Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 20

Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR heitan disk og hellið sósunni yfir. Allir þessi eggjasmáréttir eru af- ar ljúffengir með góðu, gi'ófu brauði og ffersku salati. Ofnsteikt egg með basiliku og tómötum Hitið olíu og merjið 1 hvítlauks- geira út í hana; fjarlægið hvítlauk- inn (hann má ekki brúnast), bætið bituðu tómatkjöti af einum tómati út í, sjóðið í smástund og bætið nokkrum laufum af ferskri basiliku út í. Brjótið eggið yfír sósuna og skellið inn í 170 gr heitan ofn í 7-8 mínútur. mmmmmmmmmmmmmmmmm Eggjapúns Pessi uppskrift miðast við einn skammt (líkt og eggjauppskriftirn; ar) og margfaldist eftir þörfum. í uppskriftinni er bæði hrátt egg og hunang sem samkvæmt gömlum kokkabókum, t.d. Casanova, á hvorutveggja að vera náttúruauk- andi og hjartastyi'kjandi (Viagra hvað!). Hráefnahlutföllunum má að sjálfsögðu breyta eftir smekk. ________1 dl púrtvín eða sjerrí__ ________1 dl sjóðandi votn_______ ______________L?as_______________ 1 tsk. Hunanq Þeytið vel saman egg og hunang, hrærið þá vatninu saman við og að lokum víninu. Eggjaveisla MATARLIST/Erfastan dottin uppfyrir? NÚ ER langafasta, þótt fæstir kippi sér nú líklega upp við það, nema fólk í megrunarhugleiðingum e.t.v. Aður fyrr, þegar Island var enn pápískt, föstuðu hins vegar margir að hætti frelsarans. Sprengidagur var til þess hannaður að birgja líkamann upp af kjötforða og floti, því alla föstuna mátti ekki snerta þetta hnossgæti, né nefna það á nafn. Til að auka píslir manna mátti ekki heldur hafa nærklæðaskipti alla föstuna og því síður kasta lús af sér. Maður verður lítið var við þessa siði í dag, en þeim mun meira snýst þessi tími um egg. Súkkulaði- egg eru framleidd úr stjarnfræði- legri tonnatölu af súkkulaði og inn í Þau er sett ýmis_ legt góðgæti og málshættir. Hér á eftir fylgja hins vegar 3 uppskriftir að „léttari“ og holl- ari eggjum, sem tilvalið er að „hita sig upp“ með fyrir páskasteikina og uppskrift að eggjapúnsi sem gott er að hita sig með eða bjóða hrollkalda vini velkomna með á köldu vetrar- , kvöldi. Þessir réttir passa a.m.k. ágætlega inn í „föstumatseðilinn“, því þeir innihalda hvorki kjöt né flot. í kaþólskum löndum eru fisk- réttir á hinn bóginn í hávegum hafð- eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur ir á þessum tíma, þar sem fiskurinn minnir á frumtákn gagnkvæmrar virðingar (og samneyslu) meðal kristinna manna. Sá sem borðar fisk á föstunni nálgast Rrist á tákn- rænan hátt. En hér koma sem sagt eggjaupp- skriftirnar. Steikt egg með eggaldini Skerið eggaldinið í bita, saltið og látið bíða í 1 klst. Þurrkið bitana því næst vel. Bræðið smjörklípu á pönnu og mei'jið 1 hvítlauksgeira og stráið fersku oregano saman við það. Brúnið eggaldinbitana í smjörinu og bætið 1 msk. af tómatsafa út í, saltið, spælið eggið í miðjunni á pönnunni og saltið og piprið. glær, en alls ekki brúnast. Áður en laukurinn er tekinn af hellunni er 1 msk. af nýrifnum parmesan- eða granaosti bætt út í, ásamt 1 msk. af saxaðri ferskri steinselju og bland- að vel. Sjóðið egg (setjið í kalt vatn) í 7 mín. frá því að suðan kem- ur upp, takið skurnið af, setjið á Laukegg Sneiðið lítinn lauk í fínar sneiðar og setjið á pönnu ásamt smjörklípu. Hitið við vægan hita og bætið fljót- lega 1 dl af krafti út í. Athugið að brúna ekki laukinn; hann á að verða Þ>JÓÐLÍFSI>ANKAR / ) þið hár- burstann ykkarf - Miskunnsami Samvetjinn EINN daginn sem oftar fór ég í heilsurækt. Eftir að hafa þrammað sam- viskusamlega í 20 mínútur á færibandi og lyft að því loknu aðskiljanleg- um lóðum, skundaði ég inn í búningsherbergið og fór í sturtu. Með engil- hreina samvisku, vel þrifinn líkama og vandlega þvegið hár þurrkaði ég mér léttbrýn með stóru handklæði, fór í nærföt og seildist að því búnu niður í töskuna mína eftir hárbursta - en þá kom í ljós að mér hafði orðið á í messunni - ég hafði gleymt hárburstanum mínum heima. Nú fór í verra, hárið á mér stóð út í loftið á þann máta sem Gilitrutt hefði verið vel sæmd af. * TÆKNI/Erw vísindi og tækni drifkraftur íþróun mannfélagsins f Um vísindi og þróun þjóðfélags SÚ skoðun er svo sannarlega fyrir hendi að svo sé. Að vísinda- og tækninýjungar séu orsök framþróunar mannlegs samfélags. Lítum á þróun mannkjms þessa nánast nýgengnu öld. Ekkert hefur að líkindum breytt mannfélaginu meira en atómvísindin og allt sem þau eru grundvöllur að, tölvutækni, kjarnorka og margt fleira. Þannig væri fásinna að vísa því á bug að vísindi og tækni breyti samfélagi manna. Ekki þarf að spyrja að því að þessa skoðun er helst að finna í tækniheiminum og meðal margi'a raun- vísindamanna. Þó er langt í frá að svo sé. En málin eru langt í frá svo ein- föld. Þróun vísindanna er svo sannarlega afleiðing þjóðfélagsástandsins. Ef við horfum á dálítið afmarkað svið þessara mála, mætti segja að Albert Einstein, Niels Bohr, Werner Heisenberg og Erwin Sehrödinger hafi verið helstu örlagavaldur þessarar aldar. Það gleymist að þessir menn eru fram- verðir heils samfélags, og ekki tilviljun að það þekkingarstig er náðist hafi einmitt orðið raunveruleiki á þessum tíma. Vísindaleg þekking er samfé- lagslegt fyribrigði. Eg ákvað að hugsa málið meðan ég færi í önnur föt mín. Að því loknu virti ég fyrir mér spegilmynd mína þar sem ég stóð ferðbúin í gráu kápunni og ákvað snemmindis að mér væri nauð- ugur einn kostur að leita á náðir hins „miskunn- sama Samverja". Svo heppilega vildi til að eitt slíkt eftir Guðrúnu kvenkyns eintak Guðlougsdóttur stóð einmitt við hlið mína á nær- buxunum og hafði dáfagran plast- hárbusta sér við hlið. „Mætti ég kannski fá að renna burstanum þín- * um í gegnum hárið á mér - það er svo leiðinlegt að fara svona fram,“ sagði ég. Samverjakonan virti mig fyrir sér ísköldum augum og svar- aði snöggt. „Ég lána helst aldrei hárburstann minn.“ Og ég sá greinilega á svip hennar að hún ætlaði ekki að gera undantekningu frá þeirri reglu núna. Ég leit aftur í spegilinn döprum augum og gekk síðan á vit þeirra örlaga minna að fara eins og reytt hæna gegnum anddyri sundlaugarinnar. Fjöldi manns beið þar afgreiðslu og ég sá í # röðinni a.m.k. einn mann sem á ár- um áður hafði blíðmáll gert hosur sínar grænar fyrir mér. Nú leit hann undan í snarhasti þegar hann sá mig og gætti þess vel að líta ekki í áttina til mín meðan ég gekk hrað- stíg píslargöngu mína að bílnum fyrir utan. Ég þurfti að fara á fund en ákvað að niðurlæging mín væri orðin nægileg, lagði því lykkju á leið mína og fór heim til að laga hár mitt. Þótt ég væri tæp á tíma tók ég þessa áhættu vegna þess að mig grunaði fastlega að ekki myndi hárgreiðslan skána ef hárið fengi að þorna í þessum „Gilitruttstell- ingum“. Á leiðinni heim fór ég að hugsa um hvers vegna konan hefði ekki viljað lána mér hárburstann sinn. Var haldbær ástæða til að hræðast slíkt? Sjálf hef ég ótal sinnum lánað fólki bæði greiðu og hárbursta. Nú fór ég að óttast að uppalendur mínir, sem kenndu mér að greiðvikni væri dyggð, hefðu sett mig í stóra hættu. Kannski var ég þegar smituð af einhverjum hræðilegum sjúkdómi sem smitað- ist með hárburstum eingöngu. Strax og ég kom heim hringdi ég því í Húð- og kynsjúkdómadeildina sem samkvæmt símaskrá hefur að- setur í Þverholti og spurðist þar fyrir um hvaða sjúkdómum maður gæti smitast af með því að lána eða fá lánaðan hárbursta annars fólks. Hjúkrunarfræðingur varð fyrir svörum og sagði fremur þurrlega að hún vissi ekki til að hægt væri að smitast af öðru en þá lús með þeim hætti. „Er það algengt?" spurði ég. „Ég hef aldrei séð lús nema í sjónvarpi, það væri frekar að spyrjast fyrir um þetta á hár- greiðslustofum," svaraði hjúkrun- arfræðingurinn. Hún bætti því við að ef fólk óttaðist lúsasmit af greiðu eða bursta ætti það að hreinsa áhöldin eða nota þau ekki í tvo daga þá væri lúsanitin dauð, samkvæmt hennar bókfræðum. Ég þakkaði kærlega fyrir upplýsing- arnar. Ég lét skammt verða stórra högga á milli og hringdi í framhaldi af þessu í eina af helstu hár- greiðslustofum höfuðborgarsvæðis- ins. Þar svaraði hárgreiðslumaður. „Ég hef aldrei séð lús nema á mynd,“ sagði hann þegar ég spurði hann hvað margar lýs hann hefði séð í höfðum hinna fjölmörgu við- skiptavina sinna. „Sótthreinsið þið alltaf hárbursta eftir notkun?" spurði ég því næst. „Við hreinsum hár úr hárburstum milli viðskipta- vina og sótthreinsum þá svo u.þ.b. vikulega en greiðum stingum við venjulega í sótthreinsunarvökva áð- ur en við tökum til við að greiða nýjum viðskiptavini," svaraði mað- urinn samviskusamlega. Hann vildi fá að vita hvers vegna ég spyrði og ég sagði honum frá atvikinu í sund- lauginni. „Já, þetta hefur verið kona sem á í persónulegu sambandi við hárburstann sinn,“ svaraði hann spekingslega. „Var hún með mikið hár?“ bætti hann við. „Nei - bara smástrý upp á höfðinu," svaraði ég. „Merkilegt - venjulega eru það konur með mikið hár sem eiga í svona persónulega sambandi við hárbursta,“ sagði hann hugsandi. Eftir þessi samtöl tvö létti mér talsvert. Ekki sýndust mikil líkindi til þess að greiðasemi mín hvað snerti hárbursta og greiður í ár- anna rás hefðu lagt mig í mikla lífs- hættu og aldrei hef ég fengið lús. Það virðist sem sé lítil áhætta því samfara að lána öðrum hárbursta. Vilji fólk vera greiðvikið en forðast jafnframt allt hugsanlegt lúsasmit þá má hreinsa burstann eftir lánið eða geyma hann í tvo daga, þá ætti nitin að vera dauð - ef hún er fyrir hendi, en samkvæmt reynslu hár- greiðslumannsins er það ólíklegt í meira lagi. Þegar ég hugsa um aðrar hliðar þessa máls þá má ég sannarlega þakka mínum sæla að hafa ekki þurft að leita á náðir „Samverjakon- unnar“ með neitt mikilsverðara en lán á hárbursta. Margir þurfa að eiga þýðingarmeiri hluti undir greiðasemi samborgaranna, t.d. all- ir þeir sem átt hafa og eiga líf sitt undir hjálpsemi náungans við slysa- eða stríðsástand. Það er að vísu harla ólíklegt að fólk af gerð „Sam- verjakonunnar“ í sundlauginni sé að finna í andspymuhreyfingum eða öðru háskalegu hjálparstarfi - þar hættir fólk meiru en hugsanlegu lúsasmiti til þess að koma með- bræðrum sínum til hjálpar. Utlistum þetta aðeins nánar. Lít- um á Albert Einstein sem vís- indamann og sem samfélagsfyrir- brigði. Því má halda fram með nokkrum rétti að afstæðiskenningin hafi verið afrakst- ur þróaðs samfé- lags, það var ein- faldlega komið á það stig að geta komist að hinum flóknu sannindum. Þetta kastar engri rýrð á framlag Einstins. Ýmsir aðrir, þ.á m. eðlsifræðingarnir Poincaré og Lorenz voru um það bil að komast að sama sannleika. Þar af var Poincaré með verulegan hluta þess helmings afstæðiskenn- ingarinnar sem Einstein sendi frá sér árið 1905, en skorti e.t.v. trúna á það sem hann var að gera til að hafa það heildstætt og bera það fram með fullri sannfæringu eins og Ein- stein gerði. Seinni hluti afstæðis- kenningarinnar sem Einstein birti tæpum áratug seinna er öllu ein- stæðara afrek, og aðrir ekki jafn- nærri því að jafna met hans. Þetta er almenna afstæðiskenningin. Þó má einnig færa fyrir því rök að þessa þekkingu hefði mannkynið einnig öðlast, aðeins einum eða ör- fáum áratugum seinna, hefði ein- stein ekki verið til. Þetta má draga saman með að segja að persónan Einsteins hafi flýtt fyrir framþróun mannfélagsins fremur en breytt rás hennar. Allt þetta á enn frekar við um hinn þátt nútímaeðlisfræðinnar og hinn viðameiri, sem er skammta- fræðin. Tilurð hennar verður í ótal smáskrefum, og hvert það smáskref var stigið fyrir samverkan fjölda eðlisfræðinga, svo að þau nokkur nöfn sem eru nefnd hér að ofan eru eins og sá toppur ísjakans sem nær upp fyrir yfirborð. Þannig sé þetta allt spurningin gamla um eggið og hænuna. Hvort komi á undan. Gamaldags hugsun um eitt sem orsök og annað sem af- leiðingu á ekki við hér. Nútíma- hugsun kerfisfræði á fremur við. Hér hafa verið tilfærð fyi'ir því rök, að fyribrigðin um sig, vísindi og tækni annars vegar og þjóðfélagið hins vegar hafi áhrif hvort á annað. Sé svo, er hvorugt orsök og hvorugt afleiðing, en skýringu heildará- standsins er að finna í því hvers konar tengsl séu á milli fyrbrigð- anna tveggja. Þau tengsl eru flókin, og ekki einfaldari fyrir það að um þau hafi verið ritaðar margar bæk- ur. Þannig eru vísindi ekki ein- göngu hlutlæg staðreynd, heldur að hluta til mannleg, og samfélag manna þróast í afar sterku sam- hengi við vísindaþróunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.