Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 B 9 FRÉTTIR Stofnun Forn- leifafræðingafé- lags Islands LEIÐAKERFI Næturvagna SVR. 28% aukning hjá Nætur- vögnum SYR á árinu Á ÁRINU 1998 varð 28% aukning farþega með næturvögnum SVR frá árinu 1997 en það ár hafði einnig orðið umtalsverð fjölgun. Á árinu 1998 tóku 34.083 farþegar sér far með næturvagni en á árinu 1997 var farþegafjöldinn 26.639. Stöðug aukning hefur því verið sl. 3 ár í þessari þjónustu SVR en ferðafjöldinn hefur aukist um 70% frá því 1996. Nú eru farnar 6 ferðir á leiðum 125, 130 og 135. Leið 125 þjónar Norðurmýri, Hlíðum, Bústaða- hverfi og Breiðholti. Leið 130 þjónar Norðurbænum og Árbæ og leið 135 þjónar Háaleiti og Graf- arvogi. Brottför vagna er kl. 2:30 - 3:00 - 3:30 - 4:00 og fara vagnar frá Lækjargötu á móts við MR. I fréttatilkynningu segir að stærsti viðskiptavinahópur með næturferðum SVR sé fólk á aldrin- um 16-24 ára en sá aldurshópur sé jafnframt stór viðskiptavinahópur í almennri þjónustu SVR. Kannanir hafa sýnt að 30-40% íbúa á þjón- J> HÓPUR fornleifafræðinga hefur stofnað fagfélag, Fomleifafræð- ingafélag Islands, skammstafað FFÍ. Fullgild félagsaðild miðast við sams konar hæfniskröfur og gilt hafa til kandídatsprófs eða meistaraprófs í öðrum fagfélögum háskólamanna hér á landi, svo sem Arkitektafélagi íslands. Félagið stendur opið öllum þeim sem numið hafa fomleifafræði, hvort heldur menn sækja um félagsaðild sem fullgildir félagar eða aukafé- lagar. Fyrir er „Félag íslenskra fornleifafræðinga" sem byggist á almennari grandvelli um félagsað- ild en félagið sem hér um ræðir. Höfuðmarkmið Fomleifafræð- ingafélags Islands er efling ís- lenskrar fomleifafræði, og brýnast í þeim eftium er eins og sakir standa að efla veika stöðu hennar sem sjálfstæðrar fag- og vísinda- greinar. Þrátt fyrir virðingu þjóð- arinnar fyrir fomminjum sínum og sívaxandi almenns áhuga á fræði- legri túlkun þeirra, hefur fræði- greinin engan fastan sess við opin- berar háskólastofnanir í landinu eins og t.d. Háskóla íslands. Hér á landi hefur hlutsldpti fomleifafræð- innar fram til þessa verið að þjóna sem stoðgrein við söfn og háskóla- deildir á öðram fagsviðum. Sú staða hefur hamlað þróun íslenskr- ar fomleifafræði sé miðað við sterka stöðu fræðigreinarinnar við helstu lykilháskóla annarra ríkja í Evrópu. Hér á landi hefur íslensk fomleifafræði því ekki haft sam- bærilega stöðu við Háskóla íslands og fomleifafræði annarra ríkja Evrópu. Hefur þetta m.a. leitt til skorts á faglegu aðhaldi í stjómun sem rekstri íslenskra fomleifamála. Fornleifafræðingafélag íslands mun beita sér fyrir opnum fyrir- lestram sem gefa öllum áhuga- mönnum um íslenska fomleifa- fræði tækifæri til að fylgjast með rannsóknum á þessu sviði. Félagið mun auk þess beita sér fyrir sam- vinnu við nálæg og skyld fræðasvið ásamt virkum tengslum við sams konar félög og samtök fomleifa- fræðinga utan Islands. Hluti stofn- félaga Fomleifafræðingafélags Is- lands tilheyra þegar Evrópusam- tökum fornleifafræðinga, Europe- an Association of Archaeologists, sem nær til Vestur- og Austur- Evrópu. Netföng félagsins fyrst um sinn era mha@rhi.hi.is eða bjarni- f@mmedia.is ------------------- ■ AÐALFUNDUR Trausta, félags sendibifreiðastjóra, verður haldinn þriðjudaginn 30. mars næstkomandi í húsnæði félagsins á Grensásvegi 16, kl. 20. Á Dagskrá: Lesin fundar- gerð síðasta fundar, lesin skýrsla fráfarandi stjórnar, reikningar fé- lagsins lagðir fram og kosning stjórnar, endurskoðenda og skemmtinefndar. Víðir Krisljáns- son deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins mun halda erindi um flutn- ing á hættulegum farmi. ^emantaÁúsiS Urval fermingargjafa Nýju Kringlunni. ustusvæði SVR á þessum aldri nýta sér almenna þjónustu fyrir- tækisins vikulega eða oftar. \ Vantar þig STARFSMANN? í gegnum EURES-netið getur EES-vinnumiðlun auglýst lausar stöður á íslandi í öUum EES-löndunum og þannig auðveldað þér að ná tU atvinnuleitenda á stóru svæði. Hafðu samband við Evróráðgjafa hjá EES-vinnumiðlun sem mun veita þér allar nánari upplýsingar. £ URíS EES VIMíMlJMíÐLinM Engjateigur 11 • 105 Reyk/avík Sími: 588 2580 • Fax: 588 2587 www.vinnumalastofnun.is ► EES-Vinnumidiun SKAUTA HÖLUN REYKJAVIK Opnunartímar um páskana Skírdagur kl.rl3:00-18:00 Föstudagurinn langi kl.: 13:00 -18:00 Laugardagur kl.:l 3:00 -21:00 Páskadagur kl.:l 3:00 -18:00 Annar í páskum kl.:l 3:00 -21:00 Þriðjudagur 06.04. kl.: 13:00 -18:00 Skautanámskeið fyrir börn, fullorána og fjölskyldur um páskana Skautahöllin gengst fyrir 5 daga skautanámskeiái um páskana í samvinnu viö skautafélögin. Námskeiáið hefst 1. apríl (Skírdag) og lýkur annan í páskum. • Fyrir fullorðna...kl. 10:00 daglega • Fjölskyldunámskeib .. kl. 10:00 daglega • Fyrir börn........kl.l 1:15 daglega Námskeiðin kosta kr. 3.000,- fyrir fullorðna og kr. 2.500,- fyrir börn, leiga á skautum er innifalin í verðinu. Fjölskylduverð, fyrsti borgar fullt verð aðrir hálft verð. Skráning er hafin MÚLAVEGUR 1 SÍMI. 588 9705 SÍMSVARI: 104 REYKJAVÍK FAX: 588 61 78 588 5533

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.