Morgunblaðið - 16.04.1999, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
SÍVAXANDI AÐSÓKN AÐ FULLORÐINSFRÆÐSLU FATLAÐRA
á forsendum hvers og eins
ara og þroskaþjálfa. Sérmenntaður
listmeðferðarfræðingur var auk
þess fenginn að skólanum fyrir
tveimur árum tii þess að sjá um
myndþerapíu, en þar fá nemendur
útrás fyrir tjáningarþörf með litum.
Listmeðferð er ólík myndmenntar-
kennslu að því leyti að kennarinn
stýrir hvorki verkefnunum né túlk-
ar þau, heldur eru sköpunarferlið
og afrakstur þess, myndin, í
brennidepli og verða grundvöllur
samræðna.
Aðsókn er óháð búsetu
Fullorðinsfræðsla fatlaðra varð
til upp úr samstarfi þeirra þjálfun-
arskóla á höfuðborgarsvæðinu sem
á 8. og 9. áratugnum buðu upp á
sérkennslu fyrir fullorðna í tengsl-
um við dag- og sólarhringsstofnanir
fyrir þroskahefta og alvarlega fjöl-
fatlaða. Arið 1988 var fyrsti náms-
vísir Fullorðinsfræðslunnar gefinn
út og um leið varð aðgangur að
námskeiðum ekki lengur háður bú-
setu nemenda. Ibúar á svæðinu allt
frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar
sækja nú námskeið Fullorðins-
fræðslunnar, en nemendur þurfa
sjálfir að koma sér til kennslustaða.
Sumir koma í almenningsfarartækj-
um, sumum er ekið af foreldrum og
aðrir koma í bflum sem sérstaklega
eru útbúnir fyrir fatlaða. Skólinn
treystir á námskeiðsgjöid til þess að
mæta kostnaði við reksturinn, en
heyrir stjórnsýslulega undir
menntamálaráðuneytið.
Nemendur Fullorðinsfræðslunn-
ar eru nú á lokaspretti vorannar og
hlakkar þegar til vorhátíðarinnar
sem haldin hefur verið reglulega
um árabil við mikinn fögnuð þátt-
takenda. Karnivalstemmning ríkir á
hátíðinni sem í ár fer fram 20. maí,
og skemmta nemendur þar sjálfum
sér og öðrum með leik, söng, tónlist
og dansi eins og kraftar leyfa.
UMHVERFISUPPLIFUN
► SIGGA Maja, Inga Sunna
og Betsý létu fara vel um
sig í vatnsrúminu í grunn-
deild fjölfatlaðra við Kópa-
vogsbraut. Oflugir hátalarar
eru boltaðir undir rúmið og
berast hljóðbylgjurnar upp í
gegnum vatnið svo nemendur
læri að „hlusta“ með öllum
líkamanum. „Þessar ungu
stúlkur hafa mjög ákveðinn
tónlistarsmekk og hlýða meðal
annars á klassiska tónlist og
söngleikinn Grease,“ upplýsti
Auður Hannesdóttir kennari og
sagði mikinn misskilning að
þroskaheftir hefðu einungis
gaman af barnalögum.
► MARIA sló bongótrommurnar
og Fífa beitti hljóðnemanum af
kunnáttu í tónlistartíma. I bak-
grunni má sjá Auðbjörgu, Sóleyju
og Iljalta sem tóku fullan þátt í
glaðlegum flutningi Óla Skans sem
ómaði um allt húsið. „Þetta er ekki
musíkþerapia heldur alvöru ton-
listarnám af þeim toga sem allir
hafa rétt á,“ útskýrðu kennararnir
og kváðu tónlistarnemendur í Full-
orðinsfræðslu fatlaðra læra allt frá
einföldum taktslætti í hóp til flókn-
ari nótnalesturs í einkatímum.
► ÞORARINN sló tvær flugur í einu höggi í
tölvuverinu í Borgarholtsskóla því um leið
og hann æfði sig í ritvinnslu leysti hann
málfræðiverkefni með því að fylla út eyður í
texta um Ara og Lappa. Þórarinn er áhuga-
maður um fréttir og notar tölvuna óspart til
þess að fara inn á íslensku fréttavefina
mbl.is og visir.is.
REIKNINGUR
Sæberg
Morguni
► ERLA, Hugrún Dögg
og Ása Björk sögðust
vera mjög duglegar í
reikningi og Guðmunda
Júlíusdóttir kennari
staðfesti þau orð. „Mað-
ur fær ekki betri nem-
endur,“ sagði hún.
Stúlkurnar sögðu blaða-
manni frá páskaleyfinu
sínu í stuttu máli en
grúfðu sig að svo mæltu
yfir mínus og margföld-
un og máttu sýnilega
ekki vera að frekara
froðusnakki.
Svo lengi lærir sem lifír, segir máltækið og
það er sannarlega aldrei of seint að nema
---------------7-------------------------
eitthvað nýtt. I vetur hafa vel yfir þrjú-
hundruð manns á aldrinum 18-70 ára sótt
fjölbreytt námskeið hjá Fullorðinsfræðslu
fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu í því skyni
að auka margs konar færni, þroska og
þekkingu. Sigurbjörg Þrastardóttir leit
inn í nokkrar kennslustofur og fékk hlýjar
móttökur hjá áhugasömum nemendum
og kennurum þeirra.
ÞAÐ er sennilega sjaldgæft í skól-
um nú til dags að hitta að máli nem-
endur sem þykir jafnvænt um allar
námsgreinarnar sem þeir leggja
stund á, en sú er einmitt raunin í
Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Skýr-
ingin er sú að Fullorðinsfræðslan er
ekki skylduskóli heidur safn nám-
skeiða sem nemendur velja eftir
eigin áhugasviðum. Aðgang að nám-
skeiðunum hafa fatlaðir og þroska-
heftir á aldrinum 18-70 ára og hafa
342 nemendur stundað nám í vetur
á höfuðborgarsvæðinu. Séu útibú
skólans á Selfossi og Akureyri tekin
með í reikninginn telst fjöldi nem-
enda alls um 500.
Háttvísi, danska og sund
Þetta er ellefta starfsár Fullorð-
insfræðslunnar í núverandi mynd,
en skólanum er samkvæmt náms-
vísi ætlað að auka sjálfstæði, öryggi
og vellíðan nemenda innan heimiiis
og úti í samfélaginu. Unnið er að
nefndum markmiðum með því m.a.
að auka almennan skilning og þekk-
ingu, efla félagsfæmi og boðskipti,
bæta verkkunnáttu, stuðla að al-
mennu heilbrigði og ýta undir
þroskandi nýtingu tómstunda.
Námskeiðin í Fullorðinsfræðsl-
unni em ekki beinlínis hugsuð sem
stökkpallur fyrir frekara nám held-
ur fremur sem undirbúningur fyrir
iífið. Þar er til dæmis að finna nám-
skeið sem varða almenna háttvísi,
samskipti kynjanna, snyrtingu og
holla lífshætti. Fyrir bókhneigða er
boðið upp á lestur, ritun, reikning,
dönsku, ensku og ýmiss konar
tölvunám, auk skapandi námskeiða í
handmennt, myndlist, tónlist, leik-
list, sundi, leikfimi og matreiðslu.
Nám í takt við þroska
Sérstaða skólans felst í því að
reynt er að koma til móts við hvem
einstakling þar sem hann er staddur
á þroskabrautinni og er námið sniðið
að getu hvers og eins. Alvarlega
greindarfatlaðir einstaklingar eiga
kost á sérstökum námskeiðum í um-
hverfisupplifun þar sem unnið er
með skynörvun og virkni, og í sund-
laug Kópavogshælis er boðið upp á
vatnsörvun og slökun fyrir fjölfatl-
aða. Nemendur sem valda lykla-
borði geta numið ritvinnslu í tölvu-
veri en þeim sem eiga erfitt með að
tjá sig og skilja talmál er kennd
samþætting boðskiptaleiða. Nem-
endur sem sýna sérstök leikræn til-
þrif geta teldð þátt í æfingum leik-
hópsins Perlunnar, auk þess sem
hljómsveitin Plútó er sérstaklega
starfrækt með framkomu í huga og
er skipuð músíkölskum nemendum.
Framangreind dæmi birta aðeins
brot af starfsemi skólans, en henni
stjórnar tæplega þrjátíu manna
hópur eljusamra kennara, sérkenn-