Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 Fram og Leiftur úr leik Fram og Leiftur féllu út í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í gær- kvöld. Fram tapaði fyrir Víði í Garði eftir framlengingu og vítaspymu- keppni og Sindri vann Leiftur á Ólafsfirði, 1:0. Víðismenn komust í 2:0 með mörkum Kára Jónssonar og Grétars Einarssonar og þannig var staðan í hálfleik. Framarar voru búnir að jafna þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með mörk- um frá Höskuldi Þórhallssyni og Marel Oerlmans. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í venju- legum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnu- keppni. Grétar Einarsson tók fyrstu víta- spyrnuna fyrir Víði og skoraði, 1:0. Agúst Gylfason jafnaði fyrir Fram, 1:1. Kári Jónsson kom Víði í 2:1 og Valdimar Sigurðsson jafnaði 2:2. Sævar Borgarsson skoraði fyrir Víði 3:2 og Freyr Karlsson jafnaði fyrir Fram, 3:3. Þá kom Goran Lukic Víði í 4:3, en Asmundur Amarsson mis- notaði spyrnuna fyrir Fram. Hlynur Jóhannesson innsiglaði síðan sigur- inn með því að skora úr fimmtu spyrnu Víðis, 5:3. Magni Blöndal Pétursson, þjálfari Víðis, sagði að leikurinn hafi verið eins og bikarleikir eiga að vera, spenna og barátta frá fyrstu mínútu. „Við náðum að setja tvö mörk á þá í fyrri hálfleik en misstum það niður fyrir klaufaskap strax í upphafi síð- ari hálfleiks. Eftir það lékum við af skynsemi, en bæði lið fengu þó færi á að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu. Pétur Bjöm laus hjá Hammarby PÉTUR Björn Jónsson er laus undan samningi hjá sænska 1. deildar félaginu Hammarby og á í viðræðum við lið í 2. og 3. deild í Engiandi. Pétur missti af hiuta undir- búningstímabilsins i Svíþjóð og hefúr ekki leikið með sænska liðinu á tímabilinu. Hann óskaði eftir því að losna undan samningi við sænska liðið í apríl og fá að ræða við önnur Iið. Lið á ís- iandi hafa sýnt Pétri áhuga en hann hefur að undanförnu átt í viðræðum við þrjú lið í 2. og 3. deild i Englandi. FIMMTUDAGUR 17. JUNI FR J ALSIÞROTTIR BLAÐ c HEIMSMETHAFINN Maurice Green fagnar heimsmeti sínu í Aþenu, 9,79 sekúndum. Heiðar með tvö og Lilleström í annað sætið HEIÐAR Helguson skoraði tvö fyrstu mörkin í 4:1 sigri Lilleström á Válerenga í norsku deild- inni í gærkvöldi. Hann hefur nú gert 7 mörk í 10 leikjum og er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Rúnar lék einnig með Lilleström sem er nú í öðru sæti deiidarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir Rosenborg sem er efst. Tryggvi Guðmundsson skoraði fjórða mark Tromso og lagði upp það fimmta er lið hans vann Bodo/Glimt 5:1 á heimavelli. Tromso er í flmmta sæti með 17 stig. Steinar Dagur Adóifsson lék með Kongsvinger sem vann Skeid á útivelli 1:0. Rosenborg vann Viking 2:0 í Stafangri og voru Ríkharður Daðason og Auðun Helgason báðir í byi'junarliði Viking. Island fær- ist upp um tvö sæti STYRKLEIKALISTI FIFA, al- þjóða knattspymusambandsins, var birtur í gær. Islendingar hækka enn og deila nú 46. sætinu með Ungverj- um. íslenska liðið hefur klifið hratt upp listann og er búið að hækka um 18 sæti síðan í desember. Island hef- ur hækkað um tvö sæti frá því að síð- asti listi var gefinn út fyrir mánuði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálf- ari sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ánægjulegt að vera að þokast upp. „Það er ekki aðalmálið hvar við stöndum á þessum lista, meira skiptir að liðið er að sýna mik- inn þroska í leik sínum. Það er varla raunhæft að við förum mikið hærra á þessum lista þar sem þjóðimar fyrir ofan okkur leika mun fleiri leiki en við.“ Tékkar eru á hraðri siglingu og eru komnir í þriðja sætið og nálgast stöðugt heimsmeistara Frakka og Brasilíu, sem er í fyrsta sæti. Rússar hækka sig um tíu sæti, em komnir í 23. sæti. Tveim sætum neðar er Ukraína. Noregur er efst Norðurlanda- þjóða, í því ellefta, og em Norðmenn aðeins einu stigi neðar en Hollend- ingar. Svíþjóð er í 15. sæti, Danir eru í því 17. Færeyingar, sem gerðu jafntefli á dögunum við Skotland og Bosníu, vinna einnig á og em komnir í 105. sæti. Þeir hafa hækkað sig um tuttugu sæti síðan í desember „Ég gleðst innilega fyrir hönd Færeyinga og það er gaman að sjá þá fara upp á þessum lista. íslend- ingar halda að þeir geti ekki leikið knattspymu. Þegar við lékum gegn Færeyingum síðast sá ég að þeir leika agaða og skynsama knatt- spymu - og það er það sem fleytir mönnum áfram,“ sagði Guðjón. Reuters Frábært heimsmet Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi, Maurice Greene, stóð í gær við stóru orðin er hann bætti heimsmetið í 100 metra hlaupi um 5 sekúndubrot og hljóp á 9,79 sekúnd- um á stigamóti Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins í Aþenu. Fyrra metið setti Kanadamaðurinn Donovan Bailey, 9,84, á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Um leið bætti Greene bandaríska metið um 6 sekúndubrot, en það var í eigu Leroys Burrells. Allt frá því rafmagnstímataka var tekin upp fyrir rúmum 30 árum hef- ur heimsmetið í 100 metra hlaupi ekki verið bætt eins mikið. Greene, þessi tæplega 25 ára Bandaríkjamaður, hefur undanfarið þótt vera drjúgur með sig og síst sparað yfirlýsingamar þess efnis að hann ætli að bæta heimsmetið, og það hressilega. Að þessu sinni gekk hann óhindrað til verks á sömu braut og hann vann heimsmeistaratitilinn á 1997. „Ég ætlaði að gera mitt best og það tókst, en ég læt ekki staðar numið með þessum árangri," sagði Greene, eftir að heimsmetið hafði verið staðfest. Aðstæður voru allar hinar bestu er hlaupið fór fram og með sér í hlaupinu hafði Greene meðal annars æfingafélaga sinn, Ato Boldon frá Trínidad og Namibíumanninn Frankie Fredericks, en Greene hljóp á braut á milli þeirra. Einnig voru Kanadamaðurinn Bruny Surin og Bandaríkjamennirnir Dennis Mitchell og Tim Montgomery meðal keppenda. Allir hafa þeir hlaupið 100 metrana á skemmri tíma en 10 sekúndum. Meðvindur í hlaupinu var +0,1 metri á sekúndu. Er Bailey setti sitt heimsmet fyrir þremur árum var vindur 0,7 metrar á sekúndu. Greene náði e.t.v. ekki besta við- bragðinu og fyrstu 30 metrana var hann í humátt á eftir Boldon og nærri samsíða Fredericks og Surin, en þá var allt gefið á fullt og eftir 50 metrana var hann kominn fram úr þeim öllum og síðustu 50 metrana gat enginn ógnað honum. Boldon varð annar á 9,86 og Surin varð þriðji á 9,97. Fredericks hreppti fjórða sætið á 10,02, sama tíma og hann fékk er hann varð fjórði í sömu grein á sama stað á heimsmeistara- mótinu fyrir 2 árum. „Næst set ég heimsmet," sagði Boldon, glaður yfir árangri æfingafé- laga sín. VIÐTAL VID ÞÓREYJU EDDU ELÍSDÓTTUR STANGARSTÖKKVARA / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.