Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 29
Melrose Place teggur upp laupana
Þættirnir Melrose Place Ijúka
göngu sinni þegar yfirstand-
andi tímabili lýkur í Bandaríkj-
unum. „Viö lifum
þetta af,“ segir
Jack Wagner
sem hefur leikiö
lækninn undir-
förula og myndar-
lega Peter Burns
í fimm af sjö
tímabilum sem
þættirnir hafa
veriö sýndir.
„Svona gengur
þetta í sjónvarps-
bransanum. Við
höfum öll lent f
þessu áöur,“
segir hann.
Wagner, sem er 39 ára, seg-
ist hvíldinni feginn í samtali viö
vikuritið People. „Þetta er hálf-
gert brjálæöi," bætir hann viö
og hlær. „Þegar ég var yfir
starfsmannahaldinu á spítalan-
um [í þáttunumj var ég 34 ára.
Ég velti því stund-
um fyrir mér
hvort ég þyrfti
ekki heldur að
vera 64 ára. Og
var ég ekki nýbú-
inn aö reyna aö
myrða Heather
[Locklearj þegar
ég var skyndilega
giftur henni?"
Wagner byrjaði
í sápuóperunni
General Hospital
áriö 1983 sem
kyntrölliö Frisco.
Hann segir að
endalok Melrose Place séu
ákveöinn léttir. „í sápuóperum
er maður alltaf aö reyna aö
spinna út frá sama þemanu.
Heather Locklear og
Jack Wagner enduðu í
hjónasæng eftir storma-
söm kynni.
Síöasta ár hefur
veriö erfitt."
Hann stefnir á
aö hella sér út í
golfspilamennsku,
er meö 0 í forgjöf,
og ætlar að ein-
beita sér aö fjöl-
skyldulífinu með
Kristinu eiginkonu
sinni og tveimur
sonum. Hvaö leik-
listina varöar hefur hann ekk-
ert á prjónunum. „Ég ætla að
láta leiklistarferilinn fara í
hundana," segir hann og hlær.
Melrose Place komst í
fréttirnar þegar leikkonan
Hunter Tylo fékk um 350
milljónir í skaðabætur eft-
ir að hafa verið rekin úr
þáttunum vegna þess að
hún varð ófrísk.
29