Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 B 15 ,
- -'.-s
PÓLSKUR RAFVIRKI
: VERDUR FRELSISHETJA
s
A tæpum þrjátíu árum hefur lágvaxinn raf-
virki frá Popowo í Póllandi markað djúp
spor í sögu þjóðar sinnar. Sindri Freysson
rekur hér sögu járnmannsins frá Gdansk,
! sem háði grimmilega baráttu fyrir umbót-
um, komst til æðstu metorða en er nú um
margt utangarðs í pólskum stjórnmálum.
FhfRIR einungis tíu
áram, í febrúar
1989, settust leið-
togar kommúnista
í Póllandi og
helstu andstæðingai- þeirra
niður við hringborð í bæn-
um Magdalenska og hófu
viðræður um lýðræðislegar
umbætur. Niðurstöður
þessara viðræðna gáfu fyr-
irheit um Flauelisbylting-
una í Tékkóslóvakíu, hrun
Berlínarmúrsins, valda-
skiptin í Rúmeníu og önnur
ummerki þess að tími
kommúnismans hafði liðið
undir lok í Austur-Evrópu.
A meðal mannanna við
hringborðið var lágvaxin
verkalýðshetja frá Gdansk,
Lech Walesa. Langþráður
draumur hans var að ræt-
ast.
Lech Walesa fæddist í
lok september árið 1943 í
bænum Popowo, nærri
Bydgoszcs í vesturhluta
Póllands. Hann var elstur
þriggja bræðra, sonur tré-
smiðsins Stanislaws Wa-
lesa, sem heimsótti Banda-
ríkin ásamt eiginkonu sinni
árið 1973 og sneri aldrei
aftur til Póllands. Eigin-
konan, móðir Lechs, lést af
slysföram í Bandaríkjun-
um.
WALESA er afar trúaður og hefur hlotið
ríkulegan stuðning kaþólsku kirkjunnar.
Fangelsaður 100
sinnum
WALESA átti frumkvæði að því að verka-
menn legðu undir sig skipasmíðastöðina
og skipaði sér þannig í forystu Samstöðu.
Að loknu námi í rafvirkj-
un gegndi hann herskyldu
en hóf síðan störf hjá
Lenín-skipasmíðastöðinni í
Gdansk árið 1966. Þremur
árum síðar kvæntist hann
konu að nafni Donata, sem
hann á sjö börn með, og
hefur hún verið hans
helsta stoð og stytta í
gegnum árin. I viðtali ný-
verið sagði Walesa að
vegna anna hans og mikilla
fjarvista hefði Donata að
miklu leyti annast málefni
fjölskyldunnar. Sjálfur
hefði hann misst af upp-
vaxtarárum sona sinna með skað-
legum afleiðingum fyrir bæði þá og
sig, en „menn verða að greiða
ákveðinn fórnarkostnað í lífinu“.
Walesa vísaði þarna m.a. til þess að
einn sonur hans gerðist sekur um
ölvunarakstur sem leiddi til alvar-
legs slyss, og annar gerði sig að at-
hlægi þegar hann heimsótti gleði-
hús peningalaus og lét starfsstúlk-
urnar fá bankabók sína sem trygg-
ingu fyi'ir greiðslu. Þær voru ekki
seinar á sér að láta pólska fjölmiðla
vita.
Þegai' hrina mótmæla reið yfir
Pólland árið 1970 tók Walesa sæti
sem einn 27-menninganna sem kall-
aðir vora hinir sterku og skipuðu að-
gerðaiTáð verkamanna í skipa-
smíðastöðinni í Gdansk. Sama ár var
hann einn stofnanda að samtökun-
um Frjáls verkalýðsfélög við strönd
Eystrasaltsins. Mótmælin runnu út í
sandinn en Walesa hélt áfram að
vasast í verkalýðsbaráttu og urðu
þau afskipti þess valdandi að hann
var rekinn úr starfi árið 1976.
Lögreglan hafði náið eftirlit með
Walesa og kveðst hann hafa verið
handtekinn eða settur í varðhald
eitt hundrað sinnum frá þeim tíma
sem honum var sagt upp störfum
til ái-sins 1980, meðal annars fyrir
að flytja eldheita barátturæðu í
Gdansk árið 1978. Walesa reyndi
að framfleyta fjölskyldu sinni með
íhlaupavinnu næstu árin, ásamt því
að rífa kjaft sem mest hann mátti
til að andmæla aðbúnaði verkafólks
og kjöram þess.
Tíu árum eftir að hann blandaði
sér fyrst í verkalýðsbaráttuna,
WALESA gengur sigri hrósandi út um hlió Lenin-skipasmíðastöðvar-
innar í Gdansk, umkringdur félögum sínum, en þar hófst barátta Sam-
stöðu fyrir tæpum 20 árum.
sumarið 1980, fór óánægja verka-
manna í Gdansk vaxandi enn á ný.
Walesa var meinaður aðgangur að
skipasmíðastöðinni en klifraði yfir •
hliðið og komst með klókindum inn ,
á mótmælafund verkamanna. Þar i
lagði hann til að þeir legðu stöðina
undii' sig. Tillagan hlaut eindreg-'
inn stuðning og segja má að Wa- ,
lesa hafi með þessu frumkvæði
sínu tryggt að á hann væri litið
sem leiðtoga verkfallsins sem í
hönd fór. Það verkfall og atburð-
imir sem gerðust í kjölfarið era að
margra mati fyrsti naglinn í lík-
kistu kommúnískra valdhafa í Pól-
landi og jafnvel annars staðar í
Austur-Evrópu. Helsta krafan var
um frjáls verkalýðsfélög og hærri
laun en auk bættra kjara og félaga- i
frelsis voru aðrar kröfur legíó og
má segja að draga megi þær sam- v
an í tveimur orðum; mannréttindi
og tjáningarfrelsi.
Umheimurinn vaknar
Stjórnvöld reyndu í fyrstu að
þegja verkfallið í hel, í þeirri von
að verkamennirnir gæfust upp
þegar þeir mættu tómlæti ríkisrek-
inna fjölmiðla og opinberra full-
trúa, en það spurðist hratt út og
verkamenn annars staðar í Pól-
landi gi'ipu til samsvarandi að-
gerða. ► v
\
«
f
' (
r