Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 47
Fury ('36)
u Margir, kunnir gagnrýnendur
ff telja fyrstu mynd Austurríkis-
mannsins Fritz Lang í Vesturheimi,
með sígildum verkum. Dæmi nú hver
fyrir sig. Fyrri hlutinn er í heimildar-
myndarstíl, um aftöku án dóms og
laga. Sfðari hlutinn segir af saklaus-
um manni (Spencer Tracy) sem óður
múgur ásakar um morð og ætlar að
hengja í næstu eik. Tracy er á öðru
máli og snýst til varnar gegn skríln-
um. TNT, 27. júní.
Johnny Mnemonic ('95)
^ Keanu Reeves og vísinda-
r skáldskapur, f Ijósárafjarlægð
frá Matrix. Reeves leikur mennskan,
harðan disk sem flytur tölvugögn á
milli landa í náinni framtíð. Þung-
lyndiskeg, þunglamaleg, hrútleiðin-
leg. Tölvugrafíkin það eina sem upp
úr stendur. Bíórásin. 23. júní.
Létt yfir löggunni -
The Laughing Policeman (74)
/ Löggutryllir byggður á einum
0 af reyfurum Sjöwalls og Wah-
löö um fjöldamorð sem framið er í
San Fransisco. Lítið eftirminnileg
mynd en vel tekin (David Walsh).
Gerð f vel lukkuðum, hálf-heimildar-
legum stíl og Matthau er traustur í
aðalhlutverkinu. Bruce Dern. Sýn,
25. júní.
Með hörkunni hefst það -
The Hard Way ('91)
ij Hressandi afþreying með
9 Michael J. Fox ogJames
Woods sem kvikmyndastjama og
lögreglumaður. Fox er að búa sig
undir næstu mynd og fær að kynna
sér starfið hjá Woods, sem hefur
óbeit á félagsskapnum. Mikið fjör þó
efnið sé ekki ýkja ferskt. RUV, 26.
júní.
The Treasure of
the Sierra Madre ('48)
tÞrír, rótlausir ævintýramenn
halda til fjalla í Mexíkó í gull-
leit og detta í lukkupottinn. Fjár-
sjóðurinn fyllir þá græðgi og gullæð-
ið kallar yfir þá bölvun. Ein besta
mynd leikarans og leikstjórans,
Johns Hustons. Bogie breytist úr
jaxlímyndinni gamalkunnu í gráðugt,
mannskætt úrþvætti sem einskis
svífst til að komast yfir gullið. Hug-
myndaríki og öryggi einkenna leik-
stjórn og handrit. Huston Hlaut
Óskarsverðlaunin og þau féllu einnig
í hlut föður hans, Walters, fyrir eftir-
minnilega túlkun á roskna gullgraf-
aranum. Engu er líkara en mynda-
vélin virði háðslega fyrir sér jjessa
þrjá, guðsvoluðu einstaklinga sem á
engan hátt eru þess umkomnir að
auðgast. TNT, 23. júní.
Tvöfalt líf - Seperate Lives ('95)
^ Grútmáttlaus sálfræðitryllir þar
r sem áhorfandinn verður að
kaupa alltof margt á útsöluverði til
að hann geti notið hans. Fyrst af öllu
(að venju) hrikalega slappan Janes
Belushi í hlutverki sálfræði prófess-
ors. Er hægt að leggja þvílíkt og ann-
að eins á mann? Sagan af tvöföldu
lífi aðalkvenpersónunnar (Linda Ha-
milton), er ámóta þunn í roðinu.
Bíórásin, 5. júlí.
White Night (85)
/ Landflótta, sovéskur ballett-
9 dansari (Mikhail Baryshnikov)
er ekki heppnasti maður í heimi því
áætlunarflugvél hans frá London til
Tókýó verður að nauðlenda í Síber-
íu. KGB kemur honum í „uppeldi"
hjá steppdansara (Gregory Hines),
flóttamanni frá Bandaríkjunum.
Hines er farinn að hafa sínar efa-
semdir um velferðarríkið og Barys-
hnikov kyndir undir flóttaáætlanir.
Óneitanlega leggur talsverðan
kaldastríðsfnyk af myndinni, en
Rússagrýlan ersvo barnaleg að hún
er Ijóður á mynd sem á sína góðu
kafla, einkum dansatriðin með
listamönnunum báðum. Hefði auð-
veldlega getað orðið betri. RUV, 2.
júlí.
stjórans Franklins J. Schaffners, fær
góða dóma hjá Maltin, o.fl. Sögu-
hetjan ungur riddari (Eric Stolz), á
hælum Rfkharðs Ijónshjarta, á kross-
ferð til Landsins helga. Bjargar hópi
barna úr höndum þrælasala. Tónlist
Jerrys Goldsmith fær aukabónus.
RUV, 25. júní.
Félagar á ferð - Far From Home:
The Adventure of Yellow Dog
('95)
Drengstaulinn Angus (Jesse
Bradford) verður skipreika í
óbyggðum Kanada ásamt hundinum
sínum, Glóa. Glói er mun skarpari og
hefur vit fyrir þeim félögum í þynnku-
legri en vinalegri mynd sem er borin
uppi af hinum geðuga ferfætlingi, sem
er af kyni gullinna labradora - og er
blessunariega mun meira í mynd en
staulinn, og foreldramir (Bruce David-
son, Mimi Rogers). Sýn, 5. júlí.
jHROLLVEKJUR
The Haunting ('63)
j/ Frægur hrollur,
W byggðurá
magnaðri draugasögu
Shirley Jackson um
húsið á hæðinni. Þar koma saman
um helgi vísindamaður, miðlar og
einn vantrúaður. Leikstjóri Robert
Wise en leikhópurinn, með Richard
Johnson í fararbroddi, upp og ofan.
Jan De Bont (Speed, Twister), er að
Ijúka við endurgerð sögunnar, með
Liam Neeson. TNT, 29. júní.
DANS- OQ SONQVAMYNDIR
Ég elska þig samt
| - Everyone Says I
Love You ('96)
jp Woody Allen
W eru allir vegir
færir. Nú syngur hann og dansar -
að vfsu ekki eins og engill, heldur
það sem er ennþá betra, eins og
honum er einum lagið. Sagan er enn
ein vandamálaflækjan endanna á
milli og okkar maður að reyna að
upphefja kvenhyllina pínulítið á
reikning trúverðugleikans. Og kemst
upp með það. Ásamt honum
skemmta okkur þau Alan Alda og
Natasha Lyonne. Gamaldags dans-
og söngvamyndatónlistin er einnig til
bóta. Bíórásin, 6. júlí.
Sjóræninginn - The Pirate ('48)
jj Uppdekkað veisluborð frá
W Gullaldarárum MGM. Vincent
Minelli stjórnar eiginkonu sinni, Judy
Garland og meistara Gene Kelly. Allt
eru þetta stórmenni í kvikmyndasög-
unni, Þá ætti ekki að skaða að tón-
listin er eftir enn eitt mikilmennið,
sjálfan Cole Porter. Maltin segir
myndina góða. Sýn, 29. júní.
Sjö brúðir fyrir sjö bræður -
Seven Brides for Seven Brothers
('54)
jj Hálfklassísk söngva- og
W dansamynd með villta vestrið
í bakgrunni. Tónlistin, dansamir og
Russ Tambiyn minnisverðast. Dæmi-
gert, Óskarsverðlaunað Hollywood-
húllumhæ frá sjötta áratugnum.
Howard Keel. Leikstjóri Vincente
Minelli. TNT, 24. júní.
VESTRJRR
Á galeiðunni -
The Rounders ('65)
/ Ósköp hvers-
W dagslegur
gamanvestri ef ekki
kæmu til Henry Fonda og Glenn Ford,
tvær valinkunnar, gamlar og góðar
stjömur, sem lífga upp á átakalftinn
söguþráð ásamt nokkrum skotheldum
aukaleikurum þessara mynda. (Chill
Wills, Edgar Buchanan). Sýn, 6. júlí.
Hetjurnar sjö -
The Magnificent Seven ('60)
iByggð á snilldarverkinu Sjö
W samúræjum, eftir meistara
Kurosawa, og gefur henni lítið eftir!
Einn frægasti vestri síðari hluta ald-
arinnar, segir af samvöldum hópi
hörkutóla sem taka að sér að verja
mexíkanskan smábæ fýrir ágangi
ribbalda undir stjóm Eli Wallach. Býr
yfir töfrum fullkominnar afþreyingar-
myndar, áhorfandinn nýtur hverrar
mínútu og býður spenntur eftir
næstu. Sturges keyrir myndina áfram
á fullri siglingu endanna á milli.
Leikhópurinn (m.a.Yul Brynner, Steve
McQueen, James Coburn, Charles
Bronson) er nánast óaðfinnanlegur,
tónlist Bernsteins sígild og myndin,
ekki síst átakaatriðin, unnin af snilld
hjá Sturges. Pottþétt skemmtun fyrir
vestraunnendur sem aðra. Bíórásin,
26. júní.
Sæbjörn Valdimarsson
$ Meistaraverk
^ Góð
^ Sæmileg
f Léleg
47