Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 B 3
ÍÞRÓTTIR
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir stórsigur á Njarðvíkingum
Ekkert
sem
hindrar
okkur
ÞEGAR Sigurður Ingimundar-
son, þjálfari Keflvíkinga, var
beðinn um að útskýra fyrir
lesendum, hversu mikilvægur
annar sigur liðs hans á
Njarðvík var, sagði hann:
„Menn hugsa einfaldlega að-
eins um einn leik í einu, líta
ekki mikið fram á veginn.
Njarðvíkingarnir eru komnir
upp að vegg núna. Þeir mega
ekki tapa aftur. Fyrir okkur
var þetta bara unninn leikur
og við ætlum að vinna næsta
leik líka. Annað kemur ekki
til greina.“
Sigurður hefur áður sagt að lið
sitt væri betra en lið Njarðvík-
inga. Hversu betra? Sýndu úrslit
leiksins á sunnudag ef til vill
getumun liðanna í hnotskurn, að
mati Sigurðar?
„Nei, nei,“ svarar þjálfarinn og
grettir sig. „Þetta var nú gróf
spurning. Við vorum bara betri en
þeir í kvöld, vorum tilbúnir. Þetta
var ef til vill ekki ósvipað fyrsta
leiknum, þegar þeir mættu mun
betur stemmdir heldur en við. En
þegar við komum reiðubúnir til
leiks vinnum við. Á því leikur eng-
inn vafi, sama hvar leikið er.“
Hvað ykkur varðar hefur úr-
slitarimman þróast þannig hingað
til; tap, naumur sigur og stórsigur.
Þetta er augljóslega merki um að
það sé stígandi í leik liðsins, ekki
rétt?
„Stígandi? Þetta var besti leikur-
inn okkar hingað til í þessu einvígi.
Já, það hefur verið stígandi í leik
okkar og við látum ekki deigan
síga. Við vorum góðir í Njarðvík [í
öði'um leik liðanna á fímmtudag].
Reyndar var sumt sem gekk ekk-
ert of vel þar, en flest allt gekk upp
í þessum leik.“
Þú ert þá ánægður með leikinn í
alla staði, eða hvað?
„Já, það var ekkert sem við
gerðum illa, en við eigum enn góð-
an leik inni. Við voi-um ekki að
leika eins og við getum best. Þetta
var bara góður leikur hjá okkur.“
Sjálfstraustið hlýtur að aukast
eftir slíka frammistöðu.
„Já, já, já, já! Það er alltaf til
staðar hjá okkur. Við vitum allir að
hverju er stefnt og hvað við getum.
Það er ekkert sem hindrar okkur.“
Morgunblaðið/Einar Falur
TEITUR Örlygsson var búinn að játa sig sigraðann, þegar hann settist niður fyrir aftan varamanna-
bekkinn er sjö mín. voru eftir af leik - trúir varla sínum eigin augum.
Njarðvíkingar
rótburstaðir
NJARÐVÍKINGAR riðu ekki feitum hesti frá þriðju viðureign sinni
við Keflvíkinga í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þeir voru nánast
rótburstaðir og hafa sjálfsagt orðið þeirri stundu fegnastir þegar
flautað var til leiksloka. Lokatölur urðu 108:90, en í leikhléi var
staðan 52:43. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum hlýtur
meistaratitilinn og er staðan nú 2:1 fyrir Keflavík. Fjórði leikur
liðanna verður í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld og þar geta
Keflvíkingar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn. Hjá Njarðvíkingum
hlýtur aðeins eitt að vera á dagskrá, að duga eða drepast.
Leikur liðanna í Keflavík byrjaði
þó fjörlega og allt virtist stefna í
hörkuleik. Keflvíkingar hófu leikinn
■■■■■■ með leiftursókn og
Bjöm léku á als oddi á með-
Blöndal an Njarðvíkingar áttu
skrífar greinilega í erfiðleik-
um. Þeir hafa ekki jafn
stóum hópi leikmanna á að skipa og
Keflvíkingar og því ljóst að lítið má
útaf bera hjá burðarásum. Friðrik
Ragnarsson, leikstjórnandi og einn
af lykilmönnum liðsins, átti í miklum
erfiðleikum með að ná sér á strik.
Eftir stuttan leik var staðan orðin
22:8 og greinilegt var að Njarðvík-
ingum var nokkuð brugðið. Friðrik
Rúnarsson þjálfari tók þá leikhlé og
upp úr því kom besti kafli Njarðvík-
inga. Þeim tókst að jafna metin,
28:28, en síðan datt botninn úr leik
þeirra aftur og Keflvíkingar sigldu
framúr að nýju.
Keflvíkingar gerðu síðan endan-
lega út um leikinn þegar á fyi-stu
mínútunum í síðari hálfleik með
sömu leiftursóknunum og í upphafi
leiks. Á meðan flest gekk upp hjá
heimamönnum stóð ekki steinn yfir
steini hjá Njarðvíkingum. Á
nokkrum mínútum fengu þeir á sig
15 stig á móti þremur og þar með
var staðan orðin 67:46 fyrir Keflavík.
Friðrik þjálfai-i tók þá tvö leikhlé
með stuttu millibili til að endur-
skipuleggja leik sinna manna, en allt
kom fyrir ekki. Leikurinn nánast
fjaraði út og öll spenna sem hefur
einkennt leiki þessara liða hvarf út í
veður og vind. Keflvíkingar gátu
landað sigri án erfiðleika og langt er
síðan Njarðvíkingar hafa verið jafn
grátt leiknir.
Bestu menn Keflvíkinga voru
Damon Johnson, sem enn einu sinni
sýndi hversu snjall körfuknattleiks-
maður hann; stórskytturnai- Falur
Harðarson og Guðjón Skúlason voru
ekki síðri; Hjörtur Harðarson lék nú
sinn besta leik í úrslitakeppninni og
hefur reynst liði sínu mjög drjúgur.
Fannar Olafsson hefur einnig verið
að sækja í sig veðrið, en honum
hættir til að vera full ákafui-. Þá
stendur Birgir Örn Birgisson alltaf
fyrir sínu. Besti maður Njarðvíkinga
var Brenton Birmingham en hann
komst að því að enginn má við
margnum. Þá gaf Teitur Örlygsson
sitt ekki eftir að vanda. Friðrik Stef-
ánsson og Hermann Hauksson voru
einnig ágætii’.
Urslitakeppnin
í körfuknattleik 1999
Þriðji leikur liðanna i úrslitunum,
leikinn í Keflavik 18. april 1999
KEFLAVÍK NJARÐVÍK
108 Skoruð stig 90
26/34 Vítahittni 20/27
16/34 3ja stiga skot 8/30
17/42 2jastigaskot 23/42
30 Varnarfráköst 26
19 Sóknarfráköst 14
12 Bolta náð 10
15 Bolta tapað 16
23 Stoðsendingar 23
22 Villur 27
Todd lofar
Eið Smára
og Guðna
1 EIÐUR Smári Guðjohnsen
Ivar heija Bolton er liðið
vann Ipswich Town 2:0 á
heimavelli í ensku 1. deild-
inni um helgina. Eiður
■ Smári skoraði eitt mark og
:j átti einnig þátt í öðru marki
s Bolton-liðsins.
Fyrra mark Bolton kom
: eftir skot frá Eiði Smára
j sem markvörður Ipswich
varði en hélt ekki boltanum
Iog Bob Taylor fylgdi á eftir
og skoraði. Eiður Smári inn-
siglaði síðan sigur Bolton í
síðari hálfleik er hann gerði
sitt fjórða mark á tnnabil-
inu.
Guðni Bergsson Iék einnig
s með Bolton, en hann hefur
verið frá í rúmlega tvo mán-
uði vegna meiðsla. Colin
Todd, knattspyrnustjóri
» Bolton, hrósaði Eiði Smára
| og Guðna fyrir frammistöðu
I þeirra í leiknum. Guðni, sem
kom í veg fyrir mark tvíveg-
is í leiknum, meiddist lítil-
lega undir lokin en Todd
sagði á heimasíðu Bolton-
liðsins að varnarmaðurinn
yrði klár í næsta leik.
Bolton er í fimmta sæti
deildarinnar og hefur mögu-
leika á að tryggja sér sæti í
úrvalsdeild með því að sigra
í sérstakri úrslitakeppni liða
í 3.-6. sæti 1. deildar.
■ BJARNÓLFUR Lárusson og
Sigurður Ragnar Eyjólfsson komu
inn á hjá Walsall gegn Maccles-
field Town í 2. deildinni. Walsall
sigraði 2:0 og er í 2. sæti deildar-
innar og á góða möguleika á að
komast upp í 1. deild.
■ BRENTFORD, lið Hermanns
Hreiðarssonar, er í 3. sæti í 3.
deild. Liðið gerði markalaust jafn-
tefii við Leyton Orient og var Her-
mann í byrjunarliðinu.
■ SIGURÐUR Jónsson, var í sig-
urliði Dundee United sem vann
Aberdeen 4:0. Liðið er í 8. sæti
skosku úrvalsdeildarinnar.
■ HIBERNIAN, lið Ólafs Gott-
skálkssonar, hefur 17 stiga forskot
í 1. deildinni í Skotlandi. Olafur var
í liði Hibernian sem vann St. Mirr-
en 2:1 um helgina.
■ SUNDERLAND hefur tryggt
sér sigur í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar. Liðið hefur haft mikla
yfirburði í vetur og er nú 18 stigum
á undan Bradford og Ipswich
Town sem eru í 2. og 3. sæti.
■ ASTON VILLA hefur lýst yfir
stuðningi við Paul Merson sem hef-
ur látið á ný undan í baráttunni við
Bakkus. Leikmaðurinn viður-
kenndi í blaðaviðtali að hann hefði
drukkið eina og hálfa vodkaflösku
á átta tímum á bar í Lundúnum á
dögunum. Merson hefur lengi
barist við vímuefnanotkun, en hann
fór í meðferð við áfengis- og eitur-
lyfjanotkun þegar hann lék með
Arsenal árið 1994.
■ CRYSTAL Palace ætlar að inn-
heimta um 600 krónur af stuðn-
ingsmönnum liðsins fyrir að mæta
á fund þar sem Mark Goldberg
stjómarmaður liðsins ætlar að sitja
fyrir svörum um framtíð liðsins,
sem á við mikla fjárhagserfiðleika
að etja. I stað þess að halda fund-
inn á heimavellinum Selhurst Park
var ákveðið að leigja sal úti í bæ.