Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dagbók frá Damaskus
Alyktun Samfylkingarinnar
Hækkun of lítil og kemur of seint
ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar
hefur samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Þingflokkur Samfylkingarinnar
fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að hækka grunnlífeyri al-
mannatryggingakerfisins. Sú ákvörð-
un er í samræmi við rökstuddar kröf-
ur samtaka aldraðra og öryrkja sem
stjómarandstæðan hefur ítrekað tek-
ið upp á Alþingi. Við þeim heíúr rík-
isstjórnin jafnan daufheyrst þar til
nú, þegar örstutt er til kosninga.
Kosningahækkun ríkisstjómarinnar
er of lítil og kemur of seint.
Þó hækkun gmnnlífeyris um 7%
sé fagnaðarefni vantar enn mikið á
að kaupmáttur bótaþega hafi aukist
til jafns við aðra þegna þjóðfélgsins.
Þetta sést þegar þróun kaupmáttar
launafólks og bótaþega er skoðuð frá
janúar 1995 tfi apríl 1999.
Á þeim tíma hefur kaupmáttur
meðaltalslauna hækkað um 25,7%. Á
sama tíma hefur kaupmáttur gmnn-
lífeyris og tekjutryggingar almanna-
tryggingakerfisins hins vegar aðeins
hækkað um 18,4%.
Sé tekið mið af einstaklingi sem
fær hámarksbætm- frá TR hefur
kaupmáttur hans að teknu tilliti til
staðgreiðslu skatts, einungis hækkað
um 16,9%.
Það er því ljóst að enn vantar mik-
ið upp á að góðærið hafi skfiað sér til
aldraðra og öryrkja í sama mæli og
til annarra þegna samfélagsins. Gjá-
in milli þeirra hefur breikkað.
Samfylkingin mun beita sér fyrir
að góðærið skili sér ekki síður til
aldraðra og öryrkja en annarra
landsmanna."
Auglýsing um úrsögn úr væntanlegum
gagnagrunni á heilbrigðissviði
Hér að neðan er birt eyðublað um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. Klippa má eyðublaðið út og senda til
Landlæknisembættisins, sbr. neðst á eyðublaðinu. Athugið að hvert eyðublað er einungis ætlað einum einstak-
lingi, en einnig má senda útfyllt ljósrit. Auglýsingin er birt í öllum dagblöðunum og verður endurbirt innan
nokkurra daga. Einnig fást eyðublöð á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, apótekum, á afgreiðslu Trygginga-
stofnunar Ríkisins og hjá Landlæknisembættinu. Þá er verið að senda út upplýsingabækling í hvert hús með
algengum spumingum og svörum. Óheimilt er að setja gögn i gagnagrunninn fýrr en um miðjan júní nk. Fyrir
þann tfma verður send kvittun um móttöku útfyllts eyðublaðs.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu landlæknis í síma 510 1900.
Landlæknisembættið
Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði
Samkvæmt lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviöi, 8 gr„ um réttindi sjúklings, getur sjúklingur hvenær
sem er óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði.
í lögunum segir:
...Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða
skráðar eða nánar tiiteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni. Sjúklingur skal tilkynna landlækni um ósk
sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða fyrir slíkar tilkynningar og sjá til þess að þau liggi frammi á heilbrigðis-
stofnunum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðismönnum. Landlæknir skal sjá til þess að dulkóðuð skrá yfir viðkom-
andi sjúklinga sé ávallt aðgengileg þeim sem annast flutning upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Landlæknir
skal sjá tll þess að upplýsingar um gagnagrunn á hellbrigðissviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegar al-
menningi. Heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengileg-
ar sjúklingum í húsakynnum sínum.
Rétt er að taka það fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyfis er ekki Ijóst nákvæmlega hvaða
heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviöi. Einnig er rétt að benda á að einstaklingar
geta, hvenær sem er, skipt um skoöun og þarf þá að tilkynna það til landlæknis bréflega.
Meö hiiðsjón af ofangreindu óska ég undirrituð/aður eftir því að upplýsingar um mig verði ekki fluttar í gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Beiðni mín varðar (vinsamlegast merkið með X í viðeigandi reiti):
I I Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám
□ Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá
□ Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám nánar tiltekið:--------------------------------
staður og dagsetning
Undirskrift (ef um ólögráða barn eða einstakling er aö ræöa veröur foreldri eða lögráðamaður að undirrita þetta skjal).
Þessi beiðni er fyrir (vinsamlegast notið prentstafi)
nafn einstakiings
kennitala
lögheimili
póstnr. og staður
nafn lögráöamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða
kennitala
lögheimili
póstnr. og staður
Beiðnin sendist til:
Skrifstofu Landlæknis, Dagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116,150 Reykjavík
Landlæknisembættið mars 1999
Braut heilann
akaft...
PP á síðkastið hefur vor-
þreytu gætt í bekknum, vet-
urinn er langt kominn og
ekki nema röskur mánuður til vor-
prófa. Samt var prófkvíða ekki farið
að gæta að ráði og dulítill doði ríkj-
andi og menn voru tregir að taka til
máls. Þangað til dr. Hazem greip til
þess ráðs að setja ærlega pressu á
liðið: við vitnisburð í vor verður ekki
aðeins tekið tillit til frammistöðu í
prófunum heldur einnig framgöngu
í tímum í vetur svo og skyndiprófs
sem hann efndi til á fimmtudaginn.
Þá hefst nú hver dagur á því að
tvær nemendur tala í fimm mínútur
hvor. Við vorum beðin að gefa okk-
ur fram sem vildum byrja og við
Martin, hollenski, töldum greinilega
að illu væri best aflokið. Við megum
tala um hvað sem er og ég braut
heilann svo ákaft að á endanum
skrifaði ég eftirfarandi:
„Kattabtú haða al kalam fi al lúra
islandesa va ardjú an ataðekkera al
kalimat fi al lúra arabia. Fakkertú
kaþíran an ma mádúna, múnasibúnn
va momtium. Fakkertú kaþím iða
kúltú min baladí, djesíra kabíran fi
al samal, jaisjú húna kalilan al nes,
leken kúllú vahedin momtaza túnn
kama ana. Fakkertú kaþíran iða
kúltú an taam hrasatan fi Islanda,
húneka leisa djæs va hamdullillah
adsjara kalílan ...“ og svo framvegis.
Á íslensku hljómar þetta á þessa
leið: „Skrifaði þetta á íslensku og
vona ég muni orðin á arabísku.
Braut heilann ákaft um hvaða við-
fangsefni væri nú skemmtilegt og
fróðlegt að ræða. Braut heilann um
hvort ég ætti að segja frá landinu
mínu, stórri eyju í norðri, þar eru
íbúar fáir en hver öðrum frábærari.
Braut einnig heilann um hvort ég
ætti að segja frá íslenskri matar-
gerð, að Islendingar hafi engan her
og þar í landi sé lítið um tré en því
meira af fossum, fjöllum, jöklum og
hraunbreiðum og goshverum. Braut
heilann um hvort ég ætti að ræða
um veðrið á Islandi en vissi að eng-
inn myndi trúa mér, flestir ímynda
sér að við búum til dæmis í snjóhús-
um. Braut heilann um hvort ég ætti
að tala um fjölskyldu mína. Stór-
kostleg fjölskylda! A.m.k. meðan ég
er í Sýrlandi og hún á Islandi. Braut
heilann um að tala um allt mögu-
Nú er dr. Hazem kom-
inn á fleygiferð með
undirbúning fyrir vor-
prófín og sumir í
bekknum - sem hafa
ekki verið sérlega
málglaðir þegar eftir
því hefur verið leitað,
skrifar Jóhanna Krist-
jónsdóttir, taka nú
væntanlega á sig rögg
því frammistaða í tím-
um gildir um 20% af
heildareinkunn.
legt: lífið, óttann, hamingjuna,
vandamálin, ástina og dauðann.
Nú er ég að hugsa, eru 5 mínútur
liðnar? Ég vona það. Ef þið skilduð
þetta ekki æðrist þá ekki.“
Mér tókst að muna öll orðin og þó
framburðurinn væri kannski með
hinum alþekkta íslenska hreim,
urðu líflegar umræður um snjóhús
og tré að „erindi“ mínu loknu.
Momtaz, sagði dr. Hazem svo ég
hallast að því að ég geti verið sátt
við fyrstu stuttræðuna mína á arab-
ísku.
Af kettinum Aðalsteini er það að
frétta að hann hefur borið fóstru
sinni svo vel söguna að hingað þyrp-
ast ekki bara systkini hans og
frændur heldur líka loðnir persa-
kettir. Ég hrek þá miskunnarlaust
burtu og Aðalsteinn horfir á aðfar-
irnar með velþóknun úr blómapott-
inum sínum.