Morgunblaðið - 23.03.1999, Side 19

Morgunblaðið - 23.03.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Um 2.400 félagar í Landssambandi sumarhúsaeigenda LANDSSAMBAND sumar- húsaeigenda heldur aðalfund sinn á fimmtudaginn kemur. Að sögn Sveins Guðmundssonar lögmanns, framkvæmdastjóra þess, hefur landssambandið eflzt mjög á undanfórnum árum. 011 félög sumarhúsaeigenda eða sumarhúsalóðahafa geta orðið aðilar að landssambandinu. Eitt atkvæði fylgir hverju sumarhúsi eða lóð og skulu fulltrúar hvers félags fara með atkvæði allra sumarhúsa síns félags. Einstaklingar geta einnig gengið í landsambandið. Fé- lagsmenn eru nú um 2.400. Ár- gjald er 600 kr. fyrir sumar- húsaeigendur, sem eru meðlim- ir í sumarhúsafélögum en 1500 kr. fyrir aðra. Meginmarkmið landssambandsins hefur ávallt verið að beita sér fyrir hags- munamálum sumarhúsaeig- enda, en því fylgja ekki bara réttindi heldur einnig ýmsar kvaðir að eiga sumarhús, ekki sízt fjárhagslegar. Sveinn Guðmundsson segir margt hafa áunnizt í þeim efn- um á undanförnum árum, sem megi að verulegu leyti þakka nefnd, sem skipuð var á vegum félagsmálaráðuneytisins fyrir nokkrum árum. „Sem dæmi má nefna lækkun fasteignagjalda á sumarhús, sem hefur alltaf verið eitt af meginmarkmiðum sumarhúsa- eigenda, enda er sérstaða sum- arhúsa og eigenda þeirra mik- il,“ segir Sveinn. „Sumarhús eru ekki ætluð til íbúðar í þeim skilningi, að fólk hafi þar lögheimili og þarfnast þess vegna ekki ýmissar þjón- ustu sveitarfélagsins svo sem skóla, leikskóla, félagsþjónustu o. fl. Það var því eðlilegt, að skatturinn væri lækkaður en hæfileg þjónustugjöld innheimt fyrir þá þjónustu, sem sannan- lega er veitt, svo sem vatn, hol- ræsi, sorphirðu o. s. frv. Fyrir nokkrum árum fékkst fram sú breyting, að sumarhús væru flokkuð með útihúsum í sveit- um, hvað fasteignagjöld snertir. Þetta þýddi allt að 20% lækkun á fasteignagjöldum frá því sem áður var. Oryggismál í sumarhúsum „Nú leggur landsambandið mikla áherzlu á öryggismál sumarhúsaeigenda, sem er al- veg vanrækt svið,“ heldur Sveinn áfram. „Við erum í sam- stai'fi við neyðarlínununa nr. 112 hjá símanum. Markmiðið er að búa til öryggisnet, þannig að ef það kæmi upp vá eða óhapp í einhverjum sumarbústað, þá sé hægt að hringja í neyðarlínuna, sem sendir þá sjúkrabíl á vett- vang. Ætlunin er, að öll sumarhús í landinu fái sérstakt 5 stafa ör- yggisnúmer í þessu skyni. Þeg- ar haft er samband við Neyðar- línuna, kemur fram á skjá henn- ar kort af viðkomandi svæði, sem sýnir nákvæmlega hvar bú- staðurinn er. Stefnt er að því að landssambandið útdeili þessum númerum í samvinnu við Vega- gerð ríkisins, Neyðarlínuna, Fasteignamat ríkisins o. fl. En til þess að þetta sér hægt, þarf að bæta stórlega merking- ar sumarhúsa, en þau hafa til þessa verið lítið merkt hér á landi og ekkert heildarskipulag verið til yfir staðsetningu þeirra. Þetta er að sjálfsögðu mjög bagalegt og felur í sér mikið öryggisleysi, ef vá ber að höndum. Sveinn Guðmundsson sagði að lokum, að í undirbúningi væri viss samvinna við fast- eignasala, sem selja sumarhús og lóðir fyrir þau. Hún felst í því, að þeir sem tengjast heima- síðu félagsins á alnetinu, sem er www.sumarhus.is, eiga að geta sett þar upplýsingar um sumar- hús, sem þeir vilja selja og þeir sem vilja kaupa sumarhús, geta fengið upplýsingar um þau hús, sem eru til sölu. Gömlu hjólbörurnar GAMLAR hjólbörur lenda oftar en ekki á haugunum. Einstaka fólk hefur svona frábært hugmyndaflug, en þarna eru settir svamppúð- ar inn í gömlu hjólbörurnar og þær gerðar að skemmtilegum garðstól. Hilluskraut HILLUR eru nauðsynlegar en ekki alltaf til stakrar prýði. Sumar hillur má skreyta með svona skreytingu úr efni eða bara pappír, nokkuð sem fjölskyld- an getur sameinast um að búa til. ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 FasteignasalaI LÖGMANNA REYKJAVÍK Nethyl 2, 110 Reykjavík 587 7107 - Fax 587 7127 - reykjavik@log.is EIGNIR ÓSKAST - EIGNIR ÓSKAST é Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gerðir eigna á skrá. Höfum ákveðna kaupendur sem bíða eftir réttu eignunum, góð- ar greiðslur í boði. Meðal eigna sem við óskum eftir eru: * Sérbýli í Smárum, 160-200 fm, a.m.k. 4 svefnherbergi, verðhugmynd 15-17 m. * 4ra herbergja íbúð í Kópavogsdal með bílskúr eða bílageymslu, verð 8-10 m. * íbúð með bílskúr í Kvíslahverfi, verðhugmynd 14-16 m. * 110-140 fm íbúð, helst með bílskúr, á svæði 101 eða 108. * Einbýli í Suðurhlíðum Kópavogs, tveggja íbúða hús kemur til greina. * Góð íbúð í Kringluhverfi, verðhugmynd 9-13 m. * Höfum marga kaupendur á skrá sem aðeins viija skipti á öðru húsnæði, ýmist dýrara eða ódýrara, ýmislegt kemur til greina. Etnbýli, raðhús og parhús EYKTARÁS Mjög gott einbýli á tveimur hæðum, 240 fm auk bílskúrs, möguleiki á aukaibúð. Vandaðar inn- réttingar og parket á gólfum. Garður í góðri rækt, glæsileg eign. Ákveðin sala. Verð 17,8 m. FUNAFOLD í einkasölu glæsilegt 162 fm einbýli á einni hæð ásamt 30 fm bílskúr. Sólstofa með arni, fjögur svefnherbergi, stórt hornbaðkar, vandaðar innréttingar. Verð 17 m. Eigendur óska eftir stærra sér- býli i sama hverfi, tveggja íbúða hús kemur vel til greina. SMÁRAR 125 fm parhús með 27 fm bílskúr. Selst aðeins í skiptum fyrir stærra sérbýli í Smárum eða nágrenni, 160-200 fm auk bíiskúrs. Nánari upp- lýsingar hjá Fasteignasölu Lögmanna Reykjavík. KLYFJASEL, EINBÝLI MEÐ LEIGUHERBERGJUM Vorum að fá í einkasölu 220 fm einbýlishús, tvær hæðir og ris. Á neðri hæð eru fjögur her- bergi sem hafa verið leigð út. Tæki og hús- gögn þar geta fylgt. Verð 18 m. 4ra - 5 herbergja KRÍUHÓLAR Fjögurra herbergja 120 fm íbúð á 7. hæð í lyftublokk, möguleiki á fjórða svefnherberginu. Rúmgóður bilskúr fylgir. Glæsilegt útsýni. Áhv. 4 m. Verð 8,4 m. HÚSAHVERFI Fimm herbergja íbúð á þriðju hæð og í risi. Skápar í öll- um herbergjum. Mjög stórar suðursval- ir og frábært útsýni. Áhv. húsbréf 4,25 m. Verð 10,1 m. 3ja herbergja ASPARFELL Vorum að fá á skrá góða þriggja herbergja 90 fm íbúð í lyftu- húsi. Húsið er nýviðgert að utan, leikskóli og gæsluvöllur i götunni. Góð eign. Áhv. 3,2 m. Verð 6,7 m. HRAUNBÆR Góð þriggja her- bergja 85 fm íbúð á efsty hæð. Flús nýlega klætt að utan. Parket á gólfum. Til greina koma skipti á tveggja her- bergja ibúð. Áhv. um 2 m. Verð 6,6 m. JÖKLAFOLD Góð 90 fm þriggja her- bergja neðri sérhæð í tvíbýli, allt sér. Gott útsýni og stutt í alla þjónustu, sundlaug og íþróttahús. Áhv. 5,1 m. Verð 8,9 m. 2ja herb. HRAUNBÆR í einkasölu góð 67 fm tveggja herbergja íbúð á 4. hæð. Ákveðin sala. Ibúðin er laus 1. júní. Áhv. húsbréf 1,8 m. Verð 5,5 m. ÁSBRAUT, KÓP. í einkasölu góð 65 fm íbúð á efstu hæð í þriggja hæða blokk. Parket á gólfum, nýleg eldhúsinnrétting. Sameign endumýjuð. Áhv. 3,3 m. Verð 6,2 m. VALLARAS Falleg tveggja herbergja íbúð í lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni. Góðar innréttingar og parket á gólfi. Áhv. 3,2 m. Verð 5,6 m. Sumarbústaðir VOPNAFJÖRÐUR 66 fm eldra ein- býlishús. Allt endurnýjað. Flisar og parket. Franskir gluggar. Stór og vel gróinn garður. Áhv. um 1,7 m. Verð 4,5 m. Ert þú að hugsa um að selja? Hafðu þá samband við okkur. Við skoðum samdægurs. Ekkert skoðunargjald. Síminn okkar er 587 7107 Jón G. Valgeirsson hdl. Ólafur Björnsson hrl. Salómon Jónsson frkvstj. Sigurður Jónsson hrl. Sigurður Sigurjónsson hdl. Síminn akkar er 587 7'107 Lögmenn Reylqavík j Lögmenn LSuðurlandij m m Lögmenn ! Vestmannaeyjunni Fjöl gerum E fyrir €) V eignahúsaeigendur ignaskiptayfirlýsingar íbúða- og atvinnuhúsnæði A Rekstrarverkfræðistofan iAnnar hf r Reikningsskil & Rekstrartækniráðgjöf Suðurlandsbraut 46 Sími: 568 10 20 Póstnúmer 108 Fax : 568 20 30 Bláu húsunum J Lægri vexi fasteignak ir létta aup i f Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.