Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 C 31
íL
Á BRUNASTAÐ í októberlok í fyrra. Byggingin stendur í Hisingen í
útjaðri Gautaborgar. 60 ungmenni dóu þessa nótt og um 200 slösuðust
en 3 létust síðar af afleiðingum brunans. Þetta er mannskæðasti bruni
sem orðið hefur í Svíþjóð á friðartímum.
varð vart. Allar líkur eru þó á því að
eldurinn hafi verið búinn að lifa
lengi áður en hurðin var opnuð og
mynda töluvert magn óbrenndra
eldfimra brunagasa í stigagangin-
um. Þegar hurðin inn í sam-
komusalinn var opnuð hafa þessi
brunagös flætt út í salinn vegna
þrýstings í stigaganginum. Þegar
þessi gös blönduðust við súrefni
hafa þau orðið að brennanlegri gas-
blöndu og kviknað heíúr í þeim nær
samstundis. Þetta ferli hefur verið
kallað „backdraft" á fræðimáli.
Sjálfvirkur lokunarbúnaður
ekki virkur?
Reglur í Svíþjóð kveða svo á um
að dyr að rýmingarleiðum skuli
vera búnar sjálfvirkum lokunarbún-
aði (hurðarpumpu) til að tryggja
betur aðskilnað rýmingarleiðanna
frá öðrum brunahólfum. Slíkur bún-
aður hefur líklega ekki verið virkur
á hurðinni að stigaganginum en
hefði trúlega orðið til þess að tefja
útbreiðslu eldsins.
Eldur og heitur reykur sem
flæddu inn í salinn hafa verið það
heitir að geislunin frá þeim hefur
náð að kveikja í brennanlegum efn-
um næst hurðinni og þaðan hefur
eldurinn náð að breiðast út í salinn.
Omögulegt hefur verið að loka
hurðinni eftir að ferlið var byrjað
þar sem það hefur líklega gerst á
nokkrum sekúndum. Salurinn hefur
fyllst af reyk á skömmum tíma og
hættuástand skapast í stórum hluta
salarins.
Það er ljóst að slík flóðbylgja elds
og heitra gasa, samtímis sem ljósin
slokknuðu, hefur valdið skelfingu
hjá þeim sem í salnum voru og gert
það að verkum að allir hafa reynt að
koma sér út á sama tíma. Eins og
áður var minnst á var í salnum mun
fleira fólk en leyfilegt var, eða um
400 manns í stað 150. Ef leyfi á að
fást í Svíþjóð fyrir fleira fólki í sam-
komusal en 150 manns, þurfa rým-
ingarleiðir að vera tvær og a.m.k.
120 sm breiðar. Þar sem útidyrnar
voru aðeins 82 sm breiðar á rýming-
arleiðum frá salnum hafði fólks-
fjöldinn verið takmarkaður við 150
manns.
Slæmar aðstæður
I þessum bruna voru aðstæðurn-
ar mjög slæmar þar sem eldurinn
kom upp í annarri rýmingarleiðinni
og rýmingarleiðin sem eftir var,
mun mjórri en nauðsynlegt var fyr-
ir þann mikla fjölda sem þar reyndi
að komast út. Þegar slökkviliðið
kom á vettvang var fjöldi ungmenna
tepptur í stiganum innan við úti-
dyrahurðina. Ekki var hægt að
komast inn í salinn til björgunar-
fólks fyrr en þessum einstaklingum
hafði verið komið út. Á langhliðum
hússins eru gluggar sem eru í u.þ.b.
tveggja metra hæð frá gólfi salarins
og í um fimm metra hæð frá jörðu.
Á annarri hliðinni höfðu nokkrir
gluggar ’verið brotnir og fólk að
reyna að koma sér út þegar björg-
unarlið kom á vettvang. 60 manns
var bjargað út um útidyrahurðina
og 40 gegnum glugga á langhlið
hússins. Þeir sem létu lífið voru
flestir í stigaganginum við útidyra-
hurðina eða í herbergi nálægt sama
stigagangi.
Hópur 30 rannsóknarmanna vann
í tvo mánuði við að komast að því
sem þarna gerðist og eru 12 þeirra
enn að störfum. Nefnd sérfræðinga
var skipuð til að stjórna rannsókn-
inni og til að finna út hvemig koma
megi í veg fyrir að slíkir atburðir
endurtaki sig. Ekki hefur þó enn
verið staðfest hvernig eldurinn kom
upp.
Rekstraraðilar samkomusala
geta lært mikið af þessum bruna.
Einnig hönnuðir og eftirlitsaðilar,
en ekki síst almenningur. Menn
verða að gera sér ljóst að svona at-
burðir gætu allt eins gerst á Islandi.
Salurinn uppfyllti þær kröfur
sem settar eru til samkomusala, en
eins og lesa má úr tölunum hér að
ofan um fjölda slasaðra og látinna
vora u.þ.b. 150 manns sem komust
óskaddaðir frá brunanum, eða jafn
margir og leyfilegt var að hafa í
salnum. Hins vegar er ljóst að sjálf-
ur salarflöturinn rýmir mun fleira
fólk en 150 manns.
Rýiningarleiðir og öryggis-
búnaður séu í lagi
Fólk sem sækir skemmtistaði á
rétt á því að skilyrðum fyrir notkun
þeirra sé framfylgt í hvívetna og
rýmingarleiðir og annar öryggis-
búnaður sé í fullkomnu lagi og
greinilega merktur. Sá sem er
ábyrgur fyrir rekstri samkomustað-
ar þarf að gera sér ljósar skyldur
sínar og að á herðum hans hvílir
mikil ábyrgð. Hann þarf einnig að
átta sig á því hversu hroðalegar af-
leiðingar vanræksla hans getur
haft. Þessi ábyrgð er mikil og ætti
ekki að leggja á herðar ungs fólks
heldur þeirra sem hana geta sann-
arlega axlað.
Hlutverk yfirvalda er að sjá til
þess að brunavarnir séu í lagi, bæði
við hönnun hússins og byggingu
þess. Brunavarnir eru snar þáttur í
hönnun húsa í dag og sem betur fer
era menn alltaf að átta sig betur og
betur á því, að brunahönnunin verð-
ur að koma með alveg frá byrjun
hönnunarferilsins. Eitt af því sem
koma þarf fram við hönnun sam-
komuhúsa er áætlaður fólksfjöldi en
það er ein megin forsenda íyrir út-
reikningum á rýmingarleiðum og
öðrum öryggsatriðum. Vel merktar,
greiðar og auðrataðar rýmingarleið-
ir ásamt vönduðu viðvörunarkerfi
og/eða slökkvikerfi er að sjálfsögðu
grundvallaratriði við hönnun sam-
komusala. Brunavarnir þarf einnig
að hafa í huga við hönnun á innrétt-
ingu og val á húsgögnum og öðrum
búnaði sem haft getur áhrif á út-
breiðslu elds.
Það er hlutverk eldvarnaeftirlits-
ins að sjá til þess að rekstraraðilar
sinni skyldum sínum og hafi bruna-
varnir ætíð í fullkomnu lagi. Eld-
varnaeftirlitið getur þó aldrei verið
með daglegt eftirlit með samkomu-
stöðum. Dagleg eftirlitsskylda er í
höndum rekstraraðila. Eitt af
skylduverkefnum eldvarnaeftirlits-
ins er að upplýsa rekstraraðila um
reglur og skyldur þeirra. Einnig að
aðstoða þá við fræðslu starfsfólks
um fyrstu viðbrögð í neyðartilfell-
um. Aukning í skoðunum á sama
tíma og starfsemi fer fram er æski-
leg en dýrari.
Höfundur er bygginga- og
brunaverkfræðingur og starfar
bjá vcrkfræðistofuuni Firc Sufety
Design AB f Svíþjóð.
♦ Viðhaldsfrítt
♦ Einföld uppsetning
♦ Fjölbreyttir útlitsmöguleikar
♦ Uppfyllir íslenskar öryggiskröfur
SINDRI
-Þegar byggja skal meö málmum
Borgartúni 31 ■ 105 Rvík ■ sími 575 OOOO • fstx 575 0010 • www.sindri.is
w
BYG-BRÐ-030