Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.03.1999, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Spurt er.... Eru réttindi þegna upplýsingasamfélagsins fótum troðin? MANNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDl/i/wnu hœttuleg eru lyffyrirfóstur? Hvað er gert til að koma í veg fyrir það? SÍTF frumkynnir fyrst allra réttindaskrá fyrir þegna upplýsingasamfélagsins! Réttindaskrá, þar sem fram koma grunnréttindi eins og réttindin til aðgangs að rafrænum opinberum upplýsingum og réttinn til að nota móðurmálið í tölvusamskiptum. Drögin að réttindaskránni eru tilbúin hjá Evrópusam- bandinu. Um þetta og fleira munu flutt erindi í hádeginu mánudaginn 29 mars nk. stund- vfslega kl 12.00 til 14.00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Flytjendur eru Karl Henry Haglund forstöðumaður ISPO og Stuart Goold fram- kvæmdastjóri CECUA, en hvorutveggja eru samtök þessi innan vébanda Evrópu- sambandsins. Aðgangur er 5000 kr. og er hádegisverður innifalinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á tst@hi.is [S í T F) t fiitfrfrjnet) *** einhvern sem pengur íþað strax og genr það veí? V\ð bjóðum aðeins þekkt og vönduð merki og þjónustu sem þeim hæfir. Whirlpool, 8 eða 12 manna margar gerðir 3, 5 eða 7 þvottakerfi Frá 54.910 kr. staðgr. Eumenia 5 manna £UMENIA\ Þessi er felld ofan í borð- plötuna, alveg upplögð í horn þar sem þláss nýtist ekki alltaf sem skyldi. Hæð/breidd/dýpt: 53/45,8/45,8 cm. 62.890 kr. staðgr. Allar þessar vélar eru búnar afar fullkominni vatnsflæðivörn og þurrka með hita frá hitaelementum. Líttu inn og kynntu þér kosti hverrar fyrir sig - og kosti góðrar þjónustu. Heimilistæki SÆTClNI 8 • SlMI 569 1500 úrvalstæki, einstök þjónusta Vantar þig einhvern í uppvaskið Stjörnuspá á Netinu Hmbl l.i í /\LLTAf= e/TTH\SAÐ AIYT7 1 Aðsendar greinar á Netinu vg> mbl.is A.LLTAT errTH\fA£J A/ÝTT Lyf og meðganga EINS og flestir vita varð stórslys á árunum 1959-61 þegar yflr 10 þúsund börn fæddust alvarlega vansköpuð eftir að móðirin hafði tekið lyfið talidó- míð á meðgöngutímanum. Nokkru síðar varð annað alvarlegt slys þegar talsverður fjöldi unglingsstúlkna fékk krabbamein í leggöng eftir að móðir- in hafði tekið hormónalyfið díetýlstilböstról til að stöðva yfirvofandi fóstur- lát. Bæði þessi atvik, sérstaklega talidómíðslysið, gerðu talsverðan usla í heimi læknis- og lyfjafræði og undirstrikuðu nauðsyn rannsókna og var- kárni. A þeim 40 áram sem liðin eru hafa vissulega orðið gífurlegar fram- farir í læknisfræði, en við höfum samt ekki enn öruggar aðferðir til að rannsaka íyrirfram hugsanleg áhrif lyfja og annarra efna á fóstur. Lengi hefur verið vitað að lyf og ýmis önnur efni í umhverfi okkar geta í vissum tilvikum vald- ið fósturskemmdum. Skemmdir slíkra efna á fóstur, og jafnvel á komandi kynslóð- ir, geta verið með ýmsu móti. Efnin geta valdið fóstur- dauða, á fyrstu 12 vikunum eftir getnað geta þau eftir Mognús valdið vansköpun- Jóhnnnsson um, á síðari hluta meðgöngu geta þau truflað vöxt og þroska fóstursins eða einstakra líffæra eins og t.d. kynfæra. Dæm- ið um díetýlstilböstról, sem nefnt var að ofan, er eitt af örfáum dæmum sem við þekkjum um að áverkun lyfs á fósturskeiði valdi illkynja sjúkdómi síðar á ævinni, í þessu tilviki á aldrinum 10-20 ára. Einstaka lyf og önnur efni í um- hverfi okkar geta valdið stökk- breytingum í erfðaefninu, sem hugsanlega bitna á komandi kyn- slóðum, en í þessu sambandi hafa flestir mun meiri áhyggjur af mengandi efnum í náttúrunni en af lyfjum. A fyrstu 12 vikum fóst- urþróunarinnar taka öll líffæri á sig endanlega mynd og truflun á þessu ferli getur valdið vansköp- unum. Flest líffæri hafa reyndar tekið á sig endanlega mynd eftir 6-8 vikur en útlimir, gómur, þvag- og kynfæri ekki fyrr en 10-12 vik- um eftir getnað. Eitt af vandamál- unum er að á þessum fyrstu við- kvæmu vikum fósturþróunarinnar eru fæstar konur búnar að átta sig á því að þær eru ófrískar. Þetta þurfa læknai' og konur á barn- eignaraldri að hugsa út í þegar lyfjataka er ákveðin. Almennt er látin gilda sú óljósa regla að ekki eigi að nota lyf á meðgöngutíma nema kostirnir séu meiri en áhættan. Þetta getur verið erfitt í framkvæmd af ýmsum ástæðum, ein þeirra er sú að sum lyf hverfa ekki að fullu úr líkamanum fyrr en mörgum mánuðum eftir að notkun var hætt. Þó að þessar hættur séu læknum vel þekktar og konur á barneignaraldri séu almennt vel upplýstar kom í Ijós í nýlegri könnum í Bretlandi að þriðjungur ófrískra kvenna fékk a.m.k. einn lyfjakúr á meðgöngutímanum. Þetta vandamál er býsna snúið og erfitt eða ómögulegt að gera góðar rannsóknir á því. Það er aug- ljóslega ekki hægt að gefa konum ný lyf á meðgöngutímanum til að ÓFÆTT barn verður fyrir ýmiss konar áreiti frá umhverfinu. athuga hvort þau séu skaðleg fyrir fóstrið. Dýratilraunir hjálpa tals- vert en þær segja ekki alla söguna því sum lyf (m.a. talidómíð) valda fósturskemmdum í sumum dýra- tegundum en ekki öðrum. Þó að lyf valdi ekki fósturskemmdum í dýr- um og það valdi hvorki stökkbreyt- ingum né öðrum skemmdum á erfðaefni í bakteríum eða ræktuð- um spendýraframum er ekki tryggt að það geti ekki verið skað- legt fyrir mannafóstur. Sumir sjúkdómar eru þess eðlis að ómeð- höndlaðir eru þeir mun hættulegri iyrir fóstrið en lyfin sem eru notuð og má þar nefna flogaveiki, með- göngueitrun og sykursýki sem dæmi. Sumir halda að flogaveikilyf séu mishættuleg fyrir fóstrið en sennilega eru öruggustu lyfin hverju sinni þau sem halda floga- veikinni í skefjum. Ekki má heldur gleyma því að ýmislegt annað en lyf getur verið hættulegt fyrir fóstrið og má þar nefna sum vítamín (sérstaklega A- vítamín), steinefni og náttúrumeðul og þar að auki áfengi, tóbak og fíkniefni. Hér gildir sú gullna regla að gæta hófs og taka ekkert fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar nema það geti talist bráðnauðsynlegt. VÍSINDX/Nýjar eindir? Orka frá fjarlœg- um kvösum KVASAR era öflugustu ljósgjafar sem þekktir eru í alheimsrúminu. Þeir geta sent frá sér orku sem er 100 sinnum meiri en samanlögð orka allra stjarna vetrarbrautarinnar. Stærð þessara aflmiklu ljósgjafa er samt ekki meira en tvöföld stærð sólkerfisins. Þó enn sé margt óljóst um myndun og eiginleika kvasa hafa þeir æ síðan þeir vora uppgötvaðir verið vísinda- mönnum mikið áhugamál og veitt þeim mikilvæga innsýn í þróun og ald- ur stjarna og vetrarbrauta. Þeir hafa einnig veitt eðlisfræðingum mikil- vægar upplýsingar um frumeindir og mismunandi eiginleika þeirra. Ný- lega hafa stjameðlisfræðingar í Þýskalandi greint óvenju orkumikla geisla frá kvösum við útjaðar sjálfs alheimsins. Fyrstu athuganir á geislum þessum benda til þess að þeir séu úr nýjum frumeindum. Flesth stjarnvísindamenn telja að kvasar séu úr þungum svartholum, sem eru staðsett innarlega í vetrar- brautum. Þeir draga því til sín nálægar stjörnur og lofttegundir sem hitna svo mik- ið við aðdráttinn að þau senda frá sér gífurlega mikið orkumagn. Þessi orkumyndun er uppistaðan af mældum geislastyrk kvasanna. Þýsku vísindamennirnir rannsök- uðu fimm aflmestu tilfelli geim- geisla sem nokkurntíma hafa greinst. Þeir telja að geislarnir hafi komið frá fimm mismunandi kvösum sem allir eru í gífurlegri fjarlægð frá jörðinni. Ef niðurstöður vísindamann- anna um fjarlægð kvasanna eru réttar þá munu þær hafa mikil- væg áhrif á alla umræðu um nú- tíma eindaeðlisfræði. Fundur þessi virðist sérstaklega styðja nýlegar hugmyndir innan einda- fræðinnar sem segja fyrir um til- vist nýrra einda sem falla ekki inn í líkan, s.k. „standard“-kenn- ingar um uppbyggingu einda og tengsl þeirra á milli. Niðurstöður þessar byggjast á þeirri stað- reynd að engin þekkt eind getur „lifað af‘ jafn langa ferð í gegn- um alheimsrúmið og umrædd kvasageislun. Flestar hefðbundnar eindir, sem era uppistaða allrar þekktrar geislunar, eins og prótónur, raf- eindir, eða jafnvel heilir atóm- kjarnar, hafa tilhneigingu til að splundrast við geislavirka ferla og ummyndast í aðrar eindir, þar á meðal ljóseindir. Á ferð sinni í gegnum alheimsrúmið rekast geislarnir einnig stöðugt á ljóseindir bakgrunnsgeislunarinn- ar og tapa við það hluta af orku sinni. Vegna þessa orkumissis og takmarkaðra ævilíka ættu hefð- bundnar eindh- ekki að komast lengra en u.þ.b. 150 milljóna ljósára vegalengd. Þar sem geisl- arnir sem þýsku vísindamennirnír gi'eindu virðast koma frá kvösum sem eru í meira en 150 milljóna ljósára fjarlægð er ólíklegt að þeir geti verið úr hefðbundnum eind- um. Það er því erfitt að skýra hvern- ig geislar þessir hafi komist jafn mikla vegalengd og náð alla leið til jarðarinnar með því að notast ein- ungis við „standard“-líkanið. Vís- indamennirnir telja því að eina skýringin geti verið að geislarnir innihaldi áður óþekktar eindir, sem ekki falla innan ramma hefð- bundinna líkana. Á undanförnum áram hafa verið settar fram kenn- ingar, sem ef til vill geta skýrt til- vist þessara langdrægu geisla. Svokallaðar „súpersymmetríu“- kenningar hafa veríð þróaðar á undanförnum 20 árum, en hafa enn sem komið er ekki náð al- mennri viðurkenningu á meðal eindaeðlisfræðinga. Þessar kenn- ingar gera ráð íyrir því að hver hefðbundin eind eigi sér samhverf- an eindafélaga, sem býr að mestu leyti yfir sömu eiginleikum og upp- hafseindin en engu að síður nokkrum viðbótar eiginleikum. Það er skoðun þýsku vísindamann- anna að „súpersymmetría" geti skýrt tilvist og samsetningu þess- ara langdrægu geisla. Sú eind sem líklegust er til að skýra fyrirbærið er s.k. SO-eind sem „súpersymmetríu“-kenningar hafa fyrir löngu sagt fyrir um. Samkvæmt kenningunni hefur þessi eind enga hleðslu og hún mundi þar af leiðandi hafa litla víxlverkan við ljóseindir bak- grunnsgeislunarinnar. SO-eindin gæti að öllum líkindum, a.m.k. samkvæmt kenningunni, ferðast þúsundir milljóna ljósára í gegnum alheimsrámið. Sem stendur eru þessar eindir því líklegasta skýr- ingin á fyrirbærinu, þó margh' stjarneðlisfræðingar séu ekki sannfærðir um að svo sé. Leitin eftir öðrum mögulegum eindum heldur því áfram. eftir Sverri Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.