Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 4
 Sigurlaug Árnadóttir íslandsmeistari á listskautum fimmta árið í röð meið e aftra FOLK ■ COLIN Todd, knattspyrnustjóri Bolton, hefur vísað á bug fréttum um að hann hafi sýnt áhuga á að fá Auðun Helgason, leikmann Víkings í Noregi, til liðs við Bolton, að því er kemur fram á spjallsíðu enska liðs- ins. ■ ALEXANDER Mostovoi, fyrirliði rússneska landsliðsins í knatt- spyrnu, á nú í útistöðum við lands- liðsþjálfarann Oleg Romantsev. Leikmaðurinn gaf ekki kost á sér i landsleiki Rússa gegn Armeníu og Andorra - segist vera meiddur og að forráðamenn spænska liðsins Celta Vigo vilji að hann sleppi landsleikj- unum tveimur og nái sér góðum, en Mostovoi hefur verið lykilmaður Celta á leiktíðinni. ■ ÞJÁLFARINN Romantsev brást hins vegar æfur við í gær er fréttist af Mostovoi þar sem hann var hrók- ur alls fagnaðar á vafasömum nætur- klúbbi í Moskvu. Þótti það ekki fara saman við ímynd hins meidda íþróttamanns og lét þjálfarinn hafa það eftir sér að leikmaðurinn hefði greinilega takmarkaðan áhuga á að leika með landsliðinu og við það yrði miðað í næstu leikjum. Þess má geta að Rússar taka á móti íslenska landsliðinu nú í sumar. íslendingar unnu heimaleikinn, en Rússar hafa raunar tapað öllum þremur viður- eignum sínum til þessa. ■ MIKILL slagur er hafinn milli Ba- yer Leverkusen og Bayern Miinchen um brasiliska snillinginn Fernandi Baiano, sem er 19 ára og þykir eitthvert mesta efni sem fram hefur komið. ■ FRAMHERJINN ungi, sem leikur með Sao Paulo í Brasilíu, hefur þeg- ar fengið stór tilboð frá Bayem, auk þess sem Bæjarar hafa boðið félag- inu 600 milljónir í félagaskiptagjald. Sao Paulo segir það of lítið og vill 300 milljónir í viðbót. ■ RAINER Calmund, framkvæmda- stjóri Leverkusen er sagður hafa mjög góð sambönd í Brasil/u, sem sést á því að þrír Brasilíumenn leika með Leverkusen. Hann ætlar að reyna að nýta þau sambönd og fá leikmanninn til liðs síns fyrh- mun minna fé. ■ ÞAÐ getur sett strik í reikning- inn, að Real Madrid hefur lýst yfir áhuga á leikmanninum og verða þá öll önnur tilboð vasapeningar - og ljóst að til Þýskalands færi hann þá ekki. MEIÐSL og hiti virtust ekki há Sigurlaugn Árnadóttir, 14 ára skautameyju, er hún varð Islandsmeistari á listskautum fímmta árið í röð í Skauta- höliinni í Laugardal um sl. helgi. Sigurlaug keppir fyrir Skautafélag Reykjavíkur, en hún fluttist til Reykjavíkur frá Hornafírði fyrir sjö árum. Hún hefur orðið Islandsmeistari í listskautum öll árin sem keppt hefur verið, en litlu munaði um helgina að hún næði ekki að verja titilinn. „Eg hafði Iegið veik og með hita í viku og ekki bætti úr skák að ég skarst illa kvöldið fyrir keppni," segir Sigurlaug. Hún tekur einnig þátt í sýningum á samhæfðum skautadansi og við æfíngar á honum kvöldið fyrir keppni varð óhapp og Sigurlaug fékk skauta yfír handarbakið, skarst illa og þurfti að fara á slysadeiid. „Þar var ég sár og svekkt, en ákvað svo að láta slag standa og keppa þrátt fyrir meiðslin og hitann. Eg sé alls ekki eftir því,“ bætir hún við. Aðstæður skautafólks hafa gjörbreyst með tilkomu Skautahallarinnar í Laugardal og nú æfír mikill fjöldi drengja og stúlkna alla vikuna ýmsar íþróttir á svellinu. Sigurlaug segist ætla að halda áfram að dansa og keppa á skautunum, bæði í hópnum í samhæfðu skautadönsunum og einnig í einstaklingskeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt," segir hún. Bryndís á spjöld sögunnar BRYNDÍS Stefánsdóttir frá Akur- eyri varð fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í tveimur maraþongöng- um á sama árinu, í Noregi og Sví- þjóð. Hún keppti í norsku Birkebeiner-skíðagöngunni, sem er 58 km, um helgina, aðeins þremur vikum eftir að hún hafði gengið Va- sagönguna í Svíþjóð, en hún er 90 km löng. ’ Birkebeinerrennet byrjar í bæn- um Rena og er gengið til Lil- lehammer. Aldrei hafa eins margir tekið þátt í göngunni og í ár eða rúmlega 8.300 manns. Sigurvegari í kai-laílokki varð Norðmaðurinn Er- ling Jevne og í kvennaflokki Anita Moen, einnig frá Noregi. Fimm íslendingar voru með að þessu sinni: Bryndís Stefánsdótt- ir, Akureyri, í flokki 25-29 ára. Hún gekk 58 kílómetrana á 5 klst., 18 mín. og 1 sek. Olafur Björns- son, Olafsfírði, keppti í flokki 30-34 ára og gekk á 3.39.29 klst. Sigurður Gunnarsson frá ísafirði í flokki 45-49 ára, fór gönguna á 3.57.54 klst. Óskar Kárason frá Isafirði keppti í flokki 45-49 ára, á 4.44.41, og Halldór Margeirsson ísafírði í flokki 55-59 ára á 4.47.19 klst. Ginola vill að Tottenham kaupi leikmenn DAVID Ginola, hinn franski leikmaður Tottenham, segir að sigur liðsins í deildarbikar- keppninni sé aðeins fyrsta skrefið af algjörri endurreisn félagsins og uú sé mikilvægt að Alan Sugar, forseti félagsins, veiti fjármagn til leikmanna- kaupa og að erlendar stór- stjörnur verði f hópi nýrra leik- manna. Tottenham tryggði sér með sigrinum sæti í nýrri Evrópu- keppni félagsliða á næstu leik- tíð og Frakkinn telur að það sé forsenda þess að ná í sterka Ieikmenn. „Fyrr í haust átti Tottenham í viðræðum við Pat- rick Kluivert og leikmenn í svipuðum gæðaflokki, en svarið var ávallt hið sama - að iiðið væri ekki spennandi þar sem það léki ekki í Evrópukeppni. Nú erum við komnir þangað og því er lag að lokka hingað frá- bæra Ieikmenn,“ segir Ginola. LISTHLAUP Á SKAUTUM Morgunblaðið/Kristinn SKIÐAGANGA Gunnar gerði vel í Vasagöngunni ÍSLENSKIR skíðagöngumenn voru fjölmennir í hinni árlegu Va- sagöngu sem fram fór í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Þátttakend- ur voru alls 13.755, en 2.697 göngu- menn hættu á 90 km langri leið- inni. Svíinn Staffan Larsson sigraði í göngunni og fór vegalengdina á 4.31,37 klst. Bestum árangri íslensku kepp- endanna, sem voru 26 talsins, náði Haukur Eiríksson frá Akureyri sem gekk á 5.02,50 klst. eða 31 mín. á eftir sigurvegaranum og endaði í 207. sæti. Gunnar Péturs- son, 69 ára gamall Isfirðingur, gekk Vasagönguna nú í fjórða sinn en fyrst tók hann þátt í göngunni fyrir 47 árum, 1952. Gunnar gekk vegalengdina á 9.40,24 klst. og verður það að teljast einstakt afrek því skíðafæri var mjög erfitt. Hér á eftir fer árangur íslensku keppendanna í Vasagöngunni: 207. Haukur Eiríksson, Akureyri 5.02,50 560. Baldur Ingvarss., Akureyri 5.30,02 730. Magnús Eiríkss., Siglufirði 5.38,33 742. Helgi H. Jóhannesson, Ak. 5.39,21 949. Þóroddur Ingvarsson, Ak. 5.49,18 951. Kristján Guðmundss., ísaf. 5.49,22 1.517. Rógnv. Ingþórss., Umeá 6.15,07 1.746. Þórhallur Asmundss, Sauð. 6.21,41 1.976. Birgir Gunnarsson, Sauð. 6.30,33 2.019. Kári Jóhannesson, Ak. 6.31,31 3.427. Jóhannes Kárason, Ak. 7.20,08 3.676. Ingþór Bjamason, Ak. 7.27,19 4.418. Sigurður Gunnarsson, ísaf. 7.51,12 4.888. Jón Stefánsson, Ak. 8.05,58 5.332. Stefán Jónasson, Ak. 8.20,41 5.752. Elías Sveinsson, ísaf. 8.34,39 6.286. Birgir Guðlaugsson, Sigl. 8.53,35 236. Bryndís Stefánsdóttir, Ak. 9.05,23 7.139. Óskar Kárason, ísaf. 9.26,16 7.548. Árni Aðalbjarnarson, ísaf. 9.40,24 7.600. Gunnar Pétursson, ísaf. 9.43,00 342. Guðrún Pálsdóttir, Sigluf. 9.45,56 7.933. Jón Rafn Péturss., Uppsala 9.55,37 7.996. Halldór Margeirsson, Isaf. 9.68,14 9.359. Óli M. Lúðvíksson, ísaf. 10.49,06

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.