Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
c
1999
FIMMTUDAGUR 25. MARZ
BLAÐ
ísland upp
um sex sæti
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu stekkur upp
um sex sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FIFA, sem birtur var í gær.
Islenska liðið er nú í 55. sæti, en var í því 61. í síð-
asta mánuði. íslenska liðið lék einn vináttulands-
leik á tímabilinu - sigraði Lúxemborg á útivelli
2:1.
Staða efstu liða breytist lítið, Brasilía trónir enn
á toppnum og heimsmeistarar Frakka fylgja fast á
eftir. Króatía fer upp um eitt sæti og fer í þriðja
sæti á kostnað ítala sem detta niður í það fjórða.
Evrópumeistarar Þjóðveija eru í 5. sæti og Eng-
lendingar eru næstir því að komast inn á topp tíu -
eru í 11. sæti.
A opinberri heimasíðu FIFA á Netinu er listinn
biitur í heild mánaðarlega og í fréttabréfi í gær
var sérstaklega bent á athyglisvert stökk fslenska
liðsins.
Lárus Orri
færfrí
LÁRUS Orri Sigurðs-
son fór ekki með
landsliðinu til And-
orra. Guðjón Þórðar-
son, landsliðsþjálfari,
ákvað að gefa Lárusi
Orra frí þannig að
hann gæti leikið með
Stoke á laugardaginn.
Lárus Orri mun aftur
á móti koma til móts
við landsliðshópinn
áður en hann heldur
til Kiev, þar sem verð-
ur leikið gegn Úkra-
ínu á miðvikudaginn.
Rúnar
mætti í
Barcelona
RÚNAR Kristinsson
var síðasti leikmaður-
inn sem kom til liðs
við landsliðið áður en
það hélt upp í
Pýreneafjöll til And-
orra. Rúnar, sem hef-
ur verið í æfingabúð-
um á Spáni með
norska liðinu Lil-
leström, var mættur
til Barcelona þegar
landsliðshópurinn
kom þangað frá Am-
sterdam.
Áferð
ogflugi
ÞAÐ hefur verið í
mörgu að snúast hjá
starfsmönnum KSÍ að
undanfórnu, þar sem
þrjú landslið eru á
ferðinni þessa dagana,
eða alls 69 manns.
Landsliðið leikur í
Andorra og Úkraínu,
ungmennalandsliðið í
Úkraínu og 18 ára
landsliðið á Italíu.
Rúnar
nálgast
met Guðna
RÚNAR Kristinsson,
sem hefur leikið 71
landsleik í knatt-
spyrnu, bætir tveim-
ur við í Andorra og
Úkraínu, þannig að
hann nálgast óðfluga
landsleikjamet Guðna
Bergssonar, sem hef-
ur leikið 77 leiki.
SKAUTADANS
Morgunblaðið/Kristinn
KNATTSPYRNA
Þreytandi fjallafferð
til Andorra la Vella
ÞAÐ voru ferðalúnir leikmenn ís-
lenska iandsliðsins í knattspyrnu
sem komu hingað til Andorra la
Vella laust eftir miðnætti, tæpum
tveimur tímum á eftir áætlun - eftir
flug frá íslandi með viðkomu í Am-
sterdam í Hollandi og Barcelona á
Spáni. Ökuferðin frá flugvellinum við
Barcelona - upp hlykkjótta vegi og
brekkur í Pýreneafjöllin - tók liðlega
þrjár klukkustundir og stundarfjórð-
ung í myrkri.
Við höfum góðan tíma til að jafna okkur
eftir þetta ferðalag og safna kröfum
fyrir leikinn gegn Andorra,“ sagði Guðjón
Þórðarson, landsliðsþjálfari,
sem var ánægður með að
ferðinni væri aflokið og
hann gæti farið að gera leik-
menn sína klára fyrir slag-
inn. Evrópuleikurinn gegn Andorramönn-
um verður háður hér í Andorra la Vella á
laugardaginn kl. 19 að staðartíma, eða kl.
Ivar
Benediktsson
skrifar frá
Andorra
18 að íslenskum tíma. Þrú' landsliðsmenn
voru voru með hópnum sem hélt frá Is-
landi - Sigurður Jónsson, Arnar Gunn-
laugsson og Eyjólfur Sverrisson. Þegar
millilent var í Amstardam á leið til
Barcelona fór smátt og smátt að fjölga í
hópnum. Birkir Kristinsson og Hermann
Hreiðarsson komu frá Englandi, Ámi
Gautur Arason, Helgi Sigurðsson, Auðun
Helgason, Steinar Adolfsson, Tryggvi
Guðmundsson og Stefán Þórðarson frá
Noregi, Brynjar Björn Gunnarsson og
Sverrir Sverrisson frá Svíþjóð, Arnar
Grétarsson frá Grikklandi, Helgi Kolviðs-
son frá Þýskalandi og Þórður Guðjónsson
frá Belgíu, en hann var á tæpasta vaði að
ná vélinni frá Amsterdam - kom um borð
tíu mín. fyrir brottfór.
Egill aftur til Tottenham
AGLI Atlasyni, 16 ára knattspyrnu-
manni úr KR og syni Atla, þjálfara
liðsins, hefur verið boðið aftur til æf-
inga hjá enska úrvalsdeildarliðinu
Tottenham. Egill dvaldi við æfíngar
hjá enska félaginu á dögunum, lék með
unglingaliði þess og vakti næga athygli
til að forráðamenn liðsins vilja fá hann
aftur til frekari skoðunar.
Egill hefur að undanförnu leikið í
framlínu meistaraflokks KR í Deildar-
bikarkeppninni og Reykjavíkurmót-
inu. Hann skoraði þrennu á dögunum í
ll:l-sigri liðsins á Reyni Sandgerði og
varð þar með yngsti KR-ingurinn frá
upphafi til að skora þrennu með
méistaraflokki - 16 ára og 313 daga
gamall.
Sam-
hæfður
skauta-
dans
ÁTJÁN stúlkur sýndu
listir sínar í samhæfðum
skautadansi á íslands-
mótinu í listhlaupi á
skautum sem fram fór á
vegum Listskautadeild-
ar Skautafélags Reykja-
víkur í Laugardal um
síðustu helgi.
Stúlkurnar hafa æft
skautadansinn í eitt ár
og kepptu nýlega á
sterku fjölþjóðamóti í
Lundúnum og vöktu þar
verðskuldaða athygli,
enda íþróttin tiltölulega
ný hér á landi. Hópurinn
æfir oft í viku, ýmist á
skautasvellinu í Laugar-
dal, við ballettæfingar
eða aðrar æfingar ut-
andyra og hefur tekið
miklum framförum á
skömmum tíma.
LISTHLAUP Á SKAUTUM: SIGURLAUG LÉT EKKI MEIÐSLIN AFTRA SÉR / C4