Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 KORFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar reglur ÍNBA NEFND körfuknattleikssérfræð- inga hittist á þriðjudag til að ræða hugsanlegar breytingar á reglum og dómgæslu NBA-deiId- arinnar. Breytingar eiga að verða til þess að meira flæði fáist í leik- inn, líkamleg snerting verði minni og sóknarleikurinn árangursrík- ari. Nefndina skipuðu eigendur liða, þjálfarar, núverandi og fyrr- verandi leikmenn og dómarar. Stigaskor og skotnýting leik- manna hefur lækkað hægt og síg- andi um árabil og auk þess hefur leikur í deildinni orðið grófari í gegnum árin. Nú er hugað að breytingum til að gera leikina skemmtilegri á að horfa. Russ Granik, varaforseti deild- arinnar, og Rod Thorn fram- kvæmdastjóri greindu frá fjórum tillögum nefndarinnar á blaða- mannafundi: 1. Að minnka líkamlega snert- ingu. Því markmiði skal ná með því að ákveða hvaða snerting er óviljandi og hvers konar snerting skuli leyfð inni í teignum. 2. Að gera reglur um ólöglega vörn skýrari, ekki bara fyrir leik- menn heldur einnig fyrir áhorf- endur. Þetta felur í sér að reglur um „maður á mann“-vörn verði mildaðar. 3. Að innleiða nýja fimm sek- úndna reglu: Sóknarleikmaður sem er staddur nær körfunni en vítalínan og er með vamarmann á sér, hefur ekki leyfi til að bakka inn í hann og rekja boltann í meira en fimm sekúndur. Áður en fimm sekúndur líða verður hann að skjóta eða senda boltann. 4. Áð tíminn á skotklukkunni verði ekki hækkaður þegar skot hæfir körfuhringinn nema minna en 14 sekúndur séu eftir af henni. Þá verður hann hækkaður upp í 14 sekúndur en ekki 24. Tillögumar verða prófaðar í sumar og hugsanlega teknar upp í NBA-deildinni á næsta tfmabili. Golf Golf ÚIVAL-ÚTSÝN Open í Leirunni sunnudaginn 27. júní 18 holu tvímenningur/punktamót 7/8 fgj. Hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. 1. sæti Ávísanir upp í golfferð til Spánar eða Portúgals, hvor að upphæð kr. 40.000. 2. sæti Ávísanir upp í golfferð til Spánar eða Portúgals, hvor að upphæð kr. 30.000. 3. sæti Ávísanir upp í golfferð til Spánar eða Portúgals, hvor að upphæð kr. 20.000. Nándarverðlaun í Bergvík Ávísun upp í golfferð til Spánar eða Portúgals kr. 20.000. Ræst út frá kl. 8.00 til 14.00. Mótsgjald kr. 2.000. Skráning hafin í síma 421 4100. Golfklúbbur Suðurnesja. Golfmót Grafarholti - Korpúlfsstöðum Golfkúbbur Reykjavíkur ' ™ Grafarholti 587 2211 Korpúlfsstöðum 586 2211 Opna ÓB bensín unglingamótiö á Grafarholtsvelli, laugardaginn 26. júní. Ræst út samtímis á öllum teigum, mæting kl. 9:00 stundvíslega Leikið verður með forgjöf í tveimur flokkum pilta, 16-21 árs og 15 ára og yngri, tveimur flokkum stúlkna, 16-21 árs og 15 ára og yngri. Hámarksforgjöf 28 í öllum flokkum. Glæsileg verðlaun í öllum flokkum, vöruúttektir frá Golfversluninni Nevada Bob. 1. Golfvöruúttekt 8.000 kr. 2. Golfvöruúttekt 5.000 kr. 3. Golfvöruúttekt 3.000 kr. Besta brúttóskor: Golfvöruúttekt kr. 8.000 Nándarverðlaun á öllum par 3 holum: Golfvöruúttekt kr. 3.000 Dregið úr skorkortum í leikslok. Skráning á skrifstofu GR í síma 587-2211. Þátttökugjald 1.000 kr. ódýrt bensín gkoðið nánar á www.olis.is Reuters TIM Duncan átti stórleik með Spurs - skoraði 28 stig, tók 18 fráköst og varði þrjú skot. ■ DAVID Stem framkvæmdastjóri NBA-deildarhefur talsverðar áhyggjur nú við lok leiktíðarinnar. Sjóðir deildarinnar og félaganna rýrnuðu vegna verkfallsins sem kom í veg fyrir að leikið yrði í deildinni fram yfir áramót. Eftir að verkfallið leystist tóku við leikir sem drógu ekki að sér eins marga áhorfendur vonast var til. ■ VINCE Carter, leikmaður Toronto Raptors var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Hann hlaut 113 atkvæði af 118. Jason Williams, Sacramento, varð annar í valinu með þrjú atkvæði. ■ ALONZO Mourning, miðherji Mi- ami Heat, var valinn varnarmaður ársins. Hann hlaut yfirburðakosn- ingu eða 75% atkvæða. ■ DARRELL Armstrong, bakvörð- ur Orlando Magic, hlaut meirihluta atkvæða sem besti varamaðurinn í ár. Hann var einnig valinn sá leik- maður sem sýndi mestar framfarir á tímabilinu og er þetta í fyrsta sinn sem þessar viðurkenningar falla í hlut sama manns. ■ MIKE Dunleavy, þjálfari Portland Trail-Blazers, fékk viðurkenninguna „Besti þjálfari ársins". Liðið náði 70% vmningshlutfalli undir hans stjórn og þriðja besta árangri allra liða í deildinni. ■ BRIAN Grant, framherji Port- land, fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu þjóðfélagsins. Verðlaunin eru veitt árlega þeim leikmanni eða þjálf- ara sem þykir leggja mest af mörk- um. ■ DIKEMBE Mutombo, miðherji Atlanta Hawks, hlaut viðurkenningu fyrir að leggja mest af mörkum til liðs síns. Tölvuforrit reiknar út stig fyrir hvern leikmann deildarinnar, þar sem frammistaða í öllum þáttum leiksins er tekinn með. Mutombo hlaut 116 stig en Shaquille O’Neal varð annar með 103. Spurs feti frá meislaralilli SAN Antonio Spurs er nú aðeins einum sigri frá NBA-meistaratitl- inum eftir sjö stiga sigur á New York Knicks í fjórða ieik lokaúr- slitanna aðfaranótt fimmtudags. Risarnir Tim Duncan og David Robinson áttu stórleik og lögðu hornsteininn að sigrinum. Erfitt er að sjá að þeim verði haldið niðri í þremur leikjum í röð en það verða New York að gera ætli þeir að vinna titilinn. Fjórði leikur liðanna var sá best leikni. Liðin eru nú farin að þekkja hvort annað betur, en þau léku ekki saman í Gunnar deildarkeppninni í ár. Valgeirsson Fyrri hálfleikur var skrifar frá jafn 0g gpennandi en í Bandarikjunum upphafí gíðari hálfíeikg náði Spurs þrettán stiga forystu, 46:59, eftir að liðið skoraði níu fyrstu stigin. Þessi forysta reyndist dýr- mæt, því leikmenn New York börð- ust vel allan leikinn og náðu að minnka forystuna smám saman en þó aldrei alveg. Heimaliðið, ákaft stutt af dyggum áhangendum sínum, náði að minnka muninn í tvö stig, 84:86, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en á lokamínútunum brást sókn Knicks alveg og San Antonio vann sann- gjarnan sigur, 89:96. San Antonio hefur nú aðra höndina á meistaratitl- inum eftir þrjá sigra í fjórum leikj- um. Liðið getur tryggt sér meistara- titilinn í nótt ef það sigrar í fimmta leik liðanna. Það var fyrst og fremst stórleikur þeirra David Robinsons og Tim Duncans sem skóp sigur San Anton- io. Duncan var með 28 stig, 18 frá- köst og þrjú varin skot. Robinson skoraði 14 stig, tók 17 fráköst (þar af 9 sóknarfráköst) og varði fjögur skot. Þeir voru eins og klettar í teignum þegar leikmenn New York gerðu sig líklega til að skora nálægt körfunni og gripu flestöll fráköst. Þjálfari Spurs, Gregg Popovich, lét leikmennina í byrjunarliðinu leika mjög mikið og þeir Mario Elie (18 stig), Sean Elliott (14 stig) og Avery Johnson (14 stig) hjálpuðu allir til við að skora. Avery Johnson átti góðan dag og hann var ánægður með leikinn eins og búast mátti við. „Popovich þjálf- ari lagði áherslu á það við mig fyrir leik að sækja meira að vörn New York. Það gekk strax vel hjá mér að komast framhjá mínum manni í vöm þeirra og það opnaði leikinn fyrir stóru mennina okkar. Við vitum að það er ávallt erfiðast að ná fjórða sigrinum svo við vitum hvað framundan er í fimmta leiknum. Ein- beitingin verður að vera góð hjá okk- ur áfram,“ sagði hann í leikslok. Da- vid Robinson var einnig kátur að loknum leik. „Við höfðum ekki tapað í langan tíma og ég var ánægður að sjá með hve góðu hugarfari við kom- um í leikinn. Það var mikilvægt að byrja vel í kvöld því það gaf okkur tóninn og við gátum spilað afslapp- aðar eftir að við náðum forystunni." New York lék þokkalega í þessum leik þrátt fyrir tapið. Slæmur kafli í upphafi síðari hálfleiks gerði liðinu erfitt fyiir. Eftir að Mai-cus Camby var settur í byrjunarliðið hafa vara- menn New York haft lítil áhrif á leik- inn. Liðið þótti einnig óheppið með vafadóma í þessum leik, en þetta var í fysta sinn sem heimaliðið naut ekki góðs af vafadómunum í úrslitaviður- eignunum. Jeff Van Gundy, þjálfari New York, var ekkert að afsaka tapið á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við börðumst vel og lékum þokkalega þegar á allt er litið, en San Antonio var einfaldlega betra liðið í leiknum. Þeir voru mun atkvæðameiri í sókn- arfráköstum en í hinum þremur leikjunum og við verðum að leika miklu betur í vörninni ef við ætlum okkur sigur í næsta leik.“ Latrell Sprewell var stigahæstur hjá New York með 26 stig og þeir Alan Hou- ston og Marcus Camby bættu báðir 20 stigum við. Aðrir leikmenn skor- uðu lítið. Þess má geta að Chris Childs gat lítið beitt sér í leiknum vegna hnjámeiðsla. Ekkert lið hefur tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum og náð að vinna meistaratitilinn. San Antonio hefur ekki tapað tveimur leikjum í röð í fjóra mánuði, hvað þá heldur þremur. Því má ætla að Spurs sé komið með meira en aðra höndina á meistaratitilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.