Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 46
Alfred the Great
('69)
Frumsýningar
/ Vond mynd um jr
llífl bardagagleði 1
þessa engilsaxneska i
vígamanns, um það leyti sem land-
flótta Norðmenn voru að nema landið
okkar. Auðgleymd, með tveimur af
verstu leikurum sinnar samtíðar, Da-
vid Hemmings og Michael York. Tími
stórleikarans lans McKellen var því
miður ekki kominn, honum bregður
fyrir innan um husmélið. TNT, 18. júní.
Auðveld bráð - Passion Fish ('92)
/v Tvíleikur frá John Sayles, einum
fþ athyglisverðasta leikstjóra-
/handritshöfundi Bandarikjanna, um
átök tveggja persóna; frægrar sápuóp-
eruleikkonu (Mary McDonnell), sem
hefur lamast, og hjúkrunarkonunnar
sem annast hana (Alfre Woodard).
Milli þeirra hefur skapast fjandvinsam-
legt andrúmsloft, hjúkrunarkonan gefur
leikkonunni ekkert eftir en lætur þessa
dekurrófu horfast í augu við raunveru-
leikann. Mögnuð persónuskoðun, leik-
ur, handrit og leikstjórn. Sýn.
Blóðakrar -
The Killing Fields ('84)
j, Sannsöguleg frásögn af banda-
rískum blaðamanni (Sam Wa-
terstone), sem flutti fréttir frá Kambó-
díu fyrir The New York Times, og varð
eftir í landinu þegar Bandaríkjamenn
fóru þaðan. Þegar hann yfirgaf landið
eftir innrás Rauðu Khmeranna neydd-
ist hann til að skilja túlk sinn eftir og
sá átti eftir að ganga í gegnum helvíti
á jörð á blóðvöllum stríðsins. Sérstak-
lega áhrifamikil lýsing á þjóðarmorðinu
í Kambódíu, ekki síst sökum stórfeng-
legrar myndatöku Chris Menges, sem
fyllir mann óhug. Senuþjófurinn er Ha-
ing S. Ngor í hlutverki túlksins. Hann
upplifði sjálfur ástandið, og hreppti
Óskarinn fyrir leik sinn. RUV, 11. júní.
Einhvern til að elska -
Somebody to Love ('95)
/ Alexandre Rockwell er góður
9 leikstjóri neðanjarðarmynda,
sem hér kemur í fyrsta sinn upp á yfir-
borð A-mynda. Rosie Perez leikur
dansmær með stjörnudrauma sem
hún kynnist í sambandi sínu við út-
brunninn leikara (Harvey Keitel). Malt-
in segir myndina slarkfæra, en er for-
vitnileg fyrir sakir Rockwells og auka-
leikaranna Steves Buscemi og Stan-
leys Tucci, auk Anthonys gamla Quinn
Hér sást síðast til leikstjórans góða,
Samuels Fuller. Bíórásin, 11. júní.
Níu mánuðir - Nine Months ('95)
i Gamanmyndasnillingurinn
yþ Chris Columbus stendur að
baki þessari endurgerð ágætrar
franskrar myndar. Á fína spretti. Segir
af hjónum sem eiga óvænt von á
barni. Með Hugh Grant og Julianne
Moore, en það er Robin Williamns
sem stelur senunni. Sýn, 17. júní.
Lolita ('62)
u „Að sjálfsögðu sé ég eftir því
9 að hafa ekki gert myndina eró-
tískari," sagði Kubrick tíu árum eftir
að hann gerði þessa mynd um ástar-
samband miðaldra manns og tánings-
stúlku. (Vakti hún þó hneykslun og
reiði). Byggð á samnefndri sögu Vla-
dimirs Nabokov en er bitlítil. Djarfasta
atriðið kemur í kynningunni þegar ein-
hver er að nostra við að lakka tánegl-
urnar á stúiku. Hún er þó ekki laus við
að vera skopleg og Mason, og enn
frekar Sellers, eru stórkostlegir. Mynd-
in byrjar á endinum án sýnilegrar
ástæðu, og Sue Lyon, sem leikur
Lolítu, er nær tvítugu en 12 ára aldri,
eins og hún er í bókinni. TNT, 9. júní.
Ryan's Daughter (70)
/ Menn eru ekki á einu máli um
& ágæti þessarar næstsíðustu
myndar breska stórmyndaskáldsins
Sir Davids Lean. Svipmikið meló-
drama um ástir ungrar konu (Sarah
Miles) og bresks hermanns á róstu-
sömum tímum annars áratugar aldar-
innar á írlandi. Roskinn bónda hennar
leikur Robert Mitchum. Handrit Ro-
berts Bolts er teygt um of, það endist
ekki í þær rösku 200 mín. sem sýn-
ingin stendur. Leikurinn er frábær,
einkum hjá John Mills í hlutverki
þorpsfíflsins, og kvikmyndataka
Freddies Young er í sama Óskarsverð-
launaflokki. TNT, 13. júní.
Undrið - Shine ('96)
n Óvæntasta mynd ársins 1996,
jp vakti mikið umtal og hlaut góða
dóma. Var m.a. tilnefnd til flölda
Óskarsverðlana og þau féllu aðalleikar-
anum, Geoffrey Rush, í skaut, fyrir
ótrúlega innlifaða túlkun á konsertpí-
anóleikaranum David Helfgott. Sönn
saga um undrabarn sem lendir upp á
kant við áætianir föður síns (Armin Mu-
eller-Stahl), hvað snertir þjálfun og
nám í píanóleik. Ævi þessa unga
manns snýst upp í raunasögu, þar sem
Helfgott stenst ekki álagið og ruglast í
rfminu um sinn eftir taugaáfall. Komst
til nokkurs bata fyrir tilstilli eiginkonu
sinnar (Lynn Redgrave) og ávann sér
síðar meir sess í hjörtum manna víða
um heim. Það er ekki aðeins Rush sem
glansar í aðalhlutverkinu, Noah Taylor
er litlu síðri í túlkun sinni á píanóleikar-
anum á sínum yngri ámm. Með Sir
John Gielgud. Rnn leikur, en yfirborðs-
kennd efnistök, og að líkindum dulítið
ofmetin. Bíórásin, 17. júní
Útlaginn ('81)
// Kvikmyndagerð Gísla sögu Súrs-
sonar er í flesta staði hin
ágætasta, enda sagan álitlegtil slíkra
hluta. Sígild ástar- og harmsaga í ver-
öld sem var, siðfræði ásatrúarinnar í
ógnarljariægð frá nútímamanninum,
rfgbundnum í sínu kristilega uppeldi og
rafvædda raunveruleika. Persónusköp-
un í handriti Ágústar Guðmundssonar
er skýr hvað snertir aðalpersónur, þær
minni oft til óljósrar uppfyllingar. Leik-
myndin vandaverk sem er farsællega
leyst í aðalatriðum. Okkar stórbrotna
land fangað af kunnu listamannsauga
Sigurðar Sverris og leikur Amars Jóns-
sonar í titilhlutverkinu með þeim jafn-
besta í íslenskri kvikmynd. Ragnheiður
Steindórsdóttir ekki langt undan né
þeir Jón Sigurbjömsson og Helgi Skúla-
son. Vörpuleg mynd, umvafin íslenskri
fegurð, byggð á traustum grunni þjóð-
ararfsins. Leikstjóm Ágústar ömgg og
tilgerðarlaus. Stöð 2, 17. júní.
QflMANMYNDIR
Brotist til fátæktar
- Maid to Order
('87)
ijp Ally Sheedy
leikur auð-
mannsdóttur sem er að ganga af vit-
inu sökum ofdekurs og allsnægta. Að
því kemur að föðurnum ofbýður og
óskar sér að hann hefði aidrei eignast
dóttur og sú stutta hverfur úr vitund
allra sem hana þekkja, utan heilladís-
arinnar sem tilkynnir að nú verði
Sheedy að bæta um betur ef hún ætli
að eiga möguleika á sínu gamla hlut-
verki. Endurhæfmgin felst í þjónustu-
störfum hjá óþolandi fjölskyldu á
Beveriy-hæðum... Gamansamt,
græskulaust ævintýri, ekki væmnis-
laust en sleppur fyrir horn fyrir atbeina
skemmtilegs leikhóps. Dæmisaga til
áminningar um að margur verður af
aurum api. Mandy Patinkin, Valerie
Perrine, Dick Shawn, Tom Skerritt.
Sýn, 16. júní.
Englasetrið -
House of Angels ('92)
ÉBreski leikstjórinn Colin Nutley
hefur slegið í gegn í Svíþjóð,
hér kemur besta myndin hans. Segir
af furðufuglum sem erfa búgarð í
sveitasælunni og styggja varginn. Sem
er ekki hótinu skárri, nema síður sé.
Hæðin og hressileg, einkar vel leikin
af Rikard Wolff. Með Helenu Bonham
Carter, Per Oscarsson, Scen Walther
og Reine Brynjolfson, þau eru ekki
sem verst heldur. Bíórásin, 16. júní.
Mikki og Maude -
Micki and Maude ('85)
/ Sjónvarpsfréttamaður (Dudley
9 Moore) á von á tveimur börn-
um. Einu með eiginkonunni, öðru
með viðhaldinu, og allt stefnir í hafarí
á fæðingardeildinni undir lokin. Sára-
saklaust grín í frambærilegri leikstjórn
Edwards, sem gert hefur betur.Góður
leikhópur, m.a. Richard Mulligan,
Wallace Shawn og Ann Reinking.
RÚV, 12. júní.
Nýtt líf ('831
n Félagarnir Þór (Eggert Þorleifs-
son) og Danni (Karl Ágúst Úlfs-
son) eru reknir af Hótel Sögu sem
þjónn og matsveinn og halda til fisk-
vinnu í Eyjum og setja mjög svip sinn
á vertíðarlífið. Fyrsta og langbesta
myndin í eina framhaldsmyndaflokki
íslenskra kvikmynda, græskulaust
gaman sem gengur út á apaspil
hrekkjalómanna. Brokkgeng nokkuð
en oftast skemmtileg. Leikstjóri Þráinn
Bertelsson. Bíórásin, 17. júní.
Periur og svín ('97)
/ Hjónin Finnbogi og Lísa (Jó-
$ hann Sigurðarson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir), eru ung hjón að basla við
46