Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 9

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 9
MO'RGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUK l?.' .TÚNÍ 'lIÖ'j B" 9V I Fjárfestirinn prins Alwaleed bin Talal Yildi alþjóðlegt stór- veldi frá upphafí Prins Alwaleed, fjárfestir og einn óvenjulegasti meðlimur saudi-arabísku konungsfjölskyldunnar, er enn bjartsýnn varðandi gengi hlutabréfa á heimsmarkaði. í EYÐIMÖRKINNI skammt norðan við Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, situr maður flötum beinum á púða nálægt opnum eldi, klæddur að hætti arabískra höfð- ingja, og drekkur kaffi bragðbætt með negul sem bedúínaþjónn hefur hellt í lítinn postulínsbollann. Menn íklæddir síðum serkjum bíða í röð eftir að geta lesið upp ljóð manninum til heiðurs. I tjaldborg- inni þar sem eigandinn dvelur tvo daga í viku má sjá um 50 tjöld auk húsvagna, bíla, úlfalda, körfubolta- vallar og knattspymuvallar enda leggur eigandinn áherslu á heil- brigt lífemi. Hér er þó ekki á ferðinni venju- legur arabískur prins. Á meðan hann talar í einhvern af mörgum símum sínum um hugsanleg kaup á hluta Long-Term Capital Mana- gement fjárfestingarsjóðsins, sem átt hefur í venilegum erfiðleikum, mundar hann sjónvarpsfjarstýr- ingu og fylgist með einum af sjö sjónvarpsskjám sem hann hefur fyrir framan sig. Þar fær hann beinar fregnir af því sem er að gerast á fjármálamörkuðum og fylgist grannt með gengi fyrir- tækja sem hann hefur fjárfest í víða um heim, að því er fram kem- ur í tímaritinu EuroBusiness. Aðstoðarmaður hans setur út- prentanir af helstu viðskiptablöð- um heims fyrir framan hann sem prentaðar eru af Netinu, enda les hann í minnst fjóra tíma á dag. Einn virtasti fjárfestir heims Prins Alwaleed bin Talal bin Abdulaziz A1 Saud, 42 ára, er bróð- ursonur Fahd konungs Saudi-Ara- bíu. Hann er umtalaður sem einn klókasti og árangursríkasti fjár- festir heims og er haft fyrir satt að hann sé einn fárra meðlima kon- ungsfjölskyldunnar sem vinnur fyrir sér sjálfur. Hann var stjómarformaður eig- in fyrirtækis aðeins 14 ára að aldri, og sjálfur segist hann hafa byrjað fjárfestingaferil sinn með 500.000 dollara upphæð sem í dag hefur vaxið í um 15 milljarða dollara per- sónuleg auðæfi. Það er ljóst af um- mælum Alwaleeds að leikurinn er þó rétt að byrja. „Ég vissi frá upp- hafí að ég vildi alþjóðlegt stór- veldi,“ segir Alwaleed, en fjárfest- ingarfyrirtæki hans ber nafnið Kingdom Holdings. Bjargar fyrirtækjum frá falli Prins Alwaleed segist aðeins fjárfesta fyrir eigið fé, og mun hann vera einn fárra einstaklings- fjárfesta sem getur skrifað ávísun að fjárhæð nokkur hundruð millj- ónir dollara, sem fæst innleyst án þess að hringja þurfi í bankann. Alwaleed hefur sérhæft sig í að koma fyrirtækjum og fjárfestingar- verkefnum, sem komin eru í alvar- legar kröggur en hann þyldst sjá að geti átt sér lengri lífdaga auðið, til bjargar og fjárfesta í þeim til að þau hjarni við. Meðal annars er um- talað að hann hafi bjargað tveimur stórum fjárfestingarverkefnum í Evrópu, það er Disneyland í París og Canary Wharf skrifstofuhverf- inu í London, en hann er nú stærsti hluthafinn í þeim báðum. Fjárfesting hans í Citicorp fjár- málafyrirtækinu árið 1991 er umtöl- uð, enda var tímasetningin ótrúleg. Hann fjárfesti 890 milljónir dollara á skömmum tíma í bankanum, sem þá var kominn að fótum fram, en engir aðrir fjárfestar höfðu áhuga á bankanum þá stundina. Sjö árum síðar var eignarhlutur Alwaleed metinn á 5,5 milljarða dollara. Aðferðir prins Alwaleed, sem hefur próf í viðskiptafræðum frá Menlo College og meistaragráðu í félagsfræði frá Syracuse Uni- versity, eru með þeim hætti að hann skoðar fyrst einstaka mark- aði í einstökum löndum og því næst einstök fyrirtæki á mörkuðum sem hann hefur álit á. Þegar tækifæri opnast í fyrirtæki og verð á hluta- bréfum í því hefur fallið niður fyrir ákveðin mörk, er Alwaleed tilbúinn að kaupa í stórum stíl. Alwaleed hefur enn trú á hækk- unum á hlutabréfamörkuðum heimsins, meðan aðrh- eru farnir að gera ráð fyrir lækkun í framtíðinni. Hann segist veðja á opnun heims- markaða og vöxt millistéttarinnar, og leggur áherslu á að kaupa í fyr- irtækjum sem muni hagnast á vexti: Fyrirtækjum í fjarskiptum, tækni, hótelum og skemmtanaiðn- aði. Hann hefur sérstakan áhuga á Afríku þessa stundina. ,Afríka er full af náttúruauðlindum og full af fólki sem vill læra, og er hægt að kaupa þar við lágu verði. Við vild- um gjamar verða „eimreiðin", sem dregur aðra fjárfesta inn á það svæði,“ segir prins Alwaleed. Einnig er hann áhugasamur um fjárfestingar í rómönsku Ameríku en er hins vegar áhugalítill um Rússland vegna hins mikla um- fangs spillingar í landinu. Alwaleed á stærri og flottari „leikfóng" en nokkur annar fjár- málajöfur í heiminum. Hann á nýja Boeing 767 sem hann notar sem aðal farartæki á ferðalögum sínum heimshoma á milli, með Being 727 og Challenger 601 einkaþotu til vara. Hann á einnig 282 feta skemmtisnekkju sem áður til- heyrði fasteignajöfrinum Donald Tmmp, þá glæsilegustu í heimi, hús í St. Moritz og 317 herbergja höll í Riyadh, sem hann býr í þegar hann dvelur ekki í tjaldborginni í eyðimörkinni. Eins og við er að búast em ekki allir á eitt sáttir um mann sem auðgast hefur eins og Alwaleed. Tímaritið Economist hefur í raun gefið í skyn að hann stundi fjár- festingar fyrir aðra en sjálfan sig, og það segir að dularfullar hliðar séu á viðskiptastórveldi hans. En annars staðar nýtur hann virðingar sem fjárfestir. Þannig kallaði Forbes hann „prins samn- inganna", tímaritið Time sagði hann „arabískan Warren Buffet“, en langtímavöxtur fjárfestinga þeirra er svipaður, og BusinessWeek nefndi hann „áhrifamesta viðskipta- jöfur jarðar“. Þau gerast varla há- stemmdari lofsyrðin. Breytingar hjá Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands •STJÓRN Atvinnu- þróunarsjóös Suður- lands hefur sam- þykkt að ráða Ró- bert Jónsson í starf framkvæmdastjóra sjóðsins og mun hann hefja störf um næstu mánaðamót. Róbert er rekstrarhagfræöingur að mennt með MBA-gráðu frá Edin- borgarháskóla og meö B.Sc.-gráöu frá tækniháskóla í Danmörku. Ró- bert hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri hjá Reykjavíkurborg sl. fjögur ár en starfaði áður við ráögjafarstörf á verkfræðistofu VSÓ í Reykjavík. Atvinnuþróunarsjóður Suöurlands var stofnaður 1980 og er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi. Um liö- in áramót var eigið fé sjóösins liö- lega 200 m.kr. Hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni sem leiða til eflingar atvinnulífs á Suðurlandi. Til að rækja hlutverk sitt veitir sjóður- inn ráðgjöf, fjárhagslega styrki, áhættulán og lán til áhugaverðra verkefna. Jafnframt hefur sjóðurinn frumkvæöi að því að skilgreina og leita aö nýjum atvinnutækifærum. Sjóöurinn rækir hlutverk sitt í samstarfi við einstaklinga, fyrir- tæki, félagasamtök, önnur innlend atvinnuþróunarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði skipulags- og atvinnumála, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Atvinnuþróunarsjóði Suöurlands. Fráfarandi framkvæmdastjóri sjóösins er Óli Rúnar Ástþórsson hagfræóingur en hann hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri Kaupfé- lags Árnesinga. --------------- Nýr vefur með atvinnuaug- lýsingum NÝLEGA var opnaður vefur á Netinu, job.is, sem ætlað er að miðla at- vinnuauglýsingum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Að vefnum stendur fyrirtækið Nettengsl ehf. og er nú unnið að því að gera samninga við öll fýrirtæki og stofnanir sem aug- lýsa mikið eftir starfsfólki. Fram kemur í kynningarbæklingi frá Nettengslum ehf., að job.is sé ekki ráöningastofa en að ráðningafyr- irtæki geti nýtt sér vefinn til að aug- lýsa eftir starfsfólki fýrir viöskiptavini sína. UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S. 553 7355 PowerEdge 1300 Fyrir smærri fyrirtæki og sem aukaþjónn. 1-2 Pentium II eða III örgjörvar I - 4 harðir diskar. Minni stækkanlegt í allt að IGB. PowerEgde 2300 Fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. 1-2 Pentium II eða III örgjörvar 1 - 6 harðir diskar. Möguleiki á „heitskiptan-legum" diskum. Minni stækkanlegt í allt að 2GB. Passar I skáp. PowerEdge 2300 var nýlega valinn Netþjónn ársins 1999 hjá Network Magazine og hlaut World Class Award hjá Network World. PowerEdge 4300 Beinlínukerfi, vöruhús gagna, netverslun. 1-2 Pentium II eða III örgjörvar Allt að 8 harðir diskar. Möguleiki á þreföldu orku- og kælikerfi. Möguleiki á „heitskiptarriegum" diskum. Minni stækkanlegt I allt að 2GB.. Passar I skáp. PowerEdge 6300 Hámarkskröfur um öryggi og afköst 1-4 Pentium III Xeon örgjörvar Allt að 2MB slyndiminni á hvern örgjörva. Allt að 4GB innra minni. Alt að 8 „heitskiptanlegih diskar Passar I skáp. Margverðlaunaður netþjónn. Skiptu honum hiklaust út ef hann er flöskuháls fyrir upplýsingastreymið í fyrirtækinu Dell PowerEdge netþjónar henta öllum stærðum fyrirtækja og eru sérlega sveigjanlegir að hvers kyns sérþörfum. Netþjónn frá Dell og BackOffice hugbúnaður frá Microsoft sfyra upplýsingaflæði f fyrirtækinu, hópvinnukerfum, tölvupósti og vista heimaslðuna. Hafðu samband og gerðu hagstæðan heildarsamning um netþjón, hugbúnað, uppsetningu og rekstrarþjónustu. EJS h f . + 563 3000 ♦ www.ejs.is + Grensásvegi 10 llliilffliliOBIilllWMMBMMIIIIMMWWIIMMIIMnilllllllWIIHMKWWMWWMWWBWWMMMWmwni ► ■L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.