Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES F. Skaftason, forstöðumaður Reykjavíkur Apóteks, er síðasti lyfsalinn í tæplega 240 ára sögu apóteksins. HEBA, gyðja eilífrar æsku, er önnur tveggja stytta Bertels Thorvaldsen, sem fylgt hefur Reykjavíkur Apóteki síðan fyrir aldamót. ÞRJÁR krukkur af þessari stærð, gerðar af Guðmundi frá Miðdal, segja frá þremur þáttum í sögu Reykjavíkur Apóteks. Brotið blað Tveir lyfsalar hafa gegnt stöðu forstöðumanns Reykjavíkur Apó- teks síðan Háskólinn tók við því, fyrst Sigurður Ólafsson sem hélt áfram sem lyfsali eftir að hann seldi Háskólanum apótekið. Og árið 1991 tók Jóhannes F. Skaftason lyfsali við forstöðu apóteksins. Hann seg- ist sjá mikið eftir apótekinu og sem fyrirtæki landsins, Reykjavíkur Apótek, lagt niður eftir tæplega 240 ára rekstur. Hildur Friðriksdóttir gluggaði í nokkrar heimildir um sögu apóteksins. Þegar Bjarni Pálsson var skipaður landlæknir með erindisbréfi 19. maí 1760 var honum jafnframt gert skylt að reka lyfjabúð á heimili sínu gegn nokkurri þóknun. Má rekja sögu Reykjavíkur Apóteks til þessa tíma. vörur allar og hreinlætisvörur þær, sem lyfjabúðir selja. Frá- gangur allur á hinni nýju lyfjabúð er með afbrigðum smekklegur, og mun hún búa lengi að þeirri gerð, sem hún hefir fengið nú á hátíðar- árinu.“ Óskað eftir aðild Háskólans 1952 Þorsteinn Sch. Thorsteinsson hafði mikinn hug á að Háskóli ís- lands eignaðist apótekið. í bréfi frá 26.5.1952 til þáverandi forsætisráð- herra, Steingríms Steinþórssonar, ræðir lyfsalinn þá hugmynd sína, að Reykjavíkur Apótek verði af- hent sjálfseignarstofnun, sem skyldi gjarnan starfa samkvæmt sérstökum lögum. Ætlaðist Þor- steinn til að tekjur stofnunarinnar rynnu til líknar- og menningarmála samkvæmt nánari ákvæðum í skipulagsskrá. Á árunum 1959-1960 vakti Þorsteinn Seh. Thorsteinsson aftur máls á því, að Háskóli Islands tæki við apótekinu. Að sögn Jóhannesar F. Skafta- sonar núverandi forstöðumanns Reykjavíkur Apóteks treysti ríkis- valdið sér ekki til að taka við því vegna ytri aðstæðna. „Það var sér- stakt með Reykjavíkur Apótek, að því fylgdi hlutbundið lyfsöluleyfi. Menn þorðu þó ekki að láta reyna á þennan hlutbundna rétt, en árið 1982 var ákveðið að setja ákvæði í lyfjalögin um heimild fyrii- Háskóla Islands til að eignast apótek. Sama ár keypti Háskólinn apótekið af Sigurði Ólafssyni lyfsala. Fyrsti stjórnarformaður Reykja- víkur Apóteks eftir að Háskólinn eignaðist það varð Vilhjálmur Skúlason prófessor." “W“LSTA apótek m . Handsins, m y Reykjavíkur m j Apótek, verð- ur lagt niður um næstu mánaðamót, en þá hefur það verið starf- rækt í tæp 240 ár. Saga ap- óteksins er eldri en nokk- urrar annarrar stofnunar tengdri verslun á Islandi, sem starfrækt er enn í dag. / Þegar Bjarni Pálsson var skipaður landlæknir með erindisbréfi 19. maí 1760 var honum jafnframt gert skylt að reka lyfjabúð á heimili sínu gegn nokkurri þóknun. Bjami bjó fyrstu þrjú árin á Bessastöðum á meðan frágangur við Nes stóð yfir og hélt þar úti lyfsölu. Því má segja, að Reykjavíkur Apótek hafi verið stofnað á þeim tíma. Bjarni var frá upphafi á móti því að reka sjálfur apótekið og vildi, að til þess yrði kjörinn sérstakur lyfsali. Fyrsta lyfjabúðin i Nesi I hinni nýju Nesstofu var byggt sérstakt hús eða afhýsi fyrir lyfja- búðina, sem fluttist þangað vorið 1763 og hafði hún einkarétt á allri lyfjasölu. Bjarni sat í Nesi við Sel- tjörn og rak lyfjabúðina í nærfellt tíu ár, en þá tók Björn Jónsson að- stoðarmaður hans við. Hann var fyrstur íslendinga skipaður lyfsali með konungsúrskurði 18. mars 1772. Bjarni hafði áhuga á að flytja ap- ótekið til Reykjavíkur en var synj- að um leyfi til þess. Þegar hann lést árið 1799 tók Magnús Ormsson við, en hann rak apótekið aðeins í tvö ár. Eftirmaður hans var Guðbrand- ur Vigfússon, en hann hafði verið við lyfjastörf í Nesi frá árinu 1788. Sama ár og hann tók við fékkst loks leyfi til að flytja apótekið til Reykjavíkur, en Guðbrandur ákvað að dveljast áfram í Nesi og var þar til dauðadags 1822. Oddur Thorarensen tók við lyfja- búðinni ári síðar og þegar hann hafði rekið hana í tíu ár í Nesi byggði hann hús við Thorvaldsens- stræti 6. Þangað flutti hann sjálfur og þar var einnig apótekið til húsa. Enn var Reykjavíkur Apótek eina apótek landsins, enda íbúar Danska tímabilið Oddur átti apótekið aðeins í stuttan tíma, því 1836 seldi hann það til J.G. Möller. Er talað um „danska tímabilið" í sögu apóteks- ins næstu 83 árin, þar sem hver danski lyfsalinn af öðrum tók við rekstri þess. Það var ekki fyrr en árið 1919, að apótekið fór aftur í hendur íslenskra eigenda, en þá keypti Þorsteinn Sch. Thorsteins- son apótekið. Tíu árum síðar keypti Þorsteinn húseignina Austurstræti 16. Þangað var apótekið flutt 11. febrúar 1930 og hefur verið þar síð- an. í Morgunblaðinu 26. júlí 1930 segir að Þorsteinn hafi látið breyta húsinu „neðan úr grunni og upp í mæni. Mest kveður þó að breyting- unni á stofuhæð, þar sem nú er lyfjabúðin sjálf. Er tilhögun hennar eftir nýjustu tísku og einkum lögð stund á að haga geymslustöðum þannig, að alt það sem grípa þarf til sje sem næst hendinni. Enda er skúffufjöldinn ótrúlega mikill á ekki stærra svæði en hjer er um að ræða. I herbergjunum bak við lyfjasöl- una eru stofur lyfjafræðinganna, en annars vegar inngöngudyranna er sjerstök deild fyrir hjúkunar- Reykjavíkur á þessum tíma nokkuð innan við 650. Það var ekki fyrr en eftir brun- ann mikla í miðbæ Reykjavíkur ár- ið 1915, að menn gerðu sér grein fyrir þein’i hættu sem gæti stafað af því að hafa einungis eitt apótek og það í timburhúsi. Það varð úr, að árið 1919 fékk Stefán Thorarensen lyfsöluleyfi og stofnaði Laugavegs- apótek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.