Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 9
í
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMT Ot)AGIJR 1. JÚLÍ lðð9 B 9
:
VIÐSKIPTI
„Vísitala iðnaðai- og framleiðslu er
samsett úr mjög ólíkum fyrirtækj-
um. Þar á meðal eru fyrirtæki sem
að okkar mati ættu að geta gert bet-
ur á þessu ári. Þar má nefna Marel
en við teljum horfur vera góðar fyrir
fyrirtækið en á móti kemur að hugs-
anlega er slíkt komið inn í verð á
hlutabréfum félagsins," segir Bjarni
Adolfsson hjá íslandsbanka F&M.
„Fyrirtæki í þessari grein búa við
hækkandi launakostnað og hafa
mörg fyrirtæki flutt mannfreka
starfsemi og framleiðslu erlendis.
Vöruþróun og nýsköpun skiptir þessi
fyrirtæki verulegu máli varðandi
framhaldið. Vaxtarbroddurinn felst í
auknum umsvifum erlendis," segir
ísak Hauksson hjá Viðskiptastofu
LÍ.
.Afkoma fyrirtækja í iðnaðar- og
framleiðsluvísitölu VÞI kemur til
með að vera misjöfn. I vísitölunni
eru fyrirtæki sem starfa í ólíku sam-
keppnisumhverfi. Erfitt er að spá
fyrir um afkomu fyrirtækja í mat-
vælaframleiðslu og tengdum grein-
um. SS hefur náð að bæta vöruúrval
sitt t.a.m. með tilbúnum réttum og
mun því styrkja markaðsstöðu sína
en erfitt er að segja til um hvort fyr-
irtækið bæti afkomu sína verulega.
Fóðurblandan mun einnig hagnast á
breytingu á neyslumynstri neytenda,
þ.e.a.s. aukningu á kjúklinga- og
svínakjötsneyslu,“ segir Helgi Þór
Logason hjá Landsbréfum.
Lyfjagreinar
„Mikil sóknartækifæri eru til stað-
ar í lyfjaiðnaðinum og við teljum
svigrúm til frekari hækkana en það
veltur þó nokkuð á hversu jákvæðar
fréttir berast af atvinnugreininni,"
segir Bjarni Adolfsson hjá Islands-
banka F&M.
,Aukin samkeppni frá bæði er-
lendum og innlendum fyrirtækjum
og ströng verðlagsákvæði stjórn-
valda hafa gert það að verkum að
markaðssókn með samheitalyf er
orðin mun erfiðari en áður og fátítt
að einn aðili nái mjög hárri markaðs-
hlutdeild. Fyrirtæki af þehTÍ stærð-
argráðu sem hér eru hafa ekki fjár-
magn til að þróa ný lyf frá grunni, en
talið er að það kosti um 25-30 millj-
arða króna að þróa eitt lyf og koma
því á markað. Þar sem innanlands-
markaður virðist mettaður eru
helstu vaxtarmöguleikar félaganna
erlendis,“ segir Sævar Helgason hjá
Kaupþingi Norðurlands.
Olíudreifing
„Rekstur olíufélaga er ekki mjög
háður breytingum á olíuverði þar
sem verðhækkunum er fleytt áfram
út í verðlag. Hér er því fyrst og
fremst um að ræða hvernig félögin
hátta innra rekstrarskipulagi. Vísi-
tala olíudreifingar hefur hækkað um
15% það sem af er árinu og teljum
við því ekki mikið svigrúm til frekari
hækkana," segir Bjarni Adolfsson
hjá íslandsbanka F&M.
„Vaxtarmöguleikai- eru ekki mikl-
ir hjá félögum í olíudreifingu,“ segir
Sævar Helgason hjá Kaupþingi
Norðurlands.
„Nokkur óvissa er um frekari vöxt
þessara fyrirtækja en þau hafa með-
al annars aukið æ meira smásölu-
verslun,“ segir ísak Hauksson hjá
Viðskiptastofu LÍ. Það eru ekki
miklir vaxtarmöguleikar fyrir hendi
en áframhaldandi hagræðing og fjöl-
þætting í rekstri gæti skilað sér í
bættri afkomu félaganna," segir
Helgi Þór Logason hjá Landsbréf-
um.
,Afkoma olíufélaganna var með
því besta á síðasta ári, aftur á móti
var arðsemi félaganna aðeins um 8-
12%; því er ekki hægt að segja að fé-
lögin séu spennandi fjárfestingar-
kostur,“ segir Einar Bjarni Sigurðs-
son hjá VÍB.
Samgöngur
„Straumur ferðamanna til lands-
ins hefur aukist og ásókn landans í
utanlandsferðir er með mesta móti.
Það er því ljóst að velta Flugleiða
kemur til með að aukast töluvert.
Ekki má gleyma umtalsverðum sölu-
hagnaði sem mun myndast vegna
sölu á hótelum félagsins og einni
flugvél," segir Andri Sveinsson hjá
Búnaðarbanka Verðbréfum.
„Flugleiðir hafa verið að ná mikl-
um árangri með sölu ferða á Netinu
sem ætti að leiða til aukinna tekna til
framtíðar,“ segir Abert Jónsson hjá
Fjárvangi.
„Við búumst við að sú hagræðing
sem Flugleiðir hafa ráðist í sýni ár-
angur nú, en fyrri hluti ársins er þó
alltaf miklu mun verri en sá seinni
hjá Flugleiðum," segir Þórður Páls-
son hjá Kaupþingi.
„Hjá Eimskipi má búast við
ágætri afkomu og að félagið haldi
áfram að skila fjárfestum traustri af-
komu. Afkoma Flugleiða verður góð
á þessu ári því söluhagnaður félags-
ins af einni flugvél og tveimur hótel-
um verðui- um 1,5 milljarðar króna.
Ekki er þó rétt að meta félagið út frá
þessum óreglulega hagnaði heldur
hvernig félagið skilar af sér reglu-
legri starfsemi," segir Sævar Helga-
son hjá Kaupþingi Norðurlands.
„Búast má við því að aukning
verði á flutningum til og frá landinu í
heild á þessu ári og að það hafi góð
áhrif á afkomu Eimskipafélagsins.
Aftur á móti má benda á það að
stjórnendur Eimskips búa sig undir
samdrátt í flutningum seinni hluta
ársins,“ segir Einar Bjarni Sigurðs-
son hjá VIB.
Sjávarútvegur
„í sjávarútvegi gerum við ráð fyr-
ir að afkoma þeirra félaga sem
leggja megináherslu á veiðar upp-
sjávarfiska verði mun lakari en á
sama tíma á síðasta ári. Munar þar
mestu um 40% verðlækkun á mjöli
og 50% verðlækkun á lýsi miðað við
fyi-stu mánuði síðasta árs. Hins veg-
ar gerum við ráð fyrir að þau fyrir-
tæki sem hafa vel dreifða kvótastöðu
geti vegið upp versnandi afkomu
uppsjávarveiða með veiðum á bol-
fiski,“ segir Andri Sveinsson hjá
Búnaðarbankanum Verðbréfum.
„Ekki er ólíklegt að eftir 3-5 ár
verði 5-7 stór sjávarútvegsfyrirtæki
á íslandi með um 80% af veiðanleg-
um kvóta. Einnig má búast við veru-
legum breytingum á sölufyrirkomu-
lagi í sjávarútvegi þar sem þessi
stóru sjávarútvegsfyrirtæki taka
sölumálin í sínar eigin hendur en
sölusamtökin verði í auknum mæli
heimshöndlarar á fiski hvaðanæva úr
heiminum," segir Albert Jónsson hjá
Fjárvangi.
„Við teljum að flest þau fyrirtæki
sem eru í úrvalsvísitölunni og teljast
til framangreinds fiokks skili betra
milliuppgjöri en í fyrra þrátt fyrir að
vera með hærri fjármagnsliði en á
sama tíma síðasta árs. Hins vegar er
aðra sögu að segja með fyrirtæki
með veiðar og vinnslu í uppsjávar-
fiski. Þar hefur mikið verðfall á mjöl-
og lýsismörkuðum orðið til þess að
rekstur fyrirtækjanna kemur ekki til
með að skila jafn góðri afkomu,“ seg-
ir Bjarni Adolfsson hjá Islandsbanka
F&M en bætir við að blikur séu þó á
lofti og megi sjá vísbendingar um að
verð sé komið í lægsta punkt.
„Sjávarútvegsvísitalan er sú vísi-
tala sem hækkað hefur minnst á ár-
inu eða í kringum 0,5% en við teljum
að þarna sé svigrúm til hækkana það
sem eftir lifir ársins," segir Bjami.
„Verð sjávarafurða er í brennid-
epli þegar litið er á horfur félag-
anna,“ segir Sævar Helgason hjá
Kaupþingi Norðurlands. „Horfur
eru á áframhaldandi góðu afurða-
verði að undanskildum loðnuafui’ð-
um. Ljóst er að sameiningar eru
mikið í umræðunni og vert að gefa
þeim félögum gaum sem hafa verið í
slíkum umræðum," segir Sævar.
„Verð á mjöli og lýsi virðist hafa
náð lágmarki og má merkja aukna
eftirspurn eftir fiskmjöli. Verð hefur
þó ekki hækkað og ekkert fyrirsjá-
anlegt að það hækki mikið á næst-
unni. Afkoma fyrirtækja í sjávarút-
vegi er afar misjöfn. Ljóst er að
samruni og samvinna fyrirtaekja
mun aukast á næstunni,“ segir ísak
Hauksson hjá Viðskiptastofu LI.
Upplýsingatækní
„Misvel hefur gengið hjá fyrir-
tækjum í þessum geira og teljum við
að svo muni verða áfram. Þó teljum
við að afkoma muni batna hjá tækni-
fyrirtækjum á fyrri hluta ársins,
miðað við sama tíma í fyrra,“ segir
Bjarni Adolfsson hjá íslandsbanka
F&M.
„Kaupþing gerir ráð fyrir að ör
vöxtur fyrirtækja í upplýsingatækni
haldi áfram. Við gerum ekki ráð fyr-
ir að Tæknival hafi enn tekist að
snúa rekstrinum í hagnað enda er
þar mikið verk að vinna og réttar að
horfa til seinni hluta ársins. Við ger-
um ráð fyrir að framlegð Nýherja
verði betri fyrstu sex mánuði þessa
árs en á sama tíma í fyrra, enda lok-
aði fyrirtækið Tölvukjörum eftir að
rekstur fyrirtækisins stóð ekki undir
væntingum," segir Þórður Pálsson
hjá Kaupþingi hf.
„Vöxtur fyrirtækja í þessari grein
hefur staðið undir væntingum og
margt bendir til þess að fyrirtækin
eigi eftir að vaxa enn frekar,“ segir
ísak Hauksson hjá Viðskiptastofu
LÍ og bætir við að stærð innlends
markaðar og framboð á hæfu starfs-
fólki séu takmarkandi þættir. „Tölu-
verð umframeftirspurn er eftir
starfsfólki í þessum geira.“
„Við gerum enn ráð fyrir töluverð-
um vexti hjá þessum fyrirtækjum og
má búast við veltuaukningu upp á
um 20% í milliuppgjörum nú. Þessi
fyrirtæki hafa verið að hækka mikið
í verði undanfarna mánuði og vilja
margir meina að þau séu of hátt
verðlögð. Við teljum að milliuppgjör-
in muni sýna að vöxtur er enn mikill
í greininni og að fyrirtækin standi
flest nokkurn veginn undir núver-
andi gengi,“ segir Helgi Þór Loga-
son hjá Landsbréfum.
Verslun og þjónusta
„Tveir aðilar eru nú með lykil-
stöðu á matvælamarkaði og greini-
legt að samkeppnin hefur breyst þar
sem smærri aðilar hafa horfið af
markaðinum. Ekki er ólíklegt að
samkeppni muni aukast annars veg-
ar með nýjum aðilum og hinsvegar
með nýrri tækni í dreifingu mat-
væla,“ segir Abert Jónsson hjá
Fjárvangi.
,Almennt séð hefur verið mikill
hagvöxtur og þensla í þjóðfélaginu
sem leiðir af sér góða afkomu þess-
ara félaga. í verslun hefur KEA ver-
ið að leggja upp með að færa rekst-
urinn í nokkur sjálfstæð hlutafélög,
eitt eða fleiri á hverju sviði, og fá
stærri einingar til að geta skilað
betri afkomu. Annars er verslun og
þjónusta stöðugasta atvinnugreinin
og sveiflur verða aldrei miklar, svo
ytri áhætta er þar minni en í öðrum
greinum," segir Sævar Helgason hjá
Kaupþingi Norðurlands.
.Afkoma verslunar- og þjónustu-
fyrh-tækja var mjög góð á síðasta ári
samfara miklum hagvexti og aukinni
þenslu í þjóðfélaginu. Búast má við
því að afkoma félaganna verði einnig
mjög góð á þessu ári og að vöxtur
verði í hagnaði félaganna. Tölvufyr-
irtækin hafa verið að vaxa gríðarlega
á undanförnum árum og er vöxtur-
inn um 25-30% á ári. Búast má við
því að þessi vöxtur haldi áfram á
þessu ári og að afkoma félaganna
verði góð, aftur á móti er verð þess-
ara fyrirtækja hátt og miklar vænt-
ingar inni í verði bréfanna eins og
það er í dag,“ segir Einar Bjarni Sig-
urðsson hjá VIB.
PowerEdge 1300
Fyrir smærri fyrirtæki og
sem aukaþjónn.
1-2 Pentium II
eða III örgjörvar
1 - 4 harðir diskar.
Minni stækkanlegt í allt að IGB.
PowerEgde 2300
Fyrir smærri
og meðalstór fyrirtæki.
1-2 Pentium II
eða III örgjörvar
I - 6 harðir diskar
Möguleiki á „heitskiptan-tegum"
diskum.
Minni stækkanlegt (allt að 2GB.
Passar I skáp.
PowerEdge 2300 var nýlega
valinn Netþjónn ársins 1999
hjá Network Magazine og
hlaut World Class Award hjá
Network World.
PowerEdge 4300
Beinlínukerfi, vöruhús
gagna, netverslun.
1-2 Pentíum II
eða III örgjörvar
Allt að 8 harðir diskar.
Möguleiki á þreföldu orku-
og kælikerfi.
Möguleiki á „heitskiptan-legum"
diskum.
Minni stækkanlegt I allt að 2GB.
Passar í skáp.
PowerEdge 6300
Flámarkskröfur um ötyggi
og afköst
1-4 Pentium III
Xeon örgjörvar
Allt að 2MB skyndiminni
á hvern örgjörva.
Allt að 4GB innra minni.
Alltað 8 „heitskiptanlegir" diskar
Passar I skáp.
Margverðlaunaður netþjónn.
Búast má við þvl að aukning
verði á flutningum til og frá
landinu I heild á þessu ári og
að það hafi góð áhrif á af-
komu Eimskipafélagsins
Afkoma þeirra fjármálastofnana
sem birtu afkomutölur sínar
fyrstu þrjá mánuði ársins benda
til þess að afkoma I þessum
geira verði almennt góð
Skiptu honum
hikfaust út
ef hann er fföskuháls fyrir
upplýsingastreymíð í fyrírtækinu
Dell PowerEdge netþjónar henta öllum stærðum fyrirtækja og eru sérlega
sveigjanlegir að hvers kyns sérþörfum. Netþjónn frá Dell og BackOffice
hugbúnaður ffá Microsoft stýra upplýsingaflæði I lyrirtækinu, hópvinnukerfum,
tölvupósti og vista heimasíðuna.
Flafðu samband og gerðu hagstæðan heildarsamning um netþjón, hugbúnað,
uppsetningu og rekstrarþjónustu.
♦ 108 Reykjavlk