Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Kúvent
Matvöruverslun hefur
verið ær og kýr hjón-
anna Ernu Eiríksdóttur
og Braga Kristjáns
sonar frá því þau luku
námi ung að árum. I
rúm 30 ár hafa þau rek-
ið verslunina Herjólf en
búðin hefur verið í eigu
fjölskyldunnar í 42 ár,
þar sem þrjár kynslóðir
hafa unnið saman eins
og einn maður. Nú hef-
ur verslunin verið seld
en Hildur Friðriksdótt-
ir heyrði af því að nú
standi hugur hjónanna
til að selja mjólkina
beint úr kúnum í stað
ÞAÐ VAR dálítið skrýt-
in tilfínning að vakna í
morgun og þurfa ekki
að mæta í vinnuna,"
sögðu hjónin Erna Ei-
ríksdóttir og Bragi
Kristjánsson þegar blaðamaður
Morgunblaðsins bankaði upp á hjá
þeim síðastliðinn þriðjudagsmorgun.
Nánar tiltekið daginn eftir að þau af-
hentu verslunina Herjólf í Skipholti
til nýrra eigenda eftir rúmlega þrjá-
tíu ára rekstur. Verslunin var aftur á
móti upphaflega stofnuð á Grenimel
12 fyi-ir 42 árum af foreldrum Braga,
þeim Kristjáni Sigfússyni og Guð-
björgu Guðmundsdóttur.
Þrátt fyrir að létt væri yfír þeim
voru þau lúin, enda höfðu þau unnið
við talningar og frágang langt fram á
nótt. Ekki varð það til að reka á eftir
þeim þótt nokkuð væri liðið fram á
nótt, að þau áttu erfítt með að skilja
við verslunina. En núna í morg-
unsárið gátu þau gert grín að því, að
nýju eigendurnir hefðu sennilega
verið farnir að bíða eftir að þau færu
en ekki kunnað við að ýta á eftir
þeim. „Æ, mér fannst ég eiga eftir
að skúra svo að við gætum skilað
búðinni í þokkalegu ástandi,“ segir
Erna og Bragi segir hlæjandi, að
hann hafí verið farinn að skipta sér
af hlutum sem honum hafí í rauninni
ekkert komið við.
Tvíþættar tilfínningar
Þau segja að tilfinningarnar séu
tvíþættar. Bæði sé gott að losna frá
rekstrinum sem hafí krafíst vinnu-
krafta þeirra öll undanfarin ár frá
því snemma að morgni og fram yfír
kvöldmat en ákveðinn tómleiki fylgi
því einnig að hverfa úr rekstrinum.
,Áður fyrr var lokað í IV2 tíma í há-
deginu og þá fór maður heim og hitti
börnin. Það var lúxus, en svo breytt-
ist afgreiðslutíminn og síðan höfum
við ekki farið í mat,“ segja þau.
Það sem þau munu meðal annars
sakna er félagslífið í kringum rekst-
urinn. Þau segja að verslunin hafi
um áraraðir verið miðstöð fjölskyld-
unnar og mikil vinátta hafí skapast
við viðskiptavinina, sem margir
kvöddu þau síðasta daginn með
blómum. Einnig sendu fyrirtæki sem
þau áttu í viðskiptum við ýmsar gjaf-
ir. „Þetta var alveg yndislegur dagur
og mikil stemmning. Eflaust hefði
það orðið enn meira, ef menn hefðu
vitað að við vorum að hætta í gær, en
það var svo seint ákveðið," segir
Bragi. Honum ratast greinilega satt
orð á munn, því þennan morgun sem
viðtalið fór fram, hringdi síminn við-
stöðulaust og meðal þeirra sem
hringdu var fólk, sem löngu er flutt
úr hverfinu.
Innst inni líður þeim þó vel með þá
ákvörðun að selja reksturinn, enda
bíður þeirra spennandi verkefni og
langþráður draumur, þ.e. að snúa
sér að búrekstri „fyrir austan fjall“,
þai- sem þau hafa átt bújörð í tæp 14
ár.
Átti ekki endilega
að verða kúabú ...
En hvað kom til að þau keyptu
sér bújörð á sínum tíma?
Þau svara bæði í einu, að í upp-
hafi hefðu þau vel getað hugsað sér
einhvers konar sumaraðstöðu úti í
sveit, fjarri skarkalanum í bænum
og tækifæri til að kynnast einhverju
öðru en þau voru vön. „Það er líka
svo mikil kyrrð í sveitinni, öfugt við
hraðann og kapphlaupið við tímann
hér í borginni. En kannski var það
líka draumurinn að rækta landið og
skila því betra frá sér en tekið var
við því,“ segir Bragi og bætir við að
hann telji að ríkt sé í íslendingum
það sem hann kallar „tilfinning til
moldarinnar“.
Þau voru búin að leita í nokkurn
tíma að hentugri jörð. Þegar þeim
bauðst Jaðar í Hrunamannahreppi
til kaups haustið 1985 voru þau ekki
lengi að taka ákvörðun. I fyrstu
keyptu þau aðeins húsin og jörðina
Það þurfti að at-
huga spenagerð og
ýmislegt fleira, sem
við höfðum aldrei
hugsað út í og höfð-
um ekkert vit á.
en höfðu ekki hugmynd um hvort
þau ætluðu út í búrekstur. Þar sem
bóndinn ætlaði að búa til vors
þurftu þau ekki að ákveða sig fyrr
en síðar með vélakostinn og búfén-
aðinn, sem var um 150 kindur og 20
kýr.
Þau taka fram, að væru þau að
hefja búskap núna myndu þau
sennilega ekki velja jörð eins og
Jaðar, því hún henti fjárbúskap
mun betur en kúabúskap. „Við vor-
um ekkert að hugsa um það í þá
daga heldur féllum við fyrir fegurð-
inni í kringum bæinn. En þegar leið
að vori ákváðum við að kaupa bú-
fénaðinn líka og réðum til okkar
fólk til að sjá um reksturinn.“
Spenagerð, hvað er nú það?
Þau segjast ekkert hafa vitað
hvað búskapur var, en urðu að fara
af stað að útvega sér kýr úr því sem
komið var. „Unga fólkið sem rak
búið kom með okkur og valdi kýrn-
ar, því það þurfi að athuga júgur og
spenagerð, sem við höfðum aldrei
hugsað út í og höfðum ekkert vit á,“
segja þau og brosa yfír kunnáttu-
leysi sínu á þessum tíma. Þau rifja
ennfremur upp, að í fyrsta skiptið
sem þau tóku þátt í mjöltum vildi
svo óheppilega til að rafmagnið fór
af. „Við urðum að fara út og hand-
mjólka. Það gekk nú einhvern veg-
inn, en það var erfítt," segir Ema
hlæjandi.
Þar sem þau höfðu alla sína ævi
starfað við rekstur litu þau á bú-
skapinn sem fyrirtæki sem þyrfti
að bera sig. Þau seldu því féð fyrir
um sjö árum, þar sem þau sáu meiri
hagkvæmni í að vera einungis með
eina tegund búfjár. Síðar keyptu
þau aðra jörð, Kjóastaði í Biskups-
tungum, og eru báðar jarðirnar
samtals 800-900 hektarar. Tilheyra
búunum nú um 200 nautgripir, þar
af 50-60 kýr. Þau segjast verða vör
við að bændur séu í auknum mæli
farnir að líta á búrekstur sem fyrir-
tækjarekstur, enda hljóti það að
vera framtíðin. „Það eru að verða
miklar breytingar í búrekstri núna.
Til dæmis eru gerðar allt aðrar
kröfur til heilbrigðis og hreinlætis
gripanna í sambandi við mjólkur-
framleiðsluna en var þegar við byrj-
uðum í upphafí," segja þau.
Fyrir um þremur árum hafði
nautgripum fjölgað svo mikið, að
frekara ræktunarland vantaði. Það
var þá sem þau keyptu Kjóastaði og
aftur réðu þau fólk til að sjá um
þann rekstur. „Við höfum átt kúa-
búið en í rauninni ekki getað gert
meira en að vera bakhjarl. Fólkið
sem hefur verið hjá okkur undan-
farin tíu ár á Jaðri hefur nánast al-
gjörlega séð um búskapinn og gert
það ákaflega vel.“
Tíu kílómetrar eru á milli bæj-
anna, en búin eru rekin saman,
þannig að mjólkurframleiðslan fer
fram á Jaðri og þangað fer fólkið af
Kjóastöðum til vinnu hluta úr degi.
Á Kjóastöðum er hins vegar uppeldi
geldneyta og ræktunarframkvæmd-
ir.
Þau segjast munu flytja á Kjóa-
staði með vorinu, en framtíðin ein
muni leiða í Ijós hvort einhver kraft-
ur og dugnaður leysist úr læðingi.
„Kannski verðum við komin miklu
meira inn í reksturinn þegar fram
líða stundir en við höfum hugsað
okkur. Hugmyndin núna er alla
vega að binda okkur ekki þarna eins
og við höfum gert í búðinni, þannig
að við höfum möguleika á að fara í
frí ef við viljum. Við sjáum alls ekki
fyrir okkur núna, að við verðum að-
alfólkið heldur frekar aðstoðar-
menn. Við munum því áfram hafa
bústjóra á staðnum.
Það verða nóg verkefni fyrir okk-
ur eins og að fara í gegningar, sjá
um viðhald og leysa fólkið af svo
það geti farið í frí. Búskapurinn er
ekkert annað en rekstur sem þarf
að sinna og það er heilmikið mál ef
gera á það vel. Þetta er líka spurn-
ing um hagkvæmni stærðarinnar og
sennilega þurfum við að stækka við
það sem nú er.“
Eitt af því sem þau langar til að
snúa sér að í ríkara mæli er hesta-
mennsku. „Við höfum ekki haft tíma
til að sinna henni, en okkur langar
að kynnast því betur,“ segir Bragi
og Erna bætir við: „Kannski fáum
við barnabörnin og fjölskylduna
frekar í heimsókn ef við eigum góð
hross.“
21 árs kaupmaður
Það sem vekur ekki síst athygli
við það, að Bragi og Erna eru að
kúvenda á miðjum aldri og flytjast í
sveitina, að minnsta kosti að hluta
til, er að bæði eru borgarbörn og
hafa alltaf verið. Undantekningin er
tvö sumur sem Bragi fékk að heim-
sækja frændfólk sitt í Bolungarvík
og fékk nasaþefinn af sveitastörf-
um. Aftur á móti hefur verslunin
verið þeirra ær og kýr allt frá því
þau luku gagnfræðanámi ung að ár-
um. Og eftir að þau giftu sig árið
1969 hafa þau fylgst að í rekstrin-
um.
Bragi var ekki nema 21 árs þegar
hann keypti verslunina Herjólf við
Grenimel af föður sínum, Kristjáni
Sigfússyni, sem þá var búinn að
byggja nýtt verslunarhúsnæði í
Skipholti, en á þeim tíma var versl-
unin ein sú stærsta í Reykjavík.
Bragi nefndi sína búð Bragabúð og
segir að mikla athygli hafí vakið að
svo ungur maður stofnaði eigin
verslun. „Þá voru eilíf viðtöl við mig
í blöðum því ég var yngsti kaupmað-
um miðj an
aldur
Morgunblaoiö/Asdis
SESSELJA Guðnadóttir er einn þeirra fjölmörgu viðskiptavina Ilerjólfs í Skipholti sem
komu að kveðja kaupmannshjónin siðasta daginn þeirra í búðinni.
þess að selja hana yfír
búðarborðið.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„KANNSKI verðum við komin miklu meira inn í reksturinn þegar fram líða stundir en við höfum hugsað okkur,“ segja hjónin Erna Eiríksdóttir og
Bragi Kristjánsson, sem vísa þarna til kúabúsins sem þau eiga fyrir austan fjall.