Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
URSLIT
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Er ekki tilbúin
Þóreyju Eddu Elísdótt-
ur skaut upp á íslenska
íþróttahimininn á sl.
vetri er hún bætti sig
um 47 sentimetra í
stangarstökki kvenna á
skömmum tíma og
skipaði sér í hóp þeirra
bestu í heiminum.
Ivar Benediktsson
rabbaði við Þóreyju og
sagði hún m.a. frá
væntingum þeim sem
hún hefur á vettvangi
stangarstökksins.
Þegar Þórey flutti til Svíþjóðar
sl. haust í þeim tilgangi að ein-
beita sér að stangarstökki og æfa
undir stjóm Stanislavs Szcyrba
hafði hún hæst stokkið 3,90 metra
innanhúss og 4,21 metra utandyra í
fyrrasumar. Hún segir strangar
æfíngar Stanleys, sem hún kallar
svo, hafi skilað sér í miklum fram-
fórum sem hún tók í vetur og end-
urspegluðust í að hún stökk hæst
4,37 metra innanhúss áður en
keppnistímabilinu lauk. Fyrir vikið
er hún komin í 10. sæti heimsa-
frekalistans innanhúss frá upphafi.
Er hún ekkert hrædd um að nú
fari að hægja á framfórunum og
húnjafnvel standi í stað í sumar?
„Eg reiknaði aldrei með að fram-
farimar yrðu svona hraðar á
skömmum tíma, hélt kannski að ég
myndi fara upp í 4,20 metra í vetur.
Það má segja að veturinn hafi verið
eitt ævintýri. Framfarimar voru
miklar og auðvitað má reikna með
að eitthvað dragi úr þeim. Það er
hins vegar eðlilegt og þá reynir á
þolinmæðina og að leggja aukna
rækt við tæknina. Það er ekki nóg
að auka styrkinn og gleyma tækn-
inni. Eg er ekki ánægð með tækn-
ina, ég á ennþá langt í land á þeim
bænum.
Þegar komið er upp í 4,40 metra
hefst baráttan við sentímetrana.
Það er ákveðið þrep að vera kom-
inn upp í 4,40 til 4,45 metra og eftir
það tekur maður tæplega stórstíg-
um framförum."
Hvað er það einkum sem þú ert
óánægð með?
„Fyrst og fremst þá vinnslu sem
fram fer á stönginni. Ég á að geta
haldið stönginni nær mér og gefið
mér þar af leiðandi meiri tíma upp
við rána. Nú er ég að fara of
snemma yfir rána, meiri yfirvegun
vantar, en hún kemur.“
Hafa þessar framfarir orðið til
þess að vekja aukinn áhuga á þér
og auðveldað þér að komast inn á
sterk mót?
„Örugglega hjálpar þessi árang-
ur mér nú þegar komið er að
keppnistímabilinu utanhúss, en það
gerði það ekki að neinu marki í vet-
ur því tímabilið innanhúss er stutt
og mót oft skipulögð löngu fyrir-
fram. Umboðsmaðurinn minn, Vé-
steinn Hafsteinsson, fann fyrir
auknum áhuga og fékk talsvert af
fyrirspumum vegna móta í sumar.“
Þórey segir að strax og hún kom
út til Svíþjóðar sl. haust hafi hún
gengið í gegnum einhverjar þær
Morgunblaðið/Golli
EINBEITINGIN skín úr andliti Þóreyjar Eddu er hún leggur af stað í eitt stökka sinna á ÍR-mótinu i
Laugardalshöll sl.vetur.
erfiðustu æfingar sem hún hafi lent
í um ævina og Stanislav þjálfari
hafi ekkert gefið eftir.
I hverju eru þrekæfmgar stang-
arstökkvara fólgnar; hvernig æfa
þeir fyrir utan að stökkva á stöng?
„Hlaupaæfingar ganga einkum
út á fjölmarga spretti, hver á fætur
öðrum, allt á tímatöku, frá 600
metra sprettum og niður í 100
metra, þar sem maður keyrir sig
gjörsamlega út. I lyftingum er að-
aláherslan lögð á æfingar fyrir axl-
ir og fætur. Auk þess klifrum við
mikið upp í köðlum. Þegar ég
mætti á æfingar fyrst síðasta haust
komst ég tvö skref upp kaðalinn,
en það leið ekki á löngu þar til ég
komst upp og niður án vandræða.
Þessar æfingar eru endurteknar
hvað eftir annað þar til allt þrek er
á þrotum. Þá er farið yfir ýmsar
grunnæfingar í stangarstökki og
vikum saman á undirbúningstíma-
bilinu snertir maður ekki stöngina
til þess að stökkva."
Þetta er í fyrsta skipti á þeim
þremur árum sem Þórey hefur æft
stangarstökk sem hún æfir eins og
atvinnumaður. „Þar til ég fór til
Svíþjóðar stökk ég alltaf tvisvar í
viku, var í tækniæfingum og reyndi
að halda mér eins léttri á milli
þessara æfinga og kostur var. Eftir
þrekæfingarnar í vetur kom upp sú
hugsun hjá mér að ég gæti ekki
stokkið á ný, hefði misst tilfinning-
una fyrir því hvemig á að stökkva.
En það breyttist þegar komið var
út í alvöruna."
Þórey segir að það hafi verið
gott að leggja aðaláherslu á tækn-
ina fyrstu árin því mikilvægt sé að
grunntæknin sé rétt áður en farið
er að æfa þrek. Þrekið megi alltaf
vinna upp en erfiðara sé að lagfæra
tæknigalla eftir nokkurra ára
rangar æfingar. Þess vegna hafi
uppeldi það sem hún fékk hjá FH
verið mjög gott og afar mikilvægt.
„Kristján Gissurarson, þjálfari
minn hjá FH, sagði mér alltaf að
hugsa um tæknina fyrst og fremst
fyrstu árin, þrekið væri nánast
hægt að kaupa út í búð, en það
væri ekki hægt þegar tæknin ætti í
hlut.“
Uppalin í Hafnarfirði
Þórey er uppalin í Hafnarfirði,
en fæddist reyndar í Reykjavík
eins og svo margir aðrir. Hún verð-
ur 22 ára hinn 30. júní. Þórey er
dóttir hjónanna Elísar Stefánsson-
ar og Sigríðar Albertsdóttur, og á
Þórey tvo bræður. „Foreldrar mín-
ir hafa alltaf fylgst vel með mér í
íþróttunum."
Hún hóf skipulagðar íþróttaæf-
Knattspyma
Bikarkeppni KSÍ - 32 liða úrslit
I'A 23 - Keflavík...................0:4
- Albert Sveinsson (16., 24.), Kristján
Brooks (61.), Þórarinn Kristjánsson (88.).
Víðir - Fram........................2:2
Kári Jónsson (28.), Grétar Einarsson (44.) ■
Höskuldur Þórhallsson (50.), Marel
Oerlmans (56.).
■Staðan var óbreytt eftir framlengingu, en
Víðir vann eftir vítaspymukeppni 7:6.
Haukar - Skallagrímur ............1:1
Ómar Öm Friðriksson - ívar Benediktsson
■Staðan var óbreytt eftir framlengingu, en
Haukar unnu eftir vítaspyrnukeppni 5:3.
HK - Víkingur R ....................1:6
Gunnar Helgason - Colin McKee 2, Arnar
Hrafn Jóhannesson 1, Sváfnir Gíslason,
Alan Prentice, Daníel Hjaltason.
Sindri - Leiftur ...................1:0
Hjalti Þór Vignisson (55.).
■Sindri var mun sterkari og fékk mun fleiri
færi, sérstaklega í íyrri hálfleik. Síðustu tíu
mínútumar sóttu Leiftursmenn nokkuð
grimmt en Hajmdin Cardakljja, fyrram
markvörður Leifturs, varði þá nokkrum
sinnum vel.
Noregur
Lilleström - Válerenga..............4:1
Moss - Strömgodset .................2:5
Odd - Moide.........................0:0
Skeid - Kongsvinger...............0:1
Tromsö - Bodö/Glimt ................5:1
Viking - Rosenborg..................0:2
Staðan
Rosenborg............10 8 1 1 31:7 25
Liileström...........10 7 1 2 25:17 22
Stabæk ...............9 6 2 1 22:10 20
Molde ...............10 6 2 2 16:7 20
Tromsö ..............11 5 2 4 29:19 17
Odd Grenland........11 5 1 5 15:232 16
Brann ................. 9504 14:17 15
Viking................10 4 1 5 16:14 13
VSlerenga.............11 4 1 6 15:19 13
Moss ................11 4 0 7 18:23 12
Skeid................11 3 1 7 12:27 10
Kongsvinger..........10 3 0 7 14:21 9
Strömgodset...........10 3 0 7 14:26 9
Bodö/glimt ..........11 2 2 7 19:30 8
Svíþjóð
Örebro - Hammarby...................3:1
■Einar Brekkan skoraði tvö marka Örebro.
Danmörk
AGF Árhus - B93 Kaupmannahöfn......2:1
FC Kaupmannah. - AB Kaupmannah. . .1:0
Herfölge - AaB Álaborg..............3:2
Lyngby - Bröndby ...................2:6
Silkeborg - Viborg..................1:2
Vejle - Arhus Fremad................4:1
Lokastaðan
AaB Áiaborg........33 17 13 3 65:37 64
Bröndby ..........33 19 4 10 73:37 61
AB Kaupmannah .. .33 17 5 11 49:36 56
Lyngby ...........33 14 10 9 55:60 52
Herfölge .........33 12 11 10 44:36 47
Vejle ............33 14 5 14 54:48 47
FC Kaupmannah. .. .33 12 10 11 55:52 46
Viborg.............33 13 5 15 61:59 44
Silkeborg..........33 10 14 9 52:53 44
AGF Árhus..........33 11 10 12 45:55 43
Árhus Fremad .....33 7 8 18 51:73 29
B93 Kaupmannah. . .33 3 3 27 22:80 12
I dag
Knattspyrna
Bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola bikarinn, 32-
liða úrslit:
Valbjarnarvöllur:Fram 23 - Grindavík .. .12
A morgun
Knattspyrna
1. deild karia:
Fylkisvöllur: Fylkir - Stjarnan..........20
Dalvíkurvöllur: Dalvík - ÍR..............20
3. deild:
Fjölnisvöllur: Fjölnir - Augnablik.......20
Grýluvöllur: Hamar - KFR.................20
Grindavíkurvöilur: GG - Bruni ...........20
Njarðvíkurvöllur: Njarðvík ; ReynirS .. .20
Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó - Þróttur V .20
Akureyrarvöllur: Nökkvi - HSÞB............20
Blönduósarvöllur: Hvöt - Kormákur........20
Grenivíkurvöllur: Magni - Neisti H ......20
Egilsstvöllur: Huginn/Höttur - Leiknir F20
Neskaups.völlur: Þróttur N - Einherji .. .20
FELGASLIF
Golfmót
körfu-
knattleiks-
manna
GOLFMÓT körfuboltamanna verð-
ur haldið á Garðsvelli á Akranesi
föstudaginn 25. júní. Leikinn verður
18 holu höggleikur, með og án for-
gjafar. Ræst verður út frá kl. 16.00.
Skráning fer fram í golfskálanum á
Akranesi, sími 431-2711. Nánari
upplýsingar er að fá hjá Ríkharði
Hrafnkelssyni (sími 438-1449).
Mótið er ætlað öllum þeim ein-
staklingum sem einhvem tímann
hafa leikið körfuknattleik og stunda
nú golf.
að vinna Völu