Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 4
GOLF / OPNA BANDARISKA MEISTARAMÓTIÐ Hver ve númer e númer Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag á einum albesta golfvelli veraldar, velli númer tvö í Pinehurst, litlu þorpi í Norður- LEE Janzen á titil að verja á Opna bandaríska meist- aramótinu, en víst er að titilvörnin á eftir að reynast honum ströng því margir eru kallaðir nú eins og endranær. Karólínuríki, sem kalla má St. Andrews ______þeirra Bandaríkjamanna. Edwin_____ Rögnvaldsson veltir vöngum yfir sérkennum vallarins, sem er afrakstur þrotlausrar vinnu Skotans Donalds Ross, og hvað sigurvegari mótsins þurfí að hafa til brunns að bera. Það er engu líkara en að hallar- bylting hafi átt sér stað innan bandaríska golfsambandsins, USGA, þegar mótsstaðurinn var valinn. Stjómarmenn sambandsins hafa í áraraðir staðið i þeirri trú að sigurvegari helsta móts þjóðar þeirra eigi að leika á pari. USGA hefur statt og stöðugt reynt að stemma stigu við framfórum á ýms- um sviðum golflþróttarinnar og reynt að gera vellina erfiðari með hverju árinu til að halda höggafjöld- anum ofan „viðunandi" marka. í fyrra varð völlur Ólympíu- klúbbsins svonefnda svo erfiður að margir höfðu einfaldlega ekki þolin- mæði til að fylgjast með kylfingum í sjónvarpi reyna að mjaka hvítum bolta áfram úr einhverju sem líktist meira kálgarði heldur en golfvelli. Svo hátt var grasið utan brautanna sem ekki voru meira en tuttugu metrar á breidd. En nú virðist USGA hafa breytt þankagangi sínum, því Pinehurst, þ.e. völlur nr. 2 af átta, hefur síður en svo þessa ásjónu kálgarðs eins og all- ir vellir sem sambandið hefur notað sem mótsstaði. Á Pinehurst er sára- lítill kargi. Vitur maður sagði eitt sinn að ef kylfingur glataði bolta við leik á Pinehurst væri eitthvað mjög athugavert við golfleik viðkomandi. Vitaskuld hefur USGA þurft að leggja sitt af mörkum til að gefa vell- inum yfirbragð opna bandaríska mótsins. Til að halda í hefðina hafa brautimar verið þrengdar. Þær verða um 25 m á breidd, en grasið utan þeirra verður ekki nærri jafn hátt og venjulega. í ljósi þess er bú- ist við að höggafjöldi efstu manna verði minni en oft áður. Það er þó ekki sjálfgefið, því Pinehurst nr. 2 er ekkert lamb að leika sér við. Völlur nr. 2 er helsta verk Skot- ans Donalds Ross, sem flutti til . Bandaríkjanna um síðustu aldamót eftir að hafa verið lærisveinn hins fræga Toms Morris eldra, vallar- stjóra á St. Andrews - vöggu golfí- þróttarinnar. Ross gerði golfvalla- hönnun að viðurkenndri atvinnu- grein í Bandaríkjunum og hannaði meira en 400 velli þar í landi. Þeirra á meðal voru fyrstu fjórir vellimir í Pinehurst, en völlur nr. 2 fékk lang- mesta athygli hans. Ross bjó í Pinehurst frá upphafi vallarfram- kvæmda árið 1907 þar til hann féll frá árið 1951. Sífellt dyttaði hann að þessu mikla meistaraverki sínu. Holan er ekki stærri Þegar Ross lauk við hönnun vall- arins ruku menn til og kepptust við að lofsama hann og útnefndu völlinn þann besta í Bandaríkjunum. „í mínum huga verður Pinehurst nr. 2 að vera á lista hvers manns yfir fimm bestu golfvelli heims,“ segir Raymond Floyd, gamalreyndur kylfingur, sem hefur m.a. unnið sig- ur í Meistarakeppninni, öðra nafni Masters, í Augusta. „Eg tel völlinn á meðal þeirra þriggja bestu í heimi - hann er afar sérstakur." Ross var þeirrar skoðunar að marka mætti hversu góðir kylfingar menn væra á leik þeirra með lengri jámkylfunum. Margar brautimar á Pinehurst era afar langar og flat- imar era smáar og kúptar. Höggi, sem ekki er beinlínis fullkomið, er engin miskunn sýnd og boltinn mun undantekningarlítið skjótast til hliðar. Þá tekur ímyndunarafl kylfíngsins við kringum flatirnar. Grasið þar er allt snöggslegið, líkt og á strandvöllum Skotlands, þar sem Ross ólst upp, og bíður völlur- inn þannig upp á ýmis sjaldséð vippuhögg þegar hefðbundnar að- ferðir eru ekki líklegar til að bera árangur. Braut Par Lengd Braut Par Lengd 1 4 369 m 10 5 558 m 2 4 409 m 11 4 414 m 3 4 306 m 12 4 409 m 4 5 518 m 13 4 350 m 5 4 441 m 14 4 399 m 6 3 203 m 15 3 185 m 7 4 364 m 16 4 447 m 8 4 443 m 17 3 175 m 9 3 164 m 18 4 408 m Út 35 3.217 m Inn 35 3.344 m 6.561 m Samt. 70 PINEHURST-VOLLURINN Tiger Woods, David Duval og flestir bestu kylfingar heimsins taka þátt í 99. Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu 17.-20. júní. Mótið er nú í fyrsta sinn haldið á velli númer 2 í Pinehurst. Lágslegið gras umhverfis kúpulaga flatir mun gera kylfingunum erfitt fyrir f innáskotunum. 5. braut, Par 4, 441 m Nýbyggður teigur hetur lengt brautina enn og gert innáskotið, sem talið varhið erfiðasta á vellinum, ennþá erfiðara en það var fyrir. Heimild: The Encyclopedia ofGolf 1] Reuters Að Pinehurst er lögð rík áhersla á góðan leik frá upphafsteig til flat- ar. Gene Sarazen, einn þekktasti kylfingur sögunnar, sem lést í síð- asta mánuði, 97 ára að aldri, sagði oft að það væri fáránlegt að púttin væra svo mikilvægur þáttur í golfi. Hann vildi því láta stækka holuna til að auka mikilvægi góðrar golf- sveiflu og tækni í lengri höggum. Holan er alls ekki stærri í Pinehurst , en áhrifin era þau sömu. Sálrænn styrkur Sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins er prýddur sál- rænum styrk. Hann er fjölhæfur, þolinmóður og einbeittur. Nokkrir kunnir kylfingar koma strax upp í hugann er þessi orð ber á góma: Lee Janzen, sem á titil að verja, Ernie Els, David Duval, Jim Furyk, Tom Lehman, Davis Love hinn þriðji, Nick Price, Mark O’Meara, Jeff Maggert, Jeff Slumman og Paul Azinger. Keppnin verður hörð, eins og sjá má á þessari upptaln- ingu. Vitaskuld era aðrir menn einnig líklegir til afreka, t.d. Tiger Woods, sem hefur leikið prýðisgolf að undanfórnu. Sömu sögu er að segja af Vijay Singh frá Fidji-eyj- um. Eitt er víst; fjölmargir aðdáendur golfíþróttarinnar víða um heim bíða spenntir eftir fyrsta högginu á Pinehurst í dag. Kannski verður það upphafið að einhverju sögulegu, hið minnsta einhverju skemmtilegu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.