Morgunblaðið - 21.03.1999, Qupperneq 22
22 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTONLIST
Finnsk
tónlistar-
FINNSK tónlist hefur ekki hlotið þá athygli sem hún þó
á skilda hér á landi, því Finnar eru merkilega líkir Islend-
ingum um flest, ekki síst í tónlistarsmekk. I Finnlandi
þrífst vel ýmiss konar framúrstefna og jaðartónlist eins
og fslendingar fengu að kynnast þegar hingað komu
finnskir tónlistarmenn fyrir stuttu.
eftir Árna
Matthíasson
Sem betur fer verður
framhald á finnsk-ís-
lensku menningarstarfí því
hér verður
haldin í
vikunni
finnsk tón-
listarhátíð
hvorki
meira né
minna.
Hingað
eru vænt-
anlegar þrjár fínnskar
sveitir, RinneRadio, Anna-
Mari Kahara sveitin og
Lenni Kalle Taipale tríóið.
RinneRadio, sem er reynd-
ar ein helsta sveit Finna nú
um stundir, hefur áður
komið hingað og leikið tví-
vegis.
Eins og þeir vita sem
börðu augum RinneRadio í
heimsókn sveitarinnar
hingað tl lands fyrir stuttu
komust að því að þar fór
harla óvenjuleg sveit, ekki
hefðbundin djasssveit, en
þó með saxófónspuna og
snarstefjun, en í bland var
svo myljandi techno- og
ambient-tónlist. Leiðtogi
RinneRadio, Tapani Rinne
segir reyndar að það vefjist
fyrir fieirum en áheyrend-
um og gagnrýnendum að
skilgreina tónlist sveitar-
innar, „það er ógerningur
fyrir mig að svara því
hvaða tónlist við erum að
spila; ég veit aldrei hvað á
eftir að gerast næst hjá
okkur,“ segir hann, kímir
og bætir síðan við að ekki
síst sé erfítt að spá fyrir
um framtíðina þegar þeir
félagar eru að leika á tón-
leikum, því þá sé nánast
allt leyfilegt.
Með Rinne í sveitinni eru
þeir Ken One sem skrámar
plötur og framleiðir tor-
kennileg hljóð, Jari
Kokkonen sem einnig er í
hljóðadeildinni, Smoju sem
Ljósmynd/Juho Huttunen
Finnar Félagar í fínnsku djasstechnoambientþjóðlaga-
sveitinni RinneRadio.
hljóðblandar og loks sér
VSA um að myndskreyta
tónlistina.
Rinne segir að allur
gangur sé á því hvernig
þeir félagar semja tónlist,
það geti gerst út frá takt-
flækju, saxófónstefí eða
joikstemmu. „Það kvikna
líka oft hugmyndir þegar
við erum að spila á tónleik-
um; ég spila eitthvað og
hugsa: þetta verð ég að
muna og nota seinna.“
Þegar spjallað er við
Ronne er hann staddur í
hljóðveri að taka upp með
joikaranum Wimme sem
kom meðal annars hingað
til lands fyrir skemmstu.
Rinne segist heillast af því
þegar menningarstraumar
og ólíkir tímar renni sam-
an eins og hjá Wimme.
Það skipti líka miklu máli
fyi'ir hann að vera sífellt
að þróast og þannig hefur
sveitin oftar en einu sinni
skipt um stíl og stefnu án
þess þó að glata megin-
þáttum sínum. „Það er
væntanlega vegna áhrifa
af því að leika mikið á tón-
leikum," segir hann hugsi.
„Það skiptir miklu máli að
geta spilað fyrir fólk og fá
þannig samtímasvörun við
því sem maður er að gera
... en það er líka gott að
vinna í hljóðveri og móta
hlutina smám saman. Eg
get eiginlega ekki gert upp
á milli, gert upp við mig
hvort ég vil heldur gera,
því þegar ég er á tónleika-
ferð langar mig til að vera
í hljóðveri og þegar ég er
kominn í hljóðverið langar
mig að komast aftur upp á
svið,“ segir hann og hlær
við.
Eins og getið er koma
þrjár finnskar sveitir hing-
að til lands að þessu sinni,
RinneRadio, Anna-Mari
Kahara sveitin og Lenni
Kalle Taipale tríóið. Tón-
listarhátíðin hefur verið
haldin nokkur undanfarin
ár í Finnlandi og kallast
Listin heimsækir knæpurn-
ar, enda er henni ætlað að
kynna fyrir almenningi það
sem hæst ber. Sveitirnar
halda tyenna tónleika hver í
Sólon Islandus, Iðnó, Gauki
á Stöng og Kaffi Thomsen
um næstu helgi, 26. til 28.
mars.
stemmning
TRÚBADÚRINN Siggi
Bjöms er vísast flestum kunn-
ur, enda hefur hann leikið ótal
sinnum hér á landi og víða er-
lendis, aukinheldur sem hann
hefur gefið út skífur. Fyrir
skemmstu kom einmitt ein slík
út með Sigga úti í Danmörku
og kemur brátt út hér á landi.
Siggi Björns hefur gert víð-
reist síðasta áratuginn, dvaldi
meðal annars um hríð hjá and-
fætlingum við spilirí svo dæmi
séu tekin. Undanfarin ár hefur
Siggi búið í Danmörku og leik-
ið þar einn eða með ýmsum
tónlistarmönnum. Fyrir stuttu
kom út í Danmörku plata með
honum, Roads, sem hefur
fengið prýðilega dóma þar í
landi. Hún kemur út hér á
landi í vikunni.
Á plötunni Roads fær Siggi
ýmsa tónlistarmenn til liðs við
sig, fjölþjóðlegt lið listamanna,
því þeir' eru dansk-
FOLK
mAÐDÁENDUR Bruce
Spríngsteens taka þeim fregn-
um eflaust vel að hann hyggst
kalla saman fyrrverandi félaga
sína í E-Street sveitinni og
leggja land undir fót í sumar.
Spríngsteen hyggst meðal
annars halda nokkra tónleika í
Bretlandi og hæg heimatökin
fyrir íslenska rokkvini að
bregða sér bæjarleið að hlýða
á kappann. Ekki er búið að
fastsetja tónleika Spríngsteens
og félaga, en líkur á að þeir
fyrstu verði í maí í Newcastle.
Tónleikarnir í Bretlandi eru
upphaf Evrópuferðar
Springsteens, en ekkert hefur
veríð látið uppi um tónleika-
staði eða -tíma.
mFRÆGT var þegar George
Michael glímdi við útgáfu sína
fyrir dómstólum og tapaði mál-
inu fyrir rest. Hann á reyndar
sjálfur útgáfu og var ekki að
tvínóna við það þegar kreppti
að; sagði upp öllum samning-
um við listamenn á merkinu
fyrir skemmstu. Utgáfa
Michaels heitir Aegean og tap-
aði tæpum þrjátíu milljónum
króna á síðasta árí.
mTAMMY Wynette fær að
hvíla í gröfinni að svo komnu
eftir að dómari hafnaði beiðni
dætra hennar tveggja um að
hún yrði grafm upp og krufm.
Pær halda því fram að síðasti
eiginmaður Wynette, George
Richey, hafí dælt í hana róandi
lyfjum síðustu æviárin og í
raun dópað hana inn í eilífðina.
Dæturnar fá reyndar ríflegt af
fé samkvæmt erfðaskrá Wy-
nette, en Richey heldur um
taumana og mun hagnast vel
það sem hann á eftir ólifað.
Skarhead Að mörgu leyti dæmigerð fyrir hardcore-sveifluna vestan hafs.
Mðgnnð keynsla
VESTAN hafs hefur
mikil vakning átt sér
stað; ný gerð rokktón-
listar hefur rutt sér til
rúms og sameinar það
helsta úr fram-
sæknu rokki,
hiphopi og þung-
arokki. Tónlist-
ina kalla menn
hardcore og byggist á
magnaðri keyrslu og
villimannslegri. Helsta
útgáfa slíkrar tónlistar
er Victory-útgáfan í
Chicago.
Meðal útgáfusveita
Victory er Skarhead,
sem er ekki beinlínis ný
af nálinni, sendi frá sér
fyrstu skífuna fyrir fjór-
um árum og vakti mikla
athygli. Skarhead skipa
þeir Lord Ezec, Lou Di-
bella og Boston Mike
sem sjá um sönginn,
Mitts og White Owl
sem leika á gítara,
Little Tony sem
leikur á bassa og
Goat á trommur.
Skarhead-menn
hafa unnið sér
gott orð fyrir
grimma spila-
mennsku og fyrir-
taks tólftommu,
Drugs, Money and
Sex, en ekki spillir að
Lord Ezec er stjarna
austur í Japan og selur
þar eigin fatamerki með
góðum árangri, en segist
einnig fylgjast vel með
því sem er á seyði í
gegnum húðflúrsstofu
sína í Queens.
Skai'head er að mörgu
leyti dæmigerð fyrir
hardcore-sveifluna vest-
an hafs, en þó helst
dekkri hliðar þeirra tón-
listarstefnu. Sveitin á
ættir að rekja til síðpönk-
sveitarinnar Crown of
Thomz sem aðalsöngvari
sveitarinnar segii' hafa
verið vælusveit þar sem
ekki mátti syngja neitt
sem styggt gæti áheyr-
endur. „I Skarhead kom-
um við til dyranna eins
og við erum klæddii' og
ef einhver kann ekki að
meta það getur hann far-
ið til fjandans.“
Siggi Björns
Fjölþjóðleg stemmning
i tónlistinni á nýrri plötu.
ir, enskir, kúrdískir og kín-
verskir. Að sögn Sigga kemur
og fjölþjóðleg stemmning í
tónlistinni þó hann sé sem fyrr
að leika þá tónlist sem honum
hugnist best, blús, þjóð-
lagatónlist, rokk, sveitatónlist
og reggí.
Platan Roads kemur út í
vikunni eins og rakið er og
Siggi er kominn hingað til
lands að kynna plötuna sem
víðast. Hann fékk með sér
hingað félaga sína tvo, enska
gítarleikarann Keith Hopcroft
og slagverksleikara frá Tríni-
dad og Tóbagó, Roy Pascal.
Þeir búa báðir í Danmörku en
hafa víða farið ekki síður en
Siggi og þannig spilaði Pascal
um tíma með Eddy Grant og
ferðaðist um Karíbahaf með
stáltrommusveit. Pascal er
með eigin sveit i Danmörku og
lék meðal annars á síðustu
Hróarskelduhátíð.
Útgáfutónleikai- Sigga
Bjöms og félaga verða í Fóget-
anum næstkomandi fimmtu-
dagskvöld, en síðan liggur leið-
in út á land.