Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 4
BANKARNIR
VIÐURKENN A
VERÐMÆTI DECODE
Gengi AMGEN síðustu 15 árin
...............................................................90
Gengi Human Genome Sciences frá skráningu
50
1994 1995 1996 1997 1998 99
AF MARKAÐI
Margeir Pétursson
KAUP Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins, Lands-
bankans og Búnaðar-
bankans á 17% hlut í
deCODE Genetics Inc., móðurfyrir-
tseki Islenskrar erfðagreiningar,
sýna svo ekki verður um villst að í
ÍE liggur eitt magnaðasta við-
skiptatækifæri sem íslendingar
hafa staðið frammi fyrir. Það er
ekki nóg með að fyrirtækið hafi
flutt til iandsins fjölda vísindastarfa
og sérþekkingu. Það er að ryðja
brautina fyrir íslensk þekkingarfyr-
irtæki til að afla fjár til starfsemi
sinnar erlendis. IE er að notfæra
sér nýuppgötvaðar auðlindir og
beitir markaðsöflunum til að virkja
þær. A sama tíma er fyrirtækið orð-
ið umræddasta og jafnframt eitt
umdeildasta fyrirtæki landsins.
Miðað við kaupgengi bankanna
þriggja er félagið orðið það verð-
mætasta á landinu, með markaðs-
verðmæti upp á 500 milljónir
bandaríkjadala, eða 37 milljarða ís-
lenskra króna. Greiningarmenn og
sérfræðingar þessara þriggja banka
hljóta að hafa orðið sáttir við þetta
mat eftir ýtarlega skoðun. Bankar
geta ekki leyft sér að nota svo stór-
an hluta eigin fjár síns til hluta-
bréfakaupa, nema vera alveg vissir í
sinni sök.
Það er ekki að furða þótt aðrir
fjárfestar séu áhugasamir. Verkefni
þeirra er þó afar erfitt, því um nýtt
svið er að ræða sem krefst mikillar
yfirlegu. Spákaupmenn hugsa nú
væntanlega mest um það hvemig
fari með skráningu fyrirtækisins á
erlendum markaði, en langtímafjár-
festar huga að erfðatæknigreininni
sem fyrirtækið starfar í og stöðu
þess innan hennar.
Þróunarkostnaður gjaldfærður
Það er með ólíkindum að það séu
ekld nema tæp þrjú ár síðan frum-
kvöðullinn Kári Stefánsson stofnaði
þetta fyrirtæki. Á þeim stutta tíma
hefur honum tekist að gera það að
stórfyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða og með 250 starfsmenn er
það þegar orðið mikilvægt fyrir ein-
hæft atvinnulíf landsins. Þrátt fyrir
stutta sögu náði það að hala inn 900
milljónir króna í tekjur í fyrra. Út-
gjöldin voru þó töluvert hærri, eða
1.400 milljónir. Tap á fyrirtækinu í
fyrra var því 500 milljónir króna. Af
þeim fremur ófullkomnu reikning-
um sem hafa birst opinberlega sést
að rannsóknar- og þróunarkostnað-
ur er gjaldfærður jafnóðum og er
það í samræmi við góðar endur-
skoðunarvenjur í bandarískum
ly fj afy ri rtækj um. Árangur þeirra er
oft vanmetinn, því með slíkum út-
gjöldum er í raun verið að fjárfesta
til framtíðar.
Rekstrarleyfi, skráning
og hvað svo?
Atburðarásina í kringum kaup
þriggja ríkisbanka á hlut í deCODE
fyrir sex mOljarða króna um daginn
virðist mega túlka þannig að Kári
Stefánsson og félagar hafi pínt
bandarísku stofnfjárfestana til að
selja helming af sínum hlut í fyrir-
tækinu. Tilgangurinn var að tryggja
að það yrði örugglega í meirihluta-
eigu Islendinga, jafnvel þótt
deCODE muni á næstu mánuðum
afla fjár með því að fara í opinbert
hlutafjárútboð (Initial Public Offer-
ing, skammstafað IPO) og skrá síð-
an félagið á markaði. Bandarísku
áhættufjárfestamir mega vel við
sinn hlut una, hafa ávaxtað sitt
pund vel. I þeirri grein er þó al-
gengast að menn tapi öllu sem þeir
leggja í fyrirtæki sem er skammt á
veg komið. Þegar dæmin ganga upp
er gróðinn mikill eins og í dæmi
deCODE.
AðUar í íslenskum fjármálaheimi
eiga nú gríðarlega mikið undir því
að deCODE nái að skrá sig á er-
lendum markaði og festa sig í sessi.
Fyrirtækið hlýtur nú að vænta öfl-
ugs stuðnings frá þeim. Þegar og ef
leyfi tU reksturs miðlægs gagna-
grunns á heUbrigðissviði kemur
ætti leiðin inn á erlendan markað að
vera greið, ef ekkert kemur upp á.
Það er einn allra virtasti fjárfest-
ingabanki heims, Morgan Stanley,
sem mun tryggja söluna og það
verða aðeins útvaldir viðskiptavinir
hans sem munu fá að kaupa við
skráninguna.
Fá bréf á markað í upphafi
Það verða líka fá bréf í boði í upp-
hafi sem mun skapa eftirspumar-
þrýsting tU hækkunar. Kári Stef-
ánsson og aðrir innherjar verða að
skuldbinda sig tU að selja ekki af
sínum hluta iyrr en síðar meir og B-
bréfin sem íslenskir fjárfestar eiga,
má heldur ekki seija fyrr en sex
mánuðum eftir skráningu, a.m.k.
ekki í Bandaríkjunum. Auðvitað
verða leiðir til að komast í kringum
þetta og fljótlega eftir skráningu
mun vitneskjan um þetta yfírvof-
andi framboð B-bréfa koma fram í
markaðsverðinu. Það er því ólíklegt
að um eitthvert mikið verðhrun
verði að ræða þegar B-bréfin breyt-
ast í almenna hluti.
Þetta hljómar allt mjög spenn-
andi og menn gætu spurt sig: „Er
hægt að tapa á því að kaupa núna á
gengi 18-19 og selja svo eftir skrán-
inguna?“ Svarið við því er einfalt:
Það er alltaf hægt að tapa pening-
um og mikilli gróðavon fylgir ávallt
áhætta. Við skulum líta á nokkra
þætti af mörgum:
Markaðsáhætta
Bandaríski hlutabréfamarkaður-
inn er í góðu lagi núna og kominn
vel á veg með að hrista af sér
áhyggjur af vaxtahækkunum. Þar
er þó vindurinn fljótur að snúast,
undanfarin haust hafa orðið gífur-
legar sviptingar og sama gæti orðið
uppi á teningnum núna. Ef sam-
bærileg harðindi verða nú, þá þýðir
ekkert að reyna nýskráningar og
besti tíminn fyrir þær er reyndar
almennt séð fyrrihluti árs. Einnig
gæti farið svo að bandarískir fjár-
festar yrðu svartsýnir vegna 2000-
vandamálsins með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum á hlutabréfaverð.
Þá gætu þeir af ýmsum ástæðum
orðið mjög tortryggnir gagnvart
fyrirtæki sem starfar í lítt þekktu
landi. Þessa áhættu eru skamm-
tímafjárfestar í deCODE að taka.
Ósönnuð aðferð
Það er góð tilfinning að halla sér
aftur í sófanum og hugleiða hug-
sjónir Kára Stefánssonar um nýjan
og betri heim þar sem sem orsakir
sjúkdóma hafa verið nákvæmlega
skilgreindar með genarannsóknum
og leiðir til úrbóta fundnar. Gallinn
er sá að þetta er aðeins fagur og
fjarlægur draumur. Þrátt fyrir
miklar tilraunir víða um heim hafa
þær aðferðir sem Islensk erfða-
greining beitir, ekki ennþá orðið til
þess að ný lyf við sjúkdómum litu
dagsins ljós. Fjárfestum til hug-
hreystingar má þó segja:
1) Stóru erlendu lyfjafyrirtækin
hafa fjárfest meira í rannsóknum á
þessu sviði en nokkru öðru, síðustu
5-7 árin. Dæmi um það er samning-
ur Hofmann la Roche og deCODE.
Þau hljóta að hafa mikla trú á því að
þetta starf muni bera árangur.
2) Þessi vinna verður unnin ein-
hvers staðar. Spurningin er hver
muni vinna hana og hvort skatt-
greiðendur, lyfjakaupendur eða
fjárfestar muni borga brúsann.
3) Ef lyf finnst eftir 5-10 ár mun
það þýða mikla umbun fyrir
deCODE.
4) Ef lyf verður þróað með þess-
um aðferðum verður auðveldara og
ódýrara að fá leyfi til að markaðs-
setja það en hefðbundin lyf, því það
verður væntanlega byggt á efnum
sem mannslíkaminn framleiðir sjálf-
ur.
Líftækniládeyða
DeCODE er orðið vel þekkt fyr-
irtæki og Morgan Stanley mun
vafalaust fara létt með að afla fyrir-
tækinu fjár með hlutafjárútboði. En
menn skyldu þó alls ekki draga þá
ályktun að einhver spenningur ríki
fyrir fyrirtækjum í þessari grein al-
mennt. Það er einmitt þveröfugt,
þessi misserin eru það Intemet-fyr-
irtækin sem líf djarfra fjárfesta og
spákaupmanna snýst um. Jafnvel
háþróuð fyrirtæki í líftækni þurfa
alfarið að reiða sig á fjármögnun frá
fagfjárfestum, því áhugi almennra
fjárfesta er lítill sem enginn. Að
vonast eftir því að athyglin muni
fara frá Netinu yfir í erfðatækni á
næstu mánuðum verður að teljast
bamaleg óskhyggja. Líftæknin
gekk nefnilega í gegnum sína spá-
kaupmennskubólu snemma á þess-
um áratug. Hún var svipuð og net-
bólan núna, bara ekki nærri eins
brjálæðisleg, því minni peningar
voru í spilinu. Þegar slík blaðra
springur brenna sig margir og á
Wall Street hugsa margir ennþá
með hryllingi til allra líftæknifyrir-
tækjanna sem aldrei urðu að neinu.
Það sem deCODE hefur þó fram-
yfir samkeppnisaðilana verður
væntanlega miðlægi gagnagrunnur-
inn. Hann tryggir vissa sérstöðu og
ætti það að dreifa áhættu fyrirtæk-
isins að starfa einnig á sviði upplýs-
ingatækni.
Tortryggnigenið
Ef vísindamenn íslenskrar erfða-
greiningar deCODE skyldu detta
niður á tortryggnigenið ættu þeir
að halda því til haga til að fjárfestar
geti ræktað það upp hjá sér. Heil-
brigður skammtur af tortryggni er
örugglega besta veganesti sem
fjárfestir getur haft í farteski sínu.
Þótt nú sé allur íslenski fjármála-
geirinn með gífurlega hagsmuni af
því að deCODE nái að vaxa og
dafna þá heyrðust sem betur fer
efasemdarraddir sem spurðu nauð-
synlegra spurninga. Greiningar-
mönnum Kaupþings hf. tókst t.d. að
halda sjálfstæði sínu og fengu
skömm í hattinn fyrir, voru t.d. sak-
aðir um öfund í garð ríkisbankanna
sem hrepptu hnossið. Það sem
vantar í upplýsingar sem verð-
bréfafyrirtæki og stofnanafjárfest-
ar, aðrir en bankarnir þrír, hafa
fengið um deCODE er t.d. sam-
setning á hluthafahópnum og heild-
arfjölda útistandandi bréfa að öll-
um kaupréttum meðtöldum. Strax í
byrjun mars bentu Kaupþingsmenn
reyndar á óöryggið á gráa mark-
aðnum eins og fram kom hér í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins hinn
11. mars. Ógagnsæi óskráða eða
gráa markaðarins er mjög óþægi-
Bjóðum ailskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vöruhús sem minni
lagera. Aðeins vönduð vara úr gæðastáli á mjög góðu verði.
Einnig færðu lyftitæki og trillur hjá okkur.
Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma.
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
MECALUX
gæði fýrir gott verð
UMBOÐS- OC HEILDVERSLUN
urehf
SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300