Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.1999, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 21. MARZ1999 MORGUNBLAÐIÐ Friðarverðlaun Nóbels illa við þrengingarnar sem þeim fylgdu. Járnmaðurinn kemur í Ijós Eftir fyrstu umferð forsetakosn- inganna í Póllandi árið 1995 komu aðeins tveir menn til greina, Lech Walesa, sitjandi forseti, og Aleksander Kwasniewski, íyrrver- andi íþróttamálaráðherra í stjóm kommúnista og ritstjóri málgagns kommúnistaflokksins í Póllandi. Kwasniewski hafði tileinkað sér öll nýjustu slagorð ft'jálsrar markaðs- hyggju og kvaðst einungis hafa starfað í kommúnistaflokknum af löngun til að vinna að endurbótum innanfrá. Þessir ólíku fulltrúar voru kall- aðir til kappræðu í sjónvarpssal og þar vilja stjórnmálaskýrendur meina að örlög Walesa hafí verið endanlega ráðin, með svipuðum hætti og í afdrifaríkum sjónvarps- þætti með forsetaframbjóðendun- um Nixon og Kennedy árið 1960. Kwasinewski ætlaði að heilsa andstæðingi sínum með handa- bandi en Walesa var hinn snúðug- asti, neitaði að rétta fram höndina og kvaðst ekki vilja rétta honum neitt nema löppina. Myndin sem hann hafði fyrir kosningar reynt að mála af sjálfum sér sem landsföður varð að engu og óheflaða hörku- tólið úr skipasmíðastöðinni blasti við kjósendum. Þegar talið var upp úr kjörköss- unum var þó mjótt á mununum, Walesa hlaut 48,3% atkvæða en Kwasniewski 51,7%, enda var mörgum Pólverjum óljúft að greiða endurhæfðum kommúnista at- kvæði sitt. Aðrir héldu því fram að sigur fyrrverandi kommúnista væri um leið sigur þess lýðræðis sem Walesa hafði barist svo kapp- samlega fyrir í gegnum árin. Urslitin mörkuðu jafnframt endalok þess skeiðs í pólskum stjómmálum sem einkenndist af hetjulegri baráttu forystumanna verkalýðsins fyrir betra Póllandi. Vonbrigði þeirra voru að vonum gríðarleg; þeir höfðu fært ótal fómir sem virtust einskis virði þeg- ar fyrrverandi flokksgæðingur kommúnista þurfti aðeins að bregða sér í nýtt gervi til að kom- ast til valda. Afstaða þeirra hefur litt breyst og þannig má nefna að í nýlegu tímaritsviðtali kallaði Wa- lesa forsetann plágu fyrir Pólland, eins og „hann hefur alltaf verið“. Fimm mánuðum eftir kosningar mætti Walesa til starfa á gamla vinnustað sínum í Gdansk, um- kringdur í-úmlega eitt hundrað fréttamönnum. Fyrrverandi kommúnistar og fylgismenn þeirra á pólska þinginu vom andsnúnir fmmvarpi um eftirlaunagreiðslur til forsetans fyrrverandi og Walesa vildi þrýsta á um afgreiðslu með þessum hætti. Walesa mætti jakkafataklæddur til vinnu í skipa- smíðastöðinni, akandi á Mercedes Bens bifreið og í fylgd lífvarðar. Laun rafvirkja í skipasmíðastöð- inni jafngiltu 16 þúsund íslenskum krónum, eða helmingi lægri upp- hæð en lífvörðurinn sem var í fylgd með honum hafði í mánaðartekjur. Aróðursbragðið tókst og þingið samþykkti loks fmmvarpið, en samkvæmt því hlýtur Walesa um 100 þúsund íslenskar krónur í eft- irlaun á mánuði. Boðar „nýja heimsmynd" I fyrrgreindu viðtali kvaðst Wa- lesa ætla sér að byggja upp stjórn- málaflokk sinn, Kristilega demókrata, með sigur í næstu þingkosningum að leiðarljósi. Hann treysti því að fá 20-25% at- kvæða og nú þegar hafi hann tíu Walesa var handtekinn ásamt öðrum leiðtogum Samstöðu og sat í fangelsi í ellefu mánuði, eða fram til nóvember 1982. Hann hélt aftur til vinnu í skipasmíðastöðinni eftir að hann var laus úr prísundinni og skipulagði jafnframt ásamt félög- um sínum hvernig verkamenn gætu bmgðist við við ofríki stjórn- valda. Skömmu síðar bámst þær fregnir að hann hlyti friðarverð- laun Nóbels fyrir baráttu sína. Donata, eiginkona Walesa, veitti verðlaununum viðtöku en hann sat heima í Gdansk og hlustaði á at- höfnina á stuttbylgju í útvarpi. Fimm áram síðar efndu skipa- smiðir í Gdansk til verkfalls og Walesa slóst í hópinn. Jaruzelski hershöfðingi kallaði Walesa á sinn fund og í framhaldi af því hófust hringborðsumræðurnar frægu í febrúar 1989, þar sem forsvars- menn kommúnista og leiðtogar andstöðunnar hófu samningavið- ræður um frjálsar kosningar í Póllandi. Kommúnistar vonuðust eftir að hafa tögl og hagldir í þró- uninni með þessum hætti, en þeim skjátlaðist hrapallega. Viðræð- urnar urðu til að binda enda á valdatíma þeirra. I forsetakosn- ingunum 1990 bauð Wales sig fram og hafði sigur, dýrkeyptan þó því í baráttunni tóku að rakna gömul vináttubönd samherja inn- an Samstöðu. Walesa virtist aldrei eiga fylli- lega heima í embætti forseta og Pólveijum þótti honum ekki takast ýkja vel upp; hann var sakaður um að vera einráður, að hann skorti stjómunarhæfíleika og getu til pólitískrar stefnumótunar. Hann þótti um of hrjúfur og óþolinmóður til að gegna starfí sem krafðist lagni og ótal málamiðlana; kostir verkalýðshetjunnar reyndust vera gallar stjómmálamannsins. Ekki bætti úr skák að umskiptin frá þjóðfélagsgerð kommúnistaríkis til markaðsbúskapar á vestræna vísu vom erfið og almenningur sætti sig ERLENDIR fjölmiðlar vökn- uðu til vitundar um að stór- tíðindi væm í uppsiglingu og flykktust fulltrúar þeirrar á vett- vang. Hinn svokallaði umheimur var kominn í spilið. Og þótt færa megi fyrir því rök að margir fjöl- miðlamannanna hafi haft meiri áhuga á því að fylgjast með þegar verkfallsmenn yrðu beittir hervaldi til að brjóta verkfallið á bak aftur, en hættan á því vofði löngum yfír, heldur en verkfallinu sjálfu, gerðu þeir ótvírætt gagn. Walesa hefur persónulega þakkað fjölmiðlum heimsins stuðninginn á þessum tíma og næstu ár á eftir og látið þau orð falla að án þess stuðnings hefði Samstaða aldrei knúið fram sigur í Póllandi. Deilan leiddi meira að segja til leiðtogaskipta í Póllandi, þar sem Gomulka hrökkl- aðist frá völdum og Girek tók við sem aðalritari pólska kommúnista- flokksins. Walesa naut þess einnig að kaþólska kirkjan leit til hans með velþóknun eins og sjá má að í ársbyrjun 1981 veitti landi hans, Jóhannes Páll II páfí, honum áheyrn í Róm. Stjórvöld létu að lokum undan og gengu til viðræðna við Walesa og hans menn, sem lyktaði með samkomulagi í Gdansk 31. ágúst 1980. Þeir fengu verkfallsrétt og máttu stofna eigin verkalýðsfélög, þó svo að yfirvöld og verkamenn greindi mjög á um hvemig túlka bæri ákvæði þar að lútandi. Vermirinn reyndist hins vegar skammgóður; í febrúar 1981 varð Wojciech Jarazelski hershöfðingi forsætisráðherra Póllands. Deilur stjómvalda og Samstöðu hörðnuðu mjög í kjölfarið og í desember vom herlög sett á í Póllandi. WALESA undir fána Samstöðu ásamt liðsmönnum sínum en þetta merki Samstöðu varð heimsþekkt á svipstundu á haustmánuðum 1980. WALESA virtist aldrei líða vel í hlutverki forseta, jakkafötin fóru honum illa. Hér er hann í heimsökn í Bretlandi ásamt Englandsdrottningu. WALESA er sjö barna faðir og hefur Donata, eiginkona hans, verið honum stoð og stytta í gegnum árin. Hann sést á myndinni á leið til kirkju ásamt fjölskyldu sinni og lífveröi um miðjan seinasta áratug. þúsund flokksmenn innan sinnan vébanda sem muni leggja því markmiði lið. Hann hyggist þó ekki bjóða sig fram sjálfur í þingkosn- ingunum en útiloki ekki þátttöku í forsetakosningunum haldnar verða innan tveggja ára. Walesa á húseignir í Gdansk og Varsjá og hefur hann meðal annars hagnast á útgáfu bóka sem um hann hafa verið skrifaðar, auk þess að selja réttinn að kvikmynd um ævi sína. Einnig heimsækir hann um sextán lönd á ári og flytur fyr- irlestra gegn greiðslu. Hann kveðst þar predika um nauðsyn þess að stjórnmálamenn hugsi og starfí fyrir hagsmuni heimsálfa en ekki einstakra þjóðríkja. Koma eigi á áþekkum stjómmálakerfum í gjörvallri Evrópu og Asíu og binda efnahagsstjómun landa svo þétt saman að menn viti að endingu ekki „hver á hvað.“ Náist þetta markmið sé tryggt að brjálæðingum takist ekki að ala á sundrung og hefja stríðsrekstur. „Eg boða nýja heimsmynd. Eg geri það kannski af talsverðri tilfinn- ingasemi, en þar býr kænska að baki. Eg trúi á það sem ég hef fram að færa og tel mig þurfa að ljúka ákveðnu ætlunarverki," segir hann. PÓLSKUR RAFVIRKI VERDUR FRELSISHETJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.