Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 2

Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fáar konur forstjórar í Noregi EINUNGIS eitt prósent æðstu yfir- manna fimmhundruð stærstu fýrir- tækja Noregs eru konur, samkvæmt athugun norska blaðsins Dagens Næringsliv. Aðeins ein þeirra er for- stjóri í fyrirtæki sem skráð er á hlutabréfamarkaði. Að sögn Monu Larsen Asp, hjá skrifstofu jafnrétt- ismála í Noregi, hafa tilraunir und- anfarinna ára til að fjölga konum í stjómunarstöðum mistekist. Að hennar mati er það enn svo að karl- ar ráða einkum karla og fyrirtæki leggja ekki á sig að leita að hæfum konum í æðstu stöður. Þær konur sem stjóma fimm af fímmhundruð stærstu fyrirtækjum Noregs eru Turid Hundstad, sem er forstjóri Statens lánekasse for ut- danning, Marianne Li Harg, sem er forstjóri Vattenfall, Barbara Thoralfsen, sem stýrir snyrtivöru- fyrirtækinu Midelfart & Co, Anette Olsen, sem er forstjóri Bonheur asa, og Nina Iversen, forstjóri Glomma papp. -------------- Leiðrétting frá Búnaðar- bankanum MORGUNBLAÐINU hefur borist leiðrétting frá Búnaðarbanka ís- lands vegna fréttar um lánshæfis- mat Moody’s á bankanum: „I fréttatilkynningu Moody’s stendur: „Mikilvægi innlána fyrir fjármögnun bankans hefur minnkað á undanförnum ámm, þó nema þau enn um 60% af heildarfjármögnun hans.“ „I frétt Morgunblaðsins er sagt að innlán bankans hafi minnkað, sem er rangt. Hinsvegar hafa aðrir þættir vaxið hraðar, t.d. eftirspum eftir lánum í erlendum myntum sem fjármögnuð era með erlendum lán- tökum en ekki hefðbundnum innlán- um. Vægi innlánanna minnkar því hlutfallslega en er þó enn um 60% af heildarfjármögnun bankans. Vöxtur innlána bankans hefur verið ásættanlegur þó að hraðinn hafi ekki verið eins mikill og á erlendu hliðinni," að því er fram kemur í leiðréttingu Búnaðarbankans. Próunarverkefni á vegum Útflutningsráðs islands Viðskiptahugmynd Fakta valin best UNDANFARNA tíu mánuði hafa sex íslensk fyrirtæki tekið þátt í þróunarverkefninu „Útflutnings- aukning og hagvöxtur" á vegum Útflutningsráðs íslands, íslands- banka, Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins og Samtaka iðnaðarins. I móttöku sem efnt var til í gær, veitti Jón Asbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, Kjartani Olafssyni, framkvæmda- stjóra Fakta ehf., verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina. Fakta ehf. starfar á sviði hugbún- aðargerðar og hyggur á markað í Lúxemborg í fyrstu. Halldór As- grímsson flutti einnig ávarp og veitti þátttakendum viðurkenn- ingar. Þátttakendur í verkefninu era lítil og meðalstór íslensk fyrir- tæki sem hyggja á útflutning eða vilja festa í sessi útflutning sem þegar er til staðar, að sögn Hauks Bjömssonar hjá Útflutn- ingsráði. Fyrirtækin sem tóku þátt í þróunarverkefninu eru: Fakta ehf., Reykjavík, Gámar ehf., Reykjavík, Hafnarfjarðarhöfn, Islenski dansflokkurinn, Reykja- Morgunblaðið/Jim Smart Páll Sig^urjónsson, stjórnarformaður Útflutningsráðs íslands, Kjart- an Ólafsson, framkvæmdastjóri Fakta, er hlaut verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina og Haukur Björnsson, umsjónarmaður þróun- arverkefnisins „títflutningsaukning og hagvöxtur". vík, Móðir jörð, Vallanesi og Vinnslustöðin Vestmannaeyjum. Þátttakendur lögðu í byrjun fram viðskiptahugmynd sem inni- heldur markað og vöra. Ráðu- nautar frá Útflutningsráði vora fulltrúum fyrirtækjanna innan handar við gerð stefnumótandi markaðsáætlana og er þeirri vinnu nú lokið. Einnig unnu nem- endur í Viðskiptadeild Háskóla íslands að markaðsrannsóknum fyrir fyrirtækin. Að sögn Hauks era þátttakendur nú tilbúnir að hefja aðgerðir en undanfama tíu mánuði hefur verið farið yfir allt sem á reynir við markaðssetn- ingu. Haukur segir að lögð hafi verið áhersla á að þátttakendur ynnu verkefnið sem mest sjálfir svo þeir gætu komið þekkingunni til sldla hjá fyrirtæki sínu. Breytingar hjá málningarframleiðandanum Hörpu hf. Opnar þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu MÁLNINGARFRAMLEIÐANDINN Harpa hf. hefur ákveðið að opna þrjár málningarverslanir á höf- uðborgarsvæðinu og er mark- miðið með því að auka þjónustu við viðskiptavini og bæta fram- boð á framleiðsluvörum Hörpu á svæðinu. Harpa rekur verslun fyrir almenning og fagmenn í húsakynnum söludeildar Hörpu á Stórhöfða 44 í Reykjavík. f síð- ustu viku var önnur verslun opn- uð í Bæjarlind 6 í Kópavogi og spb* SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR skráning sparisjóðsbréfa á Verðbréfaþing íslands Nafnverð útgáfu: Utgefandi: Lýsing á flokki: Skráningardagur á VÞI: Viðskiptavakt á VÞÍ: Avöxtunarkrafa á söludegi: Skilmálar: Umsjón með skráningu: Allt að 1.000.000.000 kr. Nú þegar hafa verið gefin út sparisjóðsbréf að verð- mæti 100.000.000 kr. og verður viðbótarútgáfa tilkynnt til Verðbréfa- þings Islands og skráð eftir því sem við á. Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH), kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafharfirði. Heiti flokksins er 2. flokkur 1999. Spari- sjóðsbréfin eru bundin vísitölu neyslu- verðs með grunnvísitölu júnf 1999 187,3 stig. Sparisjóðsbréfin bera enga vexti og verða endurgreidd í einu lagi þann 15. september 2006. Verðbréfaþing Islands hefur samþykkt að skrá þegar útgefin skuldabréf og verða þau skráð 5. júlí 1999. SPH, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. 5,5 % Bréfin eru seld gegn staðgreiðslu. Lág- marksupphæð er 5.000.000 kr. SPH, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafharfirði. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind sparisjóðsbréf liggja frammi hjá SPH. SPH Strandgötu 8-10 Hafnarfirði, sími: 550 2000, myndsendir: 550 2001. þriðja verslunin verður opnuð á morgun, föstudag í Skeifunni 4 í Reykjavík, þar sem áður var verslunin Húsið. I verslununum verður til sölu inni- og útimáln- ing og margs konar málningar- vörur frá Hörpu og umbjóðend- um fyrirtækisins erlendis, ásamt áhöldum, verkfærum og öðru til- heyrandi. Helgi Magnússon, fram- kvæmdasíjóri Hörpu, segir að þessi hugmynd hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið. „Smásölumarkaður málningar hefur verið að breytast hér á landi hin síðari ár og við höfum reynt að átta okkur á lfklegri framvindu breytinganna," segir Helgi. „Við höfum meðal annars fylgst með því sem er að gerast í nágrannalöndum okkar. I Skand- inaviu hefur sú þróun orðið að málningarverksmiðjur hafa í vaxandi mæli sett upp fagversl- anir fyrir almenning og málara. Til dæmis er Fliigger í Dan- s E 3 a Sjóðvélcar Einfaldar öruggar -og endingargóöai 23.900,- Stgr. m/vsk BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • S i m i 533 2 8 00 mörku, sem Harpa er með umboð fyrir á Islandi, með 175 verslanir á sínum snærum. Sama er að segja um aðrar málningarverk- smiðjur. Helgi segir að hér á landi hafi orðið sú þróun að stórmarkaðirnir taki sí- fellt meira af versluninni til sín og smærri aðilum fari að sama skapi fækk- andi. „Við höfum velt því fyrir okkur hvort þessi þróun kallaði á að við fær- um sjálfír út í að reka verslanir að hætti ná- granna okkar á Norður- löndunum. Segja má að eftir að í ljós kom að á síð- ustu 11 mánuðum hefur endurseljendum Hörpu- vara á höfuðborgarsvæð- inu fækkað um fimm með lokunum verslana, hafi orðið ljóst að annað hlyti að koma í staðinn. Við mátum það svo að ákveðið tómarúm hefði myndast sem kallaði á það að við stigjum þetta skref. Einnig má benda á að skoðanakannanir sýna að 51% þjóðarinnar hugsar fyrst til Hörpu þegar fólk er spurt um hvaða fyrir- tæki komi fyrst upp í hug- ann þegar það hugsar um málningu. Okkur finnst því að okkur beri beinlinis skylda til að sinna þörfum markaðarins og tryggja að framboð á Hörpuvörum sé viðunandi. Við töldum að þörf væri á að bæta þjónustuna hér á höfuð- borgarsvæðinu en víðast úti á landi erum við í sam- starfi við mjög góða end- urseljendur sem sinna markaðssvæðum sinum vel,“ segir Helgi. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að opna fleiri verslanir að sinni og ætlunin sé að ákveða framhaldið síðar. STUTfFRÉTTIR Stefnir í betri afkomu FBA en spáð var # KANNAÐ uppgjör FBA fyrir fyrstu sex mánuði ársins 1999 veröur birt 5. ágúst nk. ásamt endurskoöaöri rekstraráætlun fyrir síöari hluta ársins. Gera má ráö fyrir aö afkoma FBA fyrstu sex mán- uði ársins 1999 veröi mun betri en áætlaö var í rekstraráætlun bankans fyrir árið 1999 sem birt var í útboðslýsingu FBA í október 1998. í fréttatilkynningu frá FBA kemur fram að í rekstraráætluninni var gert ráö fyrir 890 milljóna króna hagnaöi fyrir skatta á árinu 1999. Samkvæmt óendurskoðuðu árshluta- uppgjöri, sem birt var 30. apríl sl., nam hagnaður bankans rúmum 362 milljónum króna fyrir skatta fyrstu þrjá mánuöi þessa árs. Hefur sú hagstæða þróun haldiö áfram síöastliðna þrjá mánuöi. „Betri afkomu má m.a. rekja til jákvæörar þróunar á íslenska fjármálamarkaðnum á fyrri hluta ársins, uppbyggingar bankans, efl- íngar viöskiptasambanda, víötækari þátt- töku í íslensku viöskiþtalffi og góös hagnaö- ar af einstökum viöskiptum á hlutabréfa- markaöi, aö því er fram kemur í fréttatil- kynningunni. Greiðslustöðvun KÞ Draga kæruna til baka • KÆRA vegna greiöslustöðvunar Kaupfé- lags Þlngeyinga, sem nokkrir kröfuhafar höföu ákveöið aö leggia fram í Hæstarétti, hefur veriö dregin til baka, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaösins. í samtali viö Morgunblaöiö staðfesti Ragnar Baldursson, héraösdómslögmaöur og lögmaöur kröfuhaf- anna, aö kæran hefði veriö afturkölluö en hann vildi aö ööru leyti ekki tjá sig um mál- iö. Ákveðið var aö leggja kæruna fram eftir að Héraösdómur Norðurlands eystra sam- þykkti aö framlengia greiðslustöövun KÞ til 10. seþtember næstkomandi en eigendur viöskiptavíxla aö upphæö 55 milljónir króna voru ósáttir viö úrskurö héraösdóms. GTsll Baldur Garðarsson, lögmaöur KÞ f greiöslustöövun félagsins, sagöi aö þetta leiddi til þess aö hægt yrói að halda áfram vinnu viö að gera upp mál Kaupfélagsins en sú vinna hefur aö nokkru leyti legiö niðri meöan beöið hefur verið niðurstööu vegna kærunnar. Gísli Baldur vildi aöspuröur ekki nefna hvenær vænta mætti svars viö kauptilboöi Kaupþings hf. í MJólkursamlag Kaupfélags Þlngeyinga en sagöist búast viö aö einhverjar vikur liðu áöur en mögulegt yröi aö svara tilboöinu. ^UPPggNIÐUR^ HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA • Viöskipti voru meiri í seinustu viku en vikurnar á undan, og námu þau rúmum 528 milljónum króna. Gengi 20 fyrirtækja hækkaði og 19 lækkaöi. KEA 3,00/3,00 350 1 22,4% Frumherji 2,15/1,85 2.034 7 15,6% Marel 21,65/19,60 47.992 35 27,7% Delta 15,50/15,00 718 2 6,9% FBA 2,70/2,57 69.003 38 5,5% ! NIÐUR^P Fyrtrtaafcl HatsU/tattsU vsrö Vlðsfc. vUuinnar Höfcfl Breytlng (þús. kr.) vrasfc. Auðlind 2,27/2,27 136 1 -4,2% ísl. Jámblendifél. 2,45/2,40 1.559 3 -4,0% Nýherji 12,95/12,40 3.739 5 -3,8% Þorbjörn 5,90/5,80 11.700 2 -3,3% Vaki fiskeldiskerfi 4,50/4,50 1.350 2 -3,2% ^UPP NIÐUR^ GENGI GJALDMIÐLA I ^ 23.06.99 30.06.99 +/-% Japanskt jen 0,6089 0,6165 1,25 Evra 76,73 76,95 0,29 i NIÐUR s* Kanadiskur dollar 50,71 50,52 -0,37 Sterlingspund 117,67 117,33 -0,29 Svissneskur franki 48,07 48,01 -0,12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.