Morgunblaðið - 30.04.1999, Page 3

Morgunblaðið - 30.04.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1999 B 3 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sveinsson gsveinsson og Bjarki Sigurðsson, eru í landsliðshópnum sem kallaður hefur verið saman. Þorbjörn Jensson hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir verkefnin framundan Bergsveinn aftur í hópinn MAGNÚS Már Þórðarson, línumaður Aftureldingar, er eini nýlið- inn í landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar sem hann tilkynnti á blaðamannafundi hjá HSÍ í gær. Markvörðurinn Bergsveinn Berg- sveinsson úr Aftureldingu kemur aftur inn í landsliðshópinn eftir tveggja ára fjarveru. íslenska landsliðið tekur þátt í Norður- landamótinu í Noregi um aðra helgi. orbjöm valdi alls 20 leikmenn til æfinga og undirbúnings fyrir verkefnin sem framundan eru. Liðið kemur saman til æfinga strax á mánudag og verður meira og minna saman allan már.uðinn. Fyrsta verk- efnið er Norðurlandamótið sem fram er í Stavangri um aðra helgi. Þar verður leikið við Norðmenn laugar- daginn 8. maí og daginn eftir annað- hvort við Svía eða Dani. Þorbjörn fer með 14 leikmenn til Noregs. Helgina eftir verða tveir leikir við Kýpur í riðlakeppni Evrópumótsins og fara þeir báðir fram í íþróttahús- inu Kaplakrika í Hafnarfirði 15. og 16. maí. Þá verður farið í æfíngaferð til Þýskalands 21. maí og verða 16 leikmenn í þeirri ferð. Frá Þýska- landi verður farið beint yfir til Sviss og leikið þai- í riðlakeppni EM 27. maí. Loks er það síðari leikurinn við Sviss hér heima, í Kaplakiika, sunnudaginn 30. maí. Þorbjörn sagði að þeir leikmenn sem leika erlendis yrðu flestir komn- ir heim til æfínga 6. maí. Það eru að- eins Julian Róbert Duranona og Geir Sveinsson, sem leika í Þýskalandi, sem koma ekki fyrr en 12. maí og missa því af Norðurlandamótinu. aekki þessum meiðslum. Málið er ekki svo einfalt, því Nettelstedt verð- ur að samþykkja að leikmaður-. inn leiki með landsliðinu því hann getur ekki leikið með fé- lagsliðinu næstu tvo leiki. Annars er hópurinn skipaður sömu leikmönnum sem verið hafa í liðinu í vetur, auk þess sem Volker Zerbe (Lemgo) er á ný í liðinu. með á HM? Flensburg, keppinautur Kiel um meistaratitilinn, urðu fyrir miklu áfalli í síðasta leik gegn Nettelstedt. Hvítrússinn, Andrej Klimovets, slasaðist illa þegar hann Ienti í samstuði við Króatann Slavko Glouza. Leik- menn Flensburgar voru síður en svo ánægðir með framkomu Króatans og vildu meina að brot hans hefði verið framið af ásetningi. Goluza gaf Klimovets mikið kjaftshögg, sem leiddi til þess að Hvítrússinn kinnbeins- brotnaði og leikur ekki meira með í vetur. Menn eru minnugir þess, að Goluza lenti einnig í samstuði við Frandsjö, leikmann Minden, sem slasaðist það illa að fjarlægja varð milta hans í bráðaaðgerð. Landsliðíð tilbúið á HM ef kallið kemur Kínveijar fyrstu mótherjar ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari sagði að ef Júgóslövum verður meinuð þátttaka á HM í Egyptalandi, eins og ESB er að hvetja aðildarþjóðir sínar til, verður íslenska liðið í start- holunum. fsland myndi leika í riðli með Svíum, Frökkum, Suð- ur-Kóreumönnum, Kínverjum og Kínverjar yrðu þá fyrstu mótherjarnir á HM, 2. júní í Port Said, þar sem D-riðillinn fer fram. Síðan yrði leikið gegn Ástral- íu 3. júní, Frakklandi 4. júní, Suð- ur-Kóreu 6. júní og síðast gegn Svíum 7. júní. „Við verðum tilbúnir ef kallið kem- ur. En ég er ekkert að hugsa of mikið um HM á þessu stigi. Það verður bara að koma í ljós. En und- irbúningur okkar fyrir riðlakeppni EM gæti nýst okkur vel íyrir HM. Ef til þess kæmi myndum við fresta leikjunum við Sviss í riðla- keppninni sem eiga að fara fram í lok maí. Það eina sem ég hef smá áhyggjur af, ef Júgóslavar verða settir út, er að margir landsliðs- mannanna eru búnir að ákveða að fara í sumarfrí með fjölskyldum sínum á sama tíma og HM í Eg- yptalandi stendur yfir,“ sagði Þor- bjöm. Islenska hðið verður saman við æfingar og keppni allan maímánuð og ætti því að vera tilbúið í slaginn á HM, sem hefst 1. júní, ef til þess kemur. Áströlum. Alfreð sagt upp í sturtu HANDBALL Woche, hið virta þýska handknatt leiksrit, segir fx-á því í vikunni að Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln, hafi nánast verið rekinn frá félag- inu í sturt.u eftir leik liðsins gegn Willstadt. Fx-étt blaðsins hefur vakið mikla athygli og Ijóst er að foi'ráðatnenn liðsins voru ineð uppsögnina tilbúna ef Hameln myndi tapa leiknum og voru því ekkert að hika við hlutina. „Við urðum að grípa til að- gerða,“ sagði Hans Siegert, formaður Hameln, „og treyst- um Frank Walie til að koma liðinu upp í 1. deild.“ Hameln keppir við Willstadt, lið Gústafs Bjarnasonar, um sæti í 1. deild og tapaði fyrri leiknum heima. KNATTSPYRNA Guðni Bergsson ekJki á heimleið Aspjallsíðu enska knattspymu- liðsins Bolton Wanderers er greint frá orðrómi um að Guðni Bergsson ætli að hætta hjá liðinu í vor og snúa sér að lögfræðistörfum á Islandi. Guðni, sem kom til Bolton frá Val árið 1995, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki hug á að hætta hjá Bolton og ætlaði sér að ljúka samn- ingi sínum við félagið, sem gildir til ársins 2000. Guðni hefur verið meiddur í vet- ur og leikið fáa leiki með liðinu. Hann hafði nýlega tryggt sér sæti í liðinu þegar hann meiddist í leik í 1. deildinni fyrir tveimur vikum. Ovíst er hvort hann verður með Bolton gegn Wolves í deildinni á föstudag. Sá leikur er þýðingar- mikill fyrir bæði lið, sem berjast um sæti í sérstakri úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild. Spánverjar heimsmeistarar SPÁNVERJAR urðu heimsmeistarar landsliða, skipuðum leik- mönnum 20 ára og yngri, eftir 4:0-stórsigur á Japan í úrslitaleik í Lagos í Nígeríu. Yfirburðir spænsku piltanna í úrslitaieiknum voru algjörir og skoraði Pablo Gonzalez tvö mörk í leiknum, en hann leikur með Numancia I spænsku 2. deiidinni. Garcia de la Torre og Saludes Barkero gerðu sitt markið hvor, en báðir eru þeir á mála hjá Barcelona. MARIA LÖVISA FATAHÖNNUN SKÓLAVÖRÐUSTfG 3A • S 562 69V9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.