Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þriðjudagur 23. marz 1999
Blað C
Hver fær
vextina?
VEXTIR og verðbætur á hús-
bréfin, eftir að fasteignaveð-
bréfið er farið að bera vexti,
fara til þess, sem tekur við hús-
bréfunum, segir Sigurður Geirs-
son í Markaðnum. Þar skiptir
ekki máli, hvenær bréfin eru
sótt til Ibúðalánasjóðs. / 2 ►
ú - Hr'
ímíém
g,.V.v-
Innskot í
skjólveggi
LANGUR skjólveggur getur
hæglega skemmzt í miklu roki
og það styrkir slíkan vegg að
setja á hann innskot, segir
Bjarni Ólafsson í þættinum
Smiðjan. Oft verður það fallegt,
ef plantað er runnum eða trjám
inn í innskotin. / 20 ►
Ú T T E K T
Sumarbú-
staðir
TÍMI sumarhúsanna er að
hefjast. Eðli málsins
samkvæmt er eftirspurn
eftir þeim mest síðla vetrar og
á vorin. Algengt verð fyrir not-
aðan bústað er á bilinu 3-5 millj.
kr. og þaðan af hærra, allt eftir
stærð og ásigkomulagi, en verð
á sumarhúsum getur verið afar
mismunandi.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
lögmanns á Selfossi, hefur verð
á sumarhúsum ekki hækkað
heldur haldizt stöðugt. „Fram-
boð er ekki mikið, að minnsta
kosti ekki eins og er, en eftir-
spurn er talsverð og það er
mikið hringt,“ segir hann í við-
tali hér í blaðinu í dag.
„Sumarhúsamarkaðurinn er
rétt að fara í gang,“ segir Ævar
Dungal hjá fasteignasölunni
Fold. „En það er þegar ótrúlega
mikið um fyrirpurnir og ég á
því von á mikilli eftirspurn."
Magnús Leópoldsson hjá
Fasteignamiðstöðinni kveðst
gera ráð fyrir góðri eftirspurn
og meiri ásókn í Borgarfjörð og
Mýrar en áður. „Með Hvalfjarð-
argöngunum hefur leiðin vestur
stytzt mikið og áhugi fólks á
sumarhúsum þar aukizt til
muna,“ segir Magnús Leópolds-
son.
Landssamband sumarhúsa-
eigenda heldur aðalfund sinn á
fimmtudag. Sveinn Guðmunds-
son lögmaður, framkvæmda-
stjóri þess, segir margt hafa
áunnizt í hagsmunamálum sum-
arhúseigenda. „Nú leggur
landssambandið mikla áherzlu
á öi yggismál sumarhúsaeig-
enda, sem er alveg vanrækt
svið,“ segir Sveinn. / 18 ►
Hækkandi verð á
íbúðarhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu
VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu hefur farið hækkandi
að undanförnu. Þessar hækkanir
eiga fyrst og fremst rót sína að rekja
til mikillar umframeftirspurnar. Þó
að byggingarkostnaður kunni að
hafa hækkað eitthvað, þá eru þær
hækkanir minni.
Það má telja víst, að miklir fólks-
flutningar á höfuborgarsvæðið utan
af landi eigi snaran þátt í þeiiTÍ
miklu efth-spurn eftir íbúðarhús-
næði, sem einkennt hefur íbúða-
markaðinn síðustu misserin. Allir
þurfa þak yfir höfuðið.
Á árunum 1988-1998 voru brott-
fluttir umfram aðflutta á lands-
byggðinni hvorki meira né minna en
12.600 manns. Ibúum á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði á sama árabili um
26.000 manns. Helmingur fólksfjölg-
unarinnar á svæðinu stafar þvi af að-
flutningum fólks úr öðrum landshlut-
um. Bara á síðasta ári fluttu 1.760
manns til Reykjavíkur og byggðar-
laganna í kring.
En meiri eftirspurn efth’ íbúðai-
húsnæði má vafalaust einnig rekja til
góðærisins í landinu. Af þeim sökum
leitar t. d. ungt fólk fyrr en ella út á
markaðinn með íbúðarkaup í huga
og dvelur skemur í foreldrahúsum.
Teikningin hér til hliðar er byggð
á útreikningum Fasteignamats ríkis-
ins, sem leggur til grundvallar valið
úrtak kaupsamninga, er berast fast-
eignamatinu. Ávallt eru til umfjöll-
unar steinhús reist 1940 eða síðar.
Fermetrastærðh’ eru séreignarfer-
metrar, þannig eru sameignarfer-
metrar ekki taldir með í fjölbýli.
í útreikningum Fasteignamatsins
er tekið tillit til þeirrar miklu lækk-
unar á ávöxtunarkröfu húsbréfa,
sem orðin er og eflaust hefur átt
mikinn þátt í að draga úr hækkunum
á nafnverði íbúðarhúsnæðis.
En þó að eftirspurn efth’ íbúðum
sé mikil, þá er líka uppsveifla í bygg-
ingariðnaðinum, sem ætti að geta
mætt aukinni efth’spurn að ein-
hverju leyti.
Fermetraverð íbúðarhúsnæðis
á höfuðborgarsvæðinu 1996-1998
Vísitala, staðgreiðsluverð hver fermetri, jan. 1996 = 100
Þriggja mánaða meðaltöl
114
JFMAMJJÁSONDJFMA
NDJFMAMJJÁSOND
HALTU RÉTT Á SPILUNUM
l.œkkaðu elgiiarskalt 'nin með Eignarskattsfrjá!sniii bréfttm
Það skiptir öllu máli hvernig þú spilar úr því sem þú átt.
Með fjárfestingu í Eignarskattsfrjálsum bréfum Búnaðarbankans
lækkar þú eignarskattstofn þinn og tryggir þér trausta og góða
ávöxtun. Síðastliðin 2 ár var ársávöxtun Eignarskattsfrjálsra bréfa
10,3%, sem er hæsta ávöxtun sambærilegra sjóða.*
Eignarskattsfrjáls bréf eru sannkallað tromp á hendi.
Eignarskattsfrjáls og örugg fjárfesting. v' A
1 Eingöngu fjárfest í ríkistryggðum verðbréfum.
• Enginn binditími.
• Ilæsta ávöxtun sambærilegra sjóða!
*
.525 6060 í
%
V
BUNAÐARBANKINN
VERÐBREF
•Ávöxtun m.v. 1. febrúar 1999. Sambærilegir sjóðir: Öndvegisbréf, Einingabréf 2 og Sjóður 5.