Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 6
6 B FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Brotthvarf aflaheimilda úr „heimabyggð“ og flutningur sjávarútvegsfyrirtækja milli landshluta ER FYRIRTÆKJUNUM EÐA KVÓTAKERFINU UM AÐ KENNA? Fyrirtæki í sjávarútvegi kaupa kvóta, skip og fískvinnslustöðvar til að stunda veiðar. Stundum festa fyrirtækin fé í út- gerð fjarri heimabyggð sinni. Kemur þá fyrir að vinnslustöðvum er lokað, skip _____------------------------------7---- seld og kvóti færður á önnur skip. Ibúar viðkomandi byggðarlaga eru sumir ekki sáttir við slíka framkomu, enda lágu í sumum tilfellum á sínum tíma fyrir yfír- lýsingar fyrirtækja um að útgerð myndi ekki breytast. Aðrir vilja kenna kvóta- kerfinu um allt saman og segja að vand- inn liggi í hinu óhefta framsali. Byggðar- lög séu óvarin gegn hinum hörðu lögmál- um markaðarins og hin „félagslegu sjónarmiðu séu á undanhaldi. ívar Páll Jónsson reynir að varpa ljósi á málið. Guðbjörg ÍS seld frá Isafirði til Þýskalands Mofgunblaðið/Sverrir Guggan, Guðbjörg ÍS, er horfin frá ísafirði. SAMHERJI hf. ákvað að selja ísfirska skipið Guð- björgu ÍS-46 til þýska fyr- irtækisms Deutsche Fisch- fang Union GmbH (DFFU) í febr- úar. DFFU er dótturfyrirtæki og að 99% í eigu Samherjasamstæð- unnar. Guðbjörgin var smíðuð í Flekkefjord í Noregi árið 1994 fyrir Hrönn hf. á ísafirði, sem lengi hafði gert út aflaskip með sama nafni undir stjóm Asgeirs Guðbjartsson- ar skipstjóra og síðar einnig Guð- bjarts Asgeirssonar. Hrönn hf. rann inn í Samherja hf. í janúar 1997. í kjölfar samein- A ingarinnar var gert munnlegt samkomu- lag um að útgerðin yrði óbreytt á ísa- firði. í febrúar á þessu ári var hins vegar ákveðið, sem fyrr segir, að selja Guðbjörgina til Þýskalands. Þá sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson, fram- kvæmdastjóri Sam- herja hfi, aðspurður hvað hefði breyst frá tíma yfirlýsingarinn- ar, að breytingar hefðu orðið í sjávar- útvegi, m.a. vegna minni rækjuveiði, og fyrirtækið hefði þurft að mæta þeim. „Það er ljóst að það hafa að undanfómu orðið töluverðar breytingar og við verðum að horfa á hagsmuni félagsins og teljum okkur vera að gera það.“ Yfirlýsingin var mistök Þorsteinn Már fellst á að yfirlýs- ing fyrirtækisins á sínum tíma hafi verið mistök. „Aðstæður í sjávarút- vegi era það breytilegar að það verður að viðurkennast. Sjávarút- vegurinn er eins og sjórinn, sí- breytilegur," segir hann. Þorsteinn Már segir þó að ekki hafi verið um bindandi loforð að ræða. „Ég bara sagði þetta og það hafði ekkert með pólitík eða bæjar- stjóm að gera,“ segir hann að- spurður hvort hann hafi verið að taka tillit til byggðasjónarmiða með yfirlýsingunni. Að mati Þorsteins er verið að gera úlfalda úr mýflugu á Vest- fjörðum. „Kvótinn hefur svo sann- arlega ekki minnkað jafn mikið og af er látið. Mjög margir smábátar róa þaðan en era skráðir annars staðar. Þar að auki er mikið um út- lenda starfsmenn. Hvergi er jafnlít- ið atvinnuleysi eða jafnháar at- vinnutekjur,11 segir hann. Rúmlega helmingur skipverja ekki frá Vestfjörðum Þorsteinn segir að rúmlega helmingur skipverja á Guðbjörg- inni hafí ekki búið á Vestfjörðum þegar Samherji keypti skipið. „Við höfum lagt okkur fram um að bjóða skipverjunum vinnu. Það er ágætt atvinnuástand á Vestfjörðum og því hafa sumir þegið boðið, en aðrir ekkí.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði, segir að sér vitanlega hafi enginn skriflegur samningur legið fyrir um að útgerð yrði óbreytt á Isafirði. „Ég var nú ekki orðinn bæjarstjóri þegar þessi kaup fóra fram, en þarna var um að ræða samkomulag milli eigenda Hrannar og Samherja," segir hann. Mistök í stjórnun „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Isafirði, eða eins og þeir sögðu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá ísafirði." Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra,“ segir hann. Aðspurður segist hann halda að brotthvarf Guðbjargarinnar hafi verið lélegri stjórnun Hrannar, ásamt góðri stjórnun hjá Samheija, að kenna. Isafjörður sé með allra bestu stöðum til að reka útgerð á landinu, svo ekki hafi það verið að- stöðuleysi eða óhagræði um að kenna. „Samherjamenn áttu þó ekki að gefa þessa yfirlýsingu. Þeir vissu að þeir myndu ekki standa við hana. En ef það er eitthvert persónuleika- einkenni á þeim, að standa ekki við yfirlýsingar, er það bara þeirra vandamál,“ segir Halldór. Halldór segir að stjórnunarleg mistök hafi átt sér stað hjá Hrönn og þau hafi leitt til brotthvarfs Guggunnar. Ef þau hefðu ekki átt sér stað, væri hún enn á Isafirði. Hann segist sannfærður um að á sínum tíma hefðu heimamenn getað keypt Gugguna. Hann segist þó ekki vita ástæðu þess að svo fór ekki. Enginn kostur betri á sínum tíma Asgeir Guðbjartsson var einn eig- enda Hrannar, sem rann inn í Sam- herja ásamt Guðbjörgu IS. Hann segir að munnlegt samkomulag hafi verið gert í tengslum við sameining- una, þar sem komið hafi fram að Guðbjörg yrði áfram gerð út frá ísafirði. Hann segist efast um að hægt hefði verið að ná betri niðurstöðu með samningum við aðra aðila. „Málið sneri þannig að okkur að við vorum búnir að gera út í 40 ár. Þá gerðist það að við fóram of seint af stað í sjófrystinguna og unnum okk- ur hvorki rétt á flæmska hattinum né úthafinu, nema sáralítinn. Þá komu þessir tveir pólar og slógu okkur um koll. Svo það var nú ekki margra kosta völ,“ segir hann. Hann segir að hluthafar Hrannai- hafi allir verið komnir á aldur. „Eitt- hvað varð að gera og við voram smeykir um að rekstrargrandvöllur- inn væri að bresta,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.