Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
ÍR-ingar
vilja fá
Jón sem
þjálfara
JÓN Kristjánsson, sem hefur þjálfað
meistaraflokk Vals undanfarin ár, hef-
ur verið í viðræðum við Fram um þjálf-
un næsta vetur eins og Morgunblaðið
skýrði frá á þriðjudag. Nú hafa ÍR-ing-
ar einnig sett sig í samband við Jón og
vilja fá hann til að taka við iiðinu af
Kristjáni Halldórssyni, sem þjálfar í
Noregi næsta vetur.
„Ég hef fundað bæði með stjórn
handknattleiksdeildar Fram og ÍR. Ég
er þessa dagana að kynna mér stöðu
liðanna og það vinnuumhverfi sem fé-
lögin bjóða upp á. Það er óljóst hvaða
leikmenn verða áfram, sérstaklega hjá
Fram. En það er kannski f verkahring
nýs þjálfara að taka ákvörðun um það í
samstarfl við stjórnina," sagði Jón.
Hann sagðist reikna með að ákveða á
allra næstu dögum hvað hann geri í
sambandi við þjálfun næsta vetur.
Ólafur Þór á
ferð og flugl
ÓLAFUR Þór Gunnarsson, markvörð-
ur, sem nýverið gekk til liðs við Skaga-
menn, verður á faraldsfæti næstu daga.
Ólafur kom frá Bandaríkjunum í gær-
morgun og hafði klukkutfma viðdvöl á
Keflavíkurflugvelli. Þá hélt, hann af
landi brott með Skagamönnum í æf-
ingaferð til Spánar.
Ólafur verður á Spáni fram á sunnu-
dag, en þá heldur hann með félaga sín-
um í Skagaliðinu, Reyni Leóssyni, til
liðs við 21 árs landsliðið í Þýskalandi.
Þaðan heldur liðið til Úkraínu og leikur
gegn heimamönnum í undankeppni EM
þann 30. mars.
URSLIT
Fram - IBV 19:15
Iþróttahús Fram við Safamýri, íslandsmót-
ið í handknattleik - X. deild kvenna, þriðji
leikur í 8-liða úrslitum, miðvikudaginn 24.
mars 1999.
Gangur leiksins: 7:0, 8:2, 12:2, 12:3, 15:3,
15:6,16:8,17:10,19:10,19:15.
Mörk Fram: Marina Zoveva 6, Díana Guð-
jónsdóttir 5, Ama Steinsen 2, Olga
Prohorova 2, Svanhildur Þengilsdóttir 2,
Jóna B. Pálmadóttir 1, Guðríður Guðjóns-
dóttir 1.
Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 24/2
(þar af 8/2 aftur til mótherja), Ema Eiríks-
dóttir 2 (þar af eitt aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk ÍBV: Amela Hegic 5/2, Guðbjörg Guð-
mannsdóttir 4, Jenny Martinsson 2, Ingi-
björg Jónsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 1,
Anita Ársælsdóttir 1.
Varin skot: Lukreeija Bokan 15/1 (þar af
sex til mótherja).
Utan vallar: Aldrei.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson voru góðir.
Áhorfendur: Um 220.
Þýskaland
Magdeburg - Dutenhofen............24:17
■Ólafur Stefánsson gerði 9 mörk, þar af 7
úr vítum fyrir Magdeburg.
Kiel- Eisenach....................36:25
■Julian Róbert Duranona gerði 2/1 mörk
fyrir Eisenach.
Lemgo - Essen ....................24:22
■Páll Þórólfsson gerði 4 mörk fyrir Essen.
Niederwurzbach - Flensburg........27:25
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið
Leiknir - Fjölnir...................3:0
Kjartan Hjálmarsson, Þórður Jensson,
Tómas Þór Kárason.
England
1. deild
Huddersfield - Norwich .............1:1
FRAMSTÚLKUR fögnuðu vel sigrinum á ÍBV í gærkvöldi enda voru þær nokkuð smeykar við þriðja
leikinn eftir slæmt tap í Eyjum. Frá vinstri eru Svanhildur Þengilsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir,
Marina Zoveva, Díana Guðjónsdóttir, Olga Prohorova, Erna Eiríksdóttir, Arna Steinsen, Hugrún Þor
steinsdóttír, Þuríður Hjartardóttir, Jóna Björg Pálmadóttir, Signý Sigurvinsdóttir og Sara Smart.
Sveiflur í
Safamýrínni
1 kvöld
HANDKNATTLEIKUR tírslitakeppni karla: Varmá: UMFA - HK .. 20.30
Vestm.: ÍBV - Haukar .... KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna: .. 20.30
Kennarah.: ÍS - Keflavík .. .. 20.15
Sveiflurnar í leik Fram og ÍBV,
þegar liðin háðu oddaleik um
að komast í undanúrslit Islands-
mótsins í handknatt-
leik, voru ótrúlegar -
Framstúlkur röðuðu
inn 12 mörkum fyrir
hlé á meðan Eyja-
stúlkur náðu aðeins tveimur því
Hugrún Þorsteinsdóttir í marki
Fram fór á kostum. Eftir hlé kom
kafli þar sem gestimir úr Eyjum
skoruðu 12 á móti fjórum mörkum
Stefán
Stefansson
rtfai
ÞJALFARAMENNTUN KSÍ
Barnaþjálfun
-11. apríl
10.-
Fræðslunefnd KSÍ heldur þjálfaranámskeið,
Barnaþjálfun, í Reykjavík 10.—11. apríl 1999
samkvæmt kennsluskrá um þjálfaramenntun.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið A-stigi KSÍ.
Námskeiðsþættir: Sálarfræði
Leikfræði
Þjálffræði
Kennslufræði
Líffæra- og lífeðlisfræði
Knattspyrnutækni
Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir
allar nánari upplýsingar í síma 510 2900.
GÓÐ ÞJÁLFUN
BETRI KNATTSPYRNA
KSI
Fram en þegar upp var staðið hafði
Fram betur, 19:15, og keppir við
FH í undanúrslitum.
Frá fyrstu mínútu reyndu Eyja-
stúlkur að taka Guðríði Guðjóns-
dóttur og Marinu Zovevu úr um-
ferð - það gekk vel í fyrri leik lið-
anna í Eyjum - en þær hefðu mátt
vita að þjálfari Fram léti slíkt ekki
henda sig aftur. Fjórar á móti fjór-
um léku Framstúlkur á als oddi
með því að ná 12:2 forystu þar sem
Olga Prohorova lék af mikilli skyn-
semi en Eyjastúlkur skoruðu sitt
fyrsta mark á 17. mínútu í 16. sókn
sinni og þá hafði Hugrún varið 11
skot, þar af tvö vítaskot.
Eftir hlé héldu gestirnar áfram
að taka Guðríði og Marinu úr um-
ferð en margir hefðu talið það full-
reynt enda munaði þá tólf mörk-
um á liðunum, 15:3. Eyjastúlkur
héldu þó sínu striki, gáfust aldrei
alveg upp og þegar þær fengu
kjark á ný til að skjóta á markið
uppskáru þær strax mörk, sem
gaf aukið sjálfstraust. Framliðið
gaf eftir og ÍBV gekk á lagið,
saxaði á forskotið og þegar þjálf-
ari Fram hóf að skipta inná af
varamannabekknum síðustu tíu
mínúturnar í stöðunni 19:10,
minnkaði forskotið enn frekar -
Eyjastúlkur skoruðu þá fímm síð-
ustu mörk leiksins án þess að
Framstúlkur næðu að svara fyrir
sig en Hugrún markvörður kom í
veg fyrir að hætta skapaðist.
„Við vorum reiðar og mjög ósátt-
ar við okkur sjálfar eftir „slysið“ í
Eyjum og ætluðum að sýna og
sanna að við getum betur,“ sagði
Hugrún, markvörður og fyrirliði,
sem átti stórleik en þungu fargi
var af henni létt eftir afhroðið í
Eyjum. „Þetta fór eins og við ætl-
uðum okkur, varnarleikurinn var
höfúðverkur í Eyjum en nú gekk
hann vel og þá kemur sóknarleik-
urinn til en það var svo veisla að fá
að vera fjórar á móti fjórum þegar
þær tóku tvær úr umferð í sóknar-
leiknum hjá okkur. Mér líst vel á
að spila við FH í undanúrslitum,
við unnum báða leikina en í úrslita-
keppni eru allir leikir mjög erfiðir
- það verður barist til síðasta blóð-
dropa,“ bætti Hugrún við en hún,
ásamt Olgu, bar uppi leik Fram.
Díana Guðjónsdóttir, Svanhildur
Þengilsdóttir og Marina, sem var
þó vandlega gætt, gerðu einnig
góða hluti.
Fyrirliði IBV, Ingibjörg Jóns-
dóttir, var ekki eins sátt. „Ég er
sveitt og pirruð, við spiluðum að-
eins handbolta í tuttugu mínútur
af sextíu og náðum ekki að opna
vörn þeirra og skora mörk og við
það kom stress upp hjá okkur,“
sagði Ingibjörg eftir leikinn. „Við
misstum þær of langt frá okkur í
byi-jum og hættum of seint að taka
tvær úr umferð. Þetta var annað
en leikurinn í Eyjum þegar við
mættum einbeittar til leiks en þær
með hangandi haus.“ Eyjastúlkur
kvöddu leiktímabilið með ágætum
lokaspretti - síðari hálfleik - og
mega eiga að þær gáfust aldrei
upp. Lukrecija Bokan í marki
þeirra stóð sig vel og Ingibjörg,
Amela Hegic og Jenny Martinsson
einnig..
Mannekla
hjá Keegan
KEVTN Keegan, þjálfari enska
iandsliðsins, hefur kallað á
Chris Armstrong, leikmann
Tottenham, fyrir laudsleik gegn
Pélverjum í undankeppni EM.
Ástíeðan eru meiðsl sem lirjá
leikmenn enska liðsins. í gær
kom í Ijós að Michael Owen og
Robbie Fowler, Liverpool, Dar-
ren Anderton, Tottenham, og
Chris Sutton, Blackburn, yrðu
ekki með í landsleiknum á laug-
ardag vegna ineiðsia. Fyrr í
vikunni höfðu Andy Hinchcliffe,
Sheff. Wed., og David Batty,
Leeds, dregið sig úr hópnum
vegua veikinda og meiðsla. Þá
er óvíst hvort David Seaman,
markvörður Arsenal, nái sér
góðum fyrir leikinn.
Chris Arinstrong, sem er 27
ára, hefur ekki áður leikið
landsleik. Hann hefur ekki
átt fast sæti í liði Tottenham
í vetur.