Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 B 19
(BESTI KVENLEIKARI
í AÐALHLUTVERKI
í mínum huga var það engin
sjmrning að Kate Blanchett bæri
Oskarsverðlaunin í ár fyrir kynngi-
magnaða túikun á Elísabet drottn-
ingu. Svo sá ég Hilary og Jackie og
rafmagnaðan leik Watson í feikierf-
iðu hlutverki sellóleikarans
Jacqueline du Pré. Hvað sem því líð-
ur verða þær sjálfsagt að lúta fyrir
vinsældum Paltrow, ekki hæfileik-
I um. One True Thing, myndin hennar
* Meryl Streep, er ekki væntanleg á
1 næstunni og Montenegro hefur ör-
ugglega villst inná listann.
Kate Blanchett, Eiizabeth
Gwyneth Paltrow, Ástfanginn
Shakespeare
Emily Watson, Hilary og Jackie
Meryl Streep, One True Thing
Fernanda, Central Station
BESTI KARLLEIKARI
í AUKAHLUTVERKI
Myndir hæfíleikamannanna Billys
* Bob Thomton og Roberts Duvall eru
enn ósýndar. Coburn stendur sig vel
að venju, en myndin hans er ekki lík-
leg til nokkurra afreka. Karlinn er
engu að síður orðinn goðsögn í kvik-
myndaborginni. Ed Harris gekk
áreynslulaust í gegnum hlutverk sitt
í The Truman Show. Sem gerir valið
auðvelt (?) í þessum flokki. Verð-
Ílaunin eru ástralska stórleikarans
Geoffrey Rush - sem stóð sig reynd-
ar engu síður í Ástfóngnum Shake-
speare
Geoffrey Rush, Elizabeth
James Cobum, Affliction
Ed Harris, The Truman Show
Billy Bob Thomton, A Simple Plan
Robert Duvall, A Civil Action
BESTI KVENLEIKARI
íAUKAHLUTVERKI
ÍEnn höfum við ekki fengið tæki-
færi til að sjá til Lynn Redgrave né
Brendu Blethyn, sem eru til alls vís-
ar á góðum degi. Það þrengir hópinn
í erfiðum flokki. Rachel Griffiths er
sannarlega vel að sigrinum komin í
lágstemmdri túlkun á Hilary, systur-
inni sem dregur sig í hlé í Hilaiy og
Jackie, Lady Dench stelur senum í
Elizabeth (og ekki er hún síðri í Ást-
föngnum Shakespeare). Akademían
fer þó ekki útfyrir landsteinanna því
t hér drottnar stórleikkonan Kathy
Bates, sem var ógleymanleg sem
I klækjarefurinn, lesbían og kosninga-
* smalinn í þeirri meinfyndnu ádeilu,
Primary Colors. Það getur þó unnið
gegn henni að myndin var frumsýnd
snemma á árinu ‘98.
Kathy Bates, Primary Colors
Rachel Griffiths, Hilary og Jackie
Judi Dench, Elizabeth
Lynn Redgrave, Gods and Monsters
Brenda Blethyn, Little Voice
BESTA ERLENDA
MYND ÁRSINS
Hér þarf ekki að orðlengja valið.
Sigui-vegarinn verður Lífið er fag-
urt/La Vita é bella. Það sem hefur
heyrst af keppinautum hennar
styrkir mann í trúnni. Aðalatriðið
vitaskuld að myndin rís í listaverk
um trúna á vonina, kærleikann og
ekki síst framtíðina.
Lífið er falIegt/La Vita é bella, Ítalía
Central do Brazil, Brazilía
Afínn - EI Abuelo, Spánn
Tangó, Argentína
Börn himinsins/Becheba Ye
Asemon, Iran
BESTA FRUMSAMDA
HANDRITIÐ
Það skyldi þó aldrei verða að The
Truman Show fái hér nokkra upp-
reisn æru? Ekki er það sennilegt;
þar með væri Akademían að viður-
kenna mistök sín hvað snertir skort
á öðrum útnefningum myndarinnai-.
Beatty og Pisker fengu fína dóma
fyrir satíruna Bulworth, en hún gekk
ekki sem skyldi. Maðurinn er engu
að síður dáður í sinni heimaborg.
Eigum við ekki að segja að Stoppard
og myndin hans, sem hlaut flestar
tilnefningar í ár, eða 13 (!), fái þessi
einu aðalverðlaun, en það verður
mjótt á milli hans og Rodats.
Jack Norman, Tom Stoppai-d,
Ástfanginn Shakespeare
Robert Rodat, Björgun óbreytts
Ryans
Warren Beatty, Jeremy Pisker,
Bulworth
Roberto Benigni, Life Is Beautiful
Andrew Niccol, The Truman Show
BESTA HANDRITIÐ BYGGT
Á ÁÐUR BIRTU EFNI
Hollywood klappar sér á bakið og
verðlaunar frú May, gamlan og
traustan fagmann og húmorista, par
excellence.
Elaine May, Primary Colors
Terrence Malick, The Thin Red Line
Scott Frank, Out of Sight
Bill Condon, Gods and Monsters
Scott B. Smith, A Simple Plan
BESTA LISTRÆNA
STJÓRNUN
Myhre og Howett standa uppúr að
mínum dómi, en Ástfanginn
Shakespearékemur einnig sterklega
til greina. Ekki er ólíklegt að ætla að
önnur hvor þessara búningamynda
hreppi hnossið. Enn spyi’ maður,
hvar er The Truman Showl
John Myhre, Peter Howett,
Elizabeth
Martin Childs, Jill Quertier,
Ástfanginn Shakespeare
Tom Sanders, Lisa Dean Kavan-
augh, Björgun óbreytts Ryans
Jeannine Oppewall, Jay Hart,
Pleasantville
Eugenioo Zanetti, Cindy Carr,
What Dreams May Come
BESTA KVIKMYNDA-
TÖKUSTJÓRNUN
I þessum flokki eru tveir snilling-
ar á ferð, John Toll og Janusz Kam-
inski. Sópunarkenningin styrkir Ka-
minski, Toll fékk breiðara tilfinn-
ingasvið og litaskala.
John Toll, The Thin Red Line
Janusz Kaminski, Björgun óbreytts
Ryans
Conrad L. Hall, A Civil Action
Remi Adifarasin, Elizabeth
Richard Greatrex, Ástfanginn
Shakespeare
BESTA TÓNLIST í GAMAN-
EÐA TÓNLISTARMYND
Goldsmith er búinn að vera í miklu
uppáhaldi á þessum bæ frá því ég sá
Sjö daga í maí, ‘63, eða ‘64. Það er
löngu orðið tímabært að þetta snjalla
tónskáld fái sín önnur Óskarsverð-
laun (fékk þau ‘76, fyrir The Omeri),
á löngum og giftusamlegum ferli
sem rúmar einar 15 tilnefningar.
Jerry Goldsmith, Matthew Wilder,
Mulan
Randy Newman, Pöddulíf - A Bug’s
Life
KVIKMYNDAHÚSAGESTIR hafa aldrei fyrr komist jafn nálægt
stríðsátökum og í hinni raunsæju Björgun óbreytts Ryans, sem hlýtur
að teljast sigurstranglegust - en allt getur gerst.
Emily Watson ætti
að vera sigurstrang-
leg fyrir stórleik
sinn sem aðalpersón-
an í harmsögu
Jaequeline du Pré,
Hilary og Jackie.
Það eru tvo ljón í
veginum; Kate
Banchlett og Gwy-
neth Paltrow.
Huldumaðurinn,
sérvitringurinn og
hæfileikamaðurinn
Terrence Malick
stendur á bak við
hina ljóðrænu
stríðsmynd, The
Thin Red Line. Hér
er honum spáð
sigri.
Einn af óumdeilan-
legum kvikmynda-
snillingum samtún-
ans, Steven Spiel-
berg. Mynd hans,
Björgun óbreytts
Ryans, setur örugg-
lega mark sitt á
Oskarsverðlaunaaf-
hendinguna í kvöld
(nótt).
GWYNETH Paltrow bætir en Joseph Fiennes skaðar Ástfanginn
Shalespeare, mest tilnefndu myndina í ár.
Stephen Schwartz, Hans Zimmer,
Egypski prinsinn - The Prince of
Egypt
Mark Shaiman, Patch Adams
Stephen Warbeck, Ástfanginn
Shakespeare
BESTA
BÚNINGAHÖNNUN ^
Powell mer sigur yfir Byme.
Sandy Powell, Ástfanginn Shake-
speare
Alexandra Byme, Elizabeth
Judianna Makovsky, Pleasan tville
Sandy Powell, Velvet Goldmine
Coleen Atwood, Beloved
BESTA TÓNLIST í
DRAMATÍSKRI MYND
Enn stefnir í krappan dans milli
stríðsmyndanna tveggja. Ég stend
með minni máttar. Zimmer gerir af-
gerandi og áberandi hluti fyrir sína ^
mynd, snillingurinn Williams er
meira í bakgmnninum.
Hans Zimmer, The Thin Red Line
John Williams, Björgun óbreytts
Ryans
Randy Newman, Pleasantville
David Hirschfelder, Elizabeth
Nicola Piovani, Life Is Beautiful
BESTA KLIPPING
Ryan og rauða línan enn eina ferð-
ina. Kahn hefur betur fyrir heil-
steyptara útlit, skulum við segja.
Michael Kahn, Björgun óbreytts
Ryans
Billy Weber, Leslie Jones, Saar
Klein, The Thin Red Line
David Gamble, Ástfanginn Shake-
speare
Anne V. Coates, Out of Sight
Simona Paggi, Life Is Beautiful
BESTA
HLJÓÐSETNING
Hér er Björgun óbreytts Ryans
hinn ömggi sigurvegari - einsog
nokkuð getur verið ömggt á þessu
kvöldi!
Gary Rydstrom, Gary Summers,
Andy Nelson, Ronald Judkins,
Björgun óbreytts Ryans ^
Andy Nelson, Anna Behlmer, Paul
Brincal, The Thin Red Line
BESTA FÖRÐUN
Elizabeth
Þá verður ekki lengra haldið að
sinni, aðeins eftir minni háttar verð-
laun fyrir brellur, stuttmyndir ofl.
Það styttist í herlegheitin, sem hefj-
ast uppúr miðnætti á Stöð 2.
NÁMSSTEFNA... n
Fimmtudaginn 25. mars n.k. kl. 10:00-17:00 Háskóla Islands, Tæknigarði, Dunhaga 5
...um gerð umsókna og fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna úr rannsóknarsjóðum
Evrópusambandsins, ásamt yfirliti um rekstur og þátttöku í slíkum verkefnum
Fjallað verður almennt um skilyrði umsókna og hverning gerð þeirra skuli háttað. Kynnt verður hvemig samið er
um verkefni, hver sé lagagrunnurinn og fjallað um mismunandi samningsform. Einnig eru tekin fyrir helstu atriði
sem huga þarf að í rekstri slíkra fjölþjóðaverkefna og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra af hálfu Evrópusambandsins.
• Fyrirlesari verður Oskar Einarsson, sérfrœðingur hjá DGIII, ESB
Helstu efnisþœttir til umrœðu og kynningar:
• Stutt umfjöllun um 5. rammaáœtlun Evrópusambandsins
• Ferill umsókna og mat þeirra
• Gerð umsókna og uppbygging
• Mikilvæg atriði sem þörf er að huga að í undirbúningi umsókna
• Val umsókna
• Samningur um verkefni og rekstur þeirra
Umsóknarferli eru óháð fagsviðum, þannig að allir sem hafa hug á að sækja um í rannsóknarsjóði Evrópusambandsins,
geta haft gagn af umfjölluninni. Hins vegar mun „Upplýsingaþjóðfélagið” (IST Information Society Technologies)
verða notað sem dæmi, þegar þörf er á ákveðnum tilvísunum.
• Nánari upplýsingar um námsstefnuna er að finna á heimasíðu KER http://www.rthj.hi.is/rantaek/ker/
Námsstefnan er öllum opin og ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður..
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram hjá Grími Kjartanssyni í síma
525 4900 eða með tölvupósti grimurk@rthj.hi.is
W" RANNÍS
Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 • Netfang rannis@rannis.is • Heimasíöa http://www.rannis.is