Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 24
SITJI GUÐS ENGLAR í SUMARLEIKHÚSI BARNANNA Á RÁS I
Fyrsti þáttur útvarpsleik-
ritsins Sitji Guðs englar,
sem gert er eftir sögum
Guðrúnar Helgadóttur, verður
fluttur á Rás 1 þann 19. júní.
Leikritið er í tólf þáttum og er
samið upþ úr þókunum Sitji
Guðs englar, Saman í hring og
Sænginni yfir minni, er fjalla
um sjómannsfjölskyldu í Hafn-
arfirði á stríðsárunum. Illugi
Jökulsson sá um leikgerð og
leikendur eru Rúrik Haralds-
son, Edda Heiðrún Backman,
Valdimar Örn Flygenring, Þóra
Friðriksdóttir, Brynhildur Guð-
jónsdóttir, Gunnur Þórhallsdótt-
ir og Eyþór Rúnar Eiríksson.
ÓLÍK LISTFORM
„Ég er mjög ánægð með
leikgerð llluga og hann er af-
skaplega trúr bókunum. Það
má hins vegar alltaf deila um
hvort eigi að breyta bók í leikrit
eða gera kvikmynd eftir skáld-
sögu, því að þetta eru ólík list-
form. En stundum tekst þetta
ágætlega og ég er í þessu til-
viki mjög sátt.“
- Hvert er umhverfi „Engla-
bókanna“?
„Þessar bækur skrifaöi ég
upp úr 1980 og þá hafði ég
skrifað bækur um Jón Odd og
Jón Bjarna er fjölluöu um sam-
tímafjölskyldu. Mig langaöi til
að skrifa um sjómannsfjöl-
skyldu, því sögur af sjómönn-
um hafa ekki verið IVirferöar-
miklar í íslenskum bókmennt-
um þrátt fyrir að þjóðin lifi nær
eingöngu á sjósókn. Einnig
fannst mér spennandi að
skrifa um stríðsárin, það tíma-
bil þegar ísland stökk alskap-
að inn í nútímann."
- Eiga persónur bókanna sér
fyrirmyndir í raunveruieikan-
um?
„Bækurnar gerast á þeim
tíma þegar ég var að stíga mfn
fyrstu skref í lífinu og fjalla
auðvitað um tilfinningar sem
ég hafði þá. Þetta er þó ekki
frásögn af raunverulegum at-
buröum, en aöstæöurnar eru
þær sömu; barnmörg fjöl-
skylda þar sem pabbinn er
aldrei heima og afinn og amm-
an búa á heimilinu.
Maöur uþplifir lífið svo
sterkt sem krakki og sú
reynsla er með manni alla
ævi. Það er sennilega eitthvað
Ástarsaga úr fjöllunum var gefin út á japönsku. Á næstunni
verður bókin endurútgefin, bæði á íslensku og ensku.
Guörún Helgadóttir er margverölaun-
aóur rithöfundur og bækur hennar
eru til á flestum íslenskum heimilum.
Jón Oddur og Jón Bjarni, ásamt
krökkunum í Sitji Guös englar, stóöu
Sunnu Ósk Logadóttur Ijóslifandi
fyrir hugskotssjónum á ný er hún
ræddi viö Guórúnu á notalegu heimili
hennar í vesturbænum.
af mér í öllum þremur systrun-
um sem sagan fjallar um, þó
að þær séu mjög ólíkar."
- Hvenær byrjaóir þú aö
skrifa?
„Ég byrjaði aö skrifa þegar
ég var krakki. Ég skrifaði heila
bók þegar 13 ára og mynd-
skreytti hana sjálf. Ég fór
meira að segja meö hana til
útgefanda, en sá hana reyndar
aldrei aftur, þannig að hún hef-
ur sennilega ekki verið mjög
góð. Það var ekki fyrr en ég
var sjálf komin með börn að
ég tók aftur til við skáldskap-
inn, með því að segja þeim
sögur. Á þeim tíma var óskap-
lega lítið vandað til barnabóka
og ég byrjaði því að segja
börnunum sögur af þeim
bræðrum Jóni Oddi og Jóni
Bjarna. Þær sögur voru til í
munnlegri geymd í tvö ár áður
en mér datt í hug að fara að
skrifa þær niöur. Voriö eftir að
fyrsta bókin kom út fékk ég
verðlaun Fræðsluráös Reykja-
víkur og það varð mér óskap-
lega mikil hvatning og ég
ákvað að fara að taka sjálfa
mig alvarlega sem rithöfund."
BLÚSSAN YFIR BRJÓSTIÐ
- Áttu þér einhverja eftir-
lætispersónu úr bókum þín-
um?
„Mér er ósköp vel við allt
þetta fólk en ég get ekki neit-
að því að ég er alltaf svolítiö
skotin í Ástarsögu úr fjöllun-
um. Ég hef alltaf veriö mikill
náttúruunnandi og mig langaði
til að börn sem aka um landiö
með foreldrum sínum litu að-
eins upp úr Andrés-blööunum
og skoðuðu landið og því varð
sú bók til. Ég óttaóist reyndar
mjög f byrjun að bókin yrði
gagnrýnd harkalega af vinkon-
um mínum í kvenréttindahreyf-
ingunni, því hún fjallar um kerl-
ingu sem er að eltast við karl
og eignast með honum átta
krakka! í eina skiptið sem ég
fékk athugasemd um bókina
var þegar Bretar ætluðu að
gefa hana út. Þeir fóru fram á
það að við Brian Pilkington,
sem myndskreytti bókina,
kiþptum blússunni yfir brjóstið
á tröllskessunni þegar hún var
að gefa börnunum brjóst. En
ég haröneitaöi því."
- Hvað þarfgóð barnabók
24