Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 TOM Hanks ræðir við Frank Darabont við tökur á Grænu mflunni. Harry Dean Stanton í bakgrunni GRÆNA MILAN Tom Hanks fer með aðalhlutverkið í nýrri bíómynd sem gerð er eftir sögu spennu- ~ sagnahöfundarins Stephen Kings og heitir Græna mílan. Arnaldur Indriðason skoð- aði hverjir gera myndina, um hvað hún fjallar og hvað King hefur verið að bralla að undanförnu. ÞAÐ vakti mikla athygli í bandaríska bókmennta- heiminum og víðar þegar metsöluhöfundurinn Steph- en King ákvað að senda frá sér skáldsögu í sex hlutum, hundrað síður hver eða svo. Sagan hét Græna mflan og King talaði í for- mála um að með þessu væri hann að feta í fótspor ekki ómerkari höfund- ar en Charles Dickens sem skrifaði sögur er gefnar voru út með sams- konar hætti. Aðrir sögðu að King græddi meiri pening á að gefa út sömu söguna sex sinnum. Hvað sem því líður varð Græna mflan ákaflega vinsæl og víðlesin svosem eins og aðrar og fleiri bækur höfundarins og þess var ekki langt að bíða að þeir í Hollywood bönkuðu á dyrnar hjá King - eina ferðina enn. Aftur Darabont Nema í þetta sinn var góðkunn- ingi Kings á dyrahellunni, handrits- höfundurinn og kvikmyndaleik- stjórinn Frank Darabont. Hann hafði gert einhverja þá albestu bíó- mynd sem gerð hefur verið eftir sögum Kings (og þær eru orðnar fjölmargar), „The Shawshank Redemption“ eða Shawshankfang- elsið, sem sýnd var í Regnboganum hér um árið og var mikið sótt. Hún var fyrsta mynd leikstjórans þótt ótrúlegt sé en með aðalhlutverkin fóru Tim Robbins og Morgan Freeman, sem einnig var sögumað- ur. Þeir léku fanga er urðu vinir á langri og strangri vegferð innan veggja fangelsins. Myndin fjallar kannski fyrst og fremst um vinátt- una og um að þrauka við óblíðar og vægðarlausar aðstæður og er eitt- hvert besta fangelsisdrama sem gert hefur verið; hún hreppti ein- hverjar útnefningar til Óskarsverð- launa. Darabont vai- því tilvalinn fyrir Grænu míluna. Hún er einnig fang- elsissaga úr Suðurríkjum Banda- ríkjanna og segir frá fanganum John Coffey, sem er svertingi og bíður dauðadóms fyrir nauðgun og morð á ungum tvíburasystrum. Hann er risi að vöxtum, gæddur sérstökum hæfíleikum og óvíst er hvort hann sé sekur þar sem hann situr og bíður þess að ganga grænu míluna, græna flísalagða ganginn að rafmagnsstólnum. Michael Clarke Duncan úr Ragnarökum leikur Coffey. Hin aðalpersóna myndarinnar er fangelsisstjórinn, Paul Edgecomb. Hann hefur ekki átt í vandræðum með aftökurnar í fangelsinu fram að þessu en það breytist þegar hann hittir Coffey. Eftir því sem hann kynnist honum betur og hæfí- leikum hans tekur fangelsisstjór- inn að efast stórlega um sekt hans í málinu. Tom Hanks leikur Ed- gecomb. Með önnur hlutverk fara m.a. Harry Dean Stanton, Barry Pepper, James Cromwell og David Morse. Myndin verður frumsýnd að líkindum í sumar eða haust vestra. RITHOFUNDURINN Stephen King. DAVID Morse leikur einn fangavörðinn á móti Hanks. Enginn harðstjóri „Það er ekki eins og ég hafí verið að leita í örvæntingu eftir annarri fangelsismynd," segir leikstjórinn Frank Darabount í samtali við bandaríska kvikmyndatímaritið Premiere. „En þegar Stephen King fjallar um efni sem eru mannlegri og jarðbundnari en annað sem hann gerir fínn ég af einhverjum sjúkleg- um ástæðum hjá mér gríðarlega þörf til að gera bíómynd úr því.“ „En þegar Stephen King fjallar um efni sem eru mannlegri og jarðbundnari en annað sem hann gerir finn ég af ein- hverjum sjúklegum ástæðum hjá mér gríðarlega þörf til að gera bíómynd úr því.M Græna mflan var tekin á svæði Wamer Bros. kvikmyndaversins í Hollywood þar sem reistir voru inn- viðir fangelsisins. Kvikmyndatakan stóð yfír í meira en þrjá mánuði og tók á taugarnar ef marka má leikar- ana enda ýtti sviðsmyndin undir innilokunarkennd auk þess sem söguefnið var ekki beint upplífg- andi. Darabont reyndi að vera eins til- litssamur við þá og hann framast gat. „Við erum að verða bilaðir héma inni,“ var haft eftir Hanks meðan á upptökum stóð. „Þetta er bókstaflega eins og að fara í fang- elsi á hverjum degi. Við fengum nýjan fanga og svo tókum við annan af lífi. Síðan fengum við annan fanga og svo tókum við annan mann af lífi. Núna verður einhver drepinn og svo tökum við einhvem annan af lífi. Ef það ríkti einhver harðstjórn hérna mundum við vera eins og sjúklingar á geðspítala." Tom Hanks er sem kunnugt er á hátindi frægðar sinnar eftir að hafa hlotið Óskarsstyttur fyrir Forrest Gump og Fíladelfíu auk þess sem hann verður án efa tilnefndur til Óskarsins fyrir að leika kaptein Miller í meistaraverki Steven Spiel- bergs, Björgun óbreytts Ryans. Græna mflan kemur í framhaldi og ef hún verður eitthvað í líkingu við Shawshankfangelsið býður hans ef- laust enn ein Óskarstilnefningin. Vinsældir Stephen Kings - era ekki að dala frekar en Hanks. Hann þénar um 40 milljónir dollara á ári og bækur hans seljast sem aldrei fyrr. Hann skipti um útgefendur fyrir nokkra eftir að gamli útgef- andinn, Vikingforlagið, neitaði að greiða honum 18 milljónir dollara fyrir næstu bók. Eftir að hafa skoð- að málin gerði har.n samning um þrjár bækur við Scribnersforlagið þar sem væntanlegum hagnaði af bókunum er skipt nokkurnveginn í tvennt á milli forlagsins og hans; King fær að auki tvær milljónir dollara fyrir hverja bók og tekur þátt í útgáfukostnaðinum, sem gerir hann í raun að sínum eigin for- leggjara. Það er að heyra á King að hann sé orðinn þreyttur á stöðu sinni sem metsöluhöfundur. „Ég gæti vel hugsað mér að setja það sem ég skrifa niður í skúffu," sagði hann í haust í viðtali við Newsweek. „Mér fínnst gaman að skrifa og búa til hluti vegna þess að það er mitt starf og ég hef ánægju af því. En hversu lengi getur mann langað til þess að hlaupa út um allar trissur að keppa við Danielle Steel? Ég er fímmtug- ur og hef svosem ekki mikinn áhuga á þessu lengur.“ Vill forðast endurtekningar Samt hefur maskínan eiginlega aldrei verið aflmeiri. Fyrir tveimur árum skrifaði hann Grænu mfluna í sex hlutum og árið eftir komu út tvær bækur eftir hann í einu og í haust kom út bókin „Bag of Bones“, sem er meira en fímm hundruð síð- ur; fyrsta prentun var upp á 1.360.000 eintök. Bókin var kynnt eins og um alvarlegri bókmenntir væri að ræða en þær sem King er kannski frægastur fyrir enda mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann skrifar ástarsögu þótt með drauga- legu ívafi sé. Hún var sögð eiga heima með sögum eins og „The Shining", „The Shawshank Redemption" og „Stand By Me“. King vill forðast að endurtaka sig of oft. „Ef þú tekur enga áhættu þá lognastu útaf,“ segir hann. „Vegna þess hve ég nýt mikilla vinsælda er alltaf auðveldara að hugsa sem svo að ég geti bara haldið áfram að gera það sem ég er alltaf að gera. En ef þú ætlar að skrifa þannig, hvers vegna þá að vera að skrifa yfír- leitt?“ Éinnig segir King: „Mér líð- ur eins og ég sé búinn að gjörnýta það rými sem ég hef og í hvert skipti sem ég skrifa eykst sú tilfínn- ing. ...Það er eins og með Bítlana. Ef þú hlustaðir nógu oft á lögin þeirra gastu heyrt hvort John var aðalsöngvarinn eða Paul var aðal- söngvai-inn. Þú gast jafnvel heyrt hvor þeirra samdi lagið. Á vissan hátt er það ágætt vegna þess að maður sækir í það sem maður þekk- ir, eins og að heyra röddina þeirra aftur. En þegai- fólk veit á hverju það á von frá mér þá hætti ég að skrifa." Þegar hann er spurður að því hverjir séu jafningjar hans á bóka- markaðinum verður fátt um svör. „Ef ég nefni nöfn,“ segir hann, „gæti fólk haldið að ég sé að þykjast vera sérstaklega alþýðlegur eða að ég sé að reyna að vera merkilegur með mig eða ég gleymi að nefna einhverja sem móðgast. Svo það er best fyrir mig að segja sem minnst um það.“ Kannski þeir fínnist ekki. „Hverjir eru jafningjar mínir?“ seg- ir hann síðar. „Ég býst við að ég viti í sannleika sagt ekki svarið við þeirri spurningu." li 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.