Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 8
8 B,tFIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
í
Þorbjörn hf.
hættir bol-
fiskvinnslu í
Bolungarvík
ORBJÖRN HF. í Grindavík
sameinaðist rækju- og bol-
fiskvinnslufyrirtækinu
Bakka hf. í Bolungarvík
sumarið 1997. Bakki varð við það
dótturfyrirtæki Þorbjöms. Bakki rak
rækju- og bolfiskvinnslu í Bolungar-
vík og rækjuvinnslu í Hnífsdal, auk
útgerðar báta og togara. Bakki hafði
yfir að ráða aflaheimildum sem námu
rúmlega 5.600 þorskígildistonnum og
við samruna íyrirtækjanna tvöfóld-
uðust aflaheimildir Þorbjöms hf.
Eftir sameininguna vann Þorbjöm
rækju og bolfisk í húsnæði Bakka í
Bolungarvík. Rækjuvinnslunni í
Hnífsdal var hins vegar lokað og
starfsemin flutt til Bolungarvíkur.
Bolfiskvinnslunni var hætt síðasta
- haust vegna taprekstrar og hráefnis-
skorts og dró úr rækjuvinnslu vegna
erfiðleika við hráefnisöflun.
Síðasta vetur gekk Nasco ehf. til
samstarfs við Þorbjöm um rekstur
rækjuvinnslunnar í Bolungarvík. Nú
á Bakki hf. fasteignimar í Bolungar-
vík, en skipin og kvóti þeirra em í
eigu Þorbjöms í Grindavík. Nasco á
60% í Bakka, á móti 40% Þorbjöms.
Ekkert loforð um
óbreytta útgerð
Eiríkur Tómasson, framkvæmda-
" stjóri Þorbjöms hf. í Grindavík, seg-
ir að fyrirtækið hafi ekki gefið loforð
um óbreytta útgerð í Bolungarvík.
Hann segir að tvö skipa fyrirtækis-
ins, Óseyri og Hrafnseyri, séu enn
skráð í Bolungarvík. „Ég hef oft
sagt, að ef fólk hefur áhyggjur af því
að kvótinn fari úr einhverju byggð-
arlagi, eigi það að tala við þann sem
selur hann, ekki þann sem kaupir,“
segir Eiríkur.
„Varðandi þann vanda sem Vest-
firðingar eiga við að etja og oft er til
umræðu, þá getur hann ekki verið að
öllu leyti skorti á veiðiheimiidum að
kenna. Talsverðu magni er landað á
Vestfjörðum og flutt í burtu en ekki
unnið á staðnum. í Bolungarvík em
fyrirtæki sem hafa sprottið upp síð-
ustu ár og em vel rekin. Þau byggja á
útgerð smábáta og annarra báta, og
vinna aflann í landi. Þeim gengur vel,
em góðir atvinnuveitendur og era að
vaxa og dafna. Því er kastljósi fjöl-
miðla aldrei beint að þeim?“
í vetur hóf Bakki hf. að auka
rækjuvinnslu í kjölfar þess að Nasco
hf. kom tii liðs við fyrirtækið. Að sögn
Eiríks lenti fyrirtækið í erfiðleikum
með að manna vinnsluna, vegna
skorts á fólki. „Þó er mikið af útlend-
ingum, sem em mjög gott starfsfólk, í
vinnu á Vestfjörðum,“ segir hann.
Ekki kvótakerfínu að kenna
Eiríkur vill ekki kenna kvótakerf-
inu um það þegar kvóti flyst tii á
landinu. „Langoftast er um að ræða
vandamál sem tengjast fjármögnun,
eða stjómun,“ segir hann.
Hann telur ekki að kvótakerfið hafi
alltaf leitt til þess að aflaheimiidir leiti
þangað sem útgerð sé hagkvæmust.
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Ásdís
Þorbjöm hf. í Grindavík á nú kvóta sem áður var í eigu bolvíska fyrirtækisins Bakka hf.
„Lengi vel vom menn að kaupa skip
með veiðiheimildum til ákveðinna
landshluta í krafti þess að þeir fengju
betri fyrirgreiðslu en aðrir landshlut-
ar. Þar má minna á útlán Byggða-
stofnunar á ámm áður.“
Eiríkur segir að síðustu árin hafi
hugsunarhátturinn hjá lánastofnun-
um breyst. „Þær hafa farið að lána
frekar þeim sem sýna fram á betri
rekstur. Auk þess hefur sú þróun að
sjávarútvegsfyrirtæki fari með
hlutabréf sín á almennan markað
breytt miklu, eigendum hefur fjölgað
verulega og fjármögnun fyrirtækj-
anna hefur batnað svo um munar.
Suðumes og Vestfirðir, þaðan sem
mest hefur verið selt af veiðiheimild-
um, hafa orðið á eftir í þessari þróun
og það hefur skaðað þessa lands-
hluta vemlega. Það mun verða erfitt
að snúa því við,“ segir hann.
Hefði frekar kosið að Þor-
björn hefði ekki komið hingað
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri
Bolungarvíkur, segist ekki halda að
Þorbjörn hafi verið að brjóta samn-
inga þegar fyrirtækið dró úr umsvif-
um og útgerð í bænum. „Aftur á
móti héldu þau fyrirheit ekki sem
voru gefin þegar Þorbjarnarmenn
komu hingað. Ég batt bjartar vonir
við að þeir myndu efla útgerð í bæn-
um og varð fyrir sámm vonbrigðum
með það hvemig þeir tóku á málum.
Nýir eigendur Bakka, Nasco, hafa
tekið svolítið aðra stefnu og vonandi
gengur það upp,“ segir hann.
Ólafur segir að leiða megi líkur að
því að Þorbjarnarmenn hafi ein-
göngu komið til Bolungarvíkur til að
flytja bolfiskaflann á brott. ,Að feng-
inni reynslu hefði ég frekar kosið að
þeir hefðu ekki komið hingað,“ segir
hann.
Fólagsleg sjónarmið
á undanhaldi
Ólafur segir að þau félagslegu
sjónarmið, sem áður hafi ríkt, séu á
undanhaldi. „Þeir sem hafa nú yfir
fjármunum að ráða vilja auðvitað fá
arð af fjárfestingum sínum. Fyrir-
tæki em sameinuð og gerð öflugri.
Þessi félagslegu sjónarmið sem eitt
sinn vom ríkjandi, þegar menn
höfðu taugar til sveitarfélaganna og
vildu halda uppi fullri atvinnu, era
horfin. Nýju eigendumir hugsa bara
um arðinn og kemur ekkert við hvar
fyrirtækið er rekið,“ segir hann.
Ólafur samþykkir að bolfiskafli
hafi farið vaxandi á Vestfjörðum
þrátt fyrir allt. „Sem betur fer var
yfir einn milljarður, mest fyrir
skilning Sparisjóðs Bolungarvíkur,
veittur í lán til kaupa á minni fiski-
skipum og kvóta í Bolungarvík. Við
njótum þess núna og nú er mikill
uppgangur í smábátaútgerð," segir
Ólafur.
Hann segir smábátaútgerðina þó
hafa sína annmarka, þar sem minni
bátar geti ekki sótt jafn stíft og
stærri í vondum veðmm. Þá sé þjón-
usta og verslun við smábáta önnur
en t.d. við stærri skip svo sem tog-
ara. Hálaunastörf séu færri en áður
og tekjur sveitarfélagsins að sama
skapi minni.
Uppsagnir Vinnslustöðv-
arinnar í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Vinnslustöðin hf. hefur sagt upp Qölda manns í Þorlákshöfn.
VINNSLUSTÖÐIN hf. til-
kynnti þann 25. maí síð-
astliðinn að allri land-
frystingu „í núverandi
mynd“ á vegum fyrirtækisins yrði
hætt. Segja yrði upp 89 starfsmönn-
um, þar af 45 starfsmönnum í 40
stöðugildum í Þorlákshöfn.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
var stofnuð fyrir sjö ámm. Hún
varð til úr sex fyrirtækjum í Vest-
mannaeyjum, að kröfu íslands-
banka. Þessi sex fyrirtæki; Fiskiðj-
an, Vinnslustöðin, Fiskimjölsverk-
smiðja Vestmannaeyja, Lifrarsam-
lag Vestmannaeyja,útgerðarfélagið
Knörr og Gunnar Ólafsson og Co.,
vom illa stödd og sum vom komin
að barmi gjaldþrots.
Sighvatur Bjarnason var ráðinh
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar og urðu samlegðaráhrif og
hagraeðing til þess að fyrirtækið
varð fljótlega öflugt.
Sameining og viljayfirlýsing
Árið 1996 sameinuðust Vinnslu-
stöðin og Meitillinn í Þorlákshöfn,
undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Þá
var gefin út viljayfirlýsing þess efn-
is að stefnt skyldi að því að í Þor-
lákshöfn yrði að lágmarki unninn
afli sem næmi þeirri aflahlutdeild
sem skráð væri á skip Meitilsins hf.
„í dag er aflahlutdeildin um 4.000
þorskígildi," sagði í yfirlýsingunni.
A síðustu missemm fór hins veg-
ar að halla undan fæti. Sighvatur lét
af störfum 31. mars síðastliðinn og í
framhaldinu kom í ljós að tap á
fyrstu sex mánuðum yfirstandandi
rekstrarárs, frá 1. september í fyrra
til 28. febrúar sl., nam 605 milljón-
um króna.
í kjölfarið var tilkynnt um fjölda-
uppsagnir hjá fyrirtækinu. Alls var
89 starfsmönnum sagt upp, þar af
40 starfsmönnum í 45 stöðugildum í
Þorlákshöfn. Tilkynnt var að land-
frystingu „í núverandi mynd“ á veg-
um fyrirtækisins yrði hætt.
Ekki mistök
Olíufélagið hf., Esso, var einn
þeirra hluthafa Vinnslustöðvarinnar
sem stóðu að viljayfirlýsingunni á
sínum tíma. Geir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segist ekki
líta svo á að mistök hafi þá átt sér
stað. „Viljayfirlýsingin var gefin
miðað við forsendur þess tíma. Hver
heilvita maður sér að slíkt loforð er
einskis virði, ef ekki er bmgðist við
slæmri stöðu fyrirtækisins. Ef ekk-
ert hefði verið að gert, hefði fyrir-
tækið endað í þroti. Hvers virði
hefði loforðið þá verið?“ spyr hann.
Geir segir að á sínum tíma hafi leg-
ið fyrir mat sérfræðinga á því að
samlegðaráhrif sameiningar Vinnslu-
stöðvarinnar og Meitilsins yrðu tölu-
verð. „En síðan hefur þróunin því
miður orðið óheppileg og reksturinn
ekki gengið sem skyldi,“ segir hann.
Engin ákvörðun um að
yfirgefa bæinn
Geir segir eigendur Vinnslustöðv-
arinnar telja sig vera að leita leiða
með þessum aðgerðum til að efna
loforðið. Stefnan væri að fyrirtækið
næði að lágmarki sama árangri í
landvinnslu og önnur sambærileg
fyrirtæki. „Þetta vora sársaukafull-
ar aðgerðir, en því miður nauðsyn-
legar, miðað við reynslu af öðram
leiðum,“ segir hann.
Stefna eigendur Vinnslustöðvar-
innar að því að endurreisa starf-
semina í Þorlákshöfn? „Við geram
okkur vonir um að við getum endur-
reist fyrirtækið, sama hvemig sú
vinnsla verður, þannig að það verði
arðbært. Því fylgja atvinnutæki-
færi. Það liggur ekki fyrir nein
ákvörðun um að yfirgefa Þorláks-
höfn,“ segir hann.
Loforð er loforð
Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri
Ölfuss, hefur í fréttaviðtölum sagt
að ákvörðun Vinnslustöðvarinnar
um að hætta landvinnslu hafi verið
svik við íbúa Þorlákshafnar, vegna
þess að á sínum tíma hafi verið gef-
in loforð um að svo yrði ekki.
Sesselja segist líta svo á að lof-
orðið hafi verið bindandi. „Loforð er
loforð, og þegar tekið er loforð af
fyrirtæki er ætlast til þess að staðið
sé við það,“ segir hún.
Þórður Ólafsson, formaður verka-
lýðsfélagsins Boðans á Þorlákshöfn,
segir að vissulega megi líta á upp-
sagnir Vinnslustöðvarinnar sem
svik, miðað við yfirlýsingar. „En yf-
irlýsingar eru annað en efndir og ég
held að það þýði lítið að hengja sig í
þær. Miðað við þróun rekstrarins
síðustu sex mánuði gat ég ekki séð
annað en að það stefndi beinustu
leið í þrot og aðgerða var greinilega
þörf. Svo er það spurning hvort að-
gerðirnar voru réttar,“ segir Þórð-
ur.
Þórður segist ekki vita hvaða for-
sendur hafi brostið síðan yfirlýsing-
in var gefin. „Hins vegar er ljóst að
það er ekki hægt að gera ráð fyrir
að umhverfi fyrirtækja haldist gott
til eilífðamóns. Þess vegna tel ég að
menn hefðu ekki átt að gefa þessa
yfirlýsingu,“ segir Þórður.