Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MARCUS Pohlus og Kaye við tökur.
STUND milli stríða. Leifur Dagfinnsson, aðstoðarleikstjóri, ræðir við Kaye.
HELGI Björnsson í leik
pon
í strídi við
Hollywood
„Hvað veistu?“ spyr leikstjórinn Tony Kaye
og horfir rannsakandi augum á blaðamann þeg-
ar fundum þeirra ber fyrst saman. Hann bætir
við með prakkarasvip: „Stærsta stríðið í
Hollywood síðan Orson Welles var og hét?“
Mér er kunnugt um það, svarar biaðamaður,
glottir á móti og virðir þennan umdeilda leik-
stjóra fyrir sér sem lítur einna helst út eins og
pönkari sem hitt hefur á olíulind, sem er ekki
fjarri lagi. Hann er mjósleginn í andliti, grófur
og svipmikili, krúnurakaður, með hringi í eyr-
um og teldist vel á sig kominn jafnvel þótt árin
væru færri en 46.
Þetta var dramatísk deila, segir blaðamaður.
Hvað gerðist?
„Framleiðendurnir fóru út fyrir sinn verka-
hring,“ svarar Kaye hvasst og grettir sig.
„Þeim ber að standa vörð um leikstjórann, þá
sýn sem hann hefur. En þeir höfðu meiri áhuga
á að vernda tóm heilabúin í sjálfum sér. Þar var
ekkert til að standa vörð um, engin starfsemi,
aðeins sykurpúðamauk."
Hver var listræni ágreiningurinn?
„Það varð enginn listrænn ágreiningur vegna
þess að það var aðeins ein listræn sýn; eitt list-
rænt sjónarhorn gegn sykurpúðamauki. Og
sykurpúðamaukið sigraði vegna þess að það
var svo mikið af því að ég var við það að kafna.“
Ertu þá að tala um framleiðsluferlið í
Hollywood?
„Eg er að tala um vélina sem Hollywood
gengur fyrir og er algjörlega kyrrstæð vegna
þess að það vantar eitthvað til að knýja hana
áfram. Leikstjórar sem þurfa ekki að berjast
fyrir sjálfstæði sínu eru fáir og aðrir eru tilbún-
ir að gera allt bara til þess að fá vinnu. Enginn
segir sína meiningu eða þorir að gagnrýna. Ég
hef hins vegar skoðanir í þessum efnum og er
fús að berjast fyrir þeim; valda miklu róti. Við
eigum eftir að upplifa breytingar á mótum nýs
árþúsunds og þær eiga eftir að verða meira og
meira áberandi eftir því sem ég kemst til meiri
áhrifa. Ég er rétt að byrja. Málaferlin vegna
American History X eru að hefjast núna í
Bandaríkjunum."
Skelfileg lífsreynsla
Mikill styr hefur staðið um málið enda fór
Kaye í auglýsingaherferð gegn framleiðandan-
um New Line þar sem hann sagði að um
„nauðgaða útgáfu" myndarinnar væri að ræða.
Hann sendi Edward Norton skilaboð með orð-
unum: „Hættu að horfa í vatnið og hlustaðu á
vindinn.“ Þá hótaði hann að bjóða nýnasistum á
frumsýningu myndarinnar. Þar hélt einn fram-
BURÐAST við að mynda ísinn.
BRESKI leikstjórinn Tony Kaye var hérlendis fyrir tíu dögum að vinna að mynd um náttúruna og sköpunarverk mannsins sem notuð verður í auglj
I.