Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ERFISÐRYKKJAN í barnaheimil-
inu var látlaus. Á borðinu var
mynd af hinni iátnu.
Irina sagði að þau reyndu að ann-
ast börnin sem sín eigin og því
fengju þau daglega heimsókn með-
an á sjúkrahússdvölinni stæði. Hún
sagði flest börnin vera með húð-
sjúkdóma sem auðvelt væri að með-
höndla. Þau sem haldin eru alvar-
legum sjúkdómum fá meðhöndlun á
sjúkrahúsi. Margar stúlknanna hafa
orðið fyrir kynferðislegi’i misnotk-
un, oftast af hálfu feðra sinna eða
stjúpfeðra. Sum eru illa farin eftir
misþyi’mingar foreldra. Okkur voru
sýndar myndir af lítilli stúlku. Höf-
uðið var alsett ljótum örum eftir
barsmíðar móðurinnar.
Að gera börn vinsamleg
Ekkert formlegt skólahald er á
heimilinu. Það var í samvinnu við
skóla í hverfinu en því var slitið
vegna slæms heilsufars barnanna.
Starfsmenn eru alls 31, þar á meðal
kennarar, sálfræðingur og lögfræð-
ingur. Þau börn sem vilja læra fá
kennslu við hæfi.
„Helsta markmið okkar er að
kenna börnunum að þeirra sé þörf í
þjóðfélaginu," sagði Irina. „Þau eru
andfélagslega sinnuð en við reynum
að gera þau vinsamleg þjóðfélag-
inu.“ Hún sagði algengt að börnin
vildu ekki eiga samneyti við aðra,
væru ákaflega lokuð og ættu í sálar-
kreppu. Sálfræðingur heimilisins
reynir að fá þau til að opna sig og
tala um Iífsreynslu sína í einkavið-
tölum.
Fyrstu 10 dagana eru nýju börnin
höfð á sérstakri deild. A þessum
tíma fer fram frekari gi-eining á
barninu því stundum gera einhverj-
ir sjúkdómar vart við sig svo senda
verður barnið á sjúkrahús. Fjögur
rúm eru í móttökudeildinni og nú
voru þar tvö börn, Zhenya, fjögurra
ára drengur, og Marsha, þriggja
ára stúlka. Zhenya var að koma
þarna í annað sinn. Hann hafði ver-
ið ættleiddur en líkaði ekki vistin
hjá nýju fjölskyldunni betur en svo
að hann strauk. Þessi fjögurra ára
snáði var búinn að vera týndur á
götum Moskvu í marga daga áður
en hann fannst. Þess munu mörg
dæmi að börn vilji koma aftur á
barnaheimilið, sem segir sína sögu
um aðbúnaðinn þar miðað við það
sem síðar gerist.
Bágur fjárhagur
Aðaltekjulind RK-deildarinnar er
gjafafé. í fyrra var aftur sagt frá
heimilinu í hollenskum fjölmiðlum
og í kjölfar þess barst stuðningur.
Stundum hafa rússnesk fyrirtæki
og félagasamtök einnig rétt hjálpar-
hönd. Irena sagði að í fyrstu hefði
heimilið notið stuðnings yfirvalda
en nú væri nær alveg tekið fyrir
það. Ríkisstjórnin hefði lýst vilja til
að veita styrk en staðbundnu yfir-
völdin væru erfiðari viðureignar.
„Ég þarf sífellt að færa sönnur á
hvað við erum að gera og bókstaf-
lega gráta út hjálp.“
Takmörkuðum fjármunum heim-
ilisins er varið í að byggja upp börn-
in, viðhald húsnæðisins situr á hak-
anum. „Við leggjum áherslu á að
gefa bömunum góðan mat,“ sagði
Irina. „Þau eru vannærð og hafa
mörg verið það mánuðum saman
svo það hefur komið niður á heilsu
þeirra." Matarbirgðirnar í búrinu
voru ekki til margra daga. Irina
sagði að stundum gæfu velviljuð
fyrirtæki mat, ávexti og fleira.
Hverfissjónvarpsstöð er þrisvar í
mánuði með þátt um starf RK-
deildarinnar og auglýsir heimilis-
fangið. Það hefur oft leitt til stuðn-
ings. ►
Einstæð-
ingar á eft-
irlaunum
Á VEGUM Rauða kross
deildarinnar í 10. hverfi
Moskvuborgar starfa 86
nianns við heimahjúkrun og
sinna um 2.000 öldruðum í
hverfmu.
„Við njótum ekki neinnar
opinberrar aðstoðar við
þetta starf,“ sagði Irina A.
Lernotsjínskaja, formaður
RK-deildarinnar. Flestir sem
njóta heimahjúkrunar eni
komnir yfir sjötugt og ein-
stæðingai-. Margir líða af
öldrunarsjúkdómum, geð-
veiki eða búa við fötlun og
raeira en þriðjungurinn er
með berkla. Flestir fá heim-
sókn daglega en þeir sem
ei-u rólfærir fá Iieiinsókn
þrisvar í viku. Auk lieimilis-
hjálpar er fólkinu veitt lækn-
ishjálp og félagsleg aðstoð.
Heimilislijálpin er í mörgum
tilvikum eina sambandið við
umheiminn.
Meðan við voi-um í heim-
sókn á barnaheimilinu í 10.
hverfi var haldin erfi-
drykkja í einu herberginu.
Görnul kona sem notið hafði
heimilishjálpar frá 1994
hafði dáið tveimur dögum
áður og var jarðsett þennan
dag. „Við buðuin nágrönn-
um hennar að vera við út-
förina en það kom í Ijós að
hún átti ekki nema tvo vini.
Þessi kona var eins og ætt-
ingi okkar og þess vegna
buðum við til erfidrykkju,“
sagði Irina.
Eftirlaun í Moskvu eru að
meðaltali um 450 rúblur
(1.440 kr.) á mánuði og
lægri úti í héraðinu, að sögn
Irinu. Hins vegar hafi verið
reiknað út af opinberum að-
ilum að framfærslukostnað-
ur sé 1.280 rúblur (4.100
kr.) á mánuði eða nær
þrefalt hærri. Eftirlaunin
hafa lítið sem ekkert hækk-
að en verðlag 4-5 faldast á
sama tíma.
Þegar Sovétríkin liðu
undir lok voru ellilaunin 132
rúblur á mánuði en verðlag-
ið lágt. Þá gat verið erfitt
að ná f mat, en fólk gat lagt
svolítið fyrir. Nú er hins
vegar nóg til í búðunum, en
eftirlaunafólk hefur ekki
efni á neinu. Þeir sem eru
rólfærir safna flöskum eða
jafnvel gramsa í sorpi til að
finna eitthvað nýtilegt. „Við
getum ekki annað en
skainmast okkar fyrir
hvernig þetta er orðið,“
sagði Irina.
Það mun ekki óalgengt að
þriðjungur af eftirlaununuin
fari í húsaleigu. Nú munu
uppi hugmyndir um að
einkavæða íbúðarhúsnæði
sem verið hefur í opinberri
eigu. Margir efast uin ágæti
þess fyrir aldraða og ein-
mana. Mikill húsnæðisskort-
ur hefur verið í borgunum.
Okkur var sagt að þess væru
dæmi að fólk byði gömlu
fólki að leigja af því her-
bergi gegn góðri greiðslu.
Sumir hafi látið glepjast og
hreinlega horfið í kjölfarið,
öðrum verið úthýst af leigj-
endunum og lent á götunni.
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 B 5
Vertu með þegar það er opnað
Efnismeira Dagskrárblað Morgunblaðsins
með páskadagskránni kemur út 31. mars.
Dagskrárblaðið kemur nú út með breyttu sniði og enn ríkara að innihaldi en áður.
í blaðinu er að finna fróðleg og skemmtileg viðtöl við persónur og leikendur, umfjöllun
um páskamyndirnar og áhugaverða dagskrárliði yfir hátíðina, ásamt ýmsu öðru skemmtilegu
efni. Auk þess eru ítarlegar upplýsingar um tveggja vikna dagskrá allra sjónvarps- og
útvarpsstöðva.
Auglýsendum er bent á að síðasti frestur til að skila auglýsingum í blaðið er 24. mars.
Auglýsingadeild Morgunblaðsins veitir allar nánari upplýsingar og tekur við pöntunum
í síma 569 1111.
ftttfitsttMaM* f ^
omskm
í allri sinni mynd!
6 0 T T FÓLIC • SlA