Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 1
Landsmenn Verðbréfafyrirtækin spá leystir úr auknum hagnaði í fjjötrum milliuppgjörum VÍotal við Kristrúnu Sveinbjörnsdóttur/10 Um 5 milljarða hagnaði spáð hjá Úrvalsvísitölufyrirtækjunum/8 ERLENT BREYTINGAR Á MATVÖRU- MARKAÐI INNLENT KVIKMYNDAHÚSA- GESTUM FÆKKAR Á LANDSBYGGÐINNI Harpa opnar 3 nýjar verslanir • Málningarframleiðandinn Harpa hf. hefur ákveðið að opna þrjár málningarverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Harpa rekur verslun lyrír almenning og fagmenn í húsakynnum söludeildar Hörpu á Stórhöfða 44 í Reykja- vík. í síðustu viku var önnur verslun opnuð í Bæjarlind 6 í Kópavogi og þriðja verslunin veröur opnuð á morgun, föstudag í Skeif- unni 4 í Reykjavík, þar sem áður var versl- unin Húsið./2 Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf * F immtudagur 1. j úlí 1999 Deloitte & Touche og Löggiltir endurskoðendur sameinast Fakta með bestu við- skiptahugmyndina • Fakta ehf., hlaut í gær verðlaun fyrir bestu viöskiptahugmyndina í þróunarverk- efninu „Útflutningsaukning og hagvöxtur" á vegum Útflutningsráðs ís- lands, íslandsbanka, Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífs- ins og Samtaka iðnaðar- ins. Fakta ehf. starfar á sviði hugbúnaöargeröar og hyggur á markað í Lúxemborg í fyrstu. Fyrir- tækin sem tóku þátt í Útflutningi og hag- vexti eru: Fakta ehf., Reykjavík, Gámar ehf., Reykjavík, Hafnarfjarðarhöfn, íslenski dansflokkurinn, Reykjavík, Móðir jörð, Valla- nesi og Vinnslustööin Vestmannaeyjum./2 GENGISSKRÁNING Ni 118 • 30. júní Kr. Kr. Kr. ■ Ein. kl. 9.15 Kaup Sala Gengi Dollari 74,32000 74,72000 74,60000 Sterip. 117,02000 117,64000 119,68000 Kan. dollari 50,36000 50,68000 50,56000 Dönsk kr. 10,32200 10,38000 10,54000 Norsk kr. 9,46700 9,52100 9,50300 Sænsk kr. 8,76800 8,82000 8,70800 Finn. mark 12,90190 12,98230 13,17960 Fr. franki 11,69460 11,76740 11,94630 Belg.franki 1,90160 1,91340 1,94250 Sv. franki 47,88000 48,14000 49,16000 Holl. gyllini 34,81000 35,02680 35,55930 Þýskt mark 39,22180 39,46600 40,06610 ít. Ifra 0,03962 0,03986 0,04048 Austurr. sch. 5,57480 5,60960 5,69480 Port. escudo 0,38260 0,38500 0,39090 Sp. peseti 0,46110 0,46390 0,47100 Jap. jen 0,61450 0,61850 0,61730 írskt pund 97,40300 98,00960 99,49980 SDR (Sérst.) 99,25000 99,85000 100,38000 Evra 76,71000 77,19000 78,36000 Tollgengi fyrir júní er sölugengi 28. maí. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 562 3270 Hjörleifur Pálsson í stjóm Deloitte & Touche hf., Árni Tómasson sijórnarfomiaður og Þorvarður Gunnarsson framkvæmdastjóri. GENGIÐ verður frá sameiningu fyrirtækjanna Deloitte & Touche- endurskoðunar hf. og Löggiltra endurskoðenda hf. í dag og mun hið nýja fyrirtæki bera nafnið Deloitte & Touche hf. Fyrirtækið á aðild að alþjóðlega endurskoðun- ar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte & Touche Tohmatsu sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, með meira en 82 þúsund starfsmenn í yfir 130 þjóðlöndum. Mikið og náið sam- starf er meðal fyrirtækja innan al- þjóðasamtakanna og með aðildinni fær Deloitte & Touche hf. aðgengi að víðtækri þekkingu og ráðgjöf á fjölmörgum fagsviðum og mark- aðssvæðum. Þorvarður Gunnars- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins en hann var framkvæmdastjóri Deloitte & Touche hf.-endurskoð- unar fyrir sameininguna. „Það má segja að meginástæð- urnar fyrir því að forráðamenn fyrirtækjanna ákveða að stíga þetta skref nú séu þær að við sjá- um að rekstrarumhverfið er að breytast,“ segir Þorvarður. „Fyr- irtækin, viðskiptavmir okkar, eru að stækka og eflast og hafa mörg hver haslað sér völl erlendis. Við teljum að þetta kalli á öflugari starfsemi og stærra fyrirtæki. I annan stað má nefna að stærra fyrirtæki gefur meiri möguleika á að viðhalda þekkingu starfsfólks °g byggja hana upp en það er okk- ur sérstakt kappsmál." Að sögn Þorvarðar hefur sameining fyrir- tækjanna verið rædd um alllangt skeið. „Segja má að sameiningin hafi verið í undirbúningi í allan vetur. Viðræður hófust í nóvember síðastliðnum og viljayfirlýsing að- ila um að unnið skyldi að samein- ingu lá fyrir í janúar. Við vildum hins vegar ekki upplýsa um gang viðræðnanna fyrr en við yrðum komnir lengra,“ segir Þorvarður. Hann nefnir að ýmsar nýjar áherslur verði lagðar í starfsem- inni í kjölfar sameiningarinnar. „Endurskoðunariyrirtæki erlendis eru að breytast í fjölþætt fyrirtæki á sviði endurskoðunar og margs konar ráðgjafar og sérfiræðiþjón- ustu og við ætlum okkur að fylgja þessari þróun eftir. Við munum vinna eftir nýju skipuriti sem skiptir starfseminni í þijú fagsvið. í fyrsta lagi endurskoðun og reikn- ingsskil, sem er vitanlega grunn- þáttur £ starfsemi okkar. I öðru lagi skattaráðgjöf og lögfræðisvið. Við höfum verið töluvert í skatta- ráðgjöf en munum efla þann þátt starfseminnar, bæði með tilliti til skattaumhverfisins hér á landi og erlendis. Og í þriðja lagi ráðgjafar- svið sem við erum að ýta úr vör þar sem lögð verður áhersla á al- menna rekstrarráðgjöf en þó eink- um ráðgjöf á sviði upplýsinga- tækni. Þetta munum við gera með aðferðum sem Deloitte & Touche hefur þróað víða um heim.“ I lok nóvember næstkomandi flytur starfsemi fyrirtækisins í nýj- ar höfuðstöðvar að Stórhöfða í Reykjavík. Þar mun viðskiptavin- um á höfuðborgarsvæðinu verða sinnt en að auki er fyrirtækið með útibú í Keflavík, Snæfellsnesi, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Höfn og Akranesi. „Við erum einnig í samstarfi við endurskoðun- arfyrirtæki á Vestfjörðum og á Akureyri. Fyrirtækið er því með mjög öflugt þjónustunet sem teygir sig um allt land,“ segir Þorvarður. Hjá D&T hafa starfað 79 manns og hjá Löggiltum endurskoðend- um hafa starfað 42 en þá eru ótaldir starfsmenn samstarfsfyr- irtækja á Vestfjörðum og Akur- eyri. Alls eru 35 endurskoðendur starfandi hjá nýja fyrirtækinu en eigendur fyrirtækisins eru 22 og allir löggiltir endurskoðendur, 13 frá Deloitte & Touche og 9 frá Löggiltum endurskoðendum hf. Margrét Sanders hefur verið ráð- in framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs. MilflMIMiMMit* f m* id Hom«s ScA/ch mín. semku 9'jrn Geruj ílísfi Helsti íiútiU rölkníntjs Sía^i í gegnum Kauphöll Landsbréfa l'anu ilr í lilo 01 Afiif.' anfaitli VK$H (llílSrti)rt llfeyla llstti Islenskir fjárfestar geta nú tengst stærsta fjármálamarkaði heims með einföldum og skjótum hætti. í gegnum Kauphöll Landsbréfa er unnt að kaupa og selja hlutabréf í yfir níu þúsund alþjóðlegum fyrirtækjum — á svipstundu. AðeÍnS Þáð er ekki eftir neinu að bíða. Hafðu samband við ráðgjafa $29,95 L. XAUPHÖLL Landsbréfa eða faröu í útsýnisferð .mmm m LANDSBRÉF HF LANDSBREFA a www.landsbref.is t <i \>r*ráhrfcf: ðksnnl Kaikiiíii()iii Mayn HMM Cash 150 Bri íroí www.landsbref.is • Siml 535 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.