Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sindra-Stál undirbýr flutning úr Borgartúni að Klettagörðum Reynt verður að hefja byggingaframkvæmdir á miðju þessu ári HÁLF öld er liðin á þessu ári frá stofnun Sindra-Stáls hf. í Reykjavík. Einar Asmundsson stofnaði fyrirtækið ásamt nokkrum öðrum aðilum til að annast innflutn- ing á stáli og málmum, vélum og tækjum fyrir málm- og byggingar- iðnað. Það var í fyrstunni lengi vel til húsa við Hverfísgötu en síðasta aldarfjórðunginn hefur aðsetur þess verið við Borgartún 31. Framundan eru enn aðsetursskipti því fyrirtæk- ið hefur fengið lóð á nýju athafna- svæði sem verið er að skipuleggja við Klettagarða. Gerir Bergþór Konráðsson framkvæmdastjóri ráð s A fímmtíu ára afmælisárinu er ráðgert að flytja starfsemi Sindra-Stáls í Reykjavík frá Borgartúni í Klettagarða. Jóhannes Tómasson ræddi við forráðamenn fyrir- tækisins af þessu tilefni og forvitnaðist um fyrirhugaðar byggingar á nýja staðnum. fyrir að hægt verði að hefjast handa um byggingu þar um mitt árið. Rætt var við Bergþór og Jón Emil Halldórsson, deildarstjóra bygg- ingadeildar, um starf Sindra síðustu árin og uppbygginguna sem framundan er við Klettagarða. Bergþór er í upphafí spurður hvers vegna sé fyrirhugað að flytja starfsemina: „Svæðið hér við Borg- artúnið var á árum áður svo til ein- göngu iðnaðarsvæði, hér var Ham- ar, ýmsar smiðjur, málmiðnaðar- og byggingafyrirtæki og síðan flutningafyrirtækin, Vöruflutninga- miðstöðin, Nýja sendibílastöðin og Þróttur, svo dæmi sé tekið. Síðustu árin hafa flest þessi fyrirtæki verið að flytjast austar í borgina, til dæmis á athafnasvæðið við Sunda- höfn, og hér við Borgartún hefur svæðið þróast þannig að nú er orðið miklu meira um verslanir og íbúðir, hvert stórhýsið á fætur öðru risið. Þessi mikla þétting á byggðinni hér hefur gert það að verkum að okkur finnst vera farið að þrengja svolítið að okkur og þess vegna hófum við fyrir nokkru leit að nýju aðsetri og höfum nú vilyrði fyrir þessari lóð við Klettagarða sem okkur líst mjög vel á.“ Ymsir aðrir staðir skoðaðir Ýmsir aðrir staðir voru skoðaðir og sagði Bergþór að meðal annars hefði Garðabær komið til greina en menn hefðu þó fljótlega séð að ekki væri hentugt að fara með þær þús- undir tonna af þungaflutningum á byggingarefni, sem starfsemin krefðist, langt frá höfn og aðsetri flutningafyrirtækjanna. Því hefði hafnarsvæðið við Klettagarða verið Stofnsett 1984 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 ® 552 9077 Einiberg hf. einbýli Fallegt 150 fm einbýlishús á einni hæð m. 4 svefnh. parketi, 2 stofum, tvöf. 50 fm bílsk. Skipti möguleg á 4ra herb. íb. m. bílsk. Verð 15,7 millj. Mosfellsdalur einbýli Frábært tækifæri til að eignast 120 fm nýl. steinhús á 6000 fm eignarlandi í óspilltri náttúru, draumaeign fyrir úti- vistar- og hestafólk. Ekkert greiðslu- mat. Áhv. 7,3 millj. Verð 13,5 millj. Hraunbær raðhús Fallegt raðhús 130 fm á einni hæð ásamt bílskúr. 4 svefnherb. Gesta- snyrting og baðherb. Búið er að skipta um þak. Verð 13 millj. Þrastarnes lóð Einbýlishúsalóð 1254 fm á úrvalsstað vestarlega á Arnarnesi. Eignarlóð, gatnagerðargj. greidd. Verð; tilboð. Skólavörðustígur 3-4 herb. Ibúð 95 fm á 2 hæðum í sögufrægu timburhúsi með sérinngangi ofarlega á Skólavörðustíg. Áhv. 5,0. Verð 9,4 millj. Eyjabakki 4ra herb. Falleg 4ra herb. 88 fm íbúð á 1. hæð með suðursvölum og sérþvottahúsi, 3 svh. Áhv. Byggsj. 2,3 millj. Verð 7,5-7,7 millj. Lækjarsmári sérhæð 3-4 herb. 100 fm neðri sérhæð með bílskúr. Allt sér. Selst tilb. undir tréverk. Verð 10-10,5 millj Bæjarhoit Hf. 3ja-4ra herb. Falleg 103 fm íbúð á 1. hæð með fallegu útsýni, sérþvottahús. Gengið er beint inn. Verð 8,5-8,7 millj. Baldursgata 3ja herb. 3ja herb. íbúð, 77 fm á 2. hæð (efstu) í timburhúsi, með sérinngangi og sérhita. Tvær stofur, skuldlaus eign. Verð 7,4 millj. Þórsgata 3ja herb. Gullfalleg 3ja herb. íbúð á 1. hæð á þessum vinsæla stað. Tvær stofur með parketi, svefnh. með parketi. Stórt og fallegt eldhús. Áhv. húsbr. 2.5 millj. Verð 8,5 millj. Grundarstígur 2ja herb. Afburðaglæsileg 64 fm íbúð á 1. hæð i endurbyggðu steinhúsi, Park- et, vandaðar innr. Sérbilastæði. Laus strax. Áhv. húsbréf 4,4 millj. Verð 8,3 millj. Tryggvagata 2ja herb. Falleg 2ja herbergja ibúð á 4. hæð 66.5 fm með suðursvölum, stórri stofu með parketi. Stórt svefnherb. með parketi. Tengt f. þvottavél á baði. Áhv. húsbr. og Byggsj. 3,3 millj. Verð 6,5 millj. Hringbraut 2ja herb. 2ja herbergja 45 fm íbúð á 1. hæð, svefnherb. og rúmgóð stofa, ágætt skápapláss. Þrefalt gler að götu. Verð 4,8 millj. Vindás einstaklingsíbúð Góð einstaklingsíbúð á 4. hæð í ný- legu fjölbýli 34 fm. Eikarinnrétting í eldhúsi, parket á stofu. Austursvalir. Verð 3,9 millj. Áhv. Byggsj. og hús- bréf um 2,2 millj. Sumarbústaðir Höfum fengið til sölu tvo sumar- bústaði í Miðfellslandi. Annar S'S fm nálægt vatninu, sem þarfnast stand- setningar. Hinn 50 fm fullfrágenginn bústaður. STÆROIR BYGGINGA VÖRUGEYMSLA 1. ÁF. 3.100* VÖRUGEYMSLA 2. ÁF. 2.700* 1. HÆÐ — 1.210m’ 2. HáD 82Sm’ ð. H€D 825m’ 4. HáD 825m’ 5. H£0 825m’ SAMTALS: lO.AIOm* LðO: 18.324m’ LÓDARNÝTING: 0,57 BlLASTÆDI : 150 GRUNNMYND af lóð Sindra-stáls þar sem á að reisa 5.800 fermetra stálgrindarhús og skrifstofubyggingu. Atvinnuhúsnæði Vatnagarðar. Vorum að fá í sölu iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum, 582 fm með innkeyrsluhurð á neðri hæð. Sérhiti og rafmagn fyrir báðar hæðir. Góð sala — eignir óskast. Sérstök þjónusta á sanngjörnu verði J Kristín Á Björnsdóttir ‘Viðar F. Welding lögg. fasteigna- og skipasalar Morgunblaðið/Golli HÉR eru þeir Bergþór Konráðsson, framkvæmdastjóri Sindra-Stáls (t.h.), og Jón Emil Halldórsson, deildar- sljóri byggingadeildar, á væntanlegum byggingarstað. NÝJA lóðin er við Klettagarða og hér sést yfir væntanlegan byggingarreit og verður trúlega ekki amalegt útsýni úr skrifstofubyggingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.