Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 2

Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 ± MORGUNBLAÐIÐ SINDRI Þegar byggja skal með málmum Borgartúni 31 ■ 105 Rvík ■ sími 575 OOOO ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is MIRAWALL álklæðningar ♦ 10 ára verksmiðjuábyrgö ♦ yfir 80 litir ♦ 50 my dufthúð tryggir endingu ♦ frábær gæði á hagstæðu verði Sigtún 42, Reykjavík - Arkit: Arkitektar sf., Verkt: Ármannsfell. Markland 12-16, Reykjavík - Arkít: Arkform, Verkt: Hreinn Halldórsson. Arkit: Arkitektastofan hf., Verkt: HS verktakar FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN er með til sölu jörðina Eyland í Vestur- Landeyjum, þetta er 250 ha jörð með góðu íbúðarhúsi á þægilegum stað, allt er vel um gengið og snyrtilegt. Asett verð er 16 milljónir. Eyland í V-Land eyjum til sölu FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN er með til sölu núna jörðina Eyland í Vestur-Landeyjahreppi. Þetta er um 250 hektara jörð sem allt er gróið land. Gott íbúðarhús er á jörðinni, ágætlega við haldið, að sögn Magnúsar Leopoldssonar hjá Fasteignamiðstöðinni. Einnig er á jörðinni fjós, hlaða og skemmur. „Þarna var til skamms tíma rekið myndarlegt kúabú en í dag er ekki rekinn þarna búskapur. Öllu er þó vel við haldið og hægt að taka upp búskap hvenær sem er, einnig hentar þessi jörð vel fyrir hesta- fólk,“ sagði Magnús ennfremur. „Jörðin Eyland gefur að ýmsu leyti mikla möguleika, aðeins 7 kílómetr- ar eru á Hvolsvöll og væri þvl auð- velt að stunda vinnu þar allan árs- ins hring. Húsakynni og umhverfi er allt einstaklega snyrtilegt. Ég hef orðið var við hreyfingar í þá átt að bændur hugleiða að færa sig um set með fullvirðisrétt sinn þegar vel staðsettar og uppbyggðar jarðir koma í sölu, eins og um er að ræða þarna. Þess má geta að fallegur garður er við íbúðarhúsið og þetta gæti því einnig hentað vel sem sumardvalarstaður fyrir félaga- samtök. Asett verð er 16 milljónir króna.“ Skyldi vera mikið framboð á jörðum um þessar mundir? „Já, nokkuð gott, t.d. hef ég feng- ið á skrá nokkrar nýjar jarðir síð- ustu daga. Það virðist vera nokkuð góð eftirspurn eftir jörðum, bæði til búreksturs og fyrii- þá þéttbýlisbúa sem áhuga hafa á útivist af ýmsu tagi.“ Tveir til þrír íbúar að meðaltali í hverri íbúð MEÐALFJÖLDI íbúa í íbúð er nokkuð misjafn eftir sveitarfélögum og getm- líka verið nokkuð misjafn Fasteignasölur í blaðinu ídag Agnar Gústafsson bls. 26 Ás bls. 24 Ásbyrgi bls. 20 Berg bls. 32 Bifröst bls. 23 Borgir bls. 12 Brynjólfur Jónsson bls. 5 Eignaborg bls. 30 Eignamiðlun bis. 16-17 Eignaval bls. 11 Fasteignasala lögm. R.vík ws. 30 Fasteignamarkaðurinn bls. 15 Fasteignamiðlun bls. 30 Fasteignasala íslands bls. 29 Fjárfesting bls. 27 Fold bls. 22 Framtíð bls. 28 Frón bls. 29 Gimli bls. 4-5 H-Gæði bls 12-13 Flátún bls. 5 Hóll bls. 9 Hóll Hafnarfiröi bls. 26 Hraunhamar bls. 7 Húsakaup bls. 25 Húsvangur bls. 13 Höfði bls. 6 Kjöreign bls. 8 Kjörbýli bls. 25 Lundur bls. 10 Lyngvík bls. 27 Miðborg bls. 3 Óðal bls. 14 Séreign bls. 18 Skeifan bls. 32 Stakfell bls. 19 Valhús bls. 28 Valhöll bls. 21 Þingholt bls. 20 innan sveitarfélaga, meðal annars í Reykjavík. Þessi fjöldi er einnig breytilegur eftir árum. Meðalfjöldi íbúa í íbúð hefur lækkað úr þremur í 2,5 í Reykjavík á síðustu tveimur áratugum. Þessar tölur eru sóttar í Arbók Reykjavíkur 1998 sem kom út fyrir nokkru. Þar kemur fram að áríð 1975 var meðalfjöldi íbúa í íbúð þrír. Fimm árum síðar var þessi tala komin niður í 2,52 og hefur lítið breyst síðan og var árið 1997 2,5. Sé litið til nágrannabyggða kem- ur í ljós að íbúafjöldi á hverja íbúð er nokkuð svipaður. Þannig eru 2,99 íbúar á íbúð á Seltjarnarnesi, 3,2 í Mosfellsbæ, 2,5 í Kópavogi, 3,28 í Kjalarneshreppi og tveir í Kjósa- hreppi. Meðaltal fyrir höfuðborgar- svæðið eru 2,63 íbúar á íbúð. Þessi tala er líka breytileg eftir einstökum hverfum í Reykjavík. Þannig eru flestir íbúar á íbúð í Breiðholti, 3,36, í Grafarvogi eru þeir 3,18 og í þriðja sæti eru Arbæj- ar- og Seláshverfi með 3,01 íbúa á íbúð. Fæstir eru í austurbæ eða 2,04 og í vesturbæ eru þeir 2,23. Margs konar annan talnafróðleik er að finna í Ái-bók Reykjavíkur, m.a. að frá árinu 1965 hefur hlutfall íbúa í Reykjavík sem njóta hitaveitu vaxið úr 71% í 99,9% í fyrra. Þar má líka sjá að við 14 götur í Reykjavík býr aðeins einn íbúi í hverri. Þessar götur eru í öllum borgarhverfum: Austurstræti, Brunnstígur, Skóla- brú, Grænhóll (á flugvallarsvæði), Laugarnesblettur, E lliðavatnsveg- ur, Lágmúli, Stjörnugróf, Hestháls, Smálandabraut, Hitaveituvegur og Krókháls. Frumleg hilla ÞESSI frumlega hilla fyrir föt er hönnuð af Christian Hvidt, og henni geta fylgt bæði spegill með hillu eða skáp. Einnig er hægt að fá hilluna með eða án ljdss. Margir aðrir möguleikar eru í dæminu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.