Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 2

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Friðrik Ingi Rúnarsson skorar á leikmenn Njarðvíkur að sýna baráttuþrek og sigurvilja í verki Við þurfum auðvitað að mæta í grænum búningi LEIKAÐFERÐIN, sem Friðrik Ingi Rúnarsson og lærisveinar hans í Njarðvíkurliðinu beittu, var ekki orsök þess mikla af- hroðs, sem þeir biðu fyrir ná- grönnum sínum og erkifjend- um úr Keflavík á sunnudags- kvöld, segir þjálfarinn. En tveir aðrir veigamiklir þættir brugðust þegar á hólminn var komið. Annars vegar skotnýt- ingin, en það er nokkuð sem allir þurfa einhvern tíma að ganga í gegnum með reglu- legu millibili; hinsvegar sigur- viljinn og baráttugleðin, en það þótti Friðrik öllu alvar- legra. Enn fremur sagði hann að forskotið sem Keflvíkingar höfðu á þessu sviði í leiknum, hefði valdið því að sjálfstraust þeirra grænklæddu, sem Frið- rik sagði að hefðu ekki verið sannarlega grænklæddir inn- anbrjósts að þessu sinni, hefði minnkað snarlega. W Ísjálfu sér þróaðist þessi leikur nákvæmlega eins og höfðum búið okkur undir,“ sagði Friðrik þjálfari ■■■■■^B er ljóst var að mögu- Edwin leikar liðs hans á að Rögnvaldsson verja Islandsmeist- sknfar aratignina verða úr sögunni tapi það aftur í einvíginu. „Þeir voru í svæðisvöm, sem við áttum í smá vandræðum með í Njarðvík [þar sem annar leik- urinn fór fram síðastliðið fímmtu- dagskvöld], en ekki í þessum leik. Við fengum nákvæmlega þau opnu skotfæri sem við vildum, nákvæm- lega sömu færin og Keflavík fékk - fyrstu fimm mínútumar. Eini munurinn var sá að þeir hittu úr sínum skotum, en ekki við. Þannig lentum við undir, 22:8. Síð- an jöfnuðum við metin, með nokkmm áherslubreytingum í vörninni, en misstum þá fram úr okkur aftur. Það sem skildi liðin í kvöld var aðeins eitt - þeir vora bara hungraðri og miklu grimmari í sóknarfráköstum og annarri bar- áttu um boltann. Annað var það ekki... jú, vissulega hittu þeir bet- ur en við. Okkur tókst samt sem áður að skapa okkur færi. Eg get ekki farið fram á meira sem þjálfari, þegar við setjum upp leikaðferð gegn svæðisvörn þeirra, en að við fáum opin skotfæri, jafnt undir körfunni sem fyrir utan. Og þau fengum við, en ef skotin fara ekki ofan í er ekk- ert við því að gera. Hinsvegar, þegar líða tók á leik- inn misstum við sjálfstraustið við það að ná ekki þessum fráköstum og ná ekki boltanum þegar um hann var barist. Það gerðu Keflvík- ingar aftur á móti, fengu þannig aukið sjálfstraust í kjölfarið, áhorf- endur hrifust með og maður er svo sem búinn að upplifa þetta marg, margoft - á báða vegu. Þannig þró- aðist þessi leikur. Þeir vora hungr- aðri, vildu meira, börðust meira fyrir sínu og uppskáru eftir því.“ Hvuð er þá tii ráða? „Það er alveg ljóst, að við þurfum auðvitað að mæta í grænum bún- ingi. Þetta vora hvítir á móti hvít- um í kvöld. Það var bara einn litur á vellinum. Spurningin er bara sú hvort við viljum koma sem græn, grenjandi ljón í næsta leik eður ei.“ Einmitt í Ljónagryfjunni. „í Ljónagryfjunni. Það er í raun- inni það sem við þurfum að gera, að mæta hungraðri. Við þurfum að sýna það að við séum ekki saddir, að við séum ekki tilbúnir að láta valta yfír okkur fram og til baka.“ Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Kominn á skrid! FALUR Jóhann Harðarson lék vel með Keflvfkingum, skoraði fimm þriggja stiga körfur - þar af fjórar í byrjun leiks, þegar heimamenn voru að ganga frá leiknum. Hér brunar hann fram hjá Teiti Örlygssyni og Brenton Birmingham, sem koma engum vörnum við. Birgir Þór Birgisson fylgist með sínum manni. Svo virðist sem þið hafið ekki á jafn mörgum frambærilegum leik- mönnum að skipa og Keflvíkingar, með Guðjón Gylfason meiddan og Hermann Hauksson í sprautu- meðferð fyrir hvern leik vegna bakmeiðsla. Vantar ykkur ekki betri leikmenn til að geta sótt af bekknum þegar til kastanna kem- ur? „Við eram með leikmenn á bekknum, til dæmis Ægi [Gunnars- son], sem hafa verið að koma inn í tíu manna liðið bara rétt í síðustu leikjum. Ægir er sjálfur búinn að eiga við meiðsl að stríða og svo framvegis, þannig að það er erfítt að kasta honum fyrir ljónin í svona leikjum. En jú, jú - við höfum leik- menn eins og þeir. Keflvíkingar hafa ef til vill öriítið fleiri svona, eins og maður segir, „fimmtán stiga menn“ heldur en við. Hinsvegar eigum við að geta fundið leið til að sigra," sagði Friðrik. Fal Flarðarsyni eru ófarirnar frá 1991 enn í fersku minni Ekki búnir að vinna neitt ennþá Keflvíkingar eru nú komnir í sömu stöðu og þeir voru í gegn Njarðvíkingum í úrslitarimmu lið- ■■■B^B anna árið 1991. Þá Eftir komust þeir yfír, 2:1, Edwin en töpuðu næstu Rögnvaldsson tveimur leikjum og horfðu á nágranna sína hampa íslandsbikarnum eftir hreinan úrslitaleik. Falur Harðarson, bakvörður Keflavíkur, var í Keflavíkurliðinu sem mátti bíta í hið súra epli. Hann kom félögum sínum á bragðið snemma leiks á sunnudagskvöld með glæsilegum þriggja stiga körf- um og gerði alls fimm slíkar, en Keflavíkurliðið skoraði hvorki meira né minna en sextán þriggja stiga körfur í leiknum. Falur meiddist lítillega í síðari hálfleik og fór því af velli. „Mér líður stórkost- lega,“ sagði hann eftir leikinn, ,fyr- ir utan smáhögg sem ég fékk á lær- ið. Ég fór bara útaf til að kæla það, því leikurinn var búinn að mínu mati. Ég hefði haldið áfram ef þetta hefði staðið tæpt,“ sagði hann. Líður ykkur ef til vill eins og að hálfur sigur sé þegar unninn? ,fylls ekki! Við eram ekki búnir að vinna neitt ennþá. Við höfum verið í þessari stöðu áður - og tap- að. Ef við spilum svona áfram, hef ég trú á að við vinnum. Það er enn einn sigurleikur eftir hvað okkur varðar - og við stefnum auðvitað að því að ná honum í Njarðvík [í kvöld]. Ef við töpum er ekki um annað að ræða en hreinan úrslita- leik, en hann er einfaldlega ekki á dagskránni hjá okkur.“ Finnst þér að hugarfarið og stemmningin í hópnum sé þannig að ykkur sé fært að Ijúka verkinu í næsta leik? „Já, virkilega. Munurinn á tveimur síðustu leikjum okkar mið- að við þann fyrsta er sá að nú eru menn komnir virkilega til þess eins að spila. Mér fínnst andinn í hópn- um mjög góður og allir eru búnir að setja stefnuna á eitt - að klára þetta.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.