Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 12
Ný útgáfa
af Laga-
safni ís-
lands AG
• Ný útgáfa af Laga-
safni íslands AG er
komin út. Lögin eru nú
uppfærö til 1. maí
1999. Úrlausn-Aðgengi
ehf. gefur safnið út á
geisladiski en þetta er
í fjóröa skipti sem það
kemur út í því formi.
Lagasafnið hefur að
geyma öll gildandi lög
landsins ásamt leitar-
kerfi. Lagasafnið er
uppfært tvisvar á ári, í
október þegar lögum
vorþingsins er bætt við
og í apríl þegar lög
haustþingsins bætast
við. Hægt er aö nálgast
frekari upplýsingar um
lagasafnið á heimasíðu
Úrlausnar-Aögengis
ehf. http://www.ad-
gengi.is.
Breytingar
hjá IDEX
ehf.
•Sigurður Þ6r Sigurðs-
son hefur nýlega gerst
meðeigandi og tekið
viö sem framkvæmda-
stjóri IDEX ehf. á ís-
landi. IDEX A/S var
stofnaö í Danmörku ár-
ið 1977 af Valgarö Kri-
stjánssyni en starfsem-
in hefur einnig veriö
rekin á íslandi frá árinu
1980. í Danmörku hafa
m.a. fariö fram innkaup
og umsjón með vöru-
sendingum, en í
Reykjavík er söluskrif-
stofa og sýningarað-
staða.
Frá upphafi hafa fé-
lögin sérhæft sig í fjöl-
breyttu úrvali vara fýrir
trésmíða- og byggingar-
iönaðinn. Má þar nefna
ýmiskonar glugga- og
huröakerfi, utanhúss-
klæðningar, kerfisloft,
felliveggi og fleira.
Frá afhendlngu hundruðustu Scania-blfrelðarinnar:
Gunnar Margeirsson frá Heklu, Slgfús R. Sigfús-
son, forstjóri Heklu, Borgar Skarphéðinsson, eig-
andi bifreiðarinnar, Sverrir Sigfússon, framkvæmda-
stjórl Heklu og Gunnar BJömsson frá Heklu.
Hundraðasta Scania-
bifreiðin afgreidd
•Hekla hf. hefur afgreitt hundruðustu Scania-bif-
reiðina, en fýrirtækið hefur haft umboð fýrir
sænsku Scania verksmiðjurnar hér á landi stðan
1995. Scania framleiðir einkum stórar vöru- og
dráttarbifreiðar og er um þriöjungur af slíkum þif-
reiðum hérlendis framleiddur af fyrirtækinu.
Tölvuskóli með
netklúbb
•Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi
16, hefur sett af stað nýja þjónustu fyrir við-
skiptavini sína. Um er að ræða svonefndan Net-
klúbb TV sem hægt er að skrá sig í á vefsíóu
fyrirtækisins. Með því að smella á
http://www.tv.is/netklubbur/ og fylla út
skráningarblað fá áskrifendur reglulega send til-
boð, fréttir og hagnýt ráö um tölvunotkun. Þátt-
takan er ókeypis og öllum opin.
Landssíminn býður
lausnir í gagna-
flutningi
Landssími Islands hf., í
samvinnu viö Equant,
býður fyrirtækjum upp á
lausnir í gagnaflutningi
til útlanda. I fréttatil-
kynningu frá Landssím-
anum segir: „Equant
hefur yfir að ráða
stærsta fjölþjónustuneti
fýrir gagnaflutning í
heiminum ef litið er til
landfræöilegra þátta,
með 120.000 hnút-
punkta í yfir 225 lönd-
um. Samstarf Lands-
símans og Equant hefur
verið í undirbúningi und-
anfarnar vikur, í fram-
haldi af undirritun samrv
ings fyrirtækjanna, og
stendur nú þjónustan
viöskiptavinum til boða.
Boðið verður upp á
margs konar þjónustu."
Þar má nefna samnýt-
ingu tal- og gagnaflutn-
ings (iVAD), Frame
Relay gagnaflutnings-
þjónustu og PPP inn-
hringiþjónustu (PPP Dial
Access), samkvæmt
fréttatilkynningunni.
Launamálin eru ekkert mál
Navision Financials
Launakerfi Navision Financials heldur utan um allan
launaútreikning og getur flokkað hann eftir þörfum.
Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti Navision
Financials fyrst á íslandi.
ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strongur.is
FÓLK/Gylfi Rútsson
Aftasti maður
í vörn
GYLFI Rútsson var
ráðinn fram-
kvæmdastjóri fjár-
málasviðs hjá Tali hf. í apr-
íl og tekur við því starfl 1.
júlí.
Attu gsm-síma?
„Nei, en ég er með síma
ft'á Tæknivali."
Er áskríftin hjá Lands-
símanum?
„Já, í augnablikinu.“
Hvernig útskýrír þú
það?
„Pessi sími var keyptur
áður en ég var ráðinn til
Tals.“
Má ekki búast við því að
Tæknival fari að færa við-
skiptin til Tals?
„Ég efa ekki að Tal muni
reyna að ná viðskiptum við
Tæknival, eins og önnur
fyrirtæki. Sú er markaðsstefna fé-
lagsins."
Attu þér áhugamál utan vinn-
unnar?
„Já, ég hef mikinn áhuga á
knattspyrnu og stundaði hana með
ÍBV og Víkingi í gegnum alla yngri
flokkana."
Þá hlýturðu að vera skyldur Rúti
Snorrasyni knattspyrnumanni úr
Eyjum.
„Já, það passar, hann er bróður-
sonur minn. Hann er mjög öflugur,
en hefur verið óheppinn með
meiðsli undanfarið. Vonandi nær
hann góðu keppnistímabili. Hann
er sprækur núna og ég held að
þetta verði hans „season“.“
En við vorum að tala um þinn
knattspyrn uferil.
„Ég náði að spila þrjú ár með
Víkingi í fyrstu deildinni á sínum
tíma. Síðan fóru æfíngamar að
vera of stífar fyrir mann í fullri
vinnu, svo ég skipti yflr í Gróttu,
sem lék í þriðju deild. Þar spilaði
ég í nokkur ár. Upp á síðkastið hef
ég verið að leika mér með öldunga-
liði Gróttu, þó ekki síðasta ár vegna
tímaskorts."
Hvaða stöðu spilaðirðu?
„Ég var lengst af aftasti maður í
vöm (,,sweeper“), þótt ég hafi verið
á kantinum í yngri flokkunum.“
Hver var eftirminnilegasti sam-
herjinn hjá Víkingi?
► Gylfi Rútsson er fæddur árið
1962. Hann útskrifaðist sem
stúdent frá Verslunarskólanum
og síðan sem viðskiptafræðingur
frá Háskóla íslands. Gylfi varð
fjármálastjóri Tæknivals 1992 og
síðar framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs. Gylfi er kvæntur Ágústu
Kristjánsdóttur snyrtifræðingi.
Þau eiga þijú börn.
„Þar má nefna meistara eins og
Ögmund Kristinsson markvörð,
Ómar Torfason landsliðsmann og
svo auðvitað Þórð Marelsson.
Þórður var kolvitlaus á velli, enda
Sandgerðingur. Hann var hins
vegar ljúfmenni mikið utan vallar.“
Attu þér önnur áhugamál?
,jkuðvitað er aðaláhugamálið
fjölskyldan og samverastundir
með henni. Starfsins vegna hefur
þó ekki gefist nægur tími til
þeirra.“
Hvernig líst þér svo á að hefja
vinnu hjá Tali hf.?
„Mér líst mjög vel á það. Það var
hins vegar mjög erfíð ákvörðun að
fara frá Tæknivali eftir sjö og hálfs
árs starf. Þar vinnur gott fólk sem
ég hef tengst vináttuböndum. En
ég ákvað að taka þessu áhugaverða
starfi hjá Tali. Ég hef sótt nokkra
fundi hjá Tali og hef störf þar af
fullum krafti í júlí..“
Ljós í myrkri
með Check-
point
Ljós í myrkri ehf. hefur nýlega tekið
við umboði fyrir Checkpoint-þjófavarn-
arhlið og þjófavarnarmerkimiða fyrir
verslanir. Ljós í myrkri ehf. hefur séð
um tæknilega þjónustu fyrir flest
Checkpoint-þjófavarnarhlið sem eru
hér á landi, og fyrirrennara þeirra,
Actron-hliðin. Þar sem Checkpoint í
Evrópu sá sér hag í því að sala og
þjónusta væri á hendi sama aöila var
ákveðið að Ljós í myrkri tæki við um-
boöinu frá 7. júni síöastliönum, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu.
t tilkynningunni segir að Check-
point sé einn stærsti og framsækn-
asti framleiðandi þjófavarnarhliða í
heiminum, og séu um 90% þjófavarn-
arhliða í verslunum hér á landi frá fyr-
irtækinu.
------------------
Aco og Haftækni
gera samning á
Olafsfirði
Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði, Aco
hf. og Haftækni hf. hafa gert með
sér samning um kaup og þjónustu á
Apple-tölvubúnaöi. í samningnum
felst aö Gagnfræöaskólinn kaupir
tuttugu tölvur af Aco hf. en Haftækni
hf. á Akureyri sér um uppsetningu og
þjónustu á tölvukerfinu fýrir skólann,
samkvæmt fréttatilkynningu.
Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði hef-
ur undanfarin ár notað tölvur við
kennslu með góðum árangri. Meginá-
stæða fyrir vali á Apple Macintosh-
tölvum er sú að þær eru með ís-
lensku notendaviðmóti og rekstrar-
kostnaður hefur auk þess veriö lág-
ur, að því er fram kemur í tilkynning-
unni.
Gagnfræöaskólinn kaupir einnig
allan hugbúnað til kennslu af Aco og
Haftækni, ritvinnslu, töflureikni og
gagnagrunn með íslensku viðmóti.
Tölvukerfiö mun vera eitt það full-
komnasta sem íslenskur grunnskóli
hefur sett upp hingað til, allar tölv-
urnar eru með G3 örgjörva og skól-
inn veröur tengdur ISDN-neti.
INNHERJI SKRIFAR. . .
STÓRTÍÐINDI AF
HLUTABRÉFAMARKAÐI
•Sala hlutabréfa í íslenzkri erfða-
greiningu hf., sem tilkynnt var i gær,
eru mestu tíðindi á markaönum frá
því, að tilkynnt var um kaup FBA og
Kaupþings á hlutabréfunum í Baugi á
sínum tíma. Þar kemur tvennt til: ann-
ars vegar er hér um mjög háa fjár-
hæð að ræða og hins vegar valda
framtiðarmöguleikar íslenzkrar erfða-
greiningar hf. því, að hér gæti verið
um ævintýralegan fjárfestingarkost að
ræða.
Sú spurning vaknar að sjálfsögöu
hvers vegna hinir erlendu fjárfestar
eru tilbúnir til að selja töluvert af hlut
sínum í fslenzkri erfðagreiningu fyrir
verð, sem virðist vera mjög hóflegt.
Ástæðan sýnist fyrst og fremst vera
sú, að með því telji þeir sig greiöa fyr-
ir því, að starfsumhverfi fyrirtækisins
verði vinsamlegra hér á íslandi og þar
með möguleikar þess til þess að
vinna þau stórvirki, sem að er stefnt.
Takist það muni hlutabréfin, sem þeir
eiga eftir, margfaldast í verði og
ávöxtun þeirra á upphaflegu hlutafé
ótrúlega mikil. Salan á hlutabréfunum
til íslenzkra fjárfesta á aö þeirra mati,
að skapa jákvæðara umhverfi fyrir fyr-
irtækið vegna þess, að þá veröi það
oröiö 70% í íslenzkri eigu og ekki
lengur hægt að halda því fram, að
verið sé að nota heilsufarsgögn ís-
lenzku þjóðarinnar til þess að skapa
stórfelldan hagnað fýrir útlendinga.
Salan á þessu verði er því áhættufjár-
festing í því skyni að stórauka hagn-
að framtíöarinnar.
Stóra spurning, sem vaknar eftir
að FBA, Landsbanki, Búnaðarbanki
og Hof hf. keyptu hlutabréfin, sem
um er að ræða í íslenzkri erföagrein-
ingu, er auðvitað sú, hverjum bank-
arnir ætla að selja. Eigendur Hofs
hf., þ.e. Hagkaupssystkinin, geta
auðvitað ákveöiö að eiga bréfin eða
selja eftir því, sem þeim hentar en
ætla verður að bankarnir hyggist
selja a.m.k. töluverðan hluta af bréf-
unum til annarra.
Hverjir fá tækifæri til þess að
kaupa þessi bréf, sem að sumra mati
munu tífaldast f verði á næstu árum?
Bréfin verða seld í lokuðu útboði en
lokuðu útboði til hverra? Það verður
áreiðanlega fýlgzt með því m.a. vegna
þess, að bankarnir þrír eru að meiri-
hluta i eigu ríkisins og verða þess
vegna að sæta þvi að til þeirra eru
geröar annars konar kröfur en ef um
einkafyrirtæki væri að ræða.
Verður lífeyrissjóðum boöið að
kaupa bréfin og þá hvaða lifeyrissjóð-
um? Verður fjárfestingarfýrirtækjum
boðið að kaupa bréf og þá hvaða fyrir-
tækjum? Munu einstaklingar koma
við sögu og þá hverjir? Ef markmiðið
meö sölunni er að skapa jákvæðara
andrúm í kringum fyrirtækið skiptir
þetta verulegu máli. Ef bankarnir mis-
stíga sig í þessum efnum getur salan
auðveldlega snúizt gegn fýrirtækinu.
íslenzk erfðagreining hf. á því töluvert
í húfi að vel takist til.
GENGUR ÆVINTÝRIÐ UPP?
•Hversu vænlegur fjárfestingarkostur
er íslenzk erfðagreining? Þegar til
skemmri tíma er litið er nánast enginn
vafi á því, að þeir sem fá tækifæri til
að kaupa bréf geta hagnazt vemlega á
viðskiptum með þau á næstu mánuð-
um ogjafnvel misserum. Fyrir þá, sem
hyggja á langtímaprfestingu í fyrirtæk-
inu er spurningin einfaldlega, hvort
þetta ævinfýri gengur upp að lokum
eða ekki. Það eru fjölmörg dæmi um
þaö, ekki sízt í Bandaríkjunum, að fyrir-
tæki á borð við íslenzka erfðagreiningu
geta skilað eigendum sínum ævintýra-
legum auði, þegar upp er staðiö. Þau
geta líka horfið af sjónarsviðinu sem
ævintýrið, sem aldrei varð.
Miðað við það, sem hingaö til hefur
gerzt í uppbyggingu íslenzkrar erfða-
greiningar eru meiri likur á því en ekki
að framtíöarsýn Kára Stefánssonar
gangi upp. Og Innherji hefur hugboð
um, aö þaðan sé að vænta á næstu
mánuöum eða misserum nýrra og
óvæntra tíðinda.
íslenzk erföagreining er skv. þeim
viðskiptum, sem fram fóru í gær,
metin á um 40 milljaröa króna. Til
samanburöar er Eimskipafélagið,
sem starfaö hefur nær alla öldina,
metið á tæpa 25 milljarða. Þessar
tölur segja töluverða sögu um það,
sem hér er að gerast.