Morgunblaðið - 23.03.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 C 15
Seljandi! Þinn tími er kominn - Allt að verða uppselt!
' Vniiskr ‘
HE3MASÍÐXJR
y - i ?!• '' - .
m$k :
Sími 562 1717
Fax 562 1772
Borgartúni 29
. ,■ ■ -. ..
Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 11-14
Opið hús í dag
Berjarimi 9 - Glæsileg 2ja herb.
Höfum í einkasölu stóra og
mjög fallega 2ja herb. íbúð í
þessu góða nýlega fjölbýli.
Vandaðar innréttingar og gól-
fefni. Gott útsýni. Stæði í
lokaðri bílageymslu fylgir. Það
er óhætt að mæla með þess-
ari. Jóhanna og Axel taka á móti áhugasömum á milli kl.19 og
21 í kvöld. Látið sjá ykkur. Áhv. 4,3 millj. húsn.lán. 4031
Alfhólsvegur - Hæð m. tvöf. bílskúr
Vorum að fá í einkasölu góða
neðri sérhæð ásamt tveimur
bílskúrum í góðu steyptu
tvíbýlishúsi. Húsið er í góðu
ástandi og nú er verið að
byggja við það. Mjög
skemmtileg hæð sem býður
upp á fjölmarga möguleika.
Verð 11,5 millj. 4087
smíðum
Kjóahraun - Hf - Tvö eftir.
Höfum í sölu tvö hús á þessum skemmti-
lega stað. Húsin eru tvílyft timburhús frá
144 fm til 153,3 fm að stærð. Húsin skil-
ast fullb. að utan, tilb. undir tréverk að
innan. Verð 13,1 millj. Allar nánari upp-
lýsingar fást hjá sölumönnum
Húsvangs.
Vallarbraut 7 - Hf. Vorum að fá í sölu
nýtt sjö íbúða hús á gamla Haukaveliinum.
Tvær 4ra herb. íbúðir eru þegar seldar. Eft-
ir eru tvær 2ja herb. og þrjár 4ra herb. með
bílskúr. Teikn. og allar nánari uppl. fást hjá
sölumönnum Húsvangs. Frábær staður.
Fyrstir koma fyrstir fá.
Vallarbyggð - Hf. Höfum í sölu tvö
einb. á þessum góða stað. Húsin eru steypt
og eru þau rétt um 160 fm að stærð. Húsin
skilast fullbúin að utan og tilb. undir tréverk að
innan. Verð 12,5 millj.
Selásbraut - Frábært verð. um er
að ræða tæpl. 180 fm raðhús á tveimur hæð-
um, að auki fylgir bílskúr. Húsin eru til afhend-
ingar strax. Fullbúin hús en án endanlegra
gólfefna. Nú eru aðeins þrjú hús eftir í lengj-
unni. Verð 13,8 millj. Áhv. 6,1 millj. 2607
Skerjafjörður. Vorum að fá f einka-
sölu mjög fallega 75 fm sérhæð í tvíbýli.
Nýlegt baðherb. og parket. 4088
I#
Kambasel. Höfum í einkasölu þetta
fallega tvílyfta raðhús. Húsið er 140 fm
og er vel skipulagt. Þarna eru m.a Þrjú
svefnherb. og rúmgóðar stofur. Húsið er í
mjög góðu ástandi. Skipti koma til greina
á góðri 3ja eða 4ra herb. íbúð. Áhv. 5,8
millj. Verð 11,5 millj. 3871
Hverfisgata - Baklóð. Tæpi. ioofm
sérlega vel staðsett parh. á baklóð. íbúðin er
björt og falleg. Tilvalið fyrir þá sem vilja gott
sérbýli miðsvæðis á rólegum stað. Skipti á
minna skoðuð. Verð 6,6 millj. 3586
JÓrUSel. Fallegt rúml. 320 fm hús á 3
hæðum í tvíbýli. Bílskúr er tæpir 55 fm. Sk. á
minna mögul. Verð 16,9 millj. 3142
Stararimi. Glæsileg rúml. 125 fm neðri
sérhæð í fallegu nýl. tvíbýli. Tvö stór herbergi
og góð stofa. Vandaðar innréttingar og gólf-
efni. Mikið útsýni. Áhv. 5,9 millj. Verð 10,9
millj. 3981
Selásbraut - Árbær. Faiiegt 177 fm
raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Til
afhendingar strax. Verð 14,2 millj. Áhv. 6,2
millj. 2607
4ra til 7 herb.
Austurberg. 90 fm íb. á 4. hæð í
fjölb. Parket. Þvottah. innan íbúðar. Áhv.
3,1 millj. byggsj. Hér þarf ekkert
greiðslumat. Verð 6,9 millj. 3093
Breiðavík. Vorum að fá í einkasölu mjög
fallega tæpl. 115 fm íbúð á 1. hæð í nýl. lyftu-
húsi. Þrjú góð svefnherbergi og stór stofa,
þaðan sem hægt er að ganga út í sérgarð.
Áhv. 5,8 millj. húsbr. Verð 9,2 millj. 4057
Maríubakki - Laus strax. Hofum r
einkasölu tæpl. 90 fm fallega íbúð á 2. hæð í
litlu fjölbýli. Þvottaherb. og búr inn af eldhúsi.
Suðursvalir. Húsið klætt Steni að stórum hluta
í sumar, kaupanda að kostnaðarlausu. Verð
7,5 millj. 4070
Spóahólar. Mjög falleg tæpl. 90 fm
íbúð á 3. hæð ásamt innb. bílskúr. Nýl.
parket og flísar á gólfum. Húsið nýl. við-
gert og í toppstandi. Áhv. 5,1 millj. góð
lán. Verð 8,8 millj. 4035
Veghús - Falleg. Hofum í söiu mjög
fallega rúml. 120 fm íb. á 2 hæðum í góðu fjöl-
býli. A.m.k. 3-4 svefnherb., góðar stofur o.fl.
Suðursvalir. Skemmtileg íbúð með fjölmarga
möguleika. Frábær staðsetning og gott útsýni.
Áhv. 4,3 millj. húsnlán. Verð 10,3 millj. 2663
I#
Asparfell. Falleg 90 fm íbúð á 4. hæð í
góðu lyftuhúsi. Áhv. 3,3 millj. húsnlán. Verð
6,7 millj. Skipti mögul. á stærra. 3712
Seljendur athugið !
a. Okkur vantar fyrir ákveðinn kaupanda tveggja ibúða hús í Húsahverfi.
b. Raðhús, parhús, hæð eða lítið einbýli óskast í Garðabæ eða
Kópavogi fyrir ákveðna kaupendur.
c. 3ja til 4ra herb. íbúð, uppi á hæð, óskast við Klapparstíg eða
Skúlagötu.
d. 4ra herb. íbúð óskast í Leitum og nágrenni með bilskúr eða bíla
geymslu.
e. Okkur vantar 4ra herb. íbúð í Hólahverfi eða Bergum.
f. 3ja til 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi með bílageymslu.
g. Fyrir SKILTAGERÐ óskast a.m.k. 70 fm atvinnuhúsnæði með inn
keyrsludyrum, staðsetning miðsvæðis í Rvk. eða Kópavogi.
Áhugasamir hafi samband við sölumenn Húsvangs.
Flétturimi. Vorum aö fá í einkasölu
góða 87 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði.
Áhv. 6,7 millj. húsbréf. Verð 7,6 millj.
4072
Gunnarssund - Hf. 78 fm mikið end-
urn. íbúð á jarðhæð í steinhúsi miðsvæðis.
Nýjar innr. Parket. Sérinngangur. Verð 5,8
míllj. 3262
Hraunbær. 73 fm góð íbúð á 3. hæð í
litlu fjölb. Húsið er Steni-klætt. Áhv. 2,3 millj.
byggsj. Verð 6,5 millj. 3778
Hverfisgata - Laus. so fm góð mikið
endurn. íbúð á 2. hæð í fjórb. Áhv. 3,1 miilj.
góð lán. Verð 6,5 millj. 2481
Jöklasel. Vorum að fá í einkasölu tæpl. 80
fm fallega íbúð á 2. hæð (efstu) í góðu litlu
fjölbýli. Stutt í helstu þjónustu. Gott útsýni.
Áhv. 4,7 millj. Verð 7,6 millj. 4086
Kríuhólar. 80 fm falleg íbúð á 2 hæð í
lyftuh. Parket. Áhv. 3,2 millj. húsnlán. Verð
6,5 millj. 2483
Breiðavík. Vorum að fá í sölu mjög fal-
lega og vel skipulagða tæpl. 100 fm íbúð á
jarðhæð í litlu nýl. fjölbýli. Vandaðar innrétt-
ingar. Sérsuðurgarður. Stutt í golfið. Áhv. 2,6
millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Laus fljótl. 4054
Breiðavík. Vorum að fá í sölu íbúð á 3.
hæð í fjölbýli á þessum vinsæla stað. íbúðin
skilast fullbúin án gólfefna í apríl/maí ‘99.
Verð 8,5 millj. 4053
Eyjabakki. Vorum að fá í sölu góða rúml.
80 fm íbúð á 2. hæð. Þvottahús og búr innaf
eldhúsi. Mjög gott útsýni. Áhv. 2,5 millj. Verð
6,6 millj. 2914
%
Rauðalækur. Tæpl. 100 fm góð íbúð á
jarðhæð í þríbýli. Sérinngangur. Hús í góðu
standi. Áhv. 4,1 millj. húsnlán. Verð 7,9 millj.
3780
Fljótasel. Vorum að fá í sölu tæpl. 40 fm
ósamþ. einstíbúð, jarðhæð, með sérinng. og
litlum garði. Verð 3,2 millj. 4059
Hverfisgata. góó tæpi. 60 fm íbúð í
kjallara í fjölbýli. Áhv. 1,8 millj. húsnlán. Verð
aðeins 4,5 millj. 2286
Meistaravellir. Vorum að fá í einkasölu
fallega og bjarta 60 fm kjallaraíbúð í góðu fjöl-
býli á þessum sívinsæla stað. Ekkert áhv.
Verð 5,6 millj. 4090
Hlíðarhjalli m. bílskúr. vorum að fá í
einkasölu mjög fallega tæpl. 60 fm 2ja herb.
íbúð ásamt rúml. 30 fm bílsk. á þessum
frábæra stað. Áhv. 4,3 millj. byggsj. Verð 7,7
millj. 4056
Þverbrekka Kóp. Faiieg 45 fm
íbúð á 4. hæð i lyftuhúsi. Gott útsýni.
Húsið nýlega viðgert. Verð 5,3 millj.
4093.
Atvinnuhúsnæði
Fjárfestar - Atvinnuhúsnæði.
Vandað 4.142 fm sérhæft atvinnuhúsn. við
Gylfaflöt í Grafarvogi. Traustir langtímaleigu-
samningar á húsnæðinu í boði. í dag hefur
flutningafyrirtæki þarna aðsetur. Gott húsnæði
sem býður upp á fjölmarga möguleika. Nánari
uppl. veita sölum. Húsvangs. 4005
Skeiðarás - Gbæ. vorum að fá í söíu
gott ca 185 fm atvinnuhúsnæði. Húsn. skiptist
í opinn sal og skrifstofur með máluðu gólfi.
Snyrting o.fl. Verð 7,95 millj. 4065
Skúlatún - Laust. 254 fm skrifstofupláss
á 1. og 2. hæð og tvö samt. ca 520 fm lager-
húsnæði ásamt 220 fm yfirb. bílfæru porti er
hentar stærstu sendibílum fyrir vörumóttöku á
lager. Gott lán til 25 ára getur fylgt. 3804
Hjálmtýr I. Ingason, Kristberg Snjólfsson, Pétur B. Guðmundsson, Guðmundur Tómosson, Jónína Þrostardóttir, Erno Valsdóttir, löggiltur fasteignassali
Búist við um 1000 manns á ráðstefnu í haust
Norrænir bygg-
ingardagarí
Reykjavík
RÁÐSTEFNAN Norrænir byggingardagar
(NBD) verður haldin í Reykjavík frá 5. til 8.
september en búist er við um 1000 erlend-
um gestum til landsins í tengslum við ráð-
stefnuna. Ráðstefnan verður síðasta stóra
ráðstefnan á höfuðborgarsvæðinu á þessari
öld.
í tilkynningu vegna ráðstefnunnar segir
að Reykjavík sé nýtískuleg borg og státi af
fagurri byggingarlist, sem vakið hafi athygli
víða um heim. Þar segir að algjög bylting
hafi orðið í byggingarháttum á þessari öld
með tilkomu nýrra byggingarefna í stað
grjóts, torfs og rekaviðar og því engin tilvilj-
un að yfirskrift ráðstefnunnar sé „Náttúra
og byggingarlist - Tækni og náttúra." Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti íslands, verður
sérstakur verndari ráðstefnunnar.
Óvenju Qölbreytt dagskrá
Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar, skipu-
lagsstjóra í Reykjavík og formanns NBD á ís-
landi, verður kíkt undir pilsfald nýrrar aldar á
ráðstefnunni nú, en hún hefur verið auglýst
sem forleikur að menningarárinu 2000. Vegna
þess að um aldamótaráðstefnu er að ræða
verður dagskráin óvenju fjölbreytt, en auk
hefðbundinna fyrirlestra, sem verða haldnir í
Háskólabíói, verður boðið upp á úrval af menn-
ingarviðburðum og skoðunarferðum.
Meðal fyrirlesara verða Vigdís Finnboga-
dóttir, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar
erfðagreiningar og Jón Sigurðsson, banka-
stjóri Non-æna Fjárfestingarbankans, Norm-
an Pressman, prófessor frá Kanada og Hall-
geir Aalbu, forstjóri Nordregio. Þá mun tölvu-
fyrirtækið OZ einnig vera með kynningu á ráð-
stefnunni og haldið sérstakt golfmót fyi-ir
gesti.
Frá 1. til 4. september verður haldin sjávar-
útvegssýning í Kópavogi og er þegar búið að
bóka 300 manns til landsins vegna hennar.
Samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstof-
unni Urval Utsýn, sem skipuleggur báðar ráð-
stefnunar ætti ekki að skapast neitt öngþveiti
vegna þessa því NBD-ráðstefnan hefst ekki
fyrr en 5. september.
Samtökin Norrænn byggingardagur, sem
voru stofnuð áríð 1927, eru samtök sveitarfé-
laga, opinberra stofnana, landssamtaka fag-
manna, félagasamtaka og verktaka. Samtökin
hafa tvisvar áður haldið ráðstefnu í Reykjavík.
Árið 1968 komu um 900 gestir en árið 1983
voru þeir rúmlega 1000. Þessar ráðstefnur
voru á sínum tíma þær fjölmennustu sem
haldnar höfðu verið á Islandi.
Næsta formlega ráðstefna á vegum NBD
verður haldin í Helsingfors í Finnlandi árið
2002, en búist er við að í millitíðinni verði boð-
að til minni ráðstefna vegna aukins áhuga á
þessu sviði.
Gamli
línskápurinn
SVONA var raðað í gömlu línskápana -
beinlinis heillandi sjón. Takið eftir
lavendelpokunum sem hengdir eru á
hurðina til þess að fá góða lykt í skápinn.