Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA @ rjj tml>Ifií>ií> 1999 Arnar byrjar á Highbury MANCHESTER United mun hefja titilvörnina í ensku úrvals- deildinni gegn Everton á Godison Park í íyrsta leik ensku úrvals- deildarinnar sem hefst 7. ágúst. Arsenal mætir Arnari Gunnlaugs- syni og félögum í Leicester á Hig- hbury Eftirtaldir leikir verða í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar: Arsenal - Leicester, Chelsea - Sunderland, Coventry - Sout- hampton, Everton - Manchester United, Leeds - Derby, Middles- brough - Bradford City, Newcastle - Aston Villa, Sheffield Wednesday - Liverpool, Watford - Wimbledon og West Ham - Tottenham. FOSTUDACUR 25. JUNI TENNIS / WIMBLEDON BLAÐ c Einbeiting.. ANDREW Uie frá Ástralíu er tilbú- inn - hann horfir á boltann áður en hann slær honum yfir á vallarhelm- ing Hollendingsins Sjeng Schalken á Wimbledon-mótinu, sem stendur yfír í Englandi. Ilie, sem er númer 62 á heimslistanum, mátti þola tap fyrir Schalken þrátt fyrir einbeit- ingu 6-4 6-1 2-6 6-3. Lavrov til Kiel ÞÝSKU handknattleiks- meistararnir, Kiel, hafa gert samning við rússneska landsliðsmarkvörðinn And- rei Lavrov um að hann verji mark liðsins á næstu leiktíð, en samningurinn er til eins árs. Lavrov, sem er 37 ára, hefur undanfarin ár leikið með Niederwiirzbach en 1' vor varð hann atvinnulaus eftir að félagið var lýst gjaldþrota. Rikti um tíma nókkur óvissa hvert, Lavrov myndi halda, en í framhaldi af góðri frammistöðu hans á HM í Egyptalandi á dögun- um gerði Kiel honum tilboð þrátt fyrir að hjá félaginu sé hinn sterki norski mark- vörður Steinar Ege. Lavrov var m.a. valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins, en hann hefur leikið 213 lands- Ieiki fyrir Rússland og Sov- étríkin. Sturm Graz til- búið að kaupa Ríkharð fyrir 60 milljónir AUSTURRÍSKA félagið Sturm Graz hefur gert norska félaginu Viking tilboð í íslenska landsliðsmanninn Ríkharð Daðason. Sturm Graz hefur þegar keypt sænska varnarmann- inn Roger Nilsen fyrir komandi timabil og vantar framherja og er Ríkharður sagður þar efstur á óskalistanum. Tilboðið til Viking er talið yera á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Áður hafði skoska liðið Hibernian, sem Ólafur Gottskálksson leikur með, gert tilboð í Ríkharð upp á 30 milljónir, en því var hafnað. Bjarne Berntsen, frarn- kvæmdastjóri Viking, stað- festi í samtali við Stavan- ger Aftenbladid í gær að rétt væri að tilboð væri komið í Ríkharð frá aust- urríska félaginu. „Ég get ekki upplýst hve hátt til- boðið er, en það eina sem ég get sagt, er að tilboðið er betra en frá Hibernian, en er sjálfsagt of lágt,“ sagði hann. Stuttgart hefur einnig verið að skoða Ríkharð að undanförnu og líklegt talið að tilboð berist frá þýska félaginu á næstu dögum. Reuters Flutningur á stöngum Þóreyjar brást ÞÓREYJU Eddu Elísdóttur, stangarstökkvara úr FH, var boðið til þátttöku á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Þessalóníku í Grikklandi í fyrrakvöld, en þetta átti að vera fyrsta mót hennar á keppnistímabilinu. Af því varð þó ekki þar sem grísku móthaldararnir gerðu engar ráðstafanir með flutn- ing á stöngum Þóreyjar fyrr en um seinan, að sögn Vé- steins Hafsteinssonar, um- boðsmanns Þóreyjar. Var þetta mál allt hið mesta klúð- ur af hálfu mótshaldara. Þórey ætlar að opna keppnis- tímbilið á móti í Kuortane í Finnlandi á laugardaginn. Þórey hefur verið meidd í mjóbaki frá því síðari hluta vors, að sögn Vésteins, en er óðum að ná sér á strik. Meiðsl- in gerðu vart við sig í fram- haldi af einstaklega erfiðum æfingum síðari hluta vetrar og Fylkir leitar að erlendum leikmanni Iýliðar Fylkis í 1. deild karla í handknattleik leita að erlendum leikmanni til þess að stykja leik- mannahópinn fyrir næsta vetur. Einar Þorvarðarson, sem nýverið framlengdi samning sinn við Fylki til tveggja ára, sagði að framundan væri krefjandi verkefni hjá liðinu. „Fæstir leikmanna hafa leikið í 1. deild og markmiðið er að styrkja liðið fyrir veturinn. Meðal annars er stefnt á að fá erlendan leikmann til liðsins," sagði Einar, en fyrir eru hjá liðinu tveir erlendir leik- menn: Rey Guiterez, markvörður frá Kúbu, og Branislav Dimitrijevic frá Júgóslavíu. Einar sagði að sjálfsagt yrði talið að Fylkir færi niður eftir eitt tímabil enda hefðu nýliðar síðustu ára fallið beint niður þrátt fyrir liðsstyrk. „Við ætlum hins vegar að leggja okkur alla fram við þetta verkefni og sjá hvort það dugi ekki til þegar upp verður staðið. Hermann Erlingsson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sagðist ánægður með að nýr samn- ingur við Einar væri loks í höfn. „Samningaviðræður hafa tekið talsverðan tíma en nú geta Fylkis- menn snúið sér að því að búa liðið undir átökin sem framundan eru. Við gerum okkur grein fyrir því að næsti vetur verður liðinu erfiður. Fylkir hefur áður komist upp í 1. deild en fallið niður. Nú er mark- miðið að mæta með lið sem getur haldið sér í deildinni," sagði Her- mann. SKYLMINGAR: KEMST SIGRÚN ERNA GEIRSDÓTTIR Á HM/C7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.