Olympiakos. Arnar sagði að Olympiakos hefði leikið vel að und- anförnu en liðið mætir AEK í loka- umferð grísku deildarinnar í vor. „Það væri gaman ef liðin mættust í hreinum úrslitaleik,“ segir Arnar Grétarsson. HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND Stórieikur Ólafs skaut Magdeburg í úrslit Olafur Stefánsson átti frábær- an leik með liði sínu Mag- deburg um helgina. Magdeburg lék gegn öðra þýsku liði, Lemgo, 1 undanúrslitum Evrópukeppni bik- armeistara. Ólafur, sem var besti maður vallarins, skoraði hvorki meira né minna en 10 mörk og ekkert þeirra úr vítakasti. „Ég náði mér feiknavel á strik í leikn- um „ sagði Ólafur í viðtali við Morgunblaðið að leik loknum. Leikurinn var afar spennandi og þuifti Magdeburg að sigra með tveggja marka mun til að komast í úrslitaleikinn en Lemgo hafði unn- ið heimaleikinn með aðeins einu marki, 23:22. Þegar staðan var 20:18 fyrir Magdeburg og ein mín. til leiksloka, varði markvörður Lemgo, Grosser, vítakast frá Ólafi og allt var í járnum. Ólafur bætti heldur betur fyrir mistökin og skoraði tvö mörk á lokamínútunni og tryggði liði sínu ömggan sigur, 22:19. Magdeburg leikur til úrslita við Valladolid frá Spáni. Landsliðs- markvörðurinn Fritz Walter lék einnig afar vel og era þýsk blöð á einu máli um að þetta hafi verið hinn raunverulegi úrslitaleikur því ekkert lið utan Evrópu geti veitt hinum sterku liðum Magdeburg eða Lemgo mótspyrnu. Tvö önnur þýsk lið börðust saman í Evrópukeppni félagsliða, Nettelstedt og Flensburg. Flens- burg sem hafði 3ja marka forskot fyrir seinni leikinn var afar hepp- ið í leiknum þegar staðan var 25:23 fyrir Nettelstedt rétt fyrir leikslok og Nettelstedt var í sókn. Þá misstu leikmenn liðsins bolt- ann klaufalega og brunaði Rúss- inn Igor Lawrov fram og tryggði hinu sterka liði sínu úrslitaleik- inn. Besti maður vallarins var pólsk-þýski leikmaðurinn Bogdan Wenta hjá Nettelstedt með 11 mörk. Wenta, sem sleit hásin í október, þykir hafa náð sér und- urfljótt og ljóst að hann mun sem fyrr spila lykilhlutverk í HM í Égyptalandi með Þjóðverjum. Sigurður með átta mörk Vegna Evrópuleikjanna voru aðeins leiknir tveir leikir í 1. deildinni og tapaði Bad Schwartau gegn Grosswallstadt á heimavelli, 26:28. Sigurður Bjarnason var besti leikmaður Schwartau í leiknum og gerði átta mörk og var markahæstur leik- manna liðsins. Gummersbach vann einnig óvæntan sigur á útivelli gegn Du- tenhofen þar sem Yoon fór á kost- um með 11 mörk og Norðmaður- inn Steinar Ege var frábær í marki og varði meðal annars fjög- ur vítaköst. Héðinn Gilsson átti mjög góðan leik og skoraði sjö mörk er Bayer Dormagen vann mikilvægan sigur á Eintracht Wiesbaden, 28:26, á útivelli. Róbert Sighvatsson skor- aði tvö mörk fyrir Dormagen en Daði Hafþórsson komst ekki á blað að þessu sinni. Þar með komst Dormagen í efsta sæti suð- urhluta 2. deildar því aðalkeppni- nautur þess, Willstatt, náði aðeins jafntefli við TV SB-Altenkessel á heimavelli, 24:24. Gústaf Bjarna- son var ekki á meðal markaskor- ara Willstatt að þessu sinni, en var með í liðinu að vanda. Dormagen hefur nú 47 stig að loknum 28 leikjum, Willstatt hefur stigi færra og Leutershausen er í þriðja sæti með 42 stig, einnig úr 28 leikjum. Nú era sex umferðir eftir af deildarkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.