Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 8
8 B FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
SPÁ VERÐBRÉFAFYRIRTÆKJA UM NIÐURSTÖÐU 6 MÁNAÐA MILLIUPPGJÖRA 1999 HJÁ FYRIRTÆKJUM SEM MYNDA ÚRVALSVÍSITÖLU VÞÍ
Allartölurí millj. kr. Búnaðar- banki íslands Elmskip FBA Flugleiðlr Grandi Haraldur Böðvarsson íslands- banki Landsbanki íslands Marel Opln kerfi Samherji SÍF Trygginga- miðstöðin ÚA Þormóður rammi- Sæberg Summa hagn./(taps) (af meðalt.)
Búnaðarbankinn Verðbréf 420-500 580-650 600-700 250-300 230-300 480-550 380450 80-120 70-85 400450 130-170 120-180 100-150 100-140 4.345
FBAhf 490-530 220-245 300450 160-190 380410 680-730 520-570 80-95 65-75 220-260 140-170 140-165 170-200 100-125 3.942
Fjárvangur hf 500-600 400-500 500-600 800-1.000 350450 350450 400-500 250-350 0-50 50-60 400-500 150-200 200-250 200-300 100-150 5.305
íslandsbanki F&M 473 285 525 500 265 257 400 36 78 280 142 180 95 112 3.578
Kaupþlng hf 525 300 600 850 320 365 620 600 70 95 340 210 200 130 100 5.325
Kaupþing Norðurlands 450 800 460 700 340 260 675 470 125 95 530 230 210 95 140 5.580
Landsbankinn viðsk.stofa 650 385 600 500 280 445 690 35 60 350 150 150 110 170 4.575
Landsbréf hf 390 350 490 300 280 355 650 53 95 475 115 140 0 90 3.783
Veröbréfastofan 480 380 630 475 267 90 700 400 100 98 385 230 210 140 180 4.765
VÍB 350 400 450 850 230 247 400 70 85 350 195 180 120 120 4.717
Meðaital verðbr.fyrirtækja 486,4 404,3 546,7 610,0 283,2 307,9 630,6 435,0 70,2 81,1 382,5 175,2 179,8 125,0 127,0 4.845
6 mán. milliuppgjör 1998 242 401 349 -1.577 283 239 597 489 -58 58 429 181 183 15 111 1.943
SPÁ veröbréfafyrirtækjanna gerir ráö fyrir auknum hagnaöi í sex mánaöa milliuppgjörum hjá
flestum þeirra fyrirtækja sem mynda Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings íslands
VERÐBREFAFYRIRT
ÆKIN gera ráð íyrir að
fyrirtækin fímmtán í Úr-
valsvísitölu Verðbréfa-
þings íslands muni skila
4.845 milljóna króna hagnaði eftir
reiknaða tekjuskatta fyrstu sex
mánuði ársins 1999, samanborið við
1.943 milljóna króna hagnað þessara
fyrirtækja fyrstu sex mánuði ársins
1998. Þar munar mestu um Flug-
leiðir hf. sem töpuðu 1.577,7 milljón-
um króna fyrstu sex mánuði ársins
1998, en munu skila hagnaði af
rekstri fyrstu sex mánuði þessa árs
vegna 1.550 milljóna króna sölu-
hagnaðar sem kom til vegna sölu á
einni flugvél og tveimur hótelum
fyrirtækisins.
Einnig gáfu fulltrúar fyrirtækj-
anna upplýsingar um skoðanir sínar
á rekstraraðstæðum þeirra atvinnu-
vega sem vísitölur eru skilgreindar
fyrir af VÞÍ, en þeir eru sjávarút-
Lakar horfur í
olíudreifínffu
vegur, þjónusta og verslun, fjármál
og tryggingar, samgöngur, olíudreif-
ing, iðnaður og framleiðsla, bygging-
ar- og verktakastarfsemi, upplýs-
ingatækni og lyfjagreinar. Hluta-
bréfasjóðir og fjárfestingarfélög
voru undanskilin í þessari athugun,
enda byggir afkoma hlutabréfasjóða
beinlínis á afkomu hinna fyrrnefndu
atvinnugreina.
Spár þær sem hér eru birtar eru
óvissu háðar, og þá einkanlega vegna
lyftir þér á hærra plan
■ Steikbyggðir, liprir og fjölhæfir svo auðvelt
er að athafiia sig í litlu svigrúmi.
■ Allaraðgerðiremviðhendinaístýrisarmi
svo þærerhægt að fiamkvæma án þess
aðsleppa arminum.
• Rafknúnir, mjúkir og þægilegir í notkua
■ Vandaðir að gerð og krefjast
því lítils viðhalds sem tiyggir
lágan reksturskostnað.
LAGLYFTARI
Sterkur-fimur-fínlegur.
Lyftigeta 1,4-3 tonn.
Láglyftarinn ræður við
mikla þyngd og réttu
hreyfingamar.
HALYFTARI
Sterkur - hár - knár. Lyftigeta
1,2 -1,6 tonn. Opinn gálgi eykur
útsýni og vinnuöryggi einkum
þegar lyfta þarf hátt.
Á þessari tegund Still er gálginn
til hliðar sem bætir útsýni og
vinnuöryggi.
G L O B U S
VELAVER
H
Lágmúll 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík - Sfml 588 26 00 - Fax 588 26 01
óreglulegra liða sem eru til dæmis
söluhagnaður eða sölutap vegna
eigna, og skal sá fyrirvari hafður á
mati á þeim.
Horfur einstakra
atvinnugreina
Fulltrúar verðbréfafyrirtækjanna
sem rætt var við settu einnig fram
spá sína um aðstæður og horfur at-
vinnugreina í nánustu framtíð, og
eru þar meðtalin önnur fyrirtæki en
þau sem mynda Úrvalsvísitölu VÞI.
I svörum verðbréfafyrirtækjanna
kom fram að þau telja almennt horf-
ur vera bjartastar í byggingar- og
verktakastarfsemi, fjármálum og
tryggingum, samgöngum og upplýs-
ingatækni. Horfur eru hins vegar
lakari í olíudreifíngu og misjafnar
milli fyrirtækja í sjávarútvegi þar
sem fyrirtæki í bolfiskvinnslu eru
talin standa mun betur að vígi en
fyrirtæki í veiðum og vinnslu upp-
sjávarfiska. Hér er gripið niður í
svör fyrirtækjanna við fyrirspurn
Morgunblaðsins.
Byggingar- og verktaka-
starfsemi
„Einungis eru tvö fyrirtæki í
byggingar- og verktakastarfsemi á
VÞI, en það eru fyrirtækin Jarðbor-
anir og Islenskir aðalverktakar, sem
eru nokkuð ólík að eðli en eiga það
þó sameiginlegt að horfur eru nokk-
uð bjartar hjá þeim báðum,“ segir
Helgi Þór Logason hjá Landsbréf-
um.
„íslenskir aðalverktakar spila
stórt hlutverk við endurskipulagn-
ingu og framþróun á verktakamark-
aði. Meðan efnahagsástand, kaup-
máttur launa og almenn bjartsýni á
framtíðina er fyrir hendi má búast
við vexti á þessum markaði. Flutn-
ingur fólks af landsbyggðinni auk
þess sem íslendingar og erlendir að-
ilar flytja heim vegna vaxtarbrodda í
fyrirtækjum eins og Islenskri erfða-
greiningu hafa áreiðanlega mikil
áhrif á fasteignamarkað," segir Al-
bert Jónsson hjá Fjárvangi.
„Kaupþing gerir ráð fyrir að
áframhaldandi góðæri skili sér í
góðri afkomu verktakastarfsemi,
framtíðarhorfur íslenskra aðalverk-
taka eru einnig góðar eftir nýjan
samning við Landsvirkjun... Verk-
takastarfsemi er þó starfsgrein sem
er næm fyrir hagsveiflum, og ekki er
því hægt að búast við að vöxtur verði
áfram jafn mikill og nú,“ segir Þórð-
ur Pálsson hjá Kaupþingi hf.
„Skortur á hæfu vinnuafli getur
verið takmarkandi þáttur í starfsem-
inni. Einnig er spurning um aukna
erlenda samkeppi eftir því sem á líð-
ur. Mikilvægt er fyrir fyrirtækin að
ná jafnvægi í reksturinn en miklar
sveiflur hafa einkennt þennan rekst-
ur,“ segir ísak Hauksson hjá Við-
skiptastofu Landsbanka íslands.
Fjármál og tryggingar
,Afkoma þeirra fjármálastofnana
sem birtu afkomutölur sínar fyrstu
þrjá mánuði ársins benda til þess að
afkoma í þessum geira verði almennt
góð. Þó ber að hafa í huga að aukinn
hagnaður var fyrst og fremst vegna
gengishagnaðar sem að öllum líkind-
um verður ekki jafn mikill frá apríl
til júní og fyrstu þrjá mánuði árs-
ins,“ segir Andri Sveinsson hjá Bún-
aðarbankanum Verðbréfum.
,Afkoma bankanna verður al-
mennt góð. Það skýrist af miklu leyti
FJÖLPÓSTUR
PÓSTURINN
www.postur.is/fjolpostur
af gengishagnaði vegna jákvæðrar
þróunar á verðbréfamörkuðum
framan af árinu,“ segir Almar Guð-
mundsson hjá FBA.
„Hagnaður af hefðbundinni
bankastarfsemi, s.s. útlánastarfsemi,
er lítill og mun eflaust minnka vegna
mikillar samkeppni. Megintekjurnar
munu koma frá starfsemi sem sér
um stýringu og hreyfingu á fjár-
magni. Þær fjármálastofnanir sem
munu tileinka sér þann hugsunar-
hátt munu sigra í samkeppninni,"
segir Albert Jónsson hjá Fjárvangi.
„Markaðsaðilar eru sammála því
að ávöxtunarkrafa skuldabréfa ætti
að lækka það sem eftir er ársins.
Hins vegar setja nýjar lausafjárregl-
ur Seðlabankans strik í þann reikn-
ing en með farsælli lausn á því máli
ættu fyrirtæki í þessari atvinnugrein
að hækka frekar er líður á árið,“ seg-
ir Bjarni Adolfsson hjá Islandsbanka
F&M.
„Fyrri hluti ársins var fjármála-
fyrirtækjum góður og hafa þegar
borist vísbendingar um það í þriggja
mánaða uppgjörum FBA og Búnað-
arbankans. Vextir lækkuðu í upphafí
árs en síðan hefur sú lækkun gengið
til baka og því verður fróðlegt að sjá
að hvaða marki bankarnir hafa náð
að innleysa gengishagnað sinn af
skuldabréfum á veltubók," segir
Þórður Pálsson hjá Kaupþingi.
„í þriggja mánaða uppgjöri þeirra
banka sem birtu tölur var mikill
gengishagnaður en búast má við að
hann minnki eitthvað þegar fyrstu
sex mánuðirnir eru skoðaðir. Allt út-
lit er hins vegar fyrir að vextir muni
lækka seinni hluta ársins og ætti það
að koma bönkunum vel,“ segir Sæv-
ar Helgason hjá Kaupþingi Norður-
lands.
„Telja verður að rekstrarumhverfi
fjármála- og tryggingarfélaga sé
hagstætt um þessar mundir. Einnig
eru miklir hagræðingarmöguleikar
hjá ríkisbönkunum," segir Isak
Hauksson hjá Viðskiptastofu LÍ.
.Arðsemi eigin fjár hjá trygging-
arfélögunum hefur verið með besta
móti á undanförnum árum og eru
ekki miklar líkur á því að sú arðsemi
minnki á þessii ári. Vátryggingar
bifreiða hafa verið einn erfiðasti
rekstrarþáttur hjá tryggingarfélög-
unum og mun nýleg 30-40% hækkun
bifreiðatrygginga bæta afkomu
þeirrar rekstrareiningar og afkomu
félaganna í heild,“ segir Einar
Bjarni Sigurðsson hjá Verðbréfa-
markaði Islandsbanka.
Iðnaður og framleiðsla
„Iðnfyrirtæki hafa þurft að taka á
sig aukinn kostnað, m.a. í formi
launa, en hafa sum hver átt erfitt
með að hækka verð eða hagræða á
móti. Marel er reyndar dæmi um
fyrirtæki sem verið hefur að auka
sína framlegð með hagræðingu og
endurskipulagningu á gjaldahliðinni.
Tekjur þeirra úr sjávai-útvegi eru
einnig að aukast eftir lægð á sama
tíma í fyrra og markaðssókn á kjöt-
og kjúklingamarkaði virðist vera að
skila sér. Við spáum því góðri af-
komu hjá Marel,“ segir Almar Guð-
mundsson hjá FBA.